Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 EyþórA. Thorar- ensen lyfjafræð- ingur Akureyri Fæddur 9. apríl 1902 Dáin 28. aprfl 1988 Mann setur hljóðan um stund er dánarfegnin berst í erli dagsins, en síðan taka minningamar að streyma fram ein af annarri uns þær fylla heilan sjóð. Þannig var það er ég frétti um lát afa míns á Akureyri sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. apríl sl. Eyþór Aðalteinn Thorarensen hét hann og bjó mestan hluta ævi sinnar á Brekkunni, að Oddagötu 9 á Akureyri, eða þar til árið 1980 að hann flutti að Dvalarheimilinu Hlíð í lítið raðhús. Hann ólst upp í Inn- bænum inni í Fjöru hjá foreldrum sínum fram á fiillorðinsár. í apríl 1922 hóf hann nám og starf í lyfja- fræði í Akureyrar apóteki og lauk exam pharm prófi í þeim fræðum á vegum Landlæknisembættisins 20. ágúst 1929. Upp frá því starf- aði hann sem lyfjafræðingur í Akur- eyrar apóteki allan sinn starfsferil. Ég var smástrákur er ég átti því láni að fagna að dvelja að sumri til hjá afa á Akureyri og varð það aðeins eitt af mörgum eftirminni- legum sumrum. enda þótt afi hafl verið fóstri moður minnar og því fósturafí minn var hann okkur systkinunum sem besti afi. Hann tók móður mína, Kristínu, að sér er hún var nokkurra ára, en þá hélt hann heimili með móður sinni, Ingileif, sem móðir mín tók strax miklu ástfóstri við og átti hún þar góða bemsku. Afi kvæntist heitkonu sinni, Ottu Lovísu Þorsteinsdóttur, 24. júli 1933 og áttu þau tvær dætur bama, Hjördísi Jónínu, f. 1. okt. 1934 og Ottu Lovísu f. 17. júlí 1938, d. 16. maí 1945. Afí varð að sjá á eftir eiginkonu sinni, Ottu Lovísu, yflr móðuna miklu 29. júlí 1938, og hélt þá heimili með móður sinni Ingileif. Að henni látinni varð ráðs- kona hjá honum frænka hans, Hanna Jónsdóttir, mikil sæmdar- kona, sem var okkur krökkunum ómetanleg ekki síður en afa. Fjölmennt var ætíð á heimili afa og var þar engum í kot vísað enda nóg handa öllum. Þar mættust kyn- slóðimar og fór vel á með þeim. Afi hafði alla tíð nóg að bíta og brenna fyrir sig og sína, en þó minn- ist móðir mín, Kristín, oft á það er afi tók víxil til einhvers sem nú er löngu gleymt. Hann minntist þess oft með þeim orðum: „Já, það var um árið sem ég tók víxilinn." Menn nú á dögum ættu sennilega erfitt með að nota síkt sem viðmiðun á tímum greiðslukorta og verðtrygg- ingar. Siðavandur var hann og ekki komust við krakkamir upp með ljót- an munnsöfnuð enda vöndumst við fljótt af slíku, því enginn vildi 'valda honum afa vonbrigðum. Trúaður var hann og kirkjurækinn mjög enda þótt hann flíkaði ekki trú sinni. Taldi hann að hver ætti að hafa sína trú fyrir sig. Hin síðari ár urðu ferðimar til Akureyrar ekki eins tíðar en þó var alltaf jafngaman að hitta afa, enda þótt hann byggi ekki lengur í stóra húsinu sínu að Oddagötu 9. Sagði hann þá oft frá gamalli tíð og er stangveiði barst í tal rifjaði hann upp minningar frá bemskudögun- um er hann ásamt félögum sínum var með dorg niðri á bryggju til þess að veiða í soðið. Þá veiddust þeir nú stóm fiskamir. Er hann minntist þessara daga brá fyrir glettni í svip hans. Einnig rifjaði hann upp ýmsar sagnir er við ókum inn í Fjörð og vom það hans ær og kýr að rekja þær sögur sem höfðu gerst í Eyjafírði. Hann var óþreytandi að fræða gesti sína um sögu heimabyggðarinnar sem hann unni svo mjög. Ekki er hægt að segja að afi hai sest í helgan stein um leið og hann mátti. Um sjötugt var hann þó hættur að komast um fótgangandi vegna kölkunar í mjöðmum en með hjálp skurðlækna á Landspítalanum og endurhæfingar á Reykjalundi tókst honum með þrautseigju að komast á fætur að nýju. Hann hóf þá aftur um hríð störf á þeim vinnu- stað þar sem hann hafði varið allri starfsævinni. Hann hafði bundist vinnustað sínum óijúfandi böndum strax á unga aldri og segir það margt um starfsandann í apótekinu að hann kaus að veija þar tíma sínum eftir að eftirlaunaaldri var náð. Hann lauk sínu dagsverki í sátt. Megi góður Guð varðveita minn- inguna um góðan mann. Guðbjörn Björgólfsson Minning: Margrét Þórarins- dóttirfrá ísafirði Fædd 25. júnf 1916 Dáin 29. apríl 1988 Hvort sem hann hremmir æsku- manninn fyrirvaralaust, eða lokar blíðlega þreyttri brá, er hann alltaf jafn kaldur og ógnþrunginn dauð- inn, þegar hann kallar burt ástvin- ina. Þótt Margrét tengdamóðir mín hafi áður beðið við dauðans dyr og nú síðustu mánuðina verið sjúk og máttfarin, var kallið samt óvænt og við sem eftir stöndum óviðbúin að viðurkenna að svona þyrfti að fara. Líklega var það skaphöfti Margrétar sem þama réði mestu. Hún lét aldrei uppi að hún þjáðist. Hvað sem gekk á var hún sá styrki stofn, sem aldrei leitaði ásjár ann- arra. Æðruleysi og innri styrkur fleytti henni í gegnum lífið og án hjálparbeiðni kvaddi hún það á sjúkrahúsinu á ísafirði, á föstudag- inn í síðustu viku. Margrét var fædd í Þemuvík í Ögursveit 25. júní 1916 dóttir hjónanna Þórarins Guðmundssonar útvegsbónda og Sigrúnar Sigurðardóttur. Hún flutt- ist ung út í Ögumes með foreldnim sínum en þaðan lá leiðin inn í Ög- urvíkina aftur. Þar dó faðir hennar sumarið 1934, en um haustið hélt hun til ísafjarðar og gekk þar um veturinn í Húsmæðraskólann Ósk. Hún kynntist um veturinn Gísla Einarssyni verslunarmanni hjá Kaupfélagi ísfirðinga og gengu þau í hjónaband í desember 1935. Gísli og Margrét bjuggu fyrstu árin í Smiðjugötu 9, en 1947 fluttu þau í norðurendann á Aðalstræti 32, þar sem þau bjuggu þar til Gísli lést langt um aldur fram 1967. Rósa, yngsta systir Margrétar, fluttist til þeirra skömmu eftir að þau hófu búskap þá 10 ára og dvaldist hjá þeim til fullorðins ára. Gekk Margrét henni 1 móður stað og hefur alla tíð verið einstaklega náið samband á milli þeirra systr- anna. Ifyrsta bamið, Jósefína Guð- rún, fæddist 1940, sfðan kom Jona Gréta 1944 og að lokum Þórarinn Þorbergur 1947. Margrét bjó böm- um sínum gott heimili og ól þau upp í góðum siðum í menningar umhverfi. Þau voru öll sett í Tónlist- arskólann til Ragnars H. Ragnar og náðu bæði Jósefína og Þórarinn umtalsverðum árangri í píanóleik. Gísli var lengst af með bændavið- skiptin fyrir kaupfélagið. Hann rækti það starf af mikilli alúð sem meðal annars jók mjög gestagang á heimilinu. Þar naut Margrét sín afar vel. Hún var metnaðarfull hús- móðir og eldaði góðan mat og þótti gaman að gera vel við gesti. Á fyrri hluta hjónabands þeirra Gísla var henni beinlínis meinað að vinna utan heimilis. Þar sem Gfsli var í fastri vellaunaðri vinnu gat kona hans ekki leyft sér að taka vinnu frá konum sem meiri þörf höfðu fyrir atvinnuna. Á þessu varð svo skyndileg breyt- ing í kring um 1950 þegar rækju- vinnsla hófs að marki á ísafirði. Þá varð til nóg að vinna fyrir allar konur sem vildu gefa sig í að skel- fletta rækjuna í höndum. Margrét varð strax í upphafi meðal örfárra yfírburða pillara og hélt þeirri stöðu sinni þar til vélamar tóku við. Þama gafst kærkomið tækifæri til að bæta heimilið og voru fyrstu hlutimir sem keyptir voru pfanó með elstu dótturinni og lítil Hoover þvottavél. Margrét varð alvarlega veik 1963 og varð þá að taka úr henni annað nýrað. Hun náði þó ótrúlega góðri heilsu aftur, en þegar Gísli dó 1967 ákvað hún að flytjast suður og í Reykjavík bjó hún síðan til æviloka. Þar kynntist hún Guðjóni Guð- bjartssyni frá Patreksfirði og þjuggu þau saman frá árinu 1971. Guðjón var henni góður og skóp henni öruggt skjól Háaleitisbraut 26, þar sem þau bjuggu allan tímann. Nú þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Margrét var mér góð tengdamamma og drengjunum mínum ástrík amma. Þó sérstaklega Gauta Ágústi, elsta syninum, sem dvelur nú með ömmu og afa við lítinn gæsapoll þar sem gulir hnoðr- ar tísta í vorsólinni. En þakklátastur er ég henni þó fyrir að gefa mér litlu stúlkuna sína og leggja með því grundvöllinn að allri minni hamingju. Guð geymir Margréti — við geymum minning- una bjarta og fagra. Úlfar Ágústsson t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem styrktu okkur með nærveru sinni og samúð við andiát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, STEINUNNAR BRAGADÓTTUR, Blóhvammi. Jón Frímann og börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall foreldra okkar, tengdadóttur og sonar, RÓSU HARÐARDÓTTUR OG TRYGGVA ARNAR HARÐARSONAR, Suðurgötu 29, Keflavfk. Avijaja og Ásrún Tryggvadætur, Ásrún Ingadóttir og Hörður Tryggvason. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Patreksfirðl, Hjallavegi 10, Reykjavfk. Garöar Jóhannsson, Hjörvar Garðarsson, Jón Sverrir Garðarsson, Reynir Garðarsson, Jóhann Baldvin Garðarsson, Guðjón Steinar Garðarsson, Vignir Ingi Garðarsson, og barnabörn. Ágústa Rósa Þórisdóttir, Erna Sveinbjarnardóttir, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Guðfinna Óskarsdóttir, Emelfa Ástvaldsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem veittu okkur stuðning í veikind- um og við fráfall mannsins míns, ÞORVARÐAR KRISTJÁNSSONAR, Sellandi. Gæfan fylgi ykkur. F.h. aðstandenda, Auður Garðarsdóttir. t Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinar- hug og veittu okkur margþætta aðstoð við andlát og útför manns- ins míns, föður okkar og fósturföður, JENS GUÐBRANDSSONAR Helgubraut 31, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Ásta Ólafsdóttir, Brynjólfur Bjarki Jensson, Ingibjörg Jensdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Guðný Gunnarsdóttir, Danfriður Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ármannsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR G. BRYNJÓLFSSONAR bakarameistara, Holtsgötu 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 2B Landspíta- lanum. Jenný Gfsladóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Þórunn Þráinsdóttir, Emelfa Jóhannesdóttir, Kjartan Jónsson, Sveinn Jóhannesson, Hlfn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofa okkar og verslun verða lokuð eftir hádegi föstudaginn 6. maí vegna jarðarfarar GÍSLA BJARNA- SONAR fyrrverandi verslunarstjóra. Vélasalan hf. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast ineð góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd < dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.