Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
29
Bandaríkin:
Forsetahjónin vísa staðhæf-
ingnm stj ömuspákonu á bug
Washington, Rcuter.
BLAÐAFULLTRÚI bandarísku
forsetafrúarinnar, Nancy Reag-
an, sagði i gær að hvorki Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti né
kona hans hefðu ráðfært sig við
Joyce Jillson, stjömuspákonu í
Los Angeles, eða boðið henni í
Hvita húsið. Hún staðfesti þó að
forsetafrúin hefði ráðfært sig
við „vin sem fæst við stjörnu-
spár“ í Los Angeles til að full-
vissa sig um öryggi forsetans
eftir morðtilraunina árið 1981.
Tímaritið Newsweek hefur skýrt
frá því að minningabók Donalds
Regans, fyrrum starfsmannastjóra
Bandaríkjaforseta, greini meðal
annars frá því að bandarísku for-
setahjónin hafí ráðfært sig við
stjömuspámenn til að ákveða
fundaáætlun forsetans og hvenær
best væri fyrir hann að ferðast.
Joyce Jillson hélt því síðan fram á
þriðjudag að hún hefði verið beðin
að koma í Hvíta húsið eftir að skot-
ið var á Reagan fyrir utan gistihús
i Washington. Hún vjldi þó ekki
segja hvort það hefði verið forsetinn
eða kona hans sem hefði beðið hana
að koma í Hvíta húsið. Hún sagðist
aldrei gefa upp nöfn viðskiptavina
Blaðafulltrúi forsetafrúarinnar
sagði hins vegar í gær að Jillson
hefði aldrei talað við forsetahjónin.
„Frú Reagan er fullviss um að hún
hefur aldrei talað við hana," sagði
Crispen. Reagan Bandaríkjaforseti
vfsaði þvf á bug á þriðjudag að
stjömuspár hefðu áhrif á ákvarðan-
ir sínar.
Crispen sagði að forsetafrúin
hefði ráðfært sig óformlega við vin
sinn í Los Angeles og þá aðeins til
að fullvissa sig um að forsetinn
væri ekki í hættu.
Nouema. Reuter.
Nýja Kaledónía:
Varað við skæruliðastyrj öld
stríðs og vöruðu við tilraumim
til að frelsa 23 gísla, sem þeir
hafa á valdi sínu.
„Ef stjómin í París neitar að
ræða við okkur um fullt sjálfstæði
er kominn tími til að beijast fyrir
því. Við emm búnir að fá okkur
fullsadda af því að vera virtir að
vettugi," sagði Leopold Joredie,
leiðtogi Sósíölsku frelsisfylkingar-
innar. í yfírlýsingu frá samtökunum
var einnig varað. við tilraunum til
að leysa 23 franska gísla úr haldi
og sagt, að það gæti stofnað lífi
þeirra í hættu.
KANAKAR, sem átt hafa í úti-
stöðum við frönsk yfirvöld á
Nýju Kaledóníu, kváðust í gær
búnir til allsherjarskæruliða-
Olíuverð:
Olíufatið tal-
ið geta lækk-
að í 10 dollara
Jakörtu, Reuter.
OPEC-ríkin greinir á um hversu
mikið þurfi að draga úr fram-
Ieiðslu til að hækka olíuverð.
Sum þeirra óttast að oliufatið
fari jafnvel niður f tíu dali verði
ekki dregið verulega úr fram-
leiðslunni, að þvf er haft var eft-
ir heimildarmanni innan OPEC
í gær.
„íranir, Alsírmenn, Venesúela-
menn og Líbíumenn telja að ef
OPEC-ríki og ríki utan samtakanna
draga ekki úr framleiðslunni fari
olfufatið niður í tíu dali,“ sagði
heimildarmaðurinn.
Olíuverðið fór niður í minna en
10 dali á olíufatið árið 1986 en
hækkaði eftir sameiginlegar að-
gerðir 13 aðildarríkja OPEC, sam-
tökum olíuútflutningsríkja.
Síamstvíburar skildir að
Reuter
Litlu síamstvíburasysturaar f Jóhannesarborg f Suður-Afríku sem
fastar voru saman á höfði voru skildar að á þriðjudaginn. Að-
gerðin sem tók margar klukkustundir heppnaðist ágætlega að
mati lækna. Þó kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo daga hvernig
systrunum sem heita Mpho, Gjöf, og Mphonyana, Litla gjöf, reið-
ir af. Önnur systranna, Mphonyana, er illa haldin og varð að
gangast undir aðgerð í gær vegna blæðinga. Hin systirin sem
sést hér á myndinni, Mpho, hefur tekið framförum eftir aðgerð-
ina og gladdi það starfsfólk sjúkrahússins þegar hún gaf til
kynna að hún væri svöng. Systurnar litlu eru 16 mánaða og eiga
eftir að fara oft undir læknishendur áður en yfir lýkur.
Andstæðingar „glasnost“
í Sovétríkjunum:
Sumum sjónarmið-
um er gert hærra
undir höfði en öðrum
Moskvu. Reuter.
ÍHALDSSAMIR andstæðingar
umbótastefnu Kremlverja
kvarta yfir, að þeir séu múl-
bundnir. Þeir staðhæfa, að
glasnost-stefnan nái aðeins til
stuðningsmanna hennar, að þvf
er sagði í Prövdu, málgagni
kommúnistaflokksins, í gær.
Blaðið varði stefnu Mikhails S.
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og
reyndi að útskýra, hvers vegna
það hefði ráðist harkalega á grein,
sem birtist í víðlesnu blaði, og
kallað hana stefnuyfírlýsingu aft-
urhaldsafla, sem væru andstæð
umbótum í landinu.
Ennfremur sagði í Prövdu, að
blaðinu hefðu borist yfír þúsund
bréf frá lesendum vegna pistilsins
um greinina en greinin sjálf birt-
ist í dagblaðinu Sovjetskaja
Rossija, sem kemur út í öllum
sovétlýðveldunum, 13. mars
síðastliðinn.
í þremur af hveijum fjórum
bréfum var tekin afstaða með
Prövdu, að því er sagði í blaðinu.
En í hinum var kvartað yfír ólýð-
ræðislegri umfjöllun blaðsins,
þegar það gagnrýndi íhaldsmenn.
I greininni í Sovjetskaja
Rossija, sem birt var sem bréf frá
kennara í Leningrad, var stjóm-
artíð Stalíns ákaft varin. Greinin
olli miklu fjaðrafoki, og óttuðust
margir af stuðningsmönnum Gor-
batsjovs, að hann hefði orðið und-
ir í Kreml.
„Lenín þaggaði aldrei niður í
neinum," hafði Pravda eftir einum
bréfritaranna, I. Pozdnyakovu,
frá borginni Khabarovsk.
„Hvemig stendur á því, að mitt
í öllu talinu um glasnost og lýð-
ræði, eiga sum sjónarmið greiða
leið fram í dagsljósið, en önnur
ekki?“ sagði í bréfí A. Golenkovs,
sem býr á Moskvusvæðinu.
Einn bréfritaranna, sem varði
greinina eftir kennarann frá Len-
ingrad, líkti viðbrögðum Prövdu
við „ijöldaaftökur".
Þrálátur orðrómur hefur verið
á kreiki í Moskvu þess efnis, að
aðalhugmyndafræðingur Kreml-
veija, Jegor Lígatsjov, hafi staðið
á bak við birtingu greinarinnar í
Sovjetskaja Rossija og beðið lægri
hlut, þegar í brýnu sló milli hans
og Gorbatsjovs eftir birtinguna.
En ekki virðist linna innan-
flokkseijum í kommúnistaflokkn-
um um umbótastefnuna, ef marka
má nýlegar greinar í sovéskum
blöðum.
Síðustu daga hafa birst bréf í
blaði menningarmálaráðuneytis-
ins, Sovjetskaja Kultura, þar sem
haldið er fram, að stefna Gor-
batsjovs mæti vaxandi mótspymu
og ekki sé loku fyrir það skotið,
að efnt verði til samsæris gegn
honum.
í frásögn Prövdu sagði, að blað-
ið hefði fordæmt greinina svona
harðlega, af þvi að í henni hefði
ekki verið látið við það sitja að
tjá skoðanir, heldur hefði einnig
verið leitast við að þjappa saman
íhaldsöflum, sem væru mótfallin
umbótum stjómarinnar í Kreml.
Leiðtogi Baráttusamtaka Samstöðu:
Handtekinn við heim-
komuna til Póllands
Var fluttur við annan mann úr landi á laugardaginn
Varsjá, Reuter.
PÓLSKI andófsmaðurinn, Korn-
el Morawiecki, sneri heim til
Póllands í gær eftir að hafa leit-
að til læknis í Róm. Ættingjar
Morawiecki segja að hann hafi
verið handtekinn á ný við kom-
una tíl Varsjár. Honum var sleppt
úr fangelsi ásamt öðrum andófs-
manni, Emil Kolodziej, síðastlið-
inn laugardag og voru þeir settir
um borð í flugvél sem flutti þá
til Rómar. Þá vildu þeir ekki
fara frá Varsjá nema að tryggt
væri að þeim yrði hleypt aftur
inn i Pólland eftir læknisaðgerð-
ina.
Ættingjar Morawiecki segja að
óeinkennisklæddir menn hafí tekið
hann með sér með valdi eftir kom-
una til Varsjár. Hafði Morawiecki
sest inn í langferðabifreið sem flyt-
ur farþega frá flugvellinum, þegar
hún var stöðvuð, hann tekinn og
honum ekið á brott í sendiferðabif-
reið. Prestur sem var í för með
honum var einnig fluttur á brott.
Panama:
Leyft að taka
fé af banka-
reikningum
Panamaborg, Reuter.
BÖNKUM í Panama verður fyr-
irskipað að opna á mánudag og
þá eiga Panamabúar að geta tek-
ið fé af reikningum sínum, að
þvi er panamíska ríkissjónvarpið
skýrði frá á þriðjudag.
Hagfræðingar segja að minni
bankar í Panama hafí ekki nægilegt
reiðufé og hætta sé á að þeir þurfí
að hætta viðskiptum verði þeir
neyddir til að opna aftur. Liklegt
er að bönkunum verði refsað fari
þeir ekki að fyrirskipunum ríkis-
stjórnarinnar.
Talsmaður banka í Panama sagði
að bankaráð ríkisstjómarinnar
myndi skipa svo fyrir að bankar
yrðu opnaðir samkvæmt skilmálum
sem settir voru 29. mars. Ekki yrði
leyft að taka meira en fjórðung
innistæðu á ávisanareikningum á
mánuði og fímm prósent af spari-
reikningum.
Reuter
Korael Morawiecki og Emil Kolodziej á flugvellinum i Róm á þriðju-
dag.
Morawiecki er leiðtogi Baráttu-
samtaka Samstöðu, sem klofnaði
út úr Samstöðu, ólöglegu verkalýðs-
hreyfingunni í Póllandi, árið 1985
vegna skoðanaágreinings hans og
Lechs Walesa. Morawiecki og Emil
Kolodziej var sleppt úr fangelsi á
laugardag og voru þeir sendir til
Rómar, þar sem þeir voru báðir
undir læknishendi. Kolodziej er
einnig félagi í Baráttusamtökum
Samstöðu. Hann varð eftir í Róm
til frekari rannsókna en grunur leik-
ur á að hann sé með æxli í skeifu-
göm. Þeir höfðu báðir setið í fang-
elsi frá því í nóvember þar til þeim
var sleppt á laugardaginn.
Morawiecki reyndi á þriðjudag
að fljúga til Póllands með flugvél
pólska flugfélagsins LOT en fékk
ekki að fara um borð í vélina. Var
því borið við að ekki væri laust sæti
í henni, þrátt fyrir að hann hefði
átt bókað far. Hann flaug til Var-
sjár í dag með flugvél vestur-þýska
flugfélagsins Luftahansa og að
sögn starfsmanna þess pantaði
hann sætið í eigin nafni.
Flutningur bandarískra kjarnorku-
eldflauga frá Vestur-Þýskalandi:
Samningur um eftirlit
Sovétmanna undirritaður
Bonn, Reuter.
VESTUR-Þjóðveijar og Sovét-
menn undirrituðu samning í gær
sem heimilar sovéskum eftirlits-
mönnum að ganga úr skugga um
að meðaldrægar kjarnorkueld-
flaugar Bandaríkjamanna verði
fluttar frá Vestur-Þýskalandi.
Sovéski sendiherrann í Bonn,
Júlí Kvitsinskíj, og Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýskalands, undirrituðu þennan
tvíhliða samning. Kvitsinskíj hvatti
NATO-ríkin til að bæta ekki brott-
flutninginn upp með því að endur-
nýja önnur kjamorkuvopn, en sov-
ésk stjómvöld hafa sagt að slíkt
gengi gegn anda Washington-sátt-
málans um upprætingu skamm- og
meðaldrægra kjamorkueldflauga.
Genscher sagði að viðræður um
jafnvægi i hefðbundnum vopnabún-
aði þyrftu að hefjast sem fyrst.