Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Islandsskipulag
Framtíðaráætlun og sáttmáli ríkis og heimamanna
um hvaða byggðasvæði verði varin falli
eftir Trausta
Valsson
í vetur hafa augu manna verið
að ljúkast upp fyrir því að flest
öll byggðasvæði landsins eru í
stórhættu vegna linnulausra
fólksflutninga til SV-homsins.
Forstjóri Byggðastofnunar
orðaði það svo, að það stefni i
borgríki á höfuðborgarsvæðinu
ef fólksflóttinn af landsbyggð-
inni verður ekki stöðvaður að
mestu á næstu árum.
í ljósi þess að núverandi aðferðir
hafa ekki dugað til að stöðva þróun-
ina verður að hefja endurskoðun
og leita eftir nýjum svörum við
spumingunum:
Hveijar eru orsakir fólksflóttans,
hvemig er hægt að mæta þessum
orsökum fólksflóttans og síðan;
hvar viljum við snúast til vamar —
þ.e. hvar er mest þörf á að byggð
haldist.
í blaðagrein er ekki hægt að
segja nema fátt eitt um þetta mál
en ég vil þó reyna að benda á nokk-
ur vanathuguð atriði og benda á
leiðir sem ég tel færar til að snúast
gegn vandanum á ferskan hátt.
Fyrst vil ég þó fara nokkmm
orðum um hvaða breytingar í bú-
setumynstrinu megi teljast vanda-
mál og svo á hinn bóginn hvaða
breytingar á mynstrinu megi telja
jákvæðar eða jafnvel alveg bráð-
nauðsynlegar.
Sú skoðun hefur verið ráðandi í
núverandi byggðastefnu að styðja
bæri jafnt alla staði og byggðir,
burtséð frá því hversu vel þær em
hæfar sem framtíðarbyggðasvæði,
— þ.e. svæði með nægilega mikilli
breidd og nógu háu þjónustustigi.
þetta er örlagarík fírra og mjög
líklegt að mikið af þeirri fjárfest-
ingu Byggðastofnunar, sem eytt
hefur verið í vonlausa staði, sé fé
á glæ kastað. Það er ekki fyrr en
á síðustu tímum sem forsvarsmenn
em famir að viðurkenna þessa stað-
reynd.
Dæmi um þetta er áramótagrein
Áskels Einarssonar í Tímanum, þar
sem hann segir í kaflanum Þróunar-
stefnan er byggðamál: „Því verður
ekki hjá því komist að stefna að
eflingu þeirra þéttbýliskjama, sem
hafí skilyrði og burði til að mynda
breiðan atvinnumarkað ... Þetta
er þróunarkjamastefnan. Það er
með öðmm orðum ljóst að ekki er
hægt að skapa mótvægi gegn höf-
uðborgarsvæðinu, nema stórir bæir
fái að eflast... Þetta er miskunnar-
laus staðreynd, sem verður ekki
sniðgengin."
Fyrir nokkm heyrði ég Guðmund
Malmquist í fyrsta skipti viður-
kenna opinberlega að ekki sé hægt,
né skynsamlegt, að reyna að veija
öll byggðasvæðin falli í hinni erfiðu
stöðu sem nú er orðin, og þurfí
núna að fara að draga vamarlínum-
ar.
Hér em sem sagt komnar fram
afdráttarlausar yfírlýsingar frá
embættismönnunum, og er það höf-
uðnauðsyn að sveitarsljómarmenn
úr öllum landsfjórðungum viður-
kenni nauðsyn þessarar stefnu-
mörkunar, og lýsi sig reiðubúna til
að setja saman skipulagsnefndir
fyrir hvem landsfjórðung — nefndir
sem em reiðubúnar til að ákveða,
með nefnd frá ríkinu, hvar vam-
arlínumar skuli dregnar í hveijum
ijórðungi.
íslandsskipulagið yrði sátt-
máli og fyrirheit um að
tryggja uppbyggingu
öflugs þróunarsvæðis í
hveijum landshluta
Þetta er þó sú aðferð sem beitt er
erlendis, sérstaklega á þróunar-
svæðum þar sem þörf er á miklu
átaki.
Efnahagsbandalag Evrópu
stendur að slíkum áætlunum, t.d. í
Skotlandi og á Ítalíu. Norræni iðn-
þróunarsjóðurinn gerir það sama
og veitti t.d. fé til Iðngarðanna í
Reykjavík, sem þó vom teknir und-
ir verslanir Hagkaups og fleiri. Ef
til vill getum við aftur leitað eftir
aðstoð, því núna stendur þjóðin
frammi fyrir neyðarástandi í
byggðamálum, sem bregðast verður
við með öflugu og hnitmiðuðu átaki.
En áður en við getum vænst
stuðnings og tiltrúar á áætlanir
okkar í byggðamálum, verðum við
að greina vandann, útskýra hvers-
vegna hin gífurlegu framlög
byggðastefnu hafa ekki dugað til
að stöðva fólksflóttann, og fínna
svo ný úrræði sem em líkleg til að
stöðva flóttann — og það til lang-
frama.
Áður en ég vík að greiningu van-
dans vil ég útskýra, með hjálp
samlíkingar við borgarskipulag,
hversvegna áætlun eða stefna verð-
ur að taka mið af skipulagssýn til
að hægt sé að sjá hver staða ein-
stakra þátta verður í framtíðar-
mynd byggðar í landinu.
Hugsum okkur nú að maður eigi
lóð í Reykjavík, og langi til að reisa
þar einhveija starfsemi, t.d. vöm-
markað. Við sjáum það fljótt, að
það væri lítið vit í að ráðast í fram-
kvæmdir á lóðinni ef eigandinn vissi
ekki hvar umferðaræðar borgarinn-
ar ætti að Ieggja, eða hvar, og hvar
ekki, borgin ætlaði að ráðast í upp-
byggingu. Sem sagt; án skipulags
og framkvæmdaáætlunar borgar.-
höfuðborgarsvæðinu!
Þessu óvissuástandi um framtíð
landsbyggðarinnar verður ekki eytt
nema með gerð íslandsskipulags —
skipulags sem allir stjómmálaflokk-
amir ábyrgjast — skipulags sem
fylgt sé eftir með framkvæmda- og
flármögnunaráætlun.
Byggðavandinn í sjávar-
plássum sem búa við ónóg
tengsl við önnur sjávarpláss
Ekki er hægt að fara út í ítar-
lega greiningu byggðavandans í
stuttri blaðagrein. Þó vil ég nefna
nokkur aðalatriði.
Löngum hefur það verið álitið
hér á landi, að framboð vinnu og
opinberrar þjónustu væm einu at-
riðin sem skiptu máli um hversu
lífvænleg byggðasvæði em, eða
muni verða.
Nú stöndum við víða uppi með
stóran fískiskipaflota, stór frysti-
hús, skóla, heilsugæslustöðvar
o.s.frv., en samt heldur fólk áfram
að flytjast brott. Er ekki kominn
tími til að staldra við og spyija:
hvað vantar, hvaða kosti auk þess-
ara þarf staður enn að hafa til að
geta talist lífvænlegur? Margir hafa
nefnt betri vetrarsamgöngur t.d. á
Vest- og Austfjörðum, en til þess
þarf mikla jarðgangagerð sem er
dýr og er hætt við að við verðum
að velja þar úr staði.
Göng mundu stækka þjónustu-
svæðið og gera akstur með físk
milli sérhæfðra fískvinnslustöðva
mögulegan. Of dýrt, og reyndar
ógerlegt, er að hver stöð við ein-
angraðan flörð komi sér upp öllum
þeim tækjum sem þarf til að ná
fyllstu verðmætum úr heimkomnum
afla. Nauðsyn fyllstu nýtingar til
Trausti Valsson
MSú skoðun hefur verið
ráðandi í núverandi
byggðastefnu að styðja
bæri jafnt alla staði og
byggðir, burtséð frá því
hversu vel þær eru
hæfar sem framtíðar-
byggðasvæði, — þ.e.
svæði með nægilega
mikilli breidd og nógu
háu þjónustustigi.
Þetta er örlagarík
firra og mjög líklegt að
mikið af þeirri fjárfest-
ingu Byggðastofnunar,
sem eytt hefur verið í
vonlausa staði, sé fé á
glæ kastað. Það er ekki
fyrr en á síðustu tímum
sem forsvarsmenn eru
farnir að viðurkenna
þessa staðreynd.“
um. Með hálendisvegunum komast N- og S-land og S- og A-land í vegasamband og þessi 70 þúsund
manna byggðasvæði gætu farið að vinna saman, e.t.v. með miðkjarna við Fjórðungsöldu. Sem hluti af
íslandsskipulagi gæti ólíkt kerfl gjðrbylt samkeppnisaðstððu landsbyggðarinnar. (Vegir sem eru þegar
komnir eru sýndir skyggðir.)
Mörgum kann að vera nýnæmi
að heyra nefnt skipulag heilla
landshluta og jafnvel landsins alls.
innar væri bygging vörumarkaðs á
lóðinni óforsvaranleg.
Óvissu lóðareiganda — án vissu
um áætlanir borgaryfírvalda — má
lfkja við stöðu landsbyggðarmanna
nú, sérstaklega eftir að opinberar
yfirlýsingar liggja nú fyrir að vam-
arlínur verði að draga — þ.e. að
sumum svæðum verður hjálpað en
öðrum ekki.
Reyndar lá þetta svo sem í loft-
inu og óöryggi og óvissa lands-
byggðarmanna er nú orðin svo mik-
il að við síðustu úthlutanir hús-
næðismálastjómarlána sækja þeir
flestir um lán til að byggja íbúðir
— ekki heima f héraði — heldur á
að útgerð og stöðvar fái staðist
samkeppnina, sjáum við betur núna
eftir tilkomu fiskmarkaða og sölu
físks til vinnslu f erlendum stöðvum.
Með göngum geta hópar físk-
vinnslustöðva skipt með sér sér-
hæfíngu og físki á sama hátt og
við emm farin að kynnast á SV-
hominu. Vegna kostnaðar fínnst
mér ekki líklegt að hægt sé að
tengja nema fáa staði á þennan
hátt — og verði því hugsanlega eina
úrræðið að flytja báta, tæki og
kvóta af afskekktustu stöðunum,
inná þróunarsvæðin.
Kostnaði af slfkum flutningi, og
sköpun nýs fbúðarhúsnæðis, yrði
ríkið að taka þátt f — og yrði álíka
regla að gilda um hverskonar aðra
þá starfsemi sem er mikilvægt að
flytjist til þeirra þróunarsvæða sem
ákveðin verða. Kostnaðurinn af
þessu verður mikill, en hinn kostur-
inn er sá að vinnslustöðvamar án
tengsla við aðrar stöðvar nái ekki
að fylgjast með í sérhæfíngar- og
hagræðingarþróuninni, og verði því
innan skamms illa samkeppnis-
færar og stöðvist svo á endanum.
Önnur atríði sem kalla á
byg-gðakjaraa og samverk-
andi byggðaklasa
Bæir á íslandi utan höfuðborgar-
svæðisins og Akureyrar eru mjög
litlir.
í þróun krafanna, sem fólk gerir
til þjónustustigs, er það stöðugt að
verða ljósara að lítil, afskekkt bæj-
arfélög munu ekki geta mætt aukn-
um þjónustustigskröfum, — allra
síst ef íbúunum fer fækkandi.
Tvær leiðir eru færar til að
mæta framtíðarkröfunni um þjón-
ustustig. Sú fyrri er að ákveða einn
þróunarkjama sem öllum kröftum
er beint til, til að auka fólksfjöldann
og þjónustustigið, sú seinni að búa
til samverkandi byggðaklasa úr
nálægum bæjum — en til þess má
fjarlægðin milli þeirra ekki vera
meiri en 5 til 10 km.
Norðlendingar beittu fyrri að-
ferðinni þegar þeir gerðu Ákureyri
að þeim höfuðstað sem nú tryggir
stöðu Norðurlands. Vestfírðingar
og Austfírðingar hafa vegna sund-
urþykkju ekki enn tryggt slíkan
höfuðstað í sínum landshlutum þó
Egilsstaðir og ísafjörður komi þar
augljóslega einir til greina.
Staðan er líka slæm á Snæfells-
nesi og í Rangárvallasýslu, en í
þeirri ílöngu röð vanmegnugra
þorpskrfla, sem á þessum svæðum
er, er t.d. ógerlegt að koma upp
verslunum með miklu vöruúrvali og
lágu verði.
Annað sem leiðir af því ef mið-
lægur kjami hefur ekki verið valinn
á byggðasvæði er að marg-upp-
byggja þarf sömu þjónustuna.
Þannig em t.d. þrír flugvellir á
Snæfellsnesi norðanverðu og ætlað-
ar til uppbyggingar þeirra 37 millj-
ónir á næstu fjórum árum (rekstrar-
kostnaður kemur svo að auki).
Ef samgöngur væm bættar og
ef menn sættust á miðlæga legu
virðist sem einn flugvöllur ætti að
geta dugað fyrir ekki stærra svæði.
Byggðaklasa-aðferðinni er bæði
hægt að beita með tengingu smá-
bæja við stórbæi, eins og gert hefur
verið á glæsilegan hátt á Evjafjarð-
arsvæðinu, og einnig við Isaíjörð.
— Og hinsvegar er um tengingu
bæja af jafnari stærð að ræða eins
og hefur gerst á Suðumesjum.
Samgöngubætur gegna hér höf-
uðhlutverki, en einnig skipulögð
fyrirtækjasamvinna og sameining
sveitarfélaga.
Óþarfi ætti að vera að
byggja upp þrefalt kerfi
samgangna um allt land
í stijálbýlu landi er dýrt að
bygga upp og reka flutningakerfi.
Við Islendingar emm þó að baksa
við að byggja upp og reka þijú
samgöngukerfi — hvert um sig með
óheyrilegum tilkostnaði. En þrátt
fyrir þetta em þau öll mjög óburðug
og verða það lengi enn, því við dreif-
um kröftunum á of marga staði.
Og hér finnum við einmitt aftur
fyrir smákjamastefnunni.
Sem dæmi um kostnaðinn má
nefna að í nýrri flugmálaáætlun eru
86 flugvellir (31 áætlanaflugvöllur).
Kostnaður við þetta kerfí er áætlað-
ur (að Keflavíkurflugvelli undan-
skildum) nærri 800 milljónir á ári
hveiju. Af þessari upphseð fara um
500 milljónir í rekstur og 300 í
framkvæmdir.
Aðalhafnir landsins em 56 tals-
ins og virðist sem færri hafnir
gætu dugað, enda er víða niður
undir 10 km millibil milli haftia.
Til framkvæmda við haftiir fara
tæpar 200 milljónir á ári og fer
mest af því fé í viðhald (Reykjavík
ekki meðtalin). Mjög mikil viðhalds-
og endumýjunarþörf stendur þó enn
fyrir dymm.
Þá leggur ríkið fram 156 milljóna
ársstyrk til Ríkisskips (nær V2 millj-
6n á dag), sem er hluti sama flutn-
ingakerfís og hafnimar. Ríkisskip
skuldar líka ríkinu um 360 milljón-
ir vegna íjárfestinga, peningar sem
tæpast fást nokkum tímann endur-
greiddir.
Auk þessara tveggja flutninga-
kerfa er svo vegakerfíð sem, vegna
krókóttrar legu, er enn sem komið
er mjög illa i stakk búið til að
tengja byggðarlög landsins saman
í eina samverkandi heild.
í vetur hef ég verið að kynna
hugmyndir um hálendisvegakerfí
sem mundi geta valdið byltingu í
—<