Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐH), FMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 23 Yfirlit yfir kaffibaunamálið: Ákæra, málavextir og héraðsdómurinn MÁLFLUTNINGUR hófst f gær í Hæstarétti f svonefndu „kaffibauna- máli". Mál þetta höfðaði ákœruvaldið á sínum tfma gegn nokkrum starfsmönnum Sambands íslenzkra samvinnufélaga, þeim Erlendi Ein- arssyni, forstjóra SÍS, Hjalta Pálssyni, f ramkvæmdastjóra innflutnings- deildar SÍS, Sigurði Arna Sigurðssyni, deildarstjóra fóðurvörudeildar og seinna forstöðumanni skrifstofu SÍS í London, Gfsla Theodórssyni, um skeið f orstöðumanni sömu skrif stofu og Arnóri Valgeirssyni, deild- arstjóra fóðurvörudeildar SÍS. Gegn þeim Erlendi Einarssyni og Hjalta Pálssyrú var málið höfðað fyr- ir að hafa gerzt sekir um fjársvik, skjalafals og um brot á lögum um skipan gjaldeyrismála með stjórn þeirra og framkvæmd á umboðs- störfum SÍS fyrir Kaffibrennslu Ak- ureyrar hf. vegna innflutnings á kaffíbaunum frá Brasilíu með milli- göngu Norrœna samvinnusambands- Morgunblaðið/ÞorkeU ins (NAF) á tímabilinu frá þvf f nóv- ember 1979 fram til ársloka 1981. Ákæran um fjársvik er á þvf byggð. að Erlendur hafi sem for- stjóri og Hjalti sem framkvæmda- stjóri Innfiutningsdeildar, sem sá um innflutning á kaffinu, sammælzt um að koma þvf tl leiðar með ákvðrðun um að leyna umbjóðanda sinn mikl- um afslætti, sem stóð til boða frá umsömdu kaffivcrði, að Kaffi- brennsla Akureyrar var látin greiða miklum mun hærra verð fyrir kaffið en hinir erlendu seljendur áskildu sér að nýttum þessum afslætti. Hann nam samtals á fyrrgreindu tfmabili 4.605.129 doliurum auk þess sem Kaffibrennslan var látin greiða af sömu ástæðum samtals 217.816 doll- ara hærri vexti en f raun þurfti að greiða. Þetta var allt f þvf skyni að skapa SÍS færi á að fénýta bæði afsláttinn og vaxtamuninn, sem þeir svo gerðu aðallega með því að nota afsláttinn til lækkunar á kaffireikn- ingum sem greiddir voru seljendum í erlendum bönkum af skrifstofu SÍS f London, samtfmis þvf sem þeir létu seljendur útbúa og senda skrifstofu SÍS í London aðra vörureikninga fyrir sömu kaffisendingar með öðru og hærra verði, sem að beiðni skrif- stofunnar voru innheimtir hjá Kaffi- brennslu Akureyrar. Nokkur hluti þessara fjármuna eða samtals 1.526.203 dollarar var svo seinna endurgreiddur Kaffibrennslu Akureyrar eða frá rniðjum maf 1981 fram á fyrri hluta áréins 1982 og þá jafnframt, með launung um raun- verulega fjárhæð afsláttarins, látið að þvf liggja, að þar með væri hann að fullu endurgreiddur. Afslættí leynt Ákæran um fjársvik er byggð á því, að þeir Erlendur og Hjalti hafi í þeim tilvikum, þegar afsláttur á kaffisendingum var nýttur til lækk- unar á vörureikningum, látið hina erlendu seljendur kaffisins gefa út f blekkingarskyni gagnvart forráða- mönnum Kaffibrennslu Akureyrar tvöfalda vörureikninga mismunandi efnis fyrir vörukaupum, þar sem önnur reikningssettin höfðu að geyma nettóverð kaffikaupanna. Þeir vörureikningar hafi verið látnir ganga til banka f London, þar sem þeir voru greiddir af skrifstofu SÍS en hin reikningssettin, sem höfðu að geyma brúttóverð kaffikaupanna , þ. e. samningsverðið án afsláttar, látin ganga með milligöngu skrif- stofu SÍS f Lohdon til innheimtu f Landsbanka íslands, Akureyri. Þar greiddi kaupandi kaffisins, Kaffi- brennsla Akureyrar, þá í þeirri trú, að þeir hefðu að geyma rétt kaffi- verð og lagði þá jafnframt til grund- vallar umsóknum um gjaldeyrisyfir- færslu svo og til grundvallar um- sóknum um að nýta þá gjaldfresti, sem til boða stóðu. Gegn þeim Sigurði Arna Sigurðs- syni, Gísla Theódórssyni og Arnóri Valgeirssyni er málið höfðað fyrir hlutdeild í fjársvika-, skjalafals- og gjaldeyrisbrotum þeim, sem lýst er hér að framan. SÍS annaðist á árunum 1979-1981 innflutning á hrákaffi fyrir Kaffi- brennslu Akureyrar (KA) og hafði gert það árurn saman áður og eins sfðar. Þessi viðskipti fóru fram á þann veg, að KA pantaði hrákaffi hjá innflutningsdeild SÍS-fóðurvöru- deild, sem hafði samband við skrif- stofu NAF í Kaupmannahöfn vegna samninga NAF við IBC f nafhi sam- vinnufélaganna á Norðurlöndum. Skrifstofa NAF leitaði sfðan tilboða f hrákaffikaup frá útflytjendum f Brasilfu. Tilboð um sölu á hrákaffi komu sfðan til KA fyrir milligöngu fóðurvörudeildar og var það KA, sem tók á grundvelli upplýsinga frá fóður- vörudeild endanlega afstöðu til þeirra verðtilboða, sem bárust hverju sinni. SÍS útvegaði sfðan fjármagn til þess að greiða kaffisendingarnar. F6r sú fyrirgreíðsla nær eingöngu fram fyrir milligöngu skrifstofu SIS f London, sem á þessum árum heyrði skv. stjórnskipulagi SÍS undir Erlend Einarsson, en forstöðumenn hennar voru tveir á þvf tímabili, sem málið nær yfir, það er fyrst Gfsli Theódórs- son og sfðan Sigurður Arni Sigurðs- son. A árinu 1979 varð offrarnboð á hrákaffi og tóku þá að falla afslætt- ir. I fyrstu lét SfS þessa afslætti, sem ekki voru sérlega háir, falla til KA og báru vörureikningarnir þá með sér um hve háan afslátt væri að ræða hverju sinni til frádráttar verði hverrar kaffisendingar. Eftir að afslættirnir fór að hækka eða seint á árinu 1979 bárust Gfsla Theódórssyni í London boð frá Sig- urði Arnasyni hér heima, að honum myndu framvegis berast tveir vöru- reikningar vegna hverrar sendingar og skyldi hann taka lán í banka í London fyrir lægri fjárhæðinni, en senda hærri reikninginn f útibú Landsbankans á Akureyri til inn- heimtu hjá Kaffibrennslu Akureyrar. í framkvæmd rann mismunurinn til SÍS i Reykjavfk. Þetta gerði Gfsli og sfðan eftir burtför hans frá London Sigurður Arni. KA'voru ennfremur reiknaðir vextir eftir á f samræmi við hærri reikningana, enda þótt fjár- mögnunin í London væri f samræmi við fjárhæð lægri reikningana, sem raunverulega þurfti að greiða hrá- kaffisölum hverju sinni. Þá voru umboðslaun SÍS reiknuð af hærri fjárhæðinni og greiddi Kaffibrennsl- an þau. í héraðsdóminum segir, að úr því að fram sé komið, að KA hafi greitt SÍS umboðslaun vegna kaffiviðskip- tanna, teljist SÍS hafa borið að gegna umboðsskyldum gagnvart KA. Þar segir ennfremur, að eðli þessara við- skipta hafi ekki breytzt, þó að SÍS hafi fjármagnað hrákaffikaupin, enda hefði 3ji aðili getað annast það að óbreyttu sambandi SÍS og KA. Þá þáði SÍS sérstaka þóknun fyrir þessa þjónustu og var þessi þjónusta ekki þiess eðlis, að neinu breytti um réttarstöðu aðila. KAígóðritrú KA greiddi hrákaffið eftir reikn- ingi frá seljanda f Brasilfu og vfðar, en ekki eftir reikningi frá SIS. KA sá um innflutninginn að öllu leyti og máttu stjórnendur fyrirtækisins vera í góðri trú um, að SÍS gætti hags- muna KA varðandi hrákaffikaupin. Að dómi sakadóms breytir sú stað- reynd, að SÍS er nefnt kaupandi á mörgum af hinum erlendu vörureikn- ingum, ekki samkomulagi SÍS og KA um stöðu fyrirtækjanna í málinu, enda bendi allt til þess, að tilviljun hafi ráðið, hvort fyrirtækið hinir er- lendu seljendur kaffísins hafi talið kaupanda. Tengsl fyrirtækjanna leystu SÍS ekki undan þeirri skyldu að uppfylla umboðssamninga þeirra á milli. Það er þvf mat dómsins, að sannað sé, að um umboðsskipti hafi verið að ræða, sem SÍS hafi innt af hendi fyrir KA. Fyrir þetta reiknaði SÍS sér umboðslaun og hrákaffikaupin voru ekki færð f bækur SÍS sem inn- kaup og síðan bein sala til KA. Þegar allt framangreint er virt, er það mat dómsins, að KA hafi borið allur afslátturinn. Þá þykir notkun tveggja vörureikninga og sú leynd, sem varð að hvfla yfir viðskipt- unum sýna, að þeim, sem stóðu að þessum gerðum, hafi verið Ijóst, að SÍS ætti ekki óskorað tilkall til af- sláttarins. Með hliðsjón af þessu þyk- ir sannað, að um fjársvik og brot á 248. gr. almennra hegningarlaga sé að ræða í héraðsdóminum er komizt svo að orði, að sú fullyrðing Erlends Ein- arssonar sé afar ósennilegt, að hann hafi ekki vitað, hvernig staðið var að hrákaffinnflutningnum, tveim settum reikninga og miklum afs- lætti, sem gefinn var vegna viðskip- tanna og leynt fyrír Kaffibrennslu Akureyrar. Enginn annar af hinum ákærðu né vitni hafi hins vegar bo- rið það svo óyggjandi sé, að um bein eða óbein afskipti hafi verið að ræða af hálfu hans. Niðurstaða héraðs- dóms var þvf sú, að Erlendur var sýknaður, þar sem ekki þótti alveg nægjanlegum stoðum skotið undir Iðgfulla sönnun fyrir sök hans. Yrði Erlendur þvf að njóta þessa vafa og bari að sýkna hann. Vegna stöðu sinnar sem æðsti yfirmaður innflutningsdeildar og framburðar Sigurðar Arna, Arnórs svo og vitna um vitneskju hans um viðskiptin við Kaffibrennsluna og framkvæmd þeirra, var talið sannað þrátt fyrir neitun Hjalta Pálssonar, að það hafí verið hann, sem átti hlut að því að leggja á ráðin um það, hvernig að þessum viðskiptum skyldi staðið, þar á meðal notkun tvenns konar vörureikninga, launung á hin- um mikla afslætti og óhóflegar vaxtatölur. Þeir Sigurður Arni, Gísli og Arnór voru einnig fundnir sekir fyrir refsi- verða háttsemi. Niðurstaða dómsins var sú, að Hjalti Pálsson var dæmdur í 12 mán- aða fangelsi, Sigurður Arni f 7 mán- aða fangelsi, Gfsli í 3 mánaða fang- elsi og Arnór f 2 mánaða fangelsi. Hins vegar þótti mega ákveða, að fresta skyldi fullnustu refsinga þeirra Sigurðar Arna, Gfsla og Arnþórs og 9 mánaða af refsingu Hjalta. Dómi þessum var áfrýjað af öllum hinna sakfelldu og einnig af hálfu ákæruvaldsins. Þá var sýknudómn- um yfir Erlendi Einarssyni einnig áfryjað af hálfu ákæruvaldsins. m * BRAK! BKAK! BRAK! BRAK! Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svolitlu smjöri. Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað? Dreifing: Bergdal hf ¦ Skúlagötu 61 • 101 Reykjavík ¦ Sími 91-22522 muuumuuuuuuumuuuuuuuuuuuuuum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.