Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 15 innar er einfaldara, réttlátara og skilvirkara skattakerfí. Það vill gleymast, að í tímans rás verða skattkerfí smám saman flóknari til að gæta betur réttlætisins, og ég spái því að svo fari um staðgreiðsl- una. Þegar betur er að gáð, er stað- greiðslan nú þegar hreint ekki án ýmis konar frádráttarliða og skatt- afsláttar. Þar ber hæst bamabæt- ur, bamabótaauka, sjómannaafslátt og húsnæðisbætur. Næstu sex ár verður einnig veittur svonefndur vaxtaafsláttur þeim er áður nutu vaxtafrádráttar vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Þessi afsláttur greiðist í fyrsta sinn í ár vegna vaxtagjalda „skattlausa ársins" 1987. I meðfomm milliþinganefnd- ar hækkaði þessi afsláttur verulega, þar er um mikla búbót fyrir marga að ræða og samlagningarreglan segir það því gott mál. Það gefur augaleið, að skattaf- sláttur vegna vaxtagjalda fellur nákvæmlega jafn vel eða illa að staðgreiðslukerfinu og skattaf- sláttur vegna sparnaðar á hús- næðisreikningum. Hvort tveggja endurgreiðist við uppgjör ársins eftir framtali. Þannig fæ ég ekki betur séð en skattafslátt eigi að greiða f sumar vegna spamaðar 1987 og að ári vegna spamaðar 1988. Annað er að verðlauna skuld- ir en hegna fyrir spamað, og það er varla meiningin í „einfoldu og réttlátu" skattkerfí ríkissijómar, sem vill „draga úr þenslu í þjóðarbú- skapnum" og auka innlendan spamað. Afnám eða efling Það má leiða að því getum, að hreinlega hafí gleymst að afnema húsnæðisspamaðarreikninga í önn- um Alþingis fyrir áramótin og leyfa sér að vona, að skattafsláttur vegna spamaðar hafí komist bakdyrameg- in inn í staðgreiðslukerfíð. Ef það er hins vegar borin von, hefur það dregist allt of lengi að afnema lög- in og aflétta bindiskyldu, því að margar leiðir em betri til ávöxtunar fjár en sex mánaða verðtryggðir bankareikningar. Til dæmis fer að verða fysilegt að flytja það óunnið úr landi. Ég vil hins vegar snúa vöm í sókn og gera húsnæðisspamaðar- reikninga almennari og aðgengi- legri en þeir hafa verið. í þá átt hnígur nýtt frumvarp Halldórs Blöndal o.fl. Mín skoðun er sú, að nýtt hús- næðislánakerfí eigi að tengja spam- aði, þannig að reglubundinn spam- aður í nokkur ár veiti rétt til hús- næðislána í bankakerfínu og skatt- afsláttar í staðgreiðslukerfínu. Það krefst húsaga að spara og er ágæt- ur undirbúningur þeirrar þolraúnar, sem felst í því að standa í skilum með afborgamir lána sfðar. Myllur réttvísinnar Ég hef nýlega sent umboðsmanni Alþingis beiðni um að hann kanni rétt minn og annarra til skattaf- sláttar vegna húsnæðisspamaðar árin 1987 og 1988. Spumingar, sem beðið hafa svara í heilt ár, geymast lengur. Réttvísin flýtir sér ekki, en myllur sem mala hægt, geta líka malað fínt. Höfundur er mat vælafræðingur. Helgarpósturinn: Ekki ráðið enn í stöðu fram- kvæmdastj óra EKKI hefur enn verið ráðið í stöðu framkvæmdastjóra Helg- arpóstsins, en Hákon Hákonar- son, sem gegndi því starfi, var ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins frá 18. apríl. Anna Gígja Guðbrandsdóttir er stað- gengill framkvæmdastjóra á meðan. Samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Ragnarssonar stjómarformanns Goðgár hf., útgáfufélags Helgar- póstsins, hefur Hákon ekki látið endanlega af störfum hjá Helgar- póstinum en aðalfundur Goðgár hf. verður í lok þessa mánaðar. Þá er Sten Jóhannsson að taka við starfi auglýsingastjóra blaðsins af Hinrik Gunnari Hilmarssyni. Hákon Hákonarson tók við starfi framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins af Valdemar Jóhannessyni. Fremst á myndinni eru Páll Ragnarsson og Pétur Maack. gleggsta einkenni lfðandi tíðar. í útvarpi og blöðum er sífellt stagast á sömu orðunum. Ef lýst er veðri og ófærð sem fylgir áhlaupi má telja víst að talað sé um leiðinda- veður. Ekki er nú hugarfluginu fyrir að fara. Mér verður hugsað til bónda- manns undir EyjaQöllum. Þar á ég við Þórð Tómasson í Vallnatúni (Vallatúni vilja ýmsir segja). Bók hans, „Veðurfræði Eyfellings", er eitt gleggsta dæmi um framtak og vísindi alþýðumanns og ætti að vera fyrirmynd skriftlærðra. Bók sína skrifar Þórður í minningu foreldra sinna „og gamla fólksins í Vallna- túni, þeirra, sem kenndu mér að tala íslenskt mál og gáfu mér orða- forða". Blaðamenn og aðrir sem lýsa þurfa veðri og segja frá ferðum vindanna ættu að hafa kver Þórðar við höndina. Þar er greint frá nær- fellt tvö þúsund orðum er varða veðurfar og vindáttir og jafnframt nefnd dæmi um notkun orðanna. Kverið er hið snotrasta, svo sem vænta mátti þegar sést að Bókaút- gáfan Þjóðsaga stóð að verki. Handbragð Hafsteins Guðmunds- sonar leynir sér eigi. Margur útvarpshlustandi saknar þess að ýmis orð sem áður þóttu góð og gild víkja nú og verða að Borgarafundur í Hafnarfirði: Hörð gagnrýni á strætis- vagnaþj ónustu Landleiða Á ALMENNUM borgarafundi í Hafnarfirði, sem Fjarðarpóstur- inn og Útvarp Hafnarfjarðar gengust fyrir á þriðjudagskvöld, kom fram mikil gagnrýni á strætisvagnaþjónustu Landleiða í bænum og til Reykjavíkur. Menn töldu vagnana óáreiðan- lega, seina og bilanagjarna og ferðirnar dýrar. Að sögn Sigurðar Sverrissonar hjá Fjarðarpóstinum var fundurinn fjölsóttur og umræður líflegar. Hörð gagmýni kom fram á þjón- ustu Landleiðá, til dæmis sagði fólk, sem notar vagnana til þess að kom- ast til vinnu, að ferðunum frá Hafn- arfirði væri þannig háttað að vagn- amir kæmu alltaf rétt eftir klukkan átta eða níu til miðbæjar Reykjavík- ur, nema þeim seinkaði enn meira og væri það algengt. Forstjóri Landleiða, Ágúst Hafberg, sem var einn frumrrælenda á fundinum, aft- ók ekki að brottfarartíma vagnanna frá Hafnarfírði yrði breytt til þess að leysa þetta vandamál. Fundarmenn kvörtuðu líka yfír því að aðstaða í Lækjargötu væri slæm, ekkert biðskýli væri við bið- stöð Landleiða. Þá var kvartað und- an því að að fargjöld með Landleiða- vögnum væru há. Ágúst Hafberg sagði að ekki væri hægt að bera fargjöldin saman við til dæmis far- gjöld í Kópavogi og Reykjavík, þar sem bæjarfélögin þar greiddu niður þjónustu að verulegum hluta. Á fundinum kom fram sú skoðun hjá sumum fundarmanna að rekstri strætisvagna í Hafnarfírði væri best borgið í höndum bæjaryfir- valda. Einnig var gagnrýnd sú ákvörðun fyrrum samgönguráð- herra, Matthíasar Bjamasonar, að veita Landleiðum fímm ára sérleyfi til strætisvagnaaksturs á leiðinni Hafnarfjörður-Reykjavík og töldu bráð þrástagli og síbylju annarra orða. Tökum til dæmis orðið von- góður. Það heyrist aldrei. í spum- ingum er snerta gang mála, samn- inga og sitthvað annað er sífellt spurt: Ertu bjartsýnn? Skyldi ekki vongóður mega heyrast öðm hveiju, svona sem tilbreyting. Þá hefír sögnin að synja algjörlega vikið fyrir sögninni að hafna. Beiðni er synjað, en tilboði hafnað. Sögnin að synja mun dregin af gyðjuheitinu Syn, en gyðja sú gætti hallardyra og synjaði inngöngu. Flugvél Landhelgisgæslunnar heitir SYN, af vangá stundum nefnd SÝN, og sést best hverrar varúðar er þörf. Og þá emm við komin að Land- helgisgæslunni. Þá sný ég aðfinnsl- um að sjálfum mér. Með grein þeirri er ég ritaði um fyrstu kröfu- gönguna og hér var vikið að birtist mynd. Þar var reynt að nafngreina drengi er fóm fyrir göngunni og tilnefndir tveir er sagðir vom látn- ir. Skylt er að hafa það er sannara reynist. Hið rétta er að Pétur Maack, annar drengjanna, seinna stýrimaður á togaranum Max Pemberton, er látinn. Hann dmkkn- aði er skipið fórst með allri áhöfn. Félagi hans, drengurinn sem brosir við ljósmyndaranum og sprettir fíngmm, er Páll Ragnarsson Leví, starfsmaður Siglingamálastofnun- ar, aðstoðar siglingamálastjóri um árabil. Hann er rómaður f starfí, þykir einn snjallasti siglingafræð- ingur og nýtur trausts allra er til þekkja. Þar sem sagt var að Leví hefði látist ungur var átt við bróður hans Sigurð. Beðist er velvirðingar á missögn, en góðum dreng óskað langra lífdaga. Jafnframt er þakkað lesendum sem hafa frætt mig og em reiðubúnir til frekari frásagnar. Höfundur erþulur. menn að segja ætti Landleiðamönn- um upp sérleyfínu. Þá kom fram óánægja með að hætt hefði verið tilraun með innanbæjarakstur, og þeim tilmælum var beint til bæjar- yfirvalda, að þau tækju upp á ný hringakstur strætisvagna um bæ- inn. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur stóð fyrir hátfð- ardagskrá á frfdegi verkalýðsins 1. maí hér f Bolungarvík. Dagskráin hófst með því að böm- um var boðið til kvikmyndasýningar kl. 1 um daginn í félagsheimili stað- arins. Þetta kunnu böm og ungling- ar vel að meta og var húsfylli á sýningunni. Um miðjan daginn var síðan kaffísala sem var mjög vel sótt. Lúðrasveit Tónskóla Bolung- arvíkur lék fyrir kaffígesti undir stjóm Ralph Hall. Nú í byrjun aprfl hélt Leikfélag Bolungarvíkur upp á 20 ára af- mæli sitt. í því tilefni var leikritið Slettirekan sett á svið og hefur fé- Sigurður Sverrisson sagði að fundurinn hefði tekist vel, og marg- ir hefðu líka setið heima og hlust- að, en Útvarp Hafnarfjarðar út- varpaði frá fundinum. Sagði Sig- urður að fleiri borgarafundir um bæjarmál Hafnarfjarðar væm áætl- aðir í sumar. lagið sýnt það verk undanfarið hér og í nágrenninu. Af því tilefni og í þakklætisskyni fyrir störf Leik- félags Bolungarvíkur bauð Verka- lýðsfélagið Leikfélaginu að sýna leikverkið Slettirekuna að kvöldi 1. maí og var öllum íbúum staðarins, 16 ára og eldri, sem vildu, boðið á þessa leiksýningu. Að sögn Karvels Pálmasonar formanns Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur vom allir liðir dagskrárinnar vel sóttir og mikil stemmning yfír frídegi verkalýðsins hér í Bolungarvík eins og reyndar ávallt hefur verið. - Gunnar Sundridge GOLFSKÓR Gúmmí- og stálgaddar (má fjariægja). Dömu- og herrastærðir. Verð aðeins kr. 4.250.- f f-Tfff fpH GLÆSIBÆ %J I lUr f Simi 82922 Bolungarvík; V erkalýðsfélagið bauð á leiksýningu RnlnnnrarvfL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.