Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Minnisblað vegna skattbyrði og athugasemdar fjármálaráðherra Þorgeir Ólason við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Sveinn Markússon Myndlistarsýn- ing í Jónshúsi Jónshúai, Kaupmannahöfn. Athyglisverð málverkasýning var opnuð í félagsheimilinu í Jónshúsi 22. april sl. Þar sýnir kornungur málari, Þorgeir Óla- son, 17 olíumálverk og eru mynd- imar frumraun hans á listasvið- inu. Þorgeir Ólason fæddist í Hafnar- fírði 1967 og notaði unglingsárin ekki til náms, heldur var sjómaður á netabátum og togurum. Hann hætti á sjónum vegna fótbrots í fyrra, þá tvítugur. Kom hann til Danmerkur í haust og varð nem- andi á Thorstedlund Kunsthöjskole í Frederikssund á haustönn. Þar efldist áhugi hans á teiknun og málun svo að síðan um jól hefur hann málað m.a. mjmdimar á sýn- ingunni hér og stefhir nú í listnám og sækir um nám á myndlistabraut eða í auglýsingateiknun. Viðfangsefni Þorgeirs eru ijöl- breytt og litimir sterkir, drátthagur er hann í besta lagi og bera mál- verkin góð íslensk nöfn. Sýning Þorgeirs Ólasonar mun standa til 27. maí. _ G.L.Ásg. eftir Vilhjálm Egilsson Verslunarráð íslands sendi frá sér upplýsingar um skattbyrði í hlutfalli af landsframleiðslu í tengslum við athugasemdir við virð- isaukaskattsfrumvarp ríkisstjóm- arinnar. Eftirfarandi tafla var birt yfír skattbyrði af sköttum til ríkissjóðs í hlutfalli af landsframleiðslu: % af VLF 1983 22,0% 1984 22,5% 1985 21,7% 1986 22,0% 1987 22,4% 1988 24,7% áætl. Áætlun Verslunarráðsins um skattbyrði á árinu 1988 byggðist á forsendum um skattheimtu, verðlag og þjóðarframleiðslu sem lágu fyrir á lokastigi fjárlagagerðarinnar fýrir sl. áramót og vanmetur skattbyrð- ina frekar en hitt þar sem ekki er t.d. tekið tillit til skattahækkana við efnahagsráðstafanir í febrúar. Þrátt fyrir þessa of varfæmu áætlun Verslunarráðsins er þyng- ing á skattbyrðina frekar en hitt þar sem ekki er t.d. tekið tillit til skattahækkana við efnahagsráð- stafanir í febrúar. Fjármálaráðherra fullyrðir hins ftl9' r bömin —~“eru búnir 7 Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá ' okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 19500.- (systkinaafsláttur). Tímabil 23. maí - 28. maí. Vikunámskeið 29. maí - 3. júní 5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið 19. júní - 1. júlí 3. júlí - 15. júlí — 17. júlí - 29. júlí 1. ágúst - 13. ágúst — 14. ágúst - 26. ágúst ,T' i *t * Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. Missið ekki af plássi í sumar! öfónmÚi Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum. vegar að hér sé skakkt reiknað og fær sjálfur út að skattbyrði verði 24,2% á þessu ári. Þessa tölu fær ráðherrann væntanlega út með því að taka niðurstöðutölu fjárlaga um skatttekjur og bæta við skatta- hækkunum við efmahagsráðstafan- ir og deila síðan í allt saman með nýjustu landsframleiðslutölu Þjóð- hagsstofnunar. En hér fípast fjármálaráðherra í reikningslistinni. Þegar fjárlög voru samþykkt fyrir sl. áramót lifðu stjómvöld enn opinberlega í þeim draumaheimi að verðbólga á árinu 1988 yrði í eins stafs tölu og allar tölur í fjárlögum eru byggðar á þeirri forsendu. Eins og almenning- ur veit hækka skattgreiðslur nokk- uð í takt við verðlag og tekjur, ekki síst þegar staðgreiðslan er tek- in gild. Reyndar er líka útlistun á því að skatttekjur ríkissjóðs muni hækka vegna nýrra verðlagsfor- sendna í fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins dags. 29. apríl. Talan sem ráðherrann notar til þess að mæla landsframleiðsluna byggir hins vegar á raunhæfara mati á verðbólgunni á árinu þar sem miðað er við að hún verði 16%. Mikilvægt er að sömu verðlags- forsendur séu notaðar þegar tvær tölur sem þessar eru bomar saman því að annars verður allur saman- burður út í hött. T.d. dettur fáum í hug að miða kaupmátt launa á þessu ári við verðlag eins og það var í fyrra. Ef fjármálaráðherrann notaði við útreikning á skattbyrðinni sömu verðlagsforsendur á skatttekjur í teljaranum og hann notar á lands- framleiðsluna í nefnaranum fengi hann mun hærra hltufall fyrir skatt- byrðina. Það er ágætis heimadæmi fyrir ráðherrann að sjá hvað kemur út þegar miðað er við sömu verðlags- forsendur bæði í teljara og nefnara. Vilhjálmur Egilsson „Mikilvægt er að sömu verðlagfsf orsendur séu notaðar þegar tvær töl- ur sem þessar eru born- ar saman þvi að annars verður allur saman- burður út í hött.“ Annað atriði sem kemur inn í þetta mál er stórbætt innheimta á sköttum. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bætt skatt- skil leiði til lægri skatta eða auk- inna útgjalda. Verði skattar ekki lækkaðir þegar skattskilin batna þýðir það að sjálfsögðu hærri skatt- byrði fyrir þjóðina í heild. Höftmdur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Skógræktarfélag Reykjavíkur: Landgræðsluskóg- ar sameiginlegt átak landsmanna Skógræktarfélga Reykjavíkur sáði trjáfræi í 1680 fermetra og stakk út 280.000 græðlingum á síðasta ári, segir f skýrslu stjómar félagsins, sem lögð var fram á aðalfundi nýlega. Gróðrarstöð félagsins f Fossvogi afhenti um 380.000 plöntur úr stöðinni og voru 83.300 plöntur gróðursettar í Heiðmörk. Sfðastliðið sumar vann skólafólk 5.100 dagsverk þjá félaginu og gróðursetti meðal annars rúmlega 174.000 plöntur. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun, þar sem kemur fram að aukin umræða um ástand gróður- lendis, stórfelldar breytingar á bú- háttum og árangursrík samvinna landgræðslu- og skógræktarmanna á síðustu árum hafí aukið áhuga almennings á þátttöku í uppgræðslu landsins. „Nú blæs góður byr til átaks um endurheimt landgæða og ber að nýta hann. Má víða merkja aukinn áhuga einstaklinga og Wli ■' "'pSI '— ki í i . PBilMJr: áhugamannafélaga á því að fá að taka þátt í að græða landið. Land- græðsluskógar eiga að vera sameig- inlegt átak allra landsmanna og munu þá verða öllum til hagsbóta." Er því beint til stjómvalda að þau sjái til þess að allir, sem áhuga hafa á skógrækt og landgræðslu fái land til ræktunar. Enn fremur að lögum verði breytt, unnið að banni við lauságangi bú§ár og séð til þess að skattakerfíð hvetji einstaklinga og fyrirtæki til skógræktar- og land- græðslu. Skorar fundurinn á stjóm- völd að nýta þann aukna meðbyr sem nú er og auka fé til skógræktar og landgræðslu um leið og unnið er að breytingum sem gera þarf á lögum og reglugerðum. í stjóm félgasins eiga sæti Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekt, Jón Birgir Jónsson verkfræðingur, Bjöm Ófeigsson stórkaupmaður, Ólafur Sigurðsson arkitekt og Bjami K. Bjamason lögfræðingur. FLUGLEIÐIR -fyrirþíg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.