Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Syngur Pólýfónkórínn að hausti?:
Líf kórsins hangir á
bláþræði þótt heilsa
mín fari dagbatnandi
- segir Ingólfur Guð-
brandsson stjórnandi
Pólýfónkórsins
„SEM betur fer er ég heilsuhraustur og
ég minnist þess ekki að æfing hafi fallið
niður hjá mér vegua veikinda & 30
starfsárum Pólýfónkórsins. Þessi
skyndilegu veikindi voru voðalegt reið-
arslag," sagði Ingólfur Guðbrandsson,
stjórnandi Pólýfónkórsins, er Morgun-
blaðið leitaði frétta varðandi framtíð
Pólýfónkórsins. „Ég gerði mér enga
grein fyrir hvað var á seyði. Ég kenndi
mér að visu meins um morguninn á loka-
æfíngu með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún
hljómaði stórkostlega og ég kvaddi þessa
góðu spilara með þakklæti og tilhlökkun
til hljómleikanna síðar um daginn. Ég
hélt að þetta væri aðeins þreytuverkur
í baki sem mundi jafna sig. Ég átti tvær
stundir til hvíldar. En kvalirnar urðu
stöðugt óbærilegri og það stóðst á endum
að mér var ekið í ofboði á Landspítalann
um það leyti sem flytjendur fylltu sviðið
í Háskólabíói og hljómleikamir áttu að
hefjast. Þetta er dapur endir á 30 ára
starfi, sem vissulega hefur oft verið
blómlegt og hefur skilið spor eftir sig,
þótt fleiri hefðu mátt sýna því einhveija
umbun áður en að þessu kom. En ég hef
fundið mikinn hlýhug og velvild núna.
Einhveijir eiga eftir að sakna þess þegar
þessi hljómur deyr fyrir fullt og allt.
En kannski þarf maður bókstaflega að
deyja sjálfur áður en fólk áttar sig á
hvað lagt var í sölumar," sagði Ingólfur
ennfremur.
„Læknar ráðleggja mér að fara rólega
næstu vikumar. Eg trúi því að ég nái fullri
heilsu og starfskröftum á ný enda eðlis-
hraustur og á mörg verkefni óleyst enn.
Ég minnist þess sem bam að hafa beðið til
guðs dag hvem, að llf mitt mætti láta sem
mest gott af sér leiða fyrir aðra. Margar
óskir og draumar hafa ræst, en ekki verður
sagt að þjóðfélagið hafí fleytt undir mig né
viðleitni mína. Hvað sem Pólýfónkómum
líður hugkvæmist kannski einhveijum að
hagnýta lífsreynslu mína og lífsorku áður
en ég er allur."
Ekki lengfur faríð
í minavasa
Ingólfur var spurður hvort þetta þýddi
að framtíð kórsins væri ráðin?
„Stjóm Pólýfónkórsins hefur leitað til
Sinfóníuhljómsveitar íslands um möguleika
á að halda Sönglistahátíð Pólýfónkórsins
síðar I vor en ekki reyndist hægt að koma
henni fyrir vegna annarra verkefna. Einnig
var leitað til Listahátíðar í Reykjavík. Var
það sama sagan, að þar var heldur ekki rúm
fyrir þennan tónlistarviðburð. Enn er beðið
svars frá Sinfóníuhljómsveit íslands um
möguleika á samstarfí eða fyrirgreiðslu um
að halda hljómleikana i haust. Fjárhagur
kórsins var bágur fyrir og nema skuldir
hans nú um tveimur milljónum króna vegna
starfseminnar í vetur. Er þó allt starf kórs-
ins og stjómandans unnið í sjálfboðavinnu
og ekki metið til ijár. Ónefíidur maður hef-
ur gert upp eldri skuldir kórsins vegna
hljómleikahalds, hijómplötuútgáfu, tónleika-
Morgunblaðið/RAX
Ingólfur Guðbrandsson
ferða til útlanda, meðal annars á erlendar
listahátíðir og svo framvegis. Lítilsháttar
fjárstuðningur Reykjavíkurborgar er góðra
gjalda verður, en nægir ekki einu sinni til
nótnakaupa og framlag ríkisins er núll.
Þakka ber nokkmm fyrirtækjum, sem sendu
kómum og mér persónulega hlýjar aftnælis-
kveðjur með flámpphæð, en hún hrekkur
skammt upp í skuldir. Nú bíðum við og
sjáum hvað setur. Það er greinilega ekki
þakklátt verk á íslandi að fóma lífí sínu í
að þjóna list og fegurð."
Aðspurður um hvað gera þyrfti til að
kórinn gæti starfað áfram sagði Ingólfur
meðal annars: „Það er utanaðkomandi að-
stoð, uppörvun og fjármagn. Það verður
ekki lengur farið ofan í mína vasa eftir
því. Em þijátíu ár ekki nóg á eigin kostnað?"
Varðandi þá spumingu hvaðan Pólýfón-
kórinn gæti vænst fjármagns sagði Ingófl-
ur: „Starfsemi á borð við þá sem Pólýfónkór-
inn hefur innt af höndum nýtur víðast hvar
erlendis bæði opinberra styrkja og framlaga
ýmissa fyrirtækja, sem líta á það sem skyldu
sína að veija árlega einhveijum hluta arð-
semi sinnar til að styrkja list og menningu.
Þetta viðhorf er nærri óþekkt á íslandi enn
sem komið er. Að sjálfsögðu þyrftu fyrir-
tæki að njóta skattfríðinda á móti, sem jafn-
gilda framlagi til slíkra menningarmála. “
Óskaverkefnið er Edduóratoría
Jóns Leifs
Ingólfur var spurður hvort hann ætti sér
einhver óskaverkefni á sviði tónlistarinnar,
sem honum hefði ekki enn unnist tími til
að leysa:
„Það er gamall draumur að geta fmm-
flutt stærsta tónverk, sem íslendingur hefur
samið til þessa dags og ég tel vera einstakt
í sögu tónlistarinnar í heiminum. Það er
Edduóratoría Jóns Leifs. Árið 1982 gerði
ég tilraun með því að flytja þijá þætti þessa
magnaða verks í hljómleikaferð Pólýfón-
kórsins til Spánar. Viðtökur áheyrenda og
ummæli gagniýnenda bám þess vott að
verkið vakti óhemju athygli. Það er eins og
sprottið beint upp úr náttúm landsins sjálfs
og kyngikrafti elds og ísa, birtu jöklanna
og hinna íslensku vomátta. Mér fínnst ekki
vansalaust að íslendingar láti aðrar þjóðir
um að fmmflytja þessa gersemi og f raun
geta engir gert því skil aðrir en íslendingar
sjálfír, svo sammnnið er það þjóðarsálinni
og sérkennum landsins. En þetta verk er
stórt í sniðum og kröfuhart í flutningi og
enginn einstaklingur, né fjárvana kór, er
þess umkominn að koma því á framfæri
öðmvísi en til komi ríflegur stuðningur úr
opinberam sjóðum, jafnvel bæði íslenskum
og erlendum, til dæmis úr samnorrænum
menningarsjóði. En kannski látum við Svíum
eða öðmm nágrannaþjóðum eftir að taka
að sér íslenska menningarforystu."
Ingólfur bað að lokum fyrir kveðjur og
þakkir til allra þeirra sem sýnt hefðu Pólý-
fónkómum áhuga og velvild á þessum
„síðustu og verstu tfmum," eins og hann
orðaði það. „Fyrir áratug síðan stóð til að
leggja starfíð niður fyrir fullt og allt. Þá
varð tónlistarástríðan öllu öðm yfírsterkari,
svo að enn hjarir kórinn, en líf hans hangir
á bláþræði þótt heilsa mín fari dagbatn-
andi,“ sagði Ingólfur, en hann var á fömm
til Seoul í Suður-Kóreu til að undirbúa ferð
íslendinga þangað vegna ólympíuleikanna
í sumar.
Alþjóðahvalveiðiráðið:
Fimm Islendingar á
fund vísindanefndar
FIMM íslenskir vísindamenn fara á fund vísindanefndar Al-
þjóðahvalveiðiráðins sem hefst f San Diego í Bandaríkjunum
6. þessa mánaðar og lýkur 19 maí. íslensku vísindamennirnir
eru Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingur, Þorvaldur Gunn-
laugsson tölfræðingur, Kjartan Magnússon stærðfræðingur,
Gísli Víkingsson líffræðingur og Alfreð Árnason erfðafræð-
ingur.
Að sögn Jóhann Siguijónssonar
leggur íslenska sendinefíidin mikið
af rannsóknargögnum fyrir
vísindanefndarfundinn, bæði varð-
andi umfangsmiklar talningar á
hvölum á Norður-Atlantshafínu á
síðasta ári og aðrar hvalarann-
sóknir íslendinga. Jóhann sagði
að á fundinum yrði væntanlega
undirbúin heildarúrvinnsla á öllum
þeim gögnum sem söfnuðust við
hvalatalninguna en auk íslendinga
tóku Færeyingar, Norðmenn og
Spánveijar þátt í talningunni. Sú
úrvinnsla yrði væntanlega í haust.
Jóhann sagði að engar gmnd-
vallarbreytingar yrðu lagðar fram
á vísindaáætlun íslendinga sem
lögð var fram árið 1985 og gilti
fyrir árin 1986-1989, eða þann
tíma sem bann við hvalveiðum í
atvinnuskyni er í gildi. Samkvæmt
áætluninni er gert ráð fyrir að
veiða árlega 80 langreyðar, 80
hrefnur og 40 sandreyðar.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins vill leigja Reykhólabúið
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins hefur auglýst sauðfjárbú til-
raunastöðvarinnar á Reykhólum
tQ leigu frá næstu fardögum. Þor-
steinn Tómasson forstjóri RALA
segir að ákveðið hafí verið að
leiga tilraunastöðina vegna fjár-
hagserfiðleika RALA. MikUl halli
hefði verið af rekstri tilrauna-
stöðvanna og væri stofnunin að
reyna að aðskilja búrekstur og
rannsóknastarfsemi með því að
leigja búskapinn.
Þorsteinn sagði að RALA hefði
ákveðið að einbeita sér að upp-
byggingu einnar tilraunastöðvar í
sauðfjárrækt, á Hesti í Borgarfírði,
þannig að þar yrði miðstöð tilrauna-
starfs í sauðflárrækt. Sótt hefði ver-
ið um leyfí til sauðfjárveikivama til
að flytja Reykhólastofninn þangað.
Á Reykhólum hefur verið lögð
áhersia á ræktun hreinhvíts fjár-
stofns og gerðar rannsóknir á hon-
um.
Þorsteinn sagði að með auglýsing-
unni væri verið að kanna hvort ein-
hveijir einstaklingar treystu sér til
að reka búið á hagkvæmari hátt en •
hægt væri hjá ríkisstofnun sem
bundin væri af kjarasamningum
ríkisstarfsmanna. Tilraunastarfsemi
yrði áfram á Reykliólum, meðal ann-
ars í jarðrækt.
Morgunblaðið/RAX
Á blaðamannafundi Félags fasteignasala í gær: Talið frá vinstri: Sveinn Skúlason, stjómarmaður i Félagi
fasteignasala, Þórólfur Halldórsson, formaður félagsins, og Jón Magnússon, stjórnarmaður í Félagi fasteigna-
sala.
Félag fasteignasala:
Ny skjöl í fasteignavið-
skiptum tekin í notkun
FÉLAG fasteignasala kynnti á blaðamannafundi í gær ný skjöl i fast-
eignaviðskiptum sem félagið hefur látið útbúa og tekin verða i notkun
í dag. Skjölin hafa fengið staðfestingu dómsmálaráðuneytisins en þau
eru byggð á ákvæðum laga um fasteigna- og skipasölu frá 1986 og
1987. Skjöl þessi eru m.a. söluumboð sem er skriflegur samningur
milli sehanda fasteignar og fasteignasala um sölutilhögun viðkomandi
'. I
eignar. í söluumboðinu er m.a. kveðið á um hlutfall sölulauna, hvemig
eignin skuli auglýst, hver greiði auglýsingaraar, gildistima umboðsins,
greiðslustað kaupverðs, öflun gagna vegna söluyf irlits og upphæð skoð-
unargjalds en gjaldið er nýmæli.
Skoðunargjaldið er 5.600 krónur
og það verður dregið frá söluþóknun
ef af sölu verður. Þórólfur Halldórs-
son, formaður Félags fasteignasala,
sagði að áhrif gjaldtökunnar yrðu
m.a. þau að fólk léti ekki fasteigna-
sala skoða fasteignir sínar nema það
væri ákveðið í að selja þær. í söluum-
boðinu væri tekið fram að viðkom-
andi fasteignasali auglýsti einungis
einu sinni á sinn kostnað á venjuleg-
an hátt í eindálki og það myndi trú-
lega fækka fasteignaauglýsingum.
Dómsmálaráðuneytið gefur út
sérstakt löggildingarskjal til þeirra
fasteignasala sem uppfylla skilyrði
nýju laganna um fasteignaviðskipti.
Samkvæmt lögunum skal fasteigna-
sali leggja fram ábyrgðartryggingu
sem greiðir allt að 2,5 milljónir króna
vegna hvers einstaks tjónsatviks
sem hann, eða starfsmaður hans,
veldur með gáleysi í starfí. Heildarfj-
árhæð vátryggingarbóta vegna allra
tjónsatvika innan hvers vátrygging-
arárs getur þó ekki orðið hærri en
7,5 milljónir króna. Fasteignasali
skal einnig leggja fram sjálfskuldar-
ábyrgðartryggingu sem greiðir allt
að 3 milljónir króna vegna bóta-
ábyrgðar sem fellur á hann vegna
brots sem hann, eða starfsmaður
hans, fremur af ásetningi eða stór-
felldu gáleysi í starfi.
Félag fasteignasala var stofnað
árið 1983 og stofnfélagar vom 17
en félagsmenn em nú 45 talsins.
Þorri fasteignasala á höfuðborgar-
svæðinu og fasteignasalar á Akur-
eyri, Akranesi og Selfossi em f Fé-
lagi fasteignasala, að sögn Þórólfs
Halldórsonar, formanns félagsins.