Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, PBÍMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Selfoss: Ný lög og útsetningar á tónleíkum kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands SíilfoHSÍ VORTÓNLEIKAK kórs Fjðl- brautaskóla Suðurlands voru haldnir 23. og 24. apríl. Þar flutti kórinn meðal annars rússn- eskt lag við texta ef tir Guðmund Daníelsson skáld. f þessu lagi söng einn kórfélaga, Sölvi R. Rafnsson, einsöng. Var söng hans og kórsins í heild vel tekið. Kórinn flutti 20 lög á tónleikun- um, þar á meðal tvö ný lög eftir Selfyssingana Björgvin Þ. Valdi- marsson og Sigurvin Sigurvinsson. Lag Björgvins er við texta Oddnýj- ar Kristjánsdóttur og ber heitið Æskan við stýrið. Lag Sigurvins er við ljóð Einars Benediktssonar, Sumarmorgunn í Ásbyrgi, í útsetn- ingu Jóns Asgeirssonar. Jón og Sig- urvin gengu frá þessu lagi eitt sinn er þeir lágu saman á sjúkrahúsi. Tónleikar þessir hjá kórnum hafa sérstakt yfírbragð. Gestum er boðið upp á kaffi í hléinu og þá koma kórfélagar einnig fram með ýmiss konar atriði sem þeir hafa æft sjálf- ir, kvartettsöng, píanóleik og fleira. Stjórnandi kórsins er Jón Ingi Sigurmundsson skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Seifossi. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kór Pjölbrautaskóla Suðurlands syngur undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýéingar — smáauglýsingar I.O.O.F. 11 = 170557V2 = Lf. D St.: St.: 5988557 VII Farfuglar 'áÉ Þórsmerkurferð Dagsferð verður farin í Þórs- mörk 7. mai. Þátttaka tilkynnist á skrifstofuna Laufásvegi 41, sími 24950. Farfuglar. Skyggnilýsingafundur Miðillinn Alan George heldur skyggnirýsingafund fimmtudag- inn 5. maí kl. 20.30 í Síðumúla 25 (Múrarasalnum). Miðasala við innganginn. FEROAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 6.-8. maí Eyjaf jatlajökui! - Seljavatlalaug Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal i Þórsmörk. Gengið yfir Eyjafjalla- jökul á laugardeginum. Göngu- ferðir skipulagðar í Þórsmörk fyrir þá sem ekki ganga yfir jökulinn. Fararstjóri: Pétur Ásbjörnsson. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu Feröafélagsins. Ferðafélag íslands. m Útivist, r 14606 o<j 2373? Sunnudagur 8. maí Útivistardagurinn: _ Reykjavíkurganga Útivistar Kl. 13.00 Brottför frá Grófar- torgi (bílastæðinu milli Vestur- götu 2 og 4). Einnig er hasgt að mæta í gönguna á eftirtöldum stöðum: Kl. 13.45, BSÍ, bensinsölu. Kl. 14.15, Nauthólsvík. Kl. 15.15, Skógræktarstöðinni, Fossvogi. Rútuferðir frá Elliðarárstöð að lokinni göngu kl. 17.30. Ekkert þátttökugjald. Fjölmennlð i gönguna og kynnist fjölbreyttri leiö um höfuðborgina, mikift til í náttúrulegu umhverfi. Gengið frá Grófinni meðfram Tjörninni, um Hljómskálagaröinn, Öskjuhlíð, Fossvog og Foss- vogsdal í Elliðaárdal. Gestir koma í gönguna og fræða m.a. um fuglalif á Tjörninni, jarðfræði Öskjuhliðar og Fossvogs og skógrækt. Áning í Skógræktarstöðinni með harmónikuleik og söng. Tilvalin fjölskylduganga. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Skíðadeild Innanfélagsmót (seinni dagur) i svigi í öllum flokkum og stórsvigi í barnaflokkum 12 ára og yngri fer fram sunnudaginn 8. maí nk. og hefst kl. 10 f.h. Keppt verður á skiðasvæði félagsins i Hamragili en varastaður er hjá Fram í Eldborgargili (Bláfjöllum). Á eftir verður verðlaunaafhend- ing og kaffi i ÍR-skálanum í Hamragili. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11738 og 19533. Fuglaskoðunarferð laugardaginn 7. maíá Suðurnes Fyrst verður ekið út á Álftanes og skyggnst eftir margæs, síöan um Hafnarfjörð, Garðskaga, Sandgerði og á Hafnaberg. í Hafnabergi má sjá allar bjarg- fuglategundir landsins að haft- yrðlinum undanskildum, en hann er aðeins að finna i Grímsey. Skrá yfir þær fuglategundir sem sést hafa i fuglaskoðunarferöum Ferðafélagsins verður afhent í upphafi ferðar og geta þátttak- endur borið saman hvaða fuglar hafa sést frá ári til árs og merkt við þá sem sjást í þessari ferð. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin kl. 10.00 árdegis. Farmiöar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Verð kr. 1.000,- Þátttakendum er ráðlagt að hafa með sér sjónauka og fuglabók. Farastjórar: Gunnlaugur Péturs- son, Haukur Bjarnason, Grétar Eiríksson og Jón Hallur Jóhanns- son. Ferðafélag (slands. Ungtfotk te ísland Almenn lofgjörðar- og vakningar- samkoma í Grensáskirkju i kvöld kl. 20.30. Predikun: Séra Örn B. Jónsson. Allir velkomnir. ; VEGURINN [V Kristið samfélag Þarabakka 3. Bibliulestur og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. m Útivist, Myndakvöld Utivistar Rmmtudagur 6. maí. Vestamannaeyjar - Homstrandir Fyrir hlé mun Árni Johnsen sýna myndir hins landsþekkta Ijós- myndara Sigurgeirs Jónassonar frá Vestmannaeyjum. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast Eyjum i máli og myndum. Mynd- ir verða einnig frá úteyjum Vest- mannaeyja. Eftir hlé verða kynntar Utivistarferðir á Horn- strandir i sumar. Kaffinefnd sér um veglegar kaffiveitingar i hléi. Missið ekki af síðasta mynda- kvöldi vetrarins. Myndasýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Sjáumst! Útivist. fáml mhjolp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dagskrá með mikl- um almennum söng. Samhjálp- arvinir gefa vitnisburði mánaA- arins og kór þoirra syngur. Allir velkomnir. Samhjálp Hvítasunnukirkjan Völvufelli Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Kapteinn Dag Albert Bár- nes talar. Bæn og lofgjörð föstu- dagskvöld kl. 20.00 (hjá Ingibjörgu og Óskari á Freyjugötu 9). Aliir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 8. maí Kl. 09 - SkarðsheiAi (1055 m). Gengið frá Efra Skarði upp með Skarðsá. Verö kr. 1.000. Kl. 13 - Eyrarfjall (424 m). Ekið inn Miðdal og gengið frá Eilifsdal á fjallið. Verð kr. 800. Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ath.: Síðasta myndakvöld vatr- arins verður miðvikudaginn 11. maí i Risinu, Hverfisgötu 105. Ferðafélag íslands. Vorfagnaður skíðadeildanna i Reykjavík verð- ur haldinn i Félagsheimili Sel- tjarnarness laugardaginn 7. mai og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Forsala aögöngumiða er hjá Hársnyrtistofu Dóra, Lang- holtsvegi 128. Nánari upplýsing- ar hjá Birgi, sími 46548 og Walt- er, sími 77101. Mætum öll. Skemmtinefndin. Orð lífsins Samkoma verður í kvöld kl. 20.30 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Allir velkomnir! Bóksala eftir samkomu. Úrval kristilegra bóka, fræðslukasetta o.fl. m Utivist, Laugardagur 7. maí kl. 10.30. Fulga- og náttú ruskoð- unarferð á Suðurnes Garðskagaviti - Sandgerði - Fuglavik. Gengið á milli stað- anna. Hugað verður að umferöa- farfuglum t.d. tildnj, rauðbryst- ing ög sanderlu og mörgum öðr- um áhugaverðum fuglategund- um. Þátttakendur fá nafnalista og fjöldi tegunda verður talinn. Viðkoma verður á Bessastaða- nesi (margæsir) og á Náttúru- fræðistofu Kópavogs. I ferðinni verður hugað að fleiru í náttúr- unnar ríki t.d. sel. Verð 850,- kr., fritt f. böm m. fullorðnum. Leiðbeinandi: Árni Waag. Áhugaverð og fræðandi ferð fyr- ir alla. Hafið sjónauka með- ferðis. Brottför frá BSÍ, bensín- sölu. Sjáumst. Útrvist Innanfélagsmót skíðadeildar Armanns verður haldið laugardaginn 7. maí. Keppt verður i flokkum 13-14, 15-16 ára og fullorðinna. Brautar- skoðun hefst kl. 9.30 hjá öllum flokkum. Byrjað verður á stórsvigi. Stjórnin. Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | nauðungaruppboð | Nauðungaruppboð 2. og síðara, á fasteigninni Hrannarbyggð 13, Ólafsfirði, þingl. eign Gunnólfs Árnasonar eftir kröfu Reynis Karlssonar hdl. og Árna Páls- sonar hdl., fer fram í skrifstofu embættisins föstudaginn 13. mai nk. kl. 16.00. Bæjarfógetinn, Ólafsfirði. Akranes - bæjarmálef ni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði, sunnudaginn 8. mai kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Þórður Björgvins- son, fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs, gerir grein fyrir störfum þess. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin, Akranesi. Frá húsnæðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Fundur verður í Valhöll fimmtudaginn 5. maí kl. 18.00. Allt áhugafólk um húsnæðismál velkomið. Stjórnin. Austur-Skaftfellingar Árshátíö Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga veröur haldin i Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 7. maí nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Gestir hátíðarinnar verða: Birgir (sleif- ur Gunnarsson menntamálaráðherra og frú og alþingismennirnir Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson. Miðaverð er kr. 1.600. Miða- og borðapantanir eru hjá: Magnúsi Jónassyni sími 81686, Önnu Marteinsdóttur simi 81351, Valgerði Egilsdóttur sími 81566 og hjá Sigþóri Hermannssyni sími 81744. Skemmtinefndin. Ráðstefna um húsnæðismál Ungt fólk á Norðurlandi vestra Rráðstefna um húsnæðismál verður haldin á Hótel Mælifelli laugar- daginn 7. mai kl. 13.00. Frummælendur: Pálmi Jónsson, alþingismaður, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri og vara- þingmaður, Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri og Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi. Almennar hringborðsumræður um húsnæðismál og horfur i málefn- um húsbyggjenda. Ungt fólk á Norðurlandi vestral Komið og takið þátt í ráðstefnu sem snertir framtíð ykkar og byggðarlagsins. Að lokinni ráðstefnu verður opið hús í Sæborg, Aðalgötu 8, kl. 20.30. Allir velkomnir. FUS Víkingur og Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna. ~P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.