Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAJÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Ný norsk-íslenzk orðabók komín út eftirlvar Orgland Hvaða gagn höfum við Norð- menn af orðabókum yfír íslenzkt nútímamál? Að minnsta kosti virð- ast fyrri kynslóðir Norðmanna hafa álitið þessa spumingu mjög eðli- lega, því að þeir hafa á engan hátt stuðlað að útgáfu slíkra verka. Norskir menntamenn hafa unnið að víðtækum rannsóknum á nor- rænu (fomri norsku og íslenzku) bæði máli og bókmenntum, en Þor- steinn Víglundsson skólastjóri á íslandi og Eigil Lehman prestur í Noregi urðu fyrstir til að semja orðabók með uppflettiorðum á því máli, sem Islendingar nota nú á tímum. Bókin kom út í Bergen (skrifað Björgvin með fomum hætti) árið 1967 og útgefandi var Sunnmöre Vestmannalag. Orða- skýringar bókarinnar em á Aasen- máli og orð, sem skyldust em íslenzku, em venjulega höfð fremst, og getur það verið áhugavert og gagnlegt en jafnframt leitt til þess að íslenzkir lesendur noti orð, sem em bundin við ákveðnar norskar mállýzkur. Árið 1985 kom út íslenzk-norsk orðabók, styttri og nútímalegri en hin fyrri. Séu þessar tvær orðabækur notaðar samhliða geta þær bætt úr þörf, sem orðin hefur stöðugt meira áberandi. í upphafi sjöunda áratugarins hlutuðust norrænu félögin til um, að nemendur mættu velja á milli náms í nútímaíslenzku og norrænu í menntaskólum. Þá vom hvorki til kennslubækur né orðabækur yfír íslenzkt nútímamál. Haldin vom sumamámskeið fyrir norska kenn- ara fram til ársins 1986 (á vegum norska menntaskólakennarafélags- ins og norrænu félaganna) og eitt slíkt var haldið á Islandi (1964). Þessi námskeið vöktu athygli, ekki sízt á íslandi og áhuginn kom fram í því að þátttakendur vom að jafn- aði um þijátíu talsins. En síðan komu fjarhagserfiðleikar til sög- unnar og Norðmönnum var ráðlagt að sækja íslenzkunámskeið i Reykjavík, sem ollu því að færri en áður fengu tækifæri til að fylgja áhuga sínum eftir. Því miður fór svo að vemlega dró úr isiensku- kennslunni á tímabili. í þessu sam- bandi er þess vert að geta að fyrir skömmu var haldið stutt námskeið í íslenzku á vegum NKS-útgáfunnar fyrir norskukennara og kom þar glöggt fram, að menn söknuðu þess, að ekki hefðu verið haldin slík nám- skeið í Noregi allar götur frá árinu 1970. Síðan þá hefur margt gerzt sem undirrituðum og mörgum öðmm þykir mjög miður. Dregið hefur úr kennslu í norrænu bæði í almennum skólum og í háskólum með þeim afleiðingum að menn vanmeta nú gildi hins foma máls. Slær það óhug á alla þá, sem virða arfleifð málsins, eins og íslendingar hafa jafnan gert, en þeir lifa í voninni um að varðveita þjóðemi sitt hér eftir sem hingað til. Um þesar mundir verða bæði íslenzka og norska fyrir gífurlegum áhrifum frá hinum enskumælandi heimi. Þegar er svo komið, að mörg orð, sem við Norðmenn höfum not- að um langan aldur, hafa vikið til hliðar fyrir enskum tökuorðum. Því til viðbótar koma orð jrfír mörg ný hugtök, sem við eigum alltof auð- velt með að tileinka okkur, jafnvel í daglegu lífi. íslendingar hafa ekki farið var- hluta af slíkum áhrifum. Hins vegar hafa þeir miklu betri málvitund, og þótt rætur íslenzkunnar liggi djúpt hefur málið mikill hæfíleika til ný- sköpunar, þannig að þjóðin virðist ætla að standa hríðina af sér. í íslenzku verður einnig vart við slanguryrði og slettur. Þær stinga sér niður en hverfa aftur. A þeim Qörutíu árum, sem liðin eru, síðan ég kom fyrst til Reykjavíkur, hefur íslenzkan ekki beðið varanlegan skaða af erlendri ásókn. Heillandi barátta íslendinga við að varðveita tungu sína og menn- Stykkishólmi. ÞAI) var mikið um dýrðir hjá eldri borgurum í Stykkishólmi nú eftir sumardaginn fyrsta en þá voru þeir að Ijúka eldri borg- arahátíðum sem hafa verið í all- an vetur á hótelinu hér þvi hótel- stjórinn hefir alltaf verið svo veglegur að bjóða á húsrými. Það hefír jafnan verið vel mætt. Góður og traustur hópur hefir ekki látið standa á sér og metið það sem fyrir hann er gert. Félögin í bænum hafa skipst á um að halda þessi mót, bæði með efni og veitingum og flytja fólk fram og aftur og hef- ir þar ekkert staðið á. En borgarar ingu hlýtur að vekja einlæga að- dáun margra þeirra sem komast í kynni við íslenzkt mál. Það var vegna tungu sinnar og bókmennta, sem íslendingar eru sérstök þjóð nú á tímum. Þar sem íslendingar eru upphaflega komnir frá Noregi, ber okkur Norðmönnum skylda til að fylgjast með baráttu þeirra af áhuga og árvekni. Orðin hrein- tungustefna virðist oft hafa nei- kvæða merkingu hér í Noregi og jafngilda þröngsýni og þjóðremb- ingi. Undirritaður hefur stundað íslenzkukennslu í Noregi árum sam- an og orðið þess áskynja hversu mikinn áhuga íslendingar hafa á öllu því, sem að tungu þeirra lýtur. í mörg ár hafa kennslubækur í íslenzku fyrir Norðmenn verið fáan- legar og stöðugt fleiri hafa huga að leggja leið sína til fslands. Á hinn bóginn hefur ekki verið hlaup- ið að því fyrir okkur að leita uppi íslenzk orð nema fyrir milligöngu annarra tungumála, einkum dönsku, en Svíar hafa jafnvel orðið okkur fyrri til og gáfu út stóra íslenzka orðabók árið 1982. Norsk-íslenzk orðabók kom ekki út fyrr en í árslok árið 1987. Þetta er stór bók með uppflettiorðum bæði á ríkismáli og nýnorsku. Hún er 446 , síður í stóru broti og á hverri síðu er þrír þéttprentaðir dálkar. Höfundur bókarinnar, Hró- bjartur Einarsson, hefur unnið mik- ið þrekvirki upp á sitt eindæmi. Þessi íslendingur og tungumála- maður hefur stundað kennslu við hafa með sér félag sem þeir kalla Aftanskin og sér það að öðru leyti um samkomumar. Þá hafa eldri borgarar farið í skemmtiferð að skoða landið. Að þessu sinni sá Lionsklúbbur Stykkishólms um þennan fagnað. Árni Helgason stýrði skemmtuninni fór með ýmsa þætti úr gömlum minningum frú Theodóru Thorodd- sen og sagði frá æskuheimili henn- ar. Lárus Kr. Jónsson flutti sumar- ljóð, Bergþóra Þorgeirsóttir lék nokkur lög á tvöfalda harmonikku og sungu menn undir ættjarðarljóð Hróbjartur Einarsson Háskóla íslands með norsku sem aðalkennslugrein, en um þessar mundir starfar hann hjá norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn. Rík ástæða er til þess að færa honum og Háskóiaútgáfunni í Osló þakkir fyrir þá nýju leið að íslenzkri tungu, sem nú hefur verið opnuð. Hún ætti að freista margra nú á tímum þegar enskan gerist stöðugt ágengari. í formála minnist höfundurinn á það „neyðarúrræði" sem lengi vel var fyrir hendi, einkum fyrir íslend- inga, þ.e. að bjarga sér með dansk- íslenzkar orðabækur á meðan danskt ritmál og norska ríkismálið voru mjög áþekk með tilliti til orða- forða, beyginga og réttritunar. Smám saman hefur þróunin leitt til þess að neyðarúrræði þetta hefur orðið stöðugt meira ófullnægjandi. Orðabækur með uppflettiorðum og að seinustu sýndi sr. Gísli H. Kolbeins kvikmynd frá ísrael og skýrði hana. Konur Lionsmanna sáu um kaffí og brauð og forstöðu alla. á bæði ríkismáli og nýnorsku hafa komið út á síðustu árum, og má þar nefna norsk-enska orðabók eft- ir Einar Haugen (1965) og norsk- þýzka orðabók eftir Tim Hustad (1979). Þessi verk, einkum bók Hustads, hefur Hróbjartur Einars- son notað sem viðmiðun varðandi orðaforða í norsk-íslenzku orðabók- ina. í starfí sínu sem sendikennari í norsku við Háskóla íslands á átt- unda áratugnum varð höfundur þess oftlega áskynja að skortur á norsk-íslenzkri orðabók var á marg- an hátt þrándur í götu samskipta íslendinga og Norðmanna. Og á þeim árum hófst hann handa um undirbúningsstarf við þessa orða- bók. En það var ekki fyrr en 1981, þegar Norræni menningarsjóðurinn veitti fé til að vinna að handriti bókarinnar, að höfundur gat hafið þetta verkefni kerfísbundið og fyrir alvöru. Hann segir að án þessa stuðnings hefði bókin aldrei orðið til. Og útgáfa bókarinnar hefði orð- ið mikil fjárhagsleg byrði fyrir út- gáfuaðiíana hefði ekki komið til rausnarlegt framlag frá norska menningarsjóðnum og norska menningar- og vísindaráðuneytinu. Formáli bókarinnar er skrifaður bæði á norsku og íslenzku og hún hefur einnig að geyma leiðbeiningar um notkun á báðum tungum. í upphafí er greinargóður listi yfír skammstafanir og er öllu skilmerki- lega og haganlega fyrir komið. Bókin ber þess merki í hvívetna að höfundur hefur unnið af samvizku- semi og alúð. í formála nefnir hann þann stuðning sem hann hefur notið við útgáfuna og tiltekur sérstaklega Tom Hustad orðabókaritstjóra út- gáfunnar. Höfundur nefnir einnig helztu verk, sem hann hefur að leið- arljósi. Bókin er prentuð í Dan- mörku. Höfundur er akáld og fræðimaður. Og það voru glaðleg andlit sem héldu heim á leið að lokinni þessari ágætu skemmtun. - Árni Stykkishólmur: Fundur í félagi eldri borgara Frá fundi eldri borgara í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason s i n g ODEON VEGGLJÓS KR. 2.190.- MINOS VEGGLJÓS KR. 1.920.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.