Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
41
Breytingartillögnr við virðisaukaskattsfrumvarpið:
Undanþáguákvæði varð-
andi menning-ar- o g lista-
starfsemi verði víkkuð út
FRUMVARP til laga um virðis-
aukaskatt kom til annarrar og
þriðju umræðu í efri deild á fundi
í gærkvöldi. Meirihlutinn lagði
til að frumvarpið yrði samþykkt
en að gerðar yrðu á því nokkrar
breytingar, meðal annars að und-
anþáguákvæði varðandi menn-
ingar- og listastarfsemi verði
víkkuð út, sala á timaritum verði
undanþegin virðisaukaskatti og
að staða fiskvinnslufyrirtækja
gagnvart virðisaukaskatti verði
sú sama hvort sem þau standa
fyrir rekstri fiskiskips eða ekki.
Minniidutinn lagði hins vegar til
að málið yrði fellt.
Halldór Blöndal, formaður flár-
hags- og viðskiptanefndar efri
deildar, mælti fyrir áliti meirihluta
nefodarinnar, en í því segir að full-
trúar sjávarútvegs, iðnaðar og
verslunar hafi almennt mælt með
því að virðisaukaskattur yrði tekinn
upp í stað söluskatts, þó athuga-
semdir og fyrirspumir kæmu fram
um einstök atriði sem ýmist lutu
að einstökum lagagreinum eða
framkvæmd þeirra.
Fulltrúar ASÍ lögðu áherslu á
andstöðu sína við að einungis ein
skattprósenta væri í frumvarpinu
sem tæki til allrar vöru og þjónustu
og lýstu þeirri skoðun að ekki ætti
að taka upp virðisaukaskatt i stað
söluskatts.
Nefnd athugar álitamál
Löggjöf um virðisaukaskatt er
viðamikil og flókin og framkvæmd
hennar þarf vel að vanda þegar í
upphafi. Augljóst er að við undir-
búning framkvæmdarinnar kemur
fram ýmislegt sem gerir það nauð-
synlegt að breyta lögunum í ein-
stökum atriðum og hefur af þeim
sökum verið ákveðið að skipuð verði
sérstök nefad fulltrúa stjómar-
flokkanna og embættismanna er
fylgist með öllum undirbúningi og
taki til umfjöllunar þau áhorfsmál
sem upp kunna að koma. Jafoframt
er nefodinni falið að taka til athug-
unar einstök álitamál og hliðarráð-
stafanir sem þeim tengjast og geta
eftir atvikum gert það nauðsynlegt
að til lagabreytingar þurfi að koma
á hausti komanda. Nefodin fjallar
um eftirfarandi atriði:
1. Mat á skattprósentu virðis-
aukaskatts.
2. Reglur um endurgreiðslu virð-
isaukaskatts af vinnu við nýbygg-
ingar eða endurbætur og meiri hátt-
ar viðhald af íbúðarhúsnæði og
annað sem tengist byggingarstarf-
semi.
3. Reglur um endurgreiðslu virð-
isaukaskatts af orkugjöfum til hit-
unar íbúðarhúsnæðis.
4. Reglur um skattskil af hráefoi
til fiskvinnslu sem tryggir jafoa
stöðu fiskvinnslufyrirtækja hvort
sem þau gera út sín eigin skip eða
ekki. Tryggt verði að endurgreiðsla
á virðisaukaskatti þeim sem leggst
á hráefai fiskvinnslufýrirtækja
gangi það greiðlega fyrir sig að
ekki valdi íþyngjandi rekstrarflár-
vanda.
5. Reglur um það hvemig með
virðisaukaskatt af menningar- og
listastarfsemi skuli farið.
6. Reglur sem tryggja að jafo-
ræði sé f samkeppni einkafyrirtælqa
og opinberra aðila.
7. Reglur um það hversu skatt-
skilum skuli háttað af útgáfu tfma-
rita.
8. Reglur um skattskii í viðskipt-
um bænda og afurðastöðva og ann-
að sem varðar landbúnað séretak-
lega.
9. Reglur um heimild til að veita
gjaldfrest á innflutningi.
10. Reglur um það hvemig með
virðisaukaskatt af fólksflutningum
skuli farið.
11. Önnur atriði sem upp kunni
að koma.
Breytingartíllögur
meirihlutans
Meirihluti nefodarinnar flytur
nokkar breytingartillögur við frum-
varpið og em aðalatriði þeirra þessi:
1. Lagt er til að undanþágu-
ákvæði 2. gr. varðandi menningar-
og listastarfsemi verði víkkuð út,
en jaftiframt er gert ráð fyrir því
að starfsnefad fjármálaráðuneytis-
ins athugi sérstaklega um það
hvemig með virðisaukaskatt af
slíkri starfsemi skuli farið og at-
huga þarf hvemig þau ákvæði grípa
inn í útgjöld samkvæmt fjárlögum
til menningar og lista.
2. Eins og frumvarpið liggur fyr-
ir er gert ráð fyrir að útleiga íbúðar-
húsnæðis sé undanþegin virðis-
aukaskatti. í breytingartillögunum
er gert ráð fyrir að undanþágu-
ákvæðið taki til allrar fasteigna-
leigu, þar með til leigu hótel- og
gistiherbergja eða samkomuhúsa.
3. Lagt er til að sala á tfmaritum
verði undanþegin virðisaukaskatti.
4. Lagt er til að með afootagjöld
útvarps8töðva skuli farið eins og
söiu dagblaða og sambærilegra
landsmála- og héraðsfréttabiaða.
5. Gerð er sú breyting á 41. gr.
að sektarákvæði vegna vangoidins
virðisaukaskatts skuli ekki vera
forgangskrafa f þrotabúi. Styðst
það við þau rök að hér er ekki um
vörelufé að ræða eins og um virðis-
aukaskattinn sjálfan.
6. Breytingamar sem lúta að því
að staða fiskvinnslufyrirtækja
gagnvart virðisaukaskattinum skuli
vera sú sama, hvort sem þau standa
fyrir rekstri fískiskipa sjálf eða
ekki. Er það í samræmi við ábend-
ingar frá útvegsmönnum og fulltrú-
um fiskvinnslunnar. Séretaklega
verður fjallað um útfærelur á þess-
um reglum í starfsnefod flármála-
ráðuneytis.
7. Þijár breytingartillögur sem
lúta að því að lögin taki þegar gildi
en skattheimta skv. þeim komi ekki
til framkvæmda fyrri en 1. júlí
1989.
Minnihlutmn vill fella
frumvarpið
Þeir Júlfus Sólnes (B/Rn) og
Svavar Gestsson (Abl/Rvk) skrifa
undir álit minnihluta nefadarinnar.
Guðrún Agnarsdóttir sat einnig
fundi nefadarinnar og er samþykk
áliti minnihlutans. Þar segir að þó
frumvarpið um virðisaukaskatt hafi
verið tilbúið f haust hafi það ekki
verið lagt fram fyrr en á sfðustu
dögum þingsins og hefur því ekki
fengið nægilega glögga meðferð að
mati minnihlutans. Þvf væri tillaga
þeirra sú að frumvarpið yrði fellt.
Minnihlutinn myndi sfðan leggja
fram breytingartillögur við frum-
varpið við þriðju umræðu, yrði það
samþykkt í þeirri annarri.
Með lögfestingu virðisaukaskatts
sé gert ráð fyrir að framiengja hinn
illræmda matarskatt sem lagður var
á af núverandi ríkisstjóm og hefði
f för með sér 6000 milljóna króna
skattheimtu af almenningi f
landinu. Þá væri gert ráð fyrir sér-
stakri og vfðtækri skattlagningu á
menningaretarfsemi f þessu frum-
varpi. Væri þar gengið lengra en í
virðisaukaskatti nágrannalanda
okkar.
Minnihlutinn gagnrýnir einnig að
áformað sé að leggja á virðisauka-
skattinn með einni prósentu en í
aðildarríkjum OECD væri oftar um
fleiri en eina skattprósentu að ræða.
Virðisaukaskatturinn yki einnig
hvere konar skriffinnsku stórkost-
lega og væri gert ráð fyrir að starfs-
menn skattstofanna yrðu tvisvar
sinnum fleiri en nú. Einriig hefðu
gjaldþrot smáfyrirtækja í Dan-
mörku verið tíð vegna þess að for-
ráðamenn þeirra réðu ekki við þá
skriffinnsku sem kerfið gerði ráð
fyrir.
Virðisaukaskattur myndi þar að
auki hækka verð á fbúðarhúsnæði,
fyrst á nýju húsnæði og síðan al-
mennt. Mörg vandamál, sum þeirra
pólitfsk, væra þar að auki óleyst
og vísað til nefodar.
Þinglausnirá þriðjudag
Jón Kristjánsson, forseti Gunnareson,
neðri deildar, sagði á Alþingi f
gær að stefnt væri að þing-
lausnum næstkomandi þriðj-
dag, 10. maí, að öllu óbreyttu.
Fundir vóra í báðum þingdeild-
um í gær frá klukkan 2 til 4 mið-
degis. Þingflokkafundir vóra frá
4 og 5.30 síðdegis. Þá hófust
fundir á ný í þingdeildum. í efri
deild var sfðan haldinn kvöld-
fundur.
Neðri deild samþykkti níu lög.
í efri deild mælti Birgir ísleifur
menntamálaráð-
herra fyrir framvarpi um Lista-
safa íslands. Egill Jónsson mælti
fyrir nefodaráliti um eigið fram-
varp um breytingu á lögum um
framleiðslu og sölu á búvöram.
Tillaga kom frá forsætisráðherra
um að vísa málinu til ríkisstjórnar-
innar og var hún samþykkt. Til
stóð að afgreiða stjómarfrumvörp
um virðisaukaskatt og umferð frá
efri til neðri deildar í gærkvöldi.
Búast má við þingfundum bseði
á föstudag og laugardag.
Rýmkun á reglum um erlend
vörukaupalán er í athugun
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, hefur svarað fyrirspum
Geirs H. Haarde (S/Rvk) um er-
lend vörukaupalán. Geir spurði
hvaða reglur giltu um erlend
skammtfmalán til vörukaupa.
Hvort breytingar væra fyrir-
hugaðar á núgildandi reglum um
þetta efni og hvort einhver at-
hugun á þjóðhagslegri hag-
kvæmni (eða óhagkvæmni) slfkra
lána lægi að baki reglum um
greiðslufrest í einstökum vöru-
flokkum. í svari ráðherrans seg-
ir að reglur um erlendar lántök-
ur og nýtingu greiðslufrests hafi
verið rýmkaðar verulega eftir
þvi sem ástandið hafi farið batn-
andi og nú værí f athugun hvort
til greina kæmi að rýmka þær
enn frekar.
Viðskiptaráðherra segir í svari
sínu að viðskiptaráðuneytið hafí
gefið út auglýsingu um innflutning
með greiðslufresti og aðrar erlendar
lántökur 1. febrúar sl. Samkvæmt
henni er aimenna reglan sú að
greiðslufrestur er heimilaður í 90
daga. Þá era í öðra lagi nokkrar
vörategundir sem heimilaðar era
með sex mánaða greiðslufresti, svo
sem hráefoi til iðnaðar, veiðarfæri,
pappfr og fóðurbætir. Heimilaður
er 105 daga greiðslufrestur á olíu-
vöram.
Rýmri reglur en hér hafa verið
taldar er að fínna í auglýsingu nr.
49/1988 um erlendar lántökur og
leigusamninga vegna innflutnings
á vélum, tækjum og búnaði til at-
vinnurekstrar.
Á undanfömum áram hafa regl-
urnar um erlendar lántökur og nýt-
ingu greiðslufrests verið rýmkaðar
veralega eftir því sem efaahags-
ástandið hefur farið batnandi, segir
í svarinu. Það sé hins vegar álita-
mál hvereu langt sé ráðlegt að
ganga f sambandi við afoám á þvf
eftirliti sem nú er með erlendum
lántökum. „í viðskiptaráðuneytinu
er unnið að hugsanlegum breyting-
um á þeim reglum sem nú gilda,
m.a. þannig að reglumar mismuni
ekki milli vöraflokka og atvinnu-
greina eins og nú er. Einnig verður
athugað hvort til greina komi áð
rýmka og samræma þessar heimild-
ir í áföngum eftir því sem aðstæður
leyfa. Samráð verður haft við sam-
tök verslunarinnar um málið á síðari
stigum. Þá vinnur Seðlabankinn að
athugun á peningalegum áhrifum
vörakaupalána frá útlöndum."
38 nýir íslendingar
Samkvæmt framvarpi um veit-
ingu rfkisborgararéttar, sem var
tíl umræðu f fyrri (efrí) þing-
deild f gær, fá væntanlega 38
einstaklingar fslenzkan ríkis-
borgararétt fyrir þinglausnir.
Ef frumvarpið verður samþykkt,
sem lfkur standa til, öðlast eftirtald-
ir einstaklingar íslenzkan ríkis-
borgararétt: Anna Hrönn Gunnars-
dóttir, bam, fætt í Kenýa. Anna
Svandfs Gunnaredóttir, verkakona,
fædd á íslandi. Azevedo, Ágúst
Eiríksson, nemi, fæddur í Portúgal.
Bamanowski, Christine Margaret,
verkakona, fædd í Bandaríkjunum.
Bauer, Hermann Þór, þjónn, fædd-
ur á íslandi. Catacutan, Merceditas
Carmen, skrifstofustúlka, fædd á
Filipsseyjum. Cejudo, Manuel Aij-
ona, hamskeri, fæddur á Spáni.
Cosser, Cynthia Anne, húsmóðir,
fædd í Englandi. Cosser, Jeffrey
Michael, blaðamaður, fæddur í
Zimbabwe. Delavault, Gérard Rob-
ert, tækniteiknari, fæddur f Frakk-
landi. Dhour, Abdelilah, matreiðslu-
maður, fasddur f Marokkó. Ducusin,
Lagrimas Soriano, húsmóðir, fædd
á Filippseyjum. Gunnel, Terence
Adrian, kennari, fæddur f Eng-
landi. Hendircks, Linda Margaret
Perkel, flugfreyja, fædd f Banda-
rfkjunum. Hemandez, Beatriz Ray,
ritari, Filippseyjum. Van Hulst,
Carolína, skrifstofumaður, fædd f
Hollandi. De Jesus, David Paul,
skrifstofumaður, fæddur á Filipps-
eyjum. Jacobsen, Jóna Kristín, hús-
móðir, fædd á íslandi. Kolbrún
Andereon, bam, fædd á íslandi.
Kuhn, Tomas Walter, sjúkraþjálfi,
fæddur f Þýzkalandi. Kupas,
Amanda Joan, nemi, fæddur f
Kanada. Kupas, Monica Darlena,
skrifstofumaður, fædd f Kanadan.
Laufey Guðmundsdóttir, bam, fætt
á Sri Lanka. MacFarlane, Mark
Reymond, landslagsarkitekt, fædd-
ur í Tyrklandi. Margrét Björgóifs-
dóttir, nemi, fædd í Bandarfkjunum.
Mazmanian, Viken Samuei, hljóð-
upptökumaður, fæddur í IJbanon.
Millard, Elfsabet Svana, ræstingar-
maður, fædd á íslandi. Schnabl,
Hilmar Tor, bankastarfsmaður,
fæddur í Bandaríkjunum. Swift,
Emma Marie, bam, fætt í Bret-
landi. Swift, Martin Jónas Bjöm,
bam, fætt í V-Þýzkalandi. Tofrolo,
Danival, nemi, fæddur í Banda-
rfkjunum. Toffolo, John, raftækni-
fræðingur, fæddur á ítalfu. Toffolo,
Sólveig, nemi, fædd í Bandaríkjun-
um. Tomczyk, Tomasz, nemi, fædd-
ur í Póllandi. Vandenriessche, Pet-
er, kennari, fæddur í Þýzkalandi.
Vavrickova, Stepanka, verziunar-
maður, fædd f Tékkóslóvakfu. Vaz-
quez, Antonfa Maria Galan, doktor
f sjávarlfffræði, fæddur á Spáni.
Þór Saari, sölumaður, fæddur f
Bandaríkjunum.
Guðrún Agnarsdóttir um bjórfrumvarpið:
Onógar forvarnir og meðferð
GUÐRÚN Agnarsdóttír, sem
myndar minnihluta allsherjar-
nefndar efrí deildar f bjórmálinu,
leggur tíl að frumvarpið verði
fellt. Guðrún telur að heildar-
neysla áfengis muni aukast og
að ekki sé nægilega vel staðið
að forvöraum og meðferð barna,
unglinga og fullorðinna fórnar-
lamba áfengis- og vimuefna-
neyslu. Skúli Alexandersson
(Abl/Vl) sat fundi nefndarinnar
og er samþykkur álití minnihlut-
ans.
í nefadarálitinu segir m.a. að
tvfskinnungur og ósamræmi rfki nú
f meðferð áfengs öls á íslandi þar
sem sumir geta keypt og neytt þess
en aðrir ekki. Hér séu einnig á
boðstólum margar tegundir sterkra
áfengra drykkja en ekki áfengt öl
sem telst til léttra áfengra drykkja.
Á þessu yiði best tekið með því að
móta heildaretefou f áfengismálum.
í frumvarpinu væri lagt tjí að
bæta við nýréi tegund áfengis sem
öll líkindi bentu til að auka myndu
heildameyslu. Jafnframt væru þó
engar ráðstafanir fyrirhugaðar til
mótvægis sem dregið gætu úr auk-
inni neyslu.