Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Lögmál og tvískinnungur Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar. Fiðlarinn á þakinu. Byggður á sögum eftir Scahlom Aleichem. Leikritun: Joseph Stein. Tónlist: Jerry Bock. Söngtextar: Sheldon Harnick. Þýðing: Egill Bjarnason. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmyndateiknari: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Höfundur dansa: Juliet Naylor. Tónlistarstjóri: Magnús Blöndal Jóhannsson. Við íslendingar erum svo vel settir að eiga greiðan aðgang að bókmenntum, sem veita glögga innsýn í menningu og hugarheim gyðinga, sem settust að í löndum Austur-Evrópu. Hjörtur Pálsson skáld hefur þegar þýtt sex af bók- um nóbelsskáldsins Isaacs Bas- hevis Singers á íslenska tungu. Þeim sem les verður brátt ljóst, að þar hefur ekki verið kastað höndum til verks. Því er þessa getið hér, að hver sá sem hefur kynnt sér þær öndvegisbókmennt- ir, hlýtur að njóta ennþá betur sýningar á söngleiknum Fiðlaran- um á þakinu, sem frumsýndur var í leikhúsinu á Akureyri þann 29. apríl sl. Og þá er betra að gera sér grein fyrir þeim sérstæða grundvelli, sem gyðingamir eiga og hafa flutt með sér, hvert sem þeir hafa farið á löngum öldum herleiðinga og ánauðar. Singer minnist foður síns, sem var rabbíni og forstöðumaður trúnemaskóla, og segir að hann hafí staðið allan daginn við lespúlt og sökkt sér niður ( stórar og þykkar bækur og skrífað litla stafí ( stflabók. „Einu sinni þegar ég spurði hvað hann værí að lesa sagði hann: Skýringar. Og þegar ég spurði hann hvað skýringar væru sagði hann: „Það kemst enginn til botns í Lögmálinu. Það er sama hve djúpt menn leggjast, þeir skilja það aldr- ei til hlítar. Því dýpra sem grafíð er, því_ dýrmætari fjársjóðir koma í ljós. Án Lögmálsins væri heimur- inn ekki til. Með Lögmálinu skap- aði Guð himin og Jörð.“ Já, á óhnikanlegum grunni lögmálsins stóð mjólkurpósturinn Tevje og fjölskylda hans, þótt húsbóndinn væri ekki rabbíni, oft tvístígandi og legðist ekki djúpt til þess að safna sér skilningsmolum. En í úkranínska þorpinu Anatevka árið 1905 gerðu menn sér grein fyrir að lögmálið átti enga samleið með byltingum, hvort heldur var í við- horfí til ástar og hjúskaparmála eða til stjómmála, hvað þá til ann- arra trúarbragða. Tevje og svei- tungar hans streittust við að standa með þeim guði, sem hafði skapað Himin og Jörð með letri Lögmálsins. Rithöfundurinn Shalom Aleichem, sem skóp sögu- persónuna Tevje mjólkurpóst, var kunnur í bókmenntaheimi gyðinga og Singer getur þess um föður sinn, rabbínana, að hann hafi deilt við Jósúa son sinn, sem hrósaði jiddísku rithöfundunum Mendele Mocher Sforím, Scholem Aleic- hem, Peretz og móður jiddíska leikhússins, Esther Rakel Kam- inski. Af þessu má ráða að frum- höfundur þess leikhússverks, sem hér er um íjallað, þótti alltof fíjáls- lyndur af þeim sanntrúuðu, sem héldu því fram að allir veraldlegir rithöfundar væru trúleysingjar, lygarar og guðleysingjar. En hvað um það, þótt Shalom Aleichem heyrði þeim til þá þekkti hann þennan heim út í æsar, Joseph Stein gerði sér síðan mat úr, þegar hann samdi söngleikinn góða í samvinnu við söngtextahöfundinn Sheldom Hamick og tónskáldið Jerry Bock. Og svo vel hafa hinir ættræknu og fomsögutryggu ís- Theódór Júlíusson i hlutverki Tevje mjólkurnósts. Leikarar að lokinni sýningu Fiðlarans á þakinu. lendingar kunnað að meta það gyðinglega stórfjölskyldudrama, að þeim virðist ekki geta mistek- ist, þegar það er sett á svið hér á landi. Sýning tjóðleikhússins, sem frumsýnd var í mars árið 1969, var glæsileg og Róbert Amfínns- son í hlutverki Tevje og Guðmunda Eliasdóttir óperusöngkona í hlut- verki Goldu unnu bæði leiksigur, sem enn er í minnum hafður. Þá tókst Húsvíkingum þann 10. apríl 1979 að frumsýna þennan sama söngleik með eftirminnilegum glæsibrag. Var erfítt að gera sér grein fyrir hvemig tókst að koma svo umfangsmikilli sýningu fyrir á jafn litlu sviði. Þar vann Sigurður Hallmarsson eftirminnilegan leik- sigur í hlutverki Teyje. Og nú átta árum síðar ræðst Leikfélag Akur- eyrar í það stórvirki að setja Fiðlar- ann á svið. Og það gerist með þeim hætti, að mér virðist einsýnt að það verði lengi í minnum haft. Þetta er heilsteypt sýning og gædd miklum þrótti og listrænum yndis- þokka. Stefán Baldursson hefur sannarlega hvergi slakað á klónni. Það er athyglisvert hvemig honum tekst að loknum litríkum átökum þar sem glaðværðin er jafnan skammt undan og brýst hvað eftir annað fram í söngvum og dönsum, að lyfta verkinu síðan upp í harm- rænar hæðir og hægja á því til samræmis við það undir lokin, láta það enda eins og tónverk, sem deyr út í fjarska. Og þar heldur áfram ný saga, forvitnileg en ókunn. Þótt margt broslegt gerist í lífí Teyje mjólkurpósts, þá er hann harmleikspersóna. Lífíð reyn- ist honum æði oft þungbært og honum veitist ekki auðvelt að standast mótlæti þess og áföll. Og það er frumhöfundurinn Shalom Aleichem sem veitir honum þann skilning, sem áttar sig á þeim tvískinnungi lögmálsþrælkunar- innar, sem ríkir í lífi hans og stjóm- ar því. Þar birtast glöggt andstæð- ur þess sem er og hins sem ætti að vera. Theodór Júlíusson náði góðum tökum á þessari þekktu persónu, sem rökræðir við skapara sinn um margvísleg vandkvæði sín. Það verða mörg og minnisstæð samtöl. Og Theodór tekst mæta vel að túlka þannan hlýja og ein- læga heimilisföður, sem vill breiða sig yfir fjölskyldu sína, en gengur erfíðlega að hafa tök á öllum þráð- um. Hann syngur með þeim hætti, sem við á, er öruggur og þróttmik- ill í hreyfmgfum. Og Anna Sigríður Einarsdóttir, sem leikur Goldu konu hans, vinnur skemmtilega á í því hlutverki. Gætti óstyrks í leik hennar fyrst, en hún náði að tjá vel reisn og ákveðni þessarar störf- um hlöðnu húsmóður er fram í sótti. Rödd hefur hún góða, sem nýtur sín vel í söng Goldu. Dætur þeirra hjóna eru fímm, en þijár koma mest við sögu. Amheiður Ingimundardóttir fer með hlutverk Tzeitel af eðlilegri hófsemi og ör- yggi. Chava er leikin af Erlu Ruth Harðardóttur. Verður hún óþarf- lega svipdauf og háir það henni að hafa ekki þá söngrödd, sem er æskilegt. En þess nýtur Margrét Kr. Pétursdóttir aftur á móti í hlut- verki Hodel. Margrét hefur af- bragðsgóða söngrödd og er prýði- lega músikölsk. Hún er örugg og hressileg í þessu hlutverki og fer jafnframt á kostum í aukahlut- verki, Fruma-Sarha. Af öðrum hlutverkum er vert að nefna Yentu, hjúskaparmiðlara, sem Sunna Borg leikur af ósvikinni „kómískri kúnst". Og Þráni Karlssyni bregst ekki bogalistin í hlutverki Lozar Wolfe slátrara; skiptast þar á von- birta biðilsins og biturleiki þess hryggbrotna með þeim hætti, sem Þráni einum er lagið að tjá, svo ekki gleymist. Skúli Gautason er sannferðugur í hlutverki hins menntaða byltingarmanns, sem ætlar sér ekki að láta ástina villa um fyrir sér í ákveðinni hugsjóna- baráttu. Og Gunnar Rafn Gunn- arsson dregur upp skemmtilega mynd af bláfátækum klæðskera, já, minnir helst á sprelllifandi kar- ekatúrteikningu eftir meistara Daumier. Pétur Eggerz fer með vanþakklátt hlutverk keisaralegs lögreglumanns og skilar því með prýði. Ýmsir fleiri koma við sögu og gera vel. Gervi og búningar, sem að mestu eru fengnir frá Svíþjóð, hæfa vel þessari vönduðu sýningu. Og þá er komið að mikil- vægum þáttum. Leikmynd Sigur- jóns Jóhannssonar er frábær út- færsla á list málarans March Cha- gall, sem sagt er að hafí öðrum fremur verið kveikjan að því, að Joseph Stein valdi ævintýrið um Tevje mjólkurpóst að viðfangsefni. Litir og áferð eru með þeim hætti, að hvergi skeikar, svífandi hreyf- ing í myndfléttum og heildarmynd- in tekur mjög vel á móti litbrigðum og ljósabreytingum, sem Ingvar Bjömsson stýrir af öryggi. Þá setja opnanlegir smáhlerar á veggjum skemmtilega tilbrigðaríkan svip á sýninguna. Og góður er þessi bak- grunnur fyrir snjöll dansatriði, sem breski danshöfundurinn Juliet Na- ylor hefur æft og nær hún ágætum árangri við erfiðar aðstæður. Magnús Blöndal Jóhannsson stjómar tónlistinni af alúð og til- fínningu. Það fer ekki á milli mála, að þessi snjalli tónlistarmaður hef- ur engu gleymt síðan hann æfði upp sömu tónlist fyrir sýningar Þjóðleikhússins fyrir nær tveim áratugum. Hljómsveitin er skipuð ömggu fólki, sem leikur á fíðlur, hljóðgerfla, blásturshljóðfæri, gítar, mandólín, harmoniku og slagverk. Og árangurinn er lofs- verður og jafnframt er kórinn næsta öruggur eftir skólun Jóns Hlöðvers Askelssonar. Það ríkti góður andi í leikhúsinu eins og ætíð, þegar fólk hrífst og nýtur góðrar og vandaðrar sýning- ar. Pétur Einarsson leikhússtjóri skilur við leikhúsið á Akureyri með glæsibrag. Ég óska honum til ham- ingju — og bið honum velfarnaðar. Orlög’ öldungadeildar- þingmaimsdótturinnar Erlendar ba&kur Jóhanna Kristjónsdóttir Margaret Truman: Murder in Georgetown Útg. Fawcett Crest 1987 Valerie Frolich er ung og ögrandi, fögur og frökk og það sem meira er, hún er dóttfr John Frolichs, öldungardeildarþing- manns, sem gæti ef til vill komið til greina sem næsti forseti Banda- rílg'anna. Valerie og faðir hennar heyja nánast opið stríð sín í mill- um, það liggur ekki fyrir í upp- hafí, hvort einhveijar djúpstæðari ástæður eru fyrir þessum ágrein- ingi. Kannski öldungardeildar- þingmanninum sómakæra sé bara ( nöp við, hvemig lífí dóttir hans lifir. Öldungadeildarþingmaðurinn er þó ekki sómakærari en svo, að hann heldur við Elsu nokkra Jenk- ins, hún er eiginkona Marshalls braskara og auðjöfurs og það sem meira er sá er bezti vinur öldungar- deildarþingmannsins. George Bowen er eitthvað í samkrulli með þeim félögum, Bowen er þekktasti dálkahöfundur stórblaðsins Was- hington Post og kennari í blaða- mennsku og meðal nemanda hans er Valerie Frolich. En Valerie er myrt í upphafi bókarinnar og Washington Post setur Joe Potamos snöfurmenni hið mesta til að fylgjast með málinu. Potamos hefur hom í síður dálka- höfundarins, þar sem hann hafði brugðið fyrir hann fæti eftir upp- ljóstranir hneykslismáis, sem áhrifamenn vom flæktir í. Senni- lega hefur Bowen verið einn af mörgum, sem átti í ástabralli við dóttur öldungardeildarþingmanns- ins og sá grunur styrkist þegar Potamos er skipað að hætta af- skiptum af morðmálinu. Ungur maður, Tony Ficamma sem var í nemendahópi Bowens er myrtur og Roseann, tilvonandi eiginkona Potamos hverfur. Því er spumingin stóra hvort hér sé á ferðinni hneykslismál vegna kyn- svalls og peningabrasks eða hvort öryggismál tengjast þessu. Margaret Truman hefur skrifað allmargar hressilegar bækur sem flestar gerast í æðstu hringjum Washington. óneitanlega er hún ritfær í betra lagi og óhætt að les- endur geta skemmt sér ágætlega við lestur hennar. Kápumynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.