Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 29 Las Vegas: Jafnaðist við jörðu í 97 ára maður sló þjóf niður Stokkhólmi. Reuter. FJALLHRESS 97 ára gamall fyrr- um loðdýraveiðimaður, Freddy Nilsson, varð hetja heimabæjar síns, Moheda í Suður-Svíþjóð, í gær, eftir að hann hafði slegið innbrotsþjóf niður með því að rétta honum einn á lúðurinn með hægri hendi og annan með vinstri handar sveiflu. „Ég varð þrjótsins var, þegar hann var að troða sér inn um baðherbergis- gluggann hjá mér,“ sagði Nilsson í viðtali við sænska dagblaðið Afton- bladet. „Ég gerði mér þá lítið fyrir og rétti honum sitt höggið með hvorri beint á kjammann." Við þetta féll þjófurinn niður í blómabeð fyrir utan gluggann og flýði síðan sem fætur toguðu. „Gam- alt fólk verður að læra að verja sig,“ sagði Nilsson. „Ég læt engan kom- ast upp með að ræna mig.“ Nilsson sagðist halda sér frískum með því að fá sér smávodkatár i morgunmat. „Læknirinn minn segir, að það sé gott fyrir blóðrásina," sagði Nilsson í viðtalinu. þremur sprengingiim Henderson. Reuter. ÞRJAJR miklar sprengingar urðu frá Las Vegas í Nevadaríki í í fyrradag í verksmiðju skammt Bandaríkjunum. Nærri 200 Iranskur sendiráðsritari í Riyadh: Saudi-Arabar réð- ust inn í sendiráðið Nicósíu, Reuter. The Economist. mn Reuter Fred Gibson, einn af eigendum verksmiojunnar, baðar út höndum í uppgjöf enda stendur ekki lengur steinn yfir steini þar sem áður FYRRUM sendiráðsritari írans í Saudí-Arabíu sagði á miðvikudag að saudí-arabískar öryggissveitir hefðu ráðist inn í sendiráð írans í Riyadh og Jeddah, tekið þaðan skjöl og barið starfsmenn sendi- ráðsins áður en þeir hefðu verið sendir heim. íranska fréttastofan IRNA hafði eftir Mohammad Hossein Tarami, fyrrum sendifulltrúa írans í Riyadah, við komu hans til Teheran að fylgst hefði verið með sendiráðunum og hýbýlum starfsmanna eftir að Saudí-Arabar slitu stjómmálasam- bandi við írani 26. apríl. Tarami sagði að öryggissveitir hefðu ráðist inn í sendiráðin á þriðjudagsmorgun, skömmu áður en vikufrestur sem starfsmennimir fengu til að yfirgefa sendiráðin rann út. Hann sagði að hegðun Saudí-Araba hefði verið „ósæmileg og í bága við alþjóðalög." Talsmaður saudí-arabísku stjóm- arinnar vísaði ásökunum íranans á bugog sagði að starfsmenn sendiráð- anna hefðu yfirgefíð landið án þess að ofbeldi hefði verið beitt. Helsta ástæðan fyrir því að Saudí-Arabar ákváðu að slíta stjóm- málasambandi við írani er sú að írönsk stjómvöld höfðu í janúar hót- að að efna til pólitískra fjöldafunda í Mecca í júlí. Saudí-Arabar óttuðust að óeirðir í Mecca endurtækju sig, en í júlí í fyrra létust 400 manns í óeirðum sem fylgdu í kjölfar fjölda- funda íranskra pílagríma. Saudí- Arabar ákváðu að einungis 45.000 íranskir pílagrímar fengju að koma til Mecca í júlí en Ayatollah Khom- eini, trúarleiðtogi írana, sagði að 150.000 íranir færu til Mecca, hvað Svíþjóð: sem Saudí-Arabar segðu, og að efnt yrði til pólitfskra fjöldafunda þar. Þar sem stjómmálatengslum ríkjanna hefur verið rift gæti írönum hins vegar reynst erfítt að fá vega- bréfsáritanir fyrir 45.000 manns. Svo gæti farið að írönskum pflagrím- um, sem ekki fá áritun, yrði vísað aftur til írans. manns slösuðust en í gær var ekki fullljóst hve margir létu lífið. Nefndu sumir níu en aðrir færri. f verksmiðjunni var fram- leitt eldsneyti fyrir eldflaugar. „Ég var líklega í 100 metra fjar- lægð þegar fyrsta sprengingin varð og kastaðist til jarðar en eftir aðra sprenginguna sá ég hluta úr verk- smiðjuhúsinu þyrlast í kringum mig,“ sagði einn starfsmannanna, Robin Maassberg að nafni, en eftir sprenginguna lagðist mikill reykjar- og efnamökkur yfir bæinn Hender- son en þar búa um 30.000 manns. Var öllum bæjarbúum skipað að hafa sig á brott og varð þá mikið umferðaröngþveiti á vegum. Borgaryfirvöld í Las Vegas sögðu fyrst, að níu manns hefðu farist í sprengingunum en síðar var til- kynnt, að ekki væri vitað ’nvort eða hve margir hefðu látist. Er það haft eftir starfsmönnum í verk- var blómlegt fyrirtæki. smiðjunni, að vegna bilunar í tæki hafi komið upp eldur í því og hafí hann orðið óviðráðanlegur á skömmum tíma. í sprengingunum jafnaðist verk- smiðjan algerlega við jörðu og svo var einnig um sælgætisverksmiðju skammt frá. ÞÚSUNDIR SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SER!! MAZDA 323 hefur jafnan veriö ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr.449.000 (gengisskr. 04.03.88) IS> INDIÍóá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.