Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Iþróttir — ómenning? eftir Steinar J. Lúðvíksson Hér á árum áður mun sú skoðun hafa verið ríkjandi að hverskonar íþróttaiðkun væri fremur fáfengileg og ómenningarleg tómstundaiðja. Þeir menn sem eyddu tíma sínum í slíkt voru annað hvort taldir sérvitr- ingar eða vitgrannir nema hvort tveggja væri. Slík sjónarmið eru löngu liðin tíð. Almennt er nú viður- kennt að íþróttir eru ein hollasta tómstundaiðja sem hægt er að velja sér og að þær geti fyrirbyggt sjúk- dóma og ótímabæra líkamshrörnun. Því hefur mjög verið hvatt til íþrótta- iðkana barna og ungmenna til þess að fólk haldi áfram fþróttaiðkun þótt árin færist yfir. Hefur verið lögð á það áhersla að skapa Sþrótta- æskunni sem bærilegasta aðstöðu til æfinga og leikja svo og öllum almenningi. En það sjónarmið sem minnst er á i upphafsorðunum er þó greinilega ekki alveg liðið undir lok. Það kom glögglega fram í orðum eins forystu- manns i (slenskum stjórnmálaflokki ( stuttu útvarpsviðtali fyrir skömmu og er mér til efs að islensk iþrótta- æska hafi fengið jafn kaldar kveðjur frá stjórnmálamanni ( seinni tfð. Er hér átt við orð sem Þðrhildur Þor- leifsdóttir þingmaður Kvennalistans lét falla er rætt var við hana og Birgir ísleif Gunnarsson mennta- málaráðherra um þau fyrirheit íslensku ríkisstjórnarinnar áð hér- lendis yrði byggt fþróttahús sem rúmaði 7.000-8.000 áhorfendur ef íslendingum yrði falið að sjá um heimsmeistarakeppnina í handknatt- leik 1993 eða 1994, en eins og flest- um mun kunnugt hefur Handknatt- leikssamband Islands lagt fram formlega umsókn um keppnina og verða greidd atkvæði um það á þingi sambandsins i Seoul (september nk. hvaða þjóð verður valin til að sjá um keppnina. Ekki er óeðlilegt að um það skuli skiptar skoðanir hvort íslendingar eigi að sækjast eftir því a halda heimsmeistarakeppnina f handknatt- leik og hvort byggja skuli slíkt (þróttahús sem rætt er um en án slíks húss eða fyrirheita um það eig- um við ekki möguleika á að fá að halda keppnina. Samkvæmt reglum Alþjóða handknattleikssambandsins - þarf hús er rúmar a.m.k. 7.000 áhorfendur að vera til staðar. Skal það tekið fram að þessar reglur eru nýlegar og voru ekki í reglum IHF er Islendingar lögðu fyrst fram umsókn sína um mótið. Það er rétt hjá Þórhildi Þorleifs- dóttur að þegar kemur að stórfram- kvæmdum hlýtur spurningín um for- gangsröð að skjóta upp kollinum. Við Islendingar eigum eftir að gera margt og margir aðilar knýja á um fjármagn. Sjónarmið eru mismun- andi og hver reynir að ota sinum toga. En að halda því fram og itreka, eins og Þórhildur gerði í umræddu viðtali, að það komi (slenskri íþrótta- æsku Iftt til góða að slfkt fþróttahús sé byggt ber vitni um anað hvort yfirmáta þröngsýni eða vanþekk- ingu. Þar er greinilega horft fram hjá þeirri staðreynd að þrátt fyrir að keppnisfþróttirnar séu ef til vill það sem mest ber á f íþróttalífinu er þó æskulýðs- og íþróttastarf íþróttafélaganna það mikilsverðasta f iþróttal(finu. „Það eru til ýmsar fjárfestingar sem myndu borga sig betur og til dæmis skulum við þá bara taka uppeldi barnanna okkar i þessu landi," sagði Þórhildur í við- talinu. Ætli henni sé ekki kunnugt að fþróttahreyfingin gegnir einmitt veigamiklu hlutverki f þvf uppeldi og að hundruðir ef ekki þúsundir manna teggja ómælda vinnu á sig við það starf. Kannski hefur hún ekki fylgst með þvf vegna þess að þessi hópur hefur ekki hátt — vinnur að mestu störf s(n í kyrrþey og myndar ekki háværan þrýstihóp. Ég Kápur sem fara vel! —IV, - ,__' Póstsendum um allt land. KAPÖSALAN BORGARTÚNI22 AKUREYRI SÍMI 23509 HAFNARSTRÆTl 88 Nægbflastæði SÍM19&25250 Steinar J. Lúðvfksson „ Við sem stöndum að umsokn Islands um heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik ger- um okkur vissulega vonir um að sagan geti endurtekið sig. Að keppnin verði til þess að auka enn áhuga æskufólks á íþróttum og íþróttastarf i — ekki bara á handknattleik heldur íþróttum í heild. Þórhildur Þorleifsdótt- ir telur slíkt sennilega ekki æskilegt." hygg að æskulýðsstarf fþróttafélag- anna snerti flest heimili á íslandi beint og óbeint og að flestir séu þakklátir fyrir það starf sem þar er unnið. Nú er auðvitað auðvelt að segja að æskulýðsstarf fþróttafélaganna sé gott og blessað svo og almenn- ingsfþróttir en að það komi byggingu fþróttahallar og heimsmeistara- keppninni f handknattleik nákvæm- lega ekkert við. Því er til að svara að hvarvetna eru afreks- fþróttirnar taldar æskilegur hvati ungs fólks til fþróttaiðkana og þær vega einnig þungt f mótun áhuga á íþróttastarfinu. Þetta er ekkert SIEMENS Glæsilegeldavél meöbakstursvagni! HL 6602 Yfir- og undirhiti, blást- ur, blástursgrill og keramikhelluborð. SMÍTH& NORIAND Nóatúni 4 S. 28300 séríslenskt fyrirbrigði heldur alþjóð- legt. Við fslendingar höfum dæmin augljóstega fyrir okkur. Árið 1972 réðumst við í það stórvirki að halda heimsmeistaraeinvígið f skák. Þá þurftu forystumenn skákhreyfingar- innar að leita stuðnings rfkisvalds- ins. Sem betur fer höfðu ráðamenn þá víðsýni og skilning til þess að veita stórhuga mönnum stuðning. Ég hygg að enginn efist nú um að sá stuðningur borgaði sig þótt ef til vill sé erfitt að meta það í krónum og aurum. íslendingar eru nú ein mesta skákþjóð heimsins og skák- áhugi almennur — við eigum fleiri stórmeistara en allar hinar Norður- landaþjóðirnar til samans. Við sem stöndum að umsókn íslands um heimsmeistarakeppnina i handknatt- leik gerum okkur vissulega vonir um að sagan .geti endurtekið sig. Að. keppnin verði til þess að auka enn áhuga æskufólks á fþróttum og (þróttastarfi — ekki bara á hand- knattleik heldur íþróttum f heild. Þórhildur Þorleifsdóttir telur slfkt sennilega ekki æskilegt. í viðtalinu lét hún þau orð falta að keppnisf- þróttirnar á íslandi væru til þess fallnar að leggja „hugmyndafræði- legan grundvöll að starfi flokks eins og Sjálfstæðisflokksins". Að vfsu vefst það verulega fyrir mér að skilja hvað þingmaðurinn á við með þessum orðum en lfklega á hún við það að keppni á íþróttavöllunum leiði sjálfkrafa til þess að viðkomandi kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Undirrit- aður hefur haft kynni af íþrótta- hreyfingunni á íslandi frá barnæsku og getur upplýst Þórhildir Þorleifs- dóttur viti hún það ekki að þeir sem reyna með sér á fþróttavöllunum eru úr öllum flokkum og af öllum stigum þjóðfélagsins. Ætli það geti ekki einmitt verið að þátttaka f fþróttum og þeim félagsskap sem þeim fyigir hafi orðið til þess að auka skilning ungmenna á hðgum og viðhorfum hvers annars — frekar en að fþrótta- starfið miði að því að skipa öllum f sama stjórnmálaflokk? Það er al- kunna að Kvennalistinn hefur af dugnaði barist fyrir úrbótum, t.d. f dagheimilismálum og með framan- greindum rökum Þórhildar mætti segja að tilgangurinn með þvf værí að „leggja hugmyndafræðilegan grundvölt að starfi flokks eins og Kvennalistans". Engum mun þó f raun og veru detta slíkt í hug. Við sem höfum unnið að þvf að fá heimsmeistarakeppnina f hand- knattleik hingað höfum bent á það að það kynni að hafa töluvert þjóð- hagslegt gildi fyrir okkur að fá keppnina hingað og að gjaldeyris- tekjur hafa henni gætu orðið veru- legar. Þórhildur Þorleifsdóttir sagði f viðtalinu að þær tölur sem nefndar hefðu verið væru hreinar getgátur. „Það er auðvitað hægt að fá út úr því dæmi hvað sem maður vill og gjarnan gefur maður sér þá útkom- una fyrst og reiknar siðan dæmið aftur á bak og finnur sér stærðina sem gefur útkomuna," sagði hún í umræddu viðtali. Undirritaður er ekki stjórnmálamaður og veit satt að segja ekki hvaða reikningsað- ferðir þeir nota en ummæli Þórhildar benda til þess að hún kunni eitthvað fyrir sér f slíkum reikningskúnstum sem hún nefnir. Nú vill svo til að umrædd heimsmeistarakeppni er ekki 8Ú fyrsta sem haldin er og fyr- ir liggja upplýsingar frá þeim lönd- um sem hafa haldið keppnina á und- an okkur. Út frá þeim hefur verið reiknað og reynt að meta hugsanleg- ar gjaldeyristekjur. Vitanlega er um áætlanir að ræða en ekki blákaldar staðreyndir. Þær geta aldrei orðið til fyrr en að keppninni lokinni. Þór- hildur gat þess einnig ( viðtalinu að islensku hótelin væru meira og minna á hausnum og mátti á henni skilja að það væri ekki þess vert að reyna að gera eitthvað til þess að skapa þeim verkefni. Ég hef enga trú á öðru en aðstandendur hótel- anna myndu taka því með sæmileg- um þökkum að hótelin fylltust af gestum þótt ekki væru nema þær þrjár vikur sem keppnin stendur en geta má að hún er haldin á „dauð- asta" ferðamannatímanum á fs- landi, þ.e. um mánaðamótin febr- úar-mars. Þórhildur ræddi einnig um hversu greiða leið íþróttaforystan virtist eiga að ákveðnum stjórnmálamönn- um og ráðamönnum þjóðarinnar og að þeir virtust ginnkeyptari fyrir aðstoð við hana en t.d. menningar- starfsemi. Nú er það svo að víða um lönd er fþróttastarf flokkað undir menningarstarfsemi og það gerum við líka sem erum að reyna að vinna íþróttunum gagn. Auðvitað er það rétt að æskilegt væri að verja meira fjármagni til menningarviðburða og til fslenskra tistamanna. En ef Þ6r- hildur skipar íþróttunum annan sess en því sem hún kallar menningu væri ráðlegt fyrir hana að kynna sér málið svolítið áður en hún fullyrðir um mismun. Hvernig væri að hún tæki sér fyrir hendur að bera saman það fjármagn sem hið opinbera veit- ir til þess sem hún kallar menningu annars vegar og svo íþrótta hins vegar. Hún gæti t.d. byrjað á því að bera saman fjárveitingar til fþróttasambands Islands annars vegar og til Sihfóníuhljómsveitar íslands hins vegar. Ég hugsa að forystumenn íþrótta- hreyfingarinnar á íslandi séu alls ekki sammála Þórhildi Þorleifsdóttur um að það hafi verið auðvelt að sækja fjármagn til starfseminnar til hins opinbera. Ef Þórhildur veit það ekki þá en rétt að upplýsa hana hér og nú um að þungi fþróttastarfsins hvflir á herðum sjálfboðaliða. Vitan- lega koma bæði ríkisvald og sveitar- stjórnir inn f fjármögnun stórra íþróttamannvirkja, en f flestum til- fellum eru íþróttamannvirkin og þá sérstaklega fþróttahúsin jafnframt skólamannvirki og má geta þess að víða skortir mjög á að unnt sé að framfylgja tögum um fþróttakennslu vegna skorts á íþróttahúsum. Þá er það staðreynd sem þeir þekkja vel sem koma nálægt hinu frjálsa fþróttastarfi að skortur á (þróttahús- um stendur starfinu verulega fyrir þrifum og hefur m.a. orðið til þess að takmarka fjölda þeirra sem taka þátt i (þróttum. Oftast bitna slfkar takmarkanir á fullorðna fólkinu sem ekki æfjr með keppni fyrir augum þar sem fþróttafélðgin telja það skyldu sfna að láta ungmennih ganga fyrir. Stórt íþróttahús myndi því bæta nokkuð úr brýnni þörf. Það yrði ekki reist fyrir heimsmeistara- keppnina eina heldur er óhætt að slá þvf föstu að það yrði fullnýtt jafnskjótt og það kæmist f gagnið. Benda má einnig á það að Skáksam- band fslands hefur lengi haft hug á þvf að sækja um að halda Olympíu- skákmót hérlendis en ekki hefur getað orðið af því vegná þess að nægjanlega stórt hús er ekki til. Umrædd fþróttahöll myndi henta vel fyrir slfkt mót og því allar Ifkur á því að mótið fengist hingað fljótlega eftir að húsnæðið væri til stáðar. Þórhildur lauk orðum sínum ( út- varpsviðtalinu með yfírlýsingu um að stuðningur rikisstjórnarinnar við byggingu umrædds íþróttahúss og þar með við umsókn um heimsmeist- arakeppnina væri „náttúrulega glöggt dæmi um forgang ykkar karl- manna f góðum stöðum f lffínu". Um slfka yfirlýsingu er raunar ekk- ert hægt að segja annað en það að sá sem hana gefur hlýtur að vera úr tengslum við raunveruleikann. Þann raunveruleika að fþróttastarfíð á íslandi er ekki nein séreign karl- manna — ekki nein séreign þeirra sem komist hafa vel áfram f Kfinu — heldur er íþróttahreyfingin stærsta fjöldahreyfing kvenna og karla á íslandi. í fþróttastarfinu taka þátt bæði eldri og yngri, þeir sem eru vel stæðir og þeir sem lakara eru settir. í (þróttastarfinu hefur jafhrétti ríkt í raun og vonandi verð- ur svo um langa framtíð. Að lokum þetta: íslendingar berj- ast harðri baráttu við Svía um HM 1994. Hvor þjððin verður fyrir valinu sem mótshaldari kemur ekki ( ljós fyrr en á þingi alþjððasambands handknattleiksmanna sem haldið verður í Seoul í september. En Svíar munu öruggiega telja það gott inn- iegg i baráttu s(na að sá flokkur sem samkvæmt skoðanakönnunum er nú stærsti stjórnmálaflokkurinn á ís- landi er á móti þvf að íslendingar haldi keppnina. HöFundur erritsljóri og vara- ¦ fitrmaihtr HHnifr"'ttl"s'rt!tam------ bands fstands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.