Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
HANDKNATTLEIKUR/V-ÞÝSKALAND
íslendingar hafa kom-
iðv séð og sigrað
íslenskir handknattleiksmenn verða alltaf eftirsóttir í V-Þýskalandi
„ÞAÐ er öruggt að ef við höld-
um aftur út til að leika hand-
knattleik, þá komum við aftur
hingaðtil V-Þýskalands. Hér
er handknattleikurinn í hœsta
gæðaflokki og hór er leikin
harðasta deildarkeppni
heims,“ sögðu þeir Alfreð
Gíslason og Páll Ólafsson, sem
eru á heimleið.
Þrír landsliðsmenn, Páll Ólafs-
son, Alfreð Gíslason og Sigurð-
ur Sveinsson eru á heimlið. Þá get-
ur einnig farið svo að Kristján Ara-
son komi einnig
SigmundurÓ. heim, eða fari til
Steinarsson Spánar. Þegar þess-
skn,ar ir leikmenn eru
famir frá V-Þýska-
landi, er Bjami Guðmundsson einn
* eftir, en hann leikur með 2. deildar-
liðinu Wanne-Eickel. Aðalsteinn
Jónsson, Breiðabliki, er á leiðinni
til 2. deildarliðsins Schutterwald.
Enginn íslendingur verður í sviðs-
ljósinu í Bundesligunni, en það er
nokkuð sem hefur ekki gerst í mörg
ár. Miklir möguleikar em á að Sig-
urður, Páll, Kristján og Alfreð snúi
afturtil V-Þýskalands. Ef ekki, eiga
ungir og efnilegir leikmenn frá Is-
landi eftir að feta í fótspor þeirra
pg leika í Bundesligunni á næstu
■'árum? „Ég hef trú á því að íslensk-
ir leikmenn eiga eftir að leika hand-
knattleik í Vestur-Þýskalandi um
ókomin ár. Eftir þetta tvö til þrjú
ár verða íslenskir leikmenn hér aft-
ur í sviðsljósinu," sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, handknattleiksþjálfari
í viðtali við Morgunblaðið.
V-Þýskaland er draumalandið
■
'
Aí
Jóhann Ingl Qunnarsson
IIOMH
„Vestur-Þýskaland er draumaland
handknattleiksmanna. Bundesligan
er sterkasta deildarkeppni í heimi.
Hér er mörg mjög öflug lið. í öðmm
löndum em aftur á móti þetta tvö
til þrjú yfírburðarlið og á þeim em
landslið byggð uþp. í Sovétnkjun-
um er t.d. Minsk algjört yfirburðar-
lið, sem hefur aðeins tapað einu til
tveimur stigum í vetur. Liðið sem
kemur næst á blaði, Moskva, er
búið að tapa fjórtán stigum. Hér í
Vestur-Þýskalandi geta botnliðin
hæglega unnið toppliðin. Sterkustu
liðin geta með góðum leik unnið
leiki á útivöllum, en þau geta einn-
ig tapað öllum leikjum sínum þar.
Það er svo margt sem spilar inn í.
Hingað koma margir af bestu hand-
knattleiksmönnum Póllands,
Tékkóslóvakíu, Ungveijalands,
Sovétríkjanna, Júgóslavíu, íslands
og jafnvel Danmerkur.
Ahorfendur fjölmenna á leiki og hér
geta t.d. sjö þúsund áhorfendur í
JCiel hreinlega ráðið því hvort lið
vinni eða tapi með einu marki. Til
þess að vinna þar þurfa lið hrein-
lega að vera þremur til fimm mörk-
um betri en Kiel. Sama er uppi á
teningnum á heimavöllum annarra
liða,“ sagði Jóhann Ingi.
Mikil pressa á útlendlngunum
Jóhann Ingi sagði að handknatt-
leiksmenn í Vestur-Þýskaiandi séu
alltaf undir pressu. „Sérstaklega
erlendu leikmennirnir, sem oftast
ná fram hagstæðari samningum
heldur en innlendir leikmenn. Það
gfefur auga leið að frammistaða
þeirra hér hefur oftast verið metin
í mörkum. Það eru yfirleitt sóttir
leikmenn sem geta skorað mörk.
Kristján Arason, Alfreð Gíslason
og Páll Ólafsson hafa skorað mikið
af mörkum. Auk þess eru þeir allir
mjög sterkir vamarleikmenn. Sig-
urður Sveinsson er ekki eins sterkur
vamarleikmaður, en hann vinnur
|>að upp með því skora fleiri mörk
Kristjén Arason sést hér, annar frá vinstri, fagna sigri með Gummersbach.
Páll Ólafsson hafði ekki heppnina
með sér undir lokin.
heldur en Alfreð, Kristján og Páll.
Kröfumar til erlendra leikmanna
eru geysilega miklar, en það hefur
sýnt sig, að það að vera með íslend-
ing í herbúðum sínum, er trygging
fyrir að lið nái árangri. Það sést á
því að Kristján er V-Þýskalands-
meistari með Gummersbach, Páll
Ólafsson og félagar hans hjá Dus-
seldorf náðu öðru sæti og tryggðu
sér rétt til að leika í IHF Evrópu-
keppninni. Alfreð og leikmenn Ess-
en eru nær öruggir með að vera
bikarmeistarar og einnig eiga þeir
mikla möguleika á að verða Evrópu-
meistarar. íslendingar hafa komið
hingað, séð og sigrað. Þeir hafa
Slgurður Svelnsson hefur oft
fagnað sigri. Hann er einn skot-
fastasti leikmaður V-Þýskalands.
orðið vinsælir vegna dugnaðar síns
og samviskusemi.
Þess má geta, að það hefur til
dæmis enginn Júgóslavi eða leik-
menn frá Austantjaldslöndunum
orðið V-Þýskalandsmeistarar, en
aftur á móti hafa fjórir íslenskir
leikmenn orðið meistarar. Ólafur
H. Jónsson og Axel Axelsson með
Dankersen, Alfreð Gíslason með
Essen og Kristján Arason með
Gummersbach," sagði Jóhann Ingi.
„íslendingar veröa alKaf í
svlósljósinu hór“
„Þeir leikmenn sem hafa verið að
,lpjka, ,hé,r ,t, Vestur-Þýskalandi á
Alfreð Qíslason hefur gert mjög góða hluti hjá Essen, sem á möguleika á
að verða bæði bikarmeistari V-Þýskalands og Evrópubikarmeistari.
undanfömum árum koma allir úr
mjög sterkum árgangi á íslandi.
Þannig árgangar koma ekki fra_m
nema á sex til tíu ára fresti. Úr
þessum árgöngum koma leikmenn
til að fara til V-Þýskalands. Mér
er sagt að það sé töluvert af ungum
og efnilegum strákum heima. Ég
hef aðeins séð nokkra af þeim leika.
Ef okkur tekst að halda íslenskum
handknattleik í eins miklum styrk-
leikaflokki og nú er, þá eiga marg-
ir ungir leikmenn eftir að koma
hingað eftir eitt til tvö ár og leika
hér með liðum. Ég tel að strákam-
ir heima séu ekki tilbúnir í slaginn
hér fyrr en þá. Góðir íslenskir leik-
menn eru eftirsóttir í Vestur-Þýska-
landi og ég hef trú á því að íslend-
ingar eigi alltaf eftir að vera hér í
sviðsljósinu. Vestur-Þýskaland er
og verður alltaf annað heimaland
íslenskra handknattleiksmanna."
„OtlendingahersveK11 er hom-
stelnn góðs landsllós
„Það er mjög sterkt fyrir íslenskan
handknattleik að leikmenn séu að
leika hér. Ef leikmenn leika aðeins
á íslandi, náum við ekki upp sterk-
um landsliðum. Það hefur sýnt sig
á undanfömum árum að ef við leik-
um ekki með svokallaða „útlend-
ingahersveit", þá leikum við ekki
um efstu sætin í heimsmeistara-
keppni eða á OLympíuleikum. Þetta
er svipað og með Danina í knatt-
spymu. Það vita allir, að án leik-
mannanna erlendis hefði íslenska
landsliðið ekki náð þeim árangri
sem það hefur náð.
Ég segi þetta ekki, af því að ég
vantreysti leikmönnum sem leika
heima. Það er mikið af góðum leik-
mönnum heima. Reynslan, sem
fylgir því að leika í Bundesligunni,
styrkir leikmenn geysilega. Hér er
eins og þeir séu að leika landsleiki
um hveija helgi.
Það verður að vera markmið okkar
sem viljum íslenskum handknattleik
vel, að hjálpa ungum og efnilegum
leikmönnum að komast til útlanda
- til að leika í nokkur ár. Síðan
snúa leikmennimir heim reynslunni
ríkari eins og nú er að gerast. Koma
með með nýtt blóð og skila aftur
til íslenskra áhorfenda, því sem
þeir hafa lært úti. Þessi hringrás
verður að halda áfram, ef við ætlum
okkur að eiga áfram landslið á
heimsmælihvarða," sagði Jóhann
Ingi. i-. t» . i).... i i.i iit-í