Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
17
Morgunblaðið/Ámi Helgason
„Lambakjötíð er i sókn“, segir Sumarliði Ásgeirsson matsveinn á
Hótel Stykkishólmi.
Hótel Stykkishólmur:
Þokkalega bókað
en blikur á lofti
tengingu byggðarlaga og styttingu
vegalengda. Hugmynd þessi fellur
mjög vel að þörfinni á hækkuðu
þjónustustigi og stækkun markaðs-
svæða, auk þess sem hálendisvegir
myndu opna nýjar víddir í ferðamál-
um.
Sérstakt skipulagsmarkmið með
þessu vegakerfí er að styrkja Akur-
eyri, Selfoss og Egilsstaði sem mið-
stöðvar í sínum ijórðungi, og tengja
þessa þrjá kjama og þessa þijá
Qórðunga stystu og beinustu leiðir.
Með þessu fáum við nokkra sam-
virkni þessa 70 þúsund íbúa svæð-
is, — svæðis þar sem samvirkni
getur varla talist nokkur í dag.
En það er enn eitt sem gæti
áunnist með hálendisvegakerfínu.
Þetta nýja atriði krefst þó ýmissa
skýringa og leiðréttinga á rang-
hugmyndum, áður en það er kynnt.
Ranghugmyndin er sú, fyrst og
fremst, að við áttum okkur ekki á
hvað landið er í raun lítið. Háar
km-tölur á hlykkjóttum hringvegin-
um hafa þar mikil áhrif. Raun-
veruleg vegalengd frá Reykjavík til
Akraness er t.d. 19 km en ekki 109
km.
Vegalengdir á sjó, útfyrir ystu
annes, eru líka langar og seinfam-
ar. Þannig er t.d. sjóleiðin
Reyig'avík-Akureyri 700 km en
loftíínan aðeins 250 km.
Þriðja ástæðan fyrir ranghug-
myndum okkar um stærð landsins
er sú, að á algengustu gerð heims-
korta — á Merkator-kortunum —
teiknast lönd því stærri sem þau
em nær pólunum.
Þetta er vegna þess að við þessa
kortagerð er „teygt" á kúlufletinum
tíl að hann breiðist út sem slétt
blað. Jón Bjömsson mælingaverk-
fræðingur reiknaði það út fyrir mig
að vegna þessa er ísland sýnt á
Merkator-korti um 5,3 sinnum
stærra að flatarmáii en það í raun-
inni er (2,3 sinnum of langt á hvom
kant).
Með þessar litlu stærðir landsins
í huga er fróðlegt að bera saman
hverskonar flutningakerfí anna
flutningum í mun stærri löndum.
Við þessa athugun kemur m.a. í
ljós að mikill hluti vöruflutninga fer
mjög víða fram með vöruflutn-
ingabílum allt upp að 1000 km
vegalengdum. Og í löndum með
góða vegi fljúga menn að jafnaði
ekki vegalengdir sem em undir 300
km.
Gaman er að athuga að { Banda-
ríkjunum, þar sem em milli 4000
til 5000 km milli stranda, fara allm-
iklir vöruflutningar fram með flutn-
ingabílum og jafnvel fólksflutning-
ar líka, þ.e. með rútubílum.
Þessar ábendingar um stærðir
og vegalengdir þjóna þeim tilgangi
hér að benda á að með vegum með
háum hönnunarhraða á hálendinu,
emm við komin niður í eðlilegar
einkabfla-, rútu- og flutningabfla
vegalengdir. Leiðin Reykjavík-
Egilsstaðir, sem er með lengstu
vegalengdum, yrði t.d. um 460 km,
í stað 710 km í dag.
Atriði sem skiptir máli í þessu
sambandi er að hönnunarhraði get-
ur ekki orðið hár á hringveginum
nema með miklum tilkostnaði vegna
mjós vegarstæðis, mjórra brúa,
knappra beygja, hárra brekkna, og
svo vegna þess að hann liggur víða
í gegnum þéttbýlissvæði. Aftur á
móti er auðvelt að hafa hálendisveg
metra breiðari en ella, sem gerir
hraða umferð mögulega. Með
bundnu slitlagi á hálendisvegum
mætti búast við styttingu aksturs-
tímans til Egilsstaða um helming,
eða úr 10-12 tímum í 5 til 6 tíma.
Ljóst er að vetrarumferð um
hálendisvegi er aðeins spuming um
kostnað, og könnun sem ég hef
gert sýnir að líklega er hægt að
leggja Sprengisands- og Vatnajök-
ulsveg af hlutafélagi, sem fengi
kostnað sinn til baka á 10 til 20
árum með vegatollum.
Um frekari kostnaðar-, veður-
fars- og tækniatriði er þessar hug-
myndir varða, vísast til ráðstefnu
Verkfræðingafélagsins um hálend-
isvegi á Hótel Loftleiðum á morg-
un, föstudag.
Höfuadur er arkitekt og skipu-
IagBfræðingur.
Stykkishólmi.
HÓTELSTJÓRINN í Stykkis-
hólmi, Sigurður Skúli Bárðar-
son, er bjartsýnn fyrir sumarið.
Hann segir að þokkalega sé
bókað en blikur á lofti. Til dæm-
is hljóti verkfall verslunar-
manna að setja strik i reikning-
inn. Þá þyki útlendingum dýrt
að ferðast um ísland, sérstak-
lega maturinn sem hækkað hafi
m.a. vegna álagningar sölu-
skatts. Sigurður telur einnig að
áform íslendinga um utanlands-
ferðir í ár dragi úr ferðalttgum
íslendinga um eigið land.
Meira var að gera á hótelinu í
vetur en oftast áður á þessum
árstíma. Þar hafa verið haidnir
fjölmennir fundir og ráðstefnur.
Matsveinar hótelsins segja að það
veki athygli að lambakjötið sé í
sókn hjá gestum hótelsins, það
Fiskeldi í
grennd við
Reykjavík
Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur efnir til fundar um
fiskeldi í grennd við Reykjavík
föstudaginn 6. mai í Kristalssal
Hótels Loftleiða og hefst hann
kl. 13.30. Fundurinn er haldinn
í framhaldi af ráðstefnu um
sama efni, sem nefndin gekkst
fyrir 16. október i haust, en hún
var mjög vel sótt og þótti ta-
kast vel.
Að þessu sinni verður Qaliað
um reynsluna af fískeldinu í vet-
ur, einkum með hliðsjón af því,
hvað unnt sé að gera til að draga
úr tjóni í sjókvíum vegna kulda
og ísmyndunar.
Samkvæmt nýlegum upplýsing-
um Veiðimálastofnunarinnar eru
um 30 fískeldisstöðvar skráðar í
Reykjavík og á Reykjanesi af 113
skráðum stöðvum hérlendis.
Útvarpsstj óra-
skipti á Rót
JÓN Helgi Þórarinsson hefur
tekið við starfi útvarpsstjóra á
Útvarp Rót, frá 1. maí, en Þór-
oddur Bjamason fékk þá leyfi
frá þeim stðrfum i óákveðinn
tíma.
Jón Helgi hefur starfað við Út-
varp Rót sem dagskrárgerðarmað-
ur.
hafi verið sérstaklega vinsælt í
vetur.
Sigurður Skúli hótelstjóri segir
að rekstur hótelsins hljóti að verða
erfíður á þessu ári. Kostnaðurinn
aukist meira en tekjumar og verði
að grípa til ráðstafana til að bregð-
ast við því. „Þó að ekki sé allt
gott framundan er ég alitaf bjart-
sýnismaður," sagði Sigurður
Skúli.
Ámi
BMS
I LirrTRUCKS I
hágæðalyftar-
arnir eru liprir
ogumframallt
níðsterkir
Efþú ert í lyftarahugleið-
ingum.hafðu þá sam-
band við okkur.
Verð á BKC lyfturum er
ótrúlega hagstætt. T.d.
kostar 2.5 tonna raf-
magnslyftari aðeins
1680 þús. kr.* með
söluskatti.
O INCO Hf.
Síðumúla 37, Reykjavík,
sími 91-688210.
Telex: 3096 Is Is.
Telefax: 91 -688615.
* Miðað við gengi hinn 27. april sl.
Samtök félagsmálastjóra gangast fyrir mál-
þingi um hamingjuna dagana 6.-7. maí nk.
í Borgartúni 6, Reykjavík.
D A G S K R Á:
Setning: ÓlöfThorarensen, félagsmálastjóri.
Hamingjan og lifsreynslan: Dr. Broddi Jóhannesson, kennari.,
Hugmyndirfrœöigreina urri hamingjuna: Eyjólfur Kjalar
Emilsson, heimspekingur. ÞórirKr. Þóröarson, guöfrœöingur.
Anna Valdemarsdóttir, sálfrœöingur.
Reynsla afhamingjunnk
Gunnar Þorsteinsson,
forstööumaöur.
Jóhann Pétur Sveinsson, lögfrœöingur.
N.N., unglingur.
Hamingjan og verðmætamatið:
Páll Skúlason,
heimspekingur.
Hamingjan ogörlogin:
Jón Björnsson.félagsmálastjóri.
Hamingjan og stjómmálin:
Svanur Kristjánsson,
stjórnmálafrœöingur.
Hamingjan og skáldskapurinn:
Vigdis Grimsdóttir,
rithöfundur.
ÞuríÖur Guömundsdóttir, rithöjundur.
PALLBORÐSUMRÆÐUR:
Öllum er heimil þátttaka meöan húsrúm leyfir. Sjá neöar.
ítengslum viö málþingiö gangast samtökin jafnframt fyrir
námskeiöi um stefnur og aöferöir í meÖferÖ alkóhólisma á
fslandi, cetlaö fagfólki og öörum serit áhuga kynnu aö hafa.
Námskeiö þetta hefst 5. maí oglýkur um hádegi 6. maí,
áöuren málþingiö hefst.
D A G S K R Á:
Akóhólismi sem sjúkdómur:
Óttar Guömundsson, lœknir.
Meðferöartilboö ríkisspítalanna:
Jóhannes Bergsveinsson,lceknir.
Meðferðartilboð SAA:
Þórarinn Tyrfingsson, lœknir.
Ólikar meðferðarstefnur. Vísir að samanburði:
Magnús Skúlason, geölœknir.
EftirmeðferÖarúrræði og áfangastaðir:
Jón GuÖbergsson, áfengisfulltrúi.
Afengismeðferð og unglingar:
Ómar H. Kristmundsson, unglingafulltrúi.
Sjálfshjálparsamtök alkóhólista og aðstandenda: N. N.
Alkóhólismi sem fjölskyldusjúkdómur:
Kristín Waage, félagsfrceöingur.
Börn alkóhólista:
María Játvaröardóttir, félagsráögjafi.
Alkóhólismi og félagsþjónustan:
Bragi Guöbrandsson.félagsmálastjóri.
Heiti erindanna sem héreru tilfcerÖ eru ekki höfund-
anna, heldur tilraun til aÖ skilgreina efniþeirra. Höfund-
ar munu nefna þau á annan veg en þennan.
Móttaka námskeiðsgesta hefst 5. mai kl. 12.00 á 4. hceö
íBorgartúni 6, en dagskrá námskeiös kl. 13.00
Móttaka málþingsgesta hefst 6. maí kl. 12.00 á sama
staö en dagskrá málþings kl. 13.00.
Þátttökugjaid er kr. 3000, - fyrir máiþingið eitt, kr. 3000,-fyrir
námskeiöið eitt en kr. 5000,- fyrirbæöi. Greiöist við komu.
Dagskrá þessi erbirtmeð fyrirvara um hugsanlegar breytingar.
Nánari upplýsingareru veittará Félagsmálastofnun Kópavogs,
sími 91-45700 eða á Félagsmálastofnun Akureyrar, simi
96-25880.
Samtök félagsmálastjóra.