Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Þjóðin öll verður að taka þátt í erfiðleikunum sem leiða af verðlækkun og lækkun dollars Ræða Jóns Ingvars- sonar stjórnarfor- manns SH á aðal- fundi samtakanna í gær Árið 1987 var heildarframleiðsla frystihúsa innan SH 95.497 tonn eða 16,3% meiri en árið áður. Mest varð aukning á framleiðslu loðnu og loðnuhrogna. Ennfrem- ur jókst framleiðsla á grálúðu, ufsa og steinbít verulega. Þorsk- framleiðsla dróst hins vegar sam- an á árinu um 2.400 tonn eða 7,3%. Af heildarframleiðslunni var framleiðsla frystitogara 10.377 tonn eða 10,1% og hafði aukist um 3.800 tonn eða 58%. Af einstökum frystihúsum innan SH var framleitt mest hjá Granaa hf. eða um 8.000 tonn að verð- mæti 770 millj. króna miðað við útborgunarverð. Bandaríkjadollari lækkaði stöð- ugt allt sl. ár gagnvart helstu gjald- miðlum og nam lækkun hans gagn- vart íslenskri krónu 11,4%. Á sama tíma styrktust aðrir gjaldmiðlar, t.d. hækkaði sterlings- pund gagnvart íslenskri krónu um 12%. Fyrri hluta síðasta árs voru við- skiptin við Long John Silver’s nokkru óhagstæðari vegna þess hversu markaðsverð hefði hækkað mikið umfram það verð sem samið hafði verið um við hann árið áður. Mikill útflutningur á óunnum físki á uppboðsmarkaði V-Evrópu, góð afkoma í saltfiskverkun auk manneklu á ýmsum stöðum á landinu átti og drjúgan þátt í þvi að mikið vantaði á að nægileg fram- leiðsla fengist fyrir Bandaríkin og varð af þeim sökum að skammta flestar tegundir til kaupenda fyrstu 10 mánuði ársins. Tilfínnanlegastur var þó skorturinn á þorskflökum. Þá er þess og að geta að vegna mun meiri kostnaðarhækkana hér á landi á síðasta ári heldur en í viðskipta- og samkeppnislöndum okkar dró mjög úr samkeppnis- hæfni framleiðslu með hátt vinnslu- virði en það á við um flestar pakkn- ingar fyrir Bandaríkjamarkað. 1987 metár I útflutningi Heildarútflutningur frystra sjáv- arafurða frá íslandi árið 1987 var 177.000 tonn, þar af var útflutning- ur SH 92.000 tonn eða 52%, að verðmæti 10.500 millj. króna. Miðað við magn var útflutningur SH nánast hinn sami og árið áður en jókst um 7% að verðmæti. Af útflutningi SH fóru um 86.000 tonn eða 93% til sex landa en þau voru: Bandaríkin með Japan með Bretland með Sovétríkin með Frakkland með V-Þýskaland með 31.100 tonn 21.700 tonn 11.900 tonn 7.800 tonn 7.300 tonn 6.200 tonn Helstu breytingar á árinu 1987 voru þær að útflutningur til Banda- ríkjanna dróst saman um 5,100 tonn eða 14%, til Sovétríkjanna um 4.700 tonn, eða 38% og til Bret- lands um 2.900 tonn eða 20%. Útflutningur til Japans jókst um 10.500 tonn eða 94% og var Japan því annað stærsta viðskiptaland SH á árinu 1987. Þá jókst útflutningur til Frakk- lands um 800 tonn eða 14% og V-Þýskalands um 300 tonn eða 5%. Fyrstu þijá mánuði þessa árs dróst heildarframleiðsla frystihúsa innan SH saman um 1.500 tonn eða 8% miðað við sama tíma í fyrra. Raunar varð veruleg aukning í botnfískframieiðslunni en hinsvegar mikiil samdráttur í framleiðslu loðnu og loðnuhrogna. Ég mun nú fara nokkrum orðum um starfsemina erlendis. Sölur Coldwaters $ 200.0 milljónir Sala Coldwater nam á sl. ári um 220 milij. dollara og dróst saman um 7%. Hagnaður varð af rekstrinum og nam hann 970.000 dollurum. Að magni til nam sala Coldwater árið 1987 50.000 tonnum og dróst sam- an um 21%. Sala verksmiðjuframleiddrar vöru dróst saman um 10% en sala flaka um 30%. Að magni til var samdráttur í sölu þorskflaka mestur eða um 7.000 tonn og hafði dregist saman um 37% frá árinu áður. Þessi mikli samdráttur í sölu félags- ins er að sjálfsögðu fyrst og fremst afleiðing minnkandi framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað og eru ástæðumar þessar helstar. Vernda verður verðmæt viðskiptatengsl Af hálfu Coldwater var leitast við að mæta þessu með því að taka við lítið unnum þorsk- og ýsuflökum af frystitogurum til frekari vinnslu í verksmiðju félagsins í Cambridge. Hinn stöðugi samdráttur í fram- leiðslu fyrir Bandaríkin hefur að sjálfsögðu afar neikvæð áhrif til lengri tíma litið á markaðsstöðu íslendinga á þessum mikilvæga markaði og þar með á stöðu og afkomuhorfur félagsins. Mikium Qármunum hefur á und- anfömum áratugum verið varið í uppbyggingu þessa fyrirtækis og ekki síður til þess að afla okkar góða físki verðugs orðstírs og er engum vafa undirorpið, að íslenskur fiskur er talinn vera sá besti á þess- um kröfuharða markaði. En jjolin- mæði kaupenda eru takmörk sett. Lengst af hafa þeir getað treyst á gæði framleiðslunnar, áreiðanleika og góða þjónustu. En nú verður æ erfíðara fyrir þá að geta treyst því að fá þann físk frá okkur sem þeir vilja fá og hafa lengst af getað fengið. Þeir hafa því í æ ríkara mæli orðið að snúa sér annað. Og þá blasir sú hætta við að þeir venj- ist öðrum og jafnvel ódýrari físki til frambúðar. Því nefni ég þetta nú að ég tel nauðsynlegt að vinna áfram gegn þessari þróun þannig að ekki hljót-. ist meira og langvinnara tjón af. Það er einkum tvennt sem stefna þarf að til þess að við getum haldið okkar hlut á Bandaríkjamarkaði og á það reyndar við um alla þá mark- aði sem kaupa framleiðsluvörur á háu vinnslustigi í háum gæðum við háu verði. í fyrsta lagi má tilkostnaðurinn við framleiðsluna ekki verða meiri heldur en hjá keppinautum okkar. í annan stað þarf að eiga sér stað verulega aukin vélvæðing sem eyk- ur sjálfvirkni og hagræðingu í vinnslunni og dregur úr mannafla- þörf og framleiðslukostnaði. Til að ná þessum markmiðum verða aliir sem hlut eiga að máli að leggjast á eitt og vil ég sérstak- lega nefna stjómvöld í þvi sam- bandi en þau eiga mikið verk að vinna í þessu mikla hagsmunamáli. Erfiður rekstur hjá IFP Ltd. Heildarsala Icelandic Freezing i )•} 1 'm .. tl ii.tr t! 'i 3i i, 111.) i o ,tT Plants Ltd., Grimsby, árið 1987 var 41,1 millj. sterlingspund og dróst saman um 7%. Þar af nam sala verksmiðjuframleiddrar vöru 12,5 milljónum sterlingspunda, sala flaka 16 milljónum sterlingspunda og sala Brekkes 12,6 milljónum sterlingspunda. Tap varð af rekstrinum og nam það 980 þús. sterlingspundum. Þær breytingar urðu á yfírstjóm félagsins um sl. áramót að ólafur Guðmundsson lét af starfí forstjóra og Ingólfur Skúlason sem verið hafði framkvæmdastjóri félagsins í 3 ár tók við starfí forstjóra. Enn fremur vom gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á rekstri fé- lagsins með aukna áherslu á mark- aðs- og sölustarfsemi auk þess sem fjármálalegt aðhald var aukið. Stjóm félagsins hefur að sjálf- sögðu haft verulegar áhyggjur af þeirri þróun sem átti sér stað í rekstri félagsins á síðasta ári. Því var ákveðið í framhaldi af þeim breytingum sem urðu á yfírstjóm félagsins um áramótin að kveðja til sérfróða og hlutlausa rekstrarráð- gjafa til að gera úttekt á stöðu fé- lagsins og meta framtíðarhorfur þess í því umhverfí sem það starfar í svo og samkeppnisstöðu þess. Auk þess var þess óskað að mat yrði lagt á frammístöðu félagsins í framleiðslu-, sölu- og markaðsmál- um á undanfömum árum og hvers mætti vænta í kjölfar þeirra breyt- inga er urðu á yfirstjóm félagsins um sl. áramót. Framkvæmdaráð SH hefur og lagt mikla vinnu í að tryggja fram- tíðarrekstur félagsins og mun for- stjóri SH í skýrslu sinni á fundinum á morgun gera enn frekari grein fyrir hinum mikla rekstrarhalla fé- lagsins á sl. ári, auk þess sem hann mun rekja niðurstöður og tillögur hins erlenda ráðgjafarfyrirtækis og fyrirætlanir stjóma Icelandic Freez- ing Plants Ltd. og SH. Tæpast verður skilið svo við starfsemina í Bretlandi að ekki verði farið nokkrum orðum um hinn mikla útflutning á óunnum físki inn á þennan markað og áhrif hans á afkomu frystihúsanna. Allir geta verið sammála um það að nýta beri ísfiskmarkaði V-Evr- ópu að svo miklu leyti sem slíkur útflutningur hámarkar telqur sjáv- arútvegsins. En það gerir hann sennilega aðeins að því marki sem hann er 3eldur ferskur til neytand- ans. Enda er staðreyndin sú að yfír- leitt fæst hærra verð fyrir ferskan fisk heldur en frosinn ef selt er beint til neytandans. Samkeppni við bresk fisk- vinnslufyrirtæki Almennt hefur verið áætlað að um 60—70% af þeim físki sem seld- ur er á Humber-svæðinu fari til frystingar. Fyrir nokkru keyrði þó um þverbak í þessum útflutningi og er talið að um 90% af fískinum hafi þá farið til frystingar. Afleið- ingin varð sú að verðið á uppboðs- mörkuðunum hrundi, öllum til tjóns nema breskum fískvinnslufyrir- tækjum sem keyptu fiskinn til vinnslu. Við það jókst framboð á frystum físki og leiddi það til verð- lækkunar á frystum físki í Bret- landi. Sannast best að segja fínnst manni að nægur sé munurinn fyrir á samkeppnisstöðu breskra og íslenskra fískvinnslufyrirtækja án þess að íslendingar sjálfir auki hann enn frekar með því að selja þangað ódýrt hráefni til vinnslu til þess síðan að breskar fiskvinnslustöðvar geti undirboðið okkur á markaðn- um. Utið vit sýnist í slfku háttalagi u' iitfnijtiE 1 Vs -,v Jón Ingvarsson „Einsætt virðist því að framkvæmd fastgeng- isstefnunnar hefur mis- tekist vegna þess m.a. að forsenda raunhæfr- ar fastgengisstefnu er að verðbólga sé ekki meiri til lengdar a.m.k. heldur en í viðskipta- löndum okkar. Stjórn- völdum hefur einfald- lega ekki tekist að haga stefnu sinni í stjórn efnahags- og peninga- mála með þeim hætti að dygði til að stemma stigu við hinni hrika- legu þenslu.“ og hittir það að sjálfsögðu okkur sjálfa fyrst og fremst í bakið. Um þann mikla mun sem er á samkeppnisstöðu breskra og íslenskra fískvinnslufyrirtækja þarf ekki að fara mörgum orðum. í fyrsta lagi er launakostnaður breskra fiskvinnslufyrirtækja að- eins helmingur þess sem hann er hér á landi og íjármagnskostnaður aðeins brot af því sem hann er hér. Auk þess koma flölmörg önnur at- riði til viðbótar s.s. lélegur að- búnaður starfsfólks, nánast engar kröfur um hreinlætisbúnað og margt fleira sem stuðlar að enn lægri framleiðslukostnaði í Bret- landi en hér á landi. Auk þess sem þessi skipulags- lausi útflutningur hefur slæm áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra frysti- húsa hefiir hann afar neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækis okkar í Bret- landi. Þvf er mál að linni og vil ég taka undir þá skoðun formanns LÍ U sem kom fram fyrir skömmu að nauðsyn beri til að koma á stjóm og skipu- lagi á útflutningi á fsfiski til þess að draga úr framboðinu og halda þannig verðinu uppi. Það hlýtur að vera affarasælast fyrir alla sem hlut eiga að máli. Aðrir markaðir Heildarvelta söluskrifstofu SH í Hamborg nam á sl. ári 47 milljónum marka og 9.800 að magni og er um aukningu að ræða frá 1986 um 20% miðað við verðmæti og 22% að magni. Skrifstofan skilaði aftur til ís- lands um 4 milljónum króna í endur- greiddum umboðslaunum á áripp. Það sem af er þessu ári er sölu- aukning hjá skrifstofunni sem nem- ur 24% að magni. Ég vík nú nokkrum orðum að öðrum mörkuðum. Framleiðsla fyrir Sovétríkin gekk vel á síðasta ári og í lok desember var lokið við framleiðslu og afskip- un á 7.500 tonnum en það var hluti SH af samningnum við Sovétríkin fyrir sl. ár. Samningur um sölu á 10.700 tonnum af flökum og heilfrystum físki voru undirritaðir fyrir skömmu eftir langt samningaþóf. Verðmæti samningsins eru 24 milljónir dollara og er nærri óbreytt frá árinu áður og er hluti SH 7.150 tonn. Japan — annað stærsta markaðslandið Útflutningur til Japans nær tvö- faldaðist á sl. ári og var að magni tii um fjórðungur af heildarútflutn- ingi SH á árinu 1987 og er markað- urinn f Japan og öðrum löndum Austur-Asíu orðinn einn aðalmark- aður okkar fyrir síld, karfa, grálúðu og rækju auk loðnu og loðnuhrogna. Útflutningur skelflettrar rækju var um 1.000 tonn árið 1987 og dróst saman um fjórðung frá fyrra ári. Verðhækkanir sem verið höfðu mjög miklar náðu hámarki síðari hluta árs 1986 og lækkaði verð mjög mikið á.árinu 1987 og lét nærri að verðlag í lok síðasta árs hafí verið um 40% lægra heldur en í upphafí þess. Ötflutningur á rækju í skel til Japans jókst hins vegar til muna á árinu eða úr 350 tonnum árið 1986 í 700 tonn árið 1987. EBE og ísland Framundan eru mikil umskipti í viðskiptum Evrópuríkja. Evrópu- bandalagið stefnir að aigerum við- skiptalegum, Qárhags- og efna- hagslegum samruna fyrir lok ársins 1992. Yfirgnæfandi líkur eru taldar vera á því, að þessi samruni muni komast á. Það sem skiptir máli er að með slíkum heildarmarkaði 330 milljón manna eru líkur á að samkeppnis- staða þeirra ríkja er standa utan bandalagsins kunni að versna. Þetta á ekki aðeins við um toll- múra, heldur jafnframt margvísleg- ar beinar eða óbeinar tæknilegar hindranir, sem Evrópubandalagið verður búið að fella niður innbyrð- is, en kemur til að viðhalda gagn- vart ríkjum, sem standa utan bandalagsins. Við Islendingar höfum eðlilega ákveðna tilhneigingu í umræðum um Evrópubandalagið að líta ein- göngu á tolla og kvóta sem við- skiptahindranir. Þetta er hins vegar varhugavert. Innan Evrópubandalagsins á sér stað í dag geysilegt starf við að samræma margvíslega þætti, þar á meðal skattamál, tæknilegar reglu- gerðir, staðla, vörueftirlit og vott- orðaútgáfu, svo að nokkuð sé nefnt þannig að sömu reglur gildi f öllum löndum bandalagsins þegar hinn innri heimamarkaður verður kom- inn á. Landamæraeftirlit milli banda- lagsríkjanna mun falla niður með viðurkenningu á slíkri gagn- kvæmni. Hins vegar munu ríki utan bandalagsins verða að Iaga sig að slíkum viðskiptahindrunum. Framangreind lýsing, þótt ein- föld sé, er vísbending um hversu ítarleg úttekt býður okkar íslend- inga við að samræma hagsmuni okkar aðgerðum Evrópubandalags- ins á þessum sviðum. Aukin þekkingaröflun er brýn Að vissu marki er að því unnið innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að ná samkomulagi við Evr- ópubandalagið um ýmis mál. En ljóst er, að hvort sem um er að ræða bein samskipti við bandalagið eða samskipti fyrir milligöngu EFTA, þá er íslenskum útflytjend- um og samtökum þeirra brýn nauð- syn að efla sérfraeðiþekkingu sína á mörgum þeirra sérsviða sem samruni Evrópubandalagsins stefiiir að. j Hér á landi hefur gætt tilhneig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.