Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FQÍMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 -tffl S I ÐAN Morgunblaðið/BAR Bootlags; Jðn Ö. Sigurðsson, Guðmundur Hannes Hannesson, Krisján Ásvaldsson, Ingimundur E. Þorkelsson. Gerum okkur engar grillur Hljómsveitin Bootlegs íviðtali Rokksveitin Bootlegs vaktl mikla athygll f síðustu Músíktil- raunum Tðnabæjar fyrlr þéttan hijóðfæraleik og kraftmikið rokk, ekki sfst f laginu um ófraskjuna 4 klósettinu. Ekki néoi þó sveitin að komast f úrslit. Bootlegs tók einnig þátt í til- raununum 1987, en þá með ann- arri mannaskipan og lék að auki á Rykkrokktónleikunum sl. sumar. í sveitinni eru í dag þeir Jón Ö. Sigurðsson gítarleikari og söngvari, Kristján Ásvaldsson trommuleikari, Ingimundur E. Þorkelsson bassaleikari og Guð- mundur Hannes Hannesson gitarleikari. Rokksíðuútsendara lók hugur á að fá að heyra eitt- hvað af sveitinni og mœlti sér því mót við Bootlegssveina á Hressó. Segið mér frá hljómsveitinni Bootiega, hvernig tónllat leikur svettin? Þungt og hrátt rokk; g'ott rokk. Þegar ég sá sveitina fyrat f Músfktilraunum Tónabæjar 1987, sögðust þið leika „speed metal" tónliat og voruð með enska texta. Naast þegar ég sá til ykkar var Guðmundur Hannes kominn f sveitina og hún lék nú þungt rokk með töluverðum pönkáhrifum og textarnir voru á falensku. Hvað breyttist? Það helsta sem breyttist var kannski það að Guðmundur Hannes kom inn í sveitina og við fórum að æfa saman af meiri al- vöru og af meiri krafti. Guðmund- ur hafði verið á meðal áheyrenda í tilraunu'num og kom að máli við okkur og vildi fá að vera með. Sveitin varð uphaflega til í samkrulli með gítarleikara sem síðar fluttist til Noregs. Eftir að hann fór úr landi vorum við linir við að aefa og það var helst að eitthvað gerðist þegar hann kom í heimsóknir upp. Eins og áður sagði varð koma Guömundar til þess að við fórum að taka á hlut- unum af meiri festu, enda höfðum við lengi leitað að öðrum gítarleik- ara. Það er kannski f lagi ef við notum tækifærið og lýsum eftir söngvara. Hver er munurlnn á pönkinu og ykkar tónlist? Aðalmunurinn felst kannski í því að við ieggjum meira uppúr hljóðfæraleik og textarnir fjalla um allt annað. Textarnir í pönkinu eru neikvssðir en við erum aftur með það sem kalla mætti brand- aratexta, texta sem einkennast af okkar húmor. Annars er ekki hægt að líkja okkur beint við pönk- ið og okkur er reyndar ekkert um að vera kallaðir pönksveit, frekar en „speed"-metal sveit. Helst vilj- um við bara láta kalla okkur rokk- sveit sem leikur þungt hratt rokk. Hvaðan koma áhrifin? Þau koma úr öllum áttum. Fyrir þremur árum eða svo vorum við í venjulegri þungarokksveit og duttum niður á eitt og eitt hratt gott lag sem okkur fannst gaman að spila. Þegar Kristján fór aö spila með okkur fórum við smám saman að spila hraðara og hrað- ara rokk með auknum pðnkáhrif- um, enda fengum við mest út úr því að spila hratt og hrátt. Þetta er því sjálfstæð þróun. Nú passið þlð ekki beint inní það sem er að gerast f fslenska rokkinu (dag. Nei, það eru fáar sveitir sem eru að leika samskonar tónlist og við. Við höfum þó fengið ótrúlega góðar undirtektir og það er greini- legt að það eru æ fleiri sem átta sig á þessari gerð tónlistar. Fólk er ekki bara að hlusta á okkur vegna þess að við erum að leika þungarokk eða „speed" þunga- rokk. Það heyrir bara að við erum að gera eitthvað nýtt og kröftugt og það kemur því til að hlusta. Þátttakan í síðustu tilraunum var ekki vel undirbúin, en undirtektirn- ar sem við fengum þar voru svo góðar það var sem vítamínsp- rauta. í framhaldi af því ætlum við að spila eins mikið og við mögu- iega getum í sumar. Annars erum við fyrst og fremst að þessu til að hafa gaman af og við gerum okkur engar grill- ur. Við vitum að við erum að leika tónlist sem ekki höfðar til fjöl- dans. Við förum t.d. seint í útvarp með okkar tónlist. Það er ákveð- inn hópur sem hlustar á þessa tónlist og hann hlustar á hana sama hvort hún er leikin í útvarpi Eigið þið miklð af lögum? Ætli við eigum akki lög á þrjár til fjórar plötur. Viðtal: Arnl MaUhíasson Vlnsældlr og velgegni hljóm- sveitarinnar „Sykurmolarnir" á erlendri grundu hef ur tæpast far- ið framhjá nokkrum íslendingi svo mjög hefur hljómsveltinni verið hampað í fjölmiðlum hér- lenskum að undanförnu. Full ástœða vlrðist tll að bera þá von í brjósti að plata hljðmaveftarinn- ar „Life's Too Good" muni hafa jákvœð áhrif á yngri tónlistar- menn hér á landl þannig að loks sjái fyrir endann á tfmablll stöðn- unar, andieysis og leiðinda, sem varað hefur alftof lengi. Að matl þess sem þetta ritar er hljóm- plata „Sykurmolanna" tímamóta- verk f fslenskrl rokktónlist og uppfyllir fýllilega þær kröfur sem gera ber til alvöru tðnlistar- manna. Lögin eru flest hver „me- lódfsk", kraftmlkil, frumleg og umfram allt skemmtileg. Stærsta synd sem listamenn drýgja, fyrir utan það að ajálfsögðu að vera lélegir, er að vera leiðlnlegir. Tveir Molar f Duus. Ljósmynd/BS Sykurmolamir: Life'sTooGood Frumleiki, heirns- frægð og leiðindi Óskilgreindur innri tryllingur Tónlist „Sykurmolanna" er óneitanlega erfitt að lýsa en segja má að hún einkennist af krafti, dulúð og óskilgreindum innri tryll- ingi. Mestu þykir mór þó varða að hún er „melódísk" (hér mega menn setja inn orðin „lagræn", „söng- hæf þyki þeim henta). Eftir að hafa hlýtt á þær hljómsveitir sem meðlimir „Sykurmolanna" léku og sungu með áður, sem undirritaður var vægt til orða tekið ekki par hrifinn af, er óg ekki frá því að þetta sé mikilvægasta breytingin á tónlist þessa fólks og er hún sérlega ánægjuleg. Þótt tilteknir tónlistarmenn nái „nirwana- ástandi" með þvf aö framleiöa óskiljanlegan hávaða með tilheyr- andi stunum og öskrum er ekki hægt að ætlast til þess að alþýða manna hrífist með hvað þá að fólk sé tilbúið til að reiða fé af hendi til að hlusta á ósköpin. Lögin á „Life's Too Good" eru 11 að tölu ef með er talinn örlítill lagstúfur rétt í lokin, „Petrol" sem virðist hafa fengið að fljóta með til skrauts. Þótt tónlistin sé óvenju- leg er að finna í henni ákveðna grunnþætti popp- eða rokktónlist- ar og á þetta einkum viö um upp- byggingu laganna. Flest eru þau fremur einföld, gjarnan byggð upp í kringum einfaldan bassagang, sem gengur á milli tveggja grunn- hljóma og er studdur kröftugum trommutakti. Sfðan koma millikafl- ar eða „viðlög" þar sem hjóma- skiptingar verða örari og raddir eöa raddanir skreyta tónlistina. Hljóðfæraleikur allur er mjög öruggur. Þreytandi og tilgangslaus sóló er ekki að finna á þessari plötu. „Sykurmolunum" hefur tek- ist mjög vel að blanda saman rödd- um þeirra Einars Arnar Benedikts- sonar og Bjarkar Guðmundsdóttur og virðast hafa fundið leið til að samræma söng og „talkafla" Ein- ars þannig að úr verður hin áheyri- legasta tónlist. Á þetta ekki síst við um lögin „Motorcrash" og „Deus". Um textana verður fátt eitt sagt hér. Þeir eru óneitanlega mjög sérkennilegir og full ástæða er til að hlusta eftir þeim. Life'stooGood, hliðhinfyrri Á fyrri hlið „Life's Too Good" er að finna fimm lög. Platan hefst á „Traitor" sem má kalla dæmi- gert lag fyrir „Sykurmolana". Trommutakturinn er þungur og hljómurinn f gítarnum ærandi. Björk „flúrar" f kring um söng Ein- ars og gefur laginu þannig dýpt og vfdd. Næsta lag, „Motorcrash" er einfaldlega besta rokklag íslenskt sem undirritaður hefur heyrt. Keyrslan í laginu er með ólíkindum, bassa- og gftargangur- inn einfaldur og taktfastur. Söngur og raddanir Bjarkar eru framúr- skarandi og homakaflinn f viðlag- inu, sem mig grunar reyndar að sé framleiddur með elektrónískum aðferðum, að ógleymdum ein- hverjum þeim furðulegust röddun- um sem mig rekur minni til, gera lagið óviðjafnanlegt. Textinn er vægt til orða tekiö óvenjulegur. Næsta lag „Birthday" þekkja líkast til flestir. Lagið er borið uppi af þungum trommutakti og einföld- um bassagangi, sem tengir saman tvo grunnhljóma. Langt fyrir ofan og handan við undirleikinn hljómar rödd Bjarkar, sem syngur þessa Iflca prýðilega fallegu laglínu. Lagið er þrungið dulúð og einmanaieika og þrátt fyrír ftrekaðar tilraunir hefur undirrituðum ekki tekist að fá leið á því. Fjórða lagið ó þess- arí hlið nefnist „Delicious Demon". Einar bæði syngur og „talar" lagið og ferst það vel úr hendi. Milli- kaflinn, sem þau syngja bæði, er sterkur, studdur kunnuglegum gítarhljómum. Þetta lag vinnur á við hverja hlustun. Síðasta lagið nefnist „Mama". Þetta er virkilega gott lag og söngur Bjarkar er fram- úrskarandi. Ég er þó ekki frá því að lagið hefði hljómað enn betur ef hljóðblöndunin hefði verið önn- ur. Á þetta einkum við um millikaf- lann þar sem mér þykir undirleikur- inn, sérstaklega gítarinn of framar- lega. Er ég ekki frá því að þetta lag hefði orðið beinskeyttara hefðu raddirnar fengið að njóta sfn bet- ur. Útsetningin á þessu lagi er mjög góð. Life'stooGood, hlið hin sfðari Seinni hliðin hefst á kunnuglegu lagi „Cold Sweat". í þessu lagi er hljóðblöndunin aftur mun betri og aðgreiningin meiri. Fyrir bragðið verkar bygging lagsins sterkari einkum þegar hljómarnir ganga upp í millikaf lanum Trommutaktur- inn er skemmtilega „dobblaður" og gítarhljómarnir örlftið „gamal- dags". í næsta lagi, „Blue Eyed Pop" tekst aldeilis ágætlega að blanda saman röddum þeirra Ein- ars Amar og Bjarkar. Þetta lag sameinar hefðbundna grunnþætti rokktónlistar og aðra nýja og frum- lega og útsetningin er fyrirtak. Þríðja lagið er „Deus" og um þetta lag mætti hafa mörg orð. f þessu lagi eru „Sykurmolarnir" f sínu besta formi. Undirleikurinn er einfaldur og smekkiegur og Björk tekst sóríega vel upp. Raddbeiting- in er sérkennilega barnaleg og textinn með ólíkindum einkum sá kafli sem Einar talar/syngur. Þetta er framúrskarandi vel samið lag í öllu tilliti og full ástæða er til að vekja athygli á röddunum í lokakaf- lanum þó hann sé stuttur. Hljóm- sveitin er sérstaklega „þétt" í næsta lagi, „Sick for Toys". Skipt- ingamar í laginu eru mjög góðar og gítarleikurinn kröftugur. Aftur tekst sérdeilis vel aö blanda rödd- um söngvaranna saman. Lagið „Take R'n'B" sker sig úr öllum lög- um plötunnar „Life's Too Good". Þðtt róið só á vel þekkt mið er þetta ef til vill frumlegasta lag plöt- unnar. Útsetningin á þessu ein- falda lagi er vægast sagt óvenjuleg þótt undirleikurinn sé f samræmi við það sem tíðkast í þessari teg- und tónlistar. Gítarleikurinn er sór- kennilega „út í bláinn". Síðasta lagið er örstuttur bútur, „Petrol", sem getiö var hér að framan. Full ástæða er til að óska „Syk- urmolunum" til hamingju með þessa plötu. Þetta er í sem allra einföldustu máli frábær grípur, sem menn ættu ekki að láta fram- hjá sér fara. Þáttaskil Ég vii í lokin láta aftur í Ijós þá von að plata þessi megi marka þáttaskil í íslenskri rokktónlist. Velgengni „Sykurmolanna" hlýtur að verða til þess að eggja yngri og óreyndari menn til dáða. Með fáeinum undanteknum (Þursa- flokkurinn, Svart hvítur draumur, Þorsteinn Magnússon) hafa íslenskir tónlistarmenn ekki árætt að róa á ný og áður óþekkt mið á undanförnum árum án þess að gleyma þeim einfalda sannleika að tónlist er til þess að áheyrendur fái notið hennar. Vonandi er að ungir menn og konur hér á landi eigi sór háleitari markmið f tón- sköpun sinni en að fá útgefna „sumarplötu" til að tryggja sam- keppnisstöðu þeirra á íslenska sveitaballamarkaðinum. Ásgeir Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.