Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 17
ar, og upplýsingagjöf aðila inn á markaðinn og til stjórnvalda. Að þessu verkefni er nú unnið. Það eru sameiginlegir hagsmunir þátttakenda á þessum markaði, þar á meðal lífeyrissjóðanna, að vel tak- ist til í þessu efni. Þarna er nefni- lega vandratað meðalhófið, því í aðra röndina þarf lagaumgjörðin að skapa traust en á hinn bóginn má ekki kæfa nýgræðinga í fæðingu. Áhrif lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eru meðal helstu þátttakenda á hinum unga og vax- andi fjármagnsmarkaði. Þeir geta haft mikil áhrif á þróun þessa mark- aðar og hafa t.d. í hendi sinni hvort húsbréf og hlutabréf nái fótfestu. Framboð bréfa gerist æ fjölbreytt- ara og viðskipti flóknari að ýmsu leyti. Lífeyrissjóðirnir hljóta því að reka æ virkari íjárfestinga- eða út- lánastefnu og leitast við að búa ævinlega jrfir sérþekkingu á mark- aðnum til að geta hagnýtt sér hann til fulls og e.t.v. væri sjóðunum hagkvæmt að standa að einhveiju leyti sameiginlega að þessum verk- eftium. Þessi atriði eru forsenda þess að lífeyrissjóðimir nái mark- miði sínu um sem besta ávöxtun við sem minnsta áhættu í því skyni að tryggja hag lífeyrisþega. Grein þessi erað stofni til erindi, sem höfundur flutti á aðalfundi Landssambands lífeyrissjóða 25. aprílsl. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. hwj !am a HTTOAcniT^ð'í .aiGAjavnjoHOM MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. MAI 1988 Geir H. Haarde, alþingismaður: Vinnum að trausti milli þjóða Alþjóðaþingmannasambandið hélt þing sitt í Guatemala um miðjan april. Formaður íslands- deildar Sambandsins er Geir H. Haarde í Sjálfstæðisflokknum. í ræðu sinni á þinginu ræddi hann meðal annars samning stór- veldanna um útrýmingu meðal- drægra kjarnaflauga, vopnahlés- samninginn í Nicaragua og sam- komulagið um brottflutning sov- éska herliðsins frá Afganistan. Um afvopnunarmálin sagði Geir H. Haarde í ræðu sinni: „Samkomulag stórveldanna gæti verið upphaf nýrra tíma á kjam- orkuöld. í heimalandi mínu eru menn vongóðir um að þessi þróun, sem margir tengja fundi leiðtoga stórveldanna í Reykjavík fyrir 18 mánuðum, leiði til nýs og betra sambands milli austurs og vesturs. Þróunar sem vonandi leiðir brátt til samkomulags um verulegan nið- urskurð langdrægra kjamaflauga, útrýmingu efnavopna um allan heim og þess hryllings sem þau geta haft í för með sér, svo og sam- komulags um að jafna það misvægi sem er í hefðbundnum herafla í Evrópu. Til þess að þetta náist fram er höfuðatriði að staðfesting þess sáttmála, sem þegar hefur verið gerður, nái alls staðar fram að ganga. Það er á hinn bóginn mikilvægt, að samdráttur kjamavopna á evr- ópskri gmnd leiði ekki til samsvar- andi fjölgunar þeirra á eða í höfun- um. Það er sömuleiðis mikilvægt að ekki verði grafið undan raun- vemlegum vamarþörfum lýðræðis- þjóðanna í Vestur-Evrópu. Þó svo að unnt sé að fagna þeim áföngum sem náðst hafa til þessa, skulum við ekki glepjast til þess að halda að lausn allra vandamála á þessu sviði sé í nánd. Sum þeirra Geir H. Haarde ávarpar þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Guatemala. gmndvallarréttinda sem ættu að vera kær þingmönnum um allan heim, eins og frelsi, fulltrúalýðræði þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín sem og virðing fyrir almennum mannréttindum, em enn ókunn allt of mörgum í heiminum. Við eigum t.d. enn eftir að heyra raddir lýð- ræðislega kjörinnar stjómarand- stöðu í öllum sendinefndum á þing- um Alþjóðaþingmannasambands- ins. Margt er því enn ógert. Á sviði afvopnunarmála hlýtur hið endan- lega markmið okkar að vera að draga svo úr vígbúnaði að hann samræmist aðeins þeim lágmarks- kröfum um öryggi og eigin vamir, sem sérhvert ríki á rétt á að tryggja samkvaémt Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við gmnd- vallarreglur þjóðaréttar. Við meg- um ekki líta fram hjá því að eitt af meginhlutverkum sérhvers ríkis er að standa vörð um líf og eigur þegna sinna. Mikilvægi þessa hefur enn aukist á öld alþjóðlegrar hryðju- verkastarfsemi og vaxandi virðing- arleysis gagnvart lífi óbreyttra og saklausra borgara. Við verðum einnig að gera okkur ljóst að tækninni til að framleiða vopn, sem þegar hafa verið fundin upp, verður ekki útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna er svo mikil- vægt að nægilegt eftirlit sé tryggt með framkvæmd samninga um samdrátt herafla og fækkun eða útrýmingu vopna. Þegar þeim verðmætum sem nú er varið til vígbúnaðar verður í meira mæli varið til þarfari verk- efna munu blasa við margs kyns nýjar áskoranir og ný tækifæri. Það fólk sem við á þessu þingi erum fulltrúar fyrir mun þá geta einbeitt sér að því að leita eigin lífshamingju i friði og starfa að ein- staklingsbundnum markmiðum um leið og hærra stigi efnahagsþróunar og meira efnahagslegu réttlæti er náð. Við skulum því halda áfram að vinna að auknum skilningi og trausti .milli þjóða okkar.“ I fararbroddi M, , tæknilegra framfara jm I /O Qí SUBARU Það má með sanni segja að konungurinn í fjórhjóladrifnu fjölskyldunni frá SUBARU sé á réttri braut. Allt frá því að SUBARU -verksmiðjurnar settu fjórhjóladrifna fjölskyldubílinn á markað fyrir 16 árum hefur hróður hans vaxið ár frá ári. Nú er svo komið að SUBARU er mest seldi fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn í heiminum í dag. HANN ER KONUNGUR Á RÉTTRIBRAUT i Ingvar Helgason hf. ; Sýningarsalurinn, s Rauðagerði 1 Simi: 91 -3 35 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.