Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
LOGREGLAN I HEIMSOKN HJÁ 6 ARA I SELÁSSKOLA
„Við verðum að fara eft-
ir umferðarreglunum“
- sögðu börnin, sem þekktu reglurnar vel
Morgunblaðið/BAR
Sex ára bekkur S i Selásskóla ásamt Þorgrími Guðmundssyni, varðstjóra. Á myndinni eru frá vinstri í
efstu röð: Þorsteinn Viðar, Kristjana Björk, Maria Rún, Jóhanna Helga, Þorgrímur, Inga Rós, Christine
Linda, Kristmundur Helgi og Sigurður. í miðröð: Konráð Örn, Amar Þór og Benedikt Freyr. Fremst frá
v: Sigurður Baldvin, Ásgeir Rafn, Andrea Ósk, Guðmundur Haukur og Jóhanna. Á myndina vantar þau
Önnu Lydiu, Jón Þór og Katrínu Sjöfn, sem ekki voru í skólanum þennan dag.
LÖGREGLAN í Reykjavík hef-
ur í mörg ár farið á milli bama-
skólanna og rifjað upp helstu
umferðarreglur með böraun-
um. Þorgrímur Guðmundsson,
varðstjóri, hefur haft þann
starfa lengi og Morgunblaðið
slóst í för með honum fyrir
skömmu, þegar hann ræddi við
6 ára bekk S i Selásskóla. Þar
var honum vel tekið og börnin
töluðu við hann eins og gamlan
vin, enda hefur hann heimsótt
þau áður. Að visu var einn ung-
ur maður óánægður með að
Þorgrímur var ekki með lög-
regluhúfu og spurði hvort hann
væri nokkuð iögregla fyrst eng-
in væri húfan. Þorgrimur sagði
að hann hefði skilið húfuna eft-
ir úti í bfl, enda ætti ekki að
vera með húfu inni í húsi. „Ekki
erað þið með kuldahúfurnar
ykkar núna,“ sagði hann og
þessi athugasemd þótti svo
fyndin að Þorgrimi fyrirgafst
húfuleysið.
Þorgrímur byijaði á að spyija
bömin hvort þau mundu það sem
hann hefði sagt þeim í síðustu
heimsókn. Já, það stóð ekki á því.
„Við verðum að fara eftir um-
ferðarreglunum og hafa nógan
tíma til að fara í skólann, svo við
getum valið góða leið. Við eigum
að fara þar sem er lítil umferð og
nota göngustíga," svöruðu þau
hvert í kapp við annað. „Já, það
er rétt, en hvað verðum við að
muna þegar við komum að götu
og ætlum yfir?" spurði Þorgrímur.
„Að bremsa með tánum eins og
Agnarögn," svöruðu þau og vitn-
uðu þar í bamatíma í sjónvarpinu.
Svo vissu þau öll að það átti að
líta vel til beggja hliða og hlusta
eftir umferð. „Og ganga yfír á
hraðbraut, nei, ég meina gang-
braut," sagði einn piltur alvarlegur
á svip. Öll þekktu þau gangbraut-
armerkið, „þetta með manninum
sem er að ganga og það er gult í
kringum hann. Hann er eiginlega
í gulu indjánatjaldi."
Rauði og græni karlinn
Þessu næst spurði Þorgrímur
þau um gangbrautarljósin og kom
ekki að tómum kofanum þar. Þau
vissu öll að karlinn á efri hæðinni,
þessi rauði, þýddi að það var bann-
að að ganga yfir. „Hann stendur
alveg eins og myndastytta, graf-
kyrr, en þessi á neðri hæðinni, sá
græni, hann er að ganga og þegar
hann kemur þá megum við líka
ganga." En til þess að geta notað
gangbrautarljósin þarf að kunna
að kveikja á þeim og Þorgrímur
spurði hvort þau kynnu það. Ljós-
hærður drengur misskildi spum-
inguna eitthvað og sagði að í
bílnum hans pabba væru ljósin
kveikt með því að snúa einhverri
stöng. Bekkjarsystkini hans bentu
honum góðlátlega á að það væri
verið að tala um gangbrautarljós
og telpa sagði að til að kveikja á
þeim þyrfti að ýta á takka. Allt á
hreinu þar.
Þegar maður er sex ára getur
verið dálítið erfitt að sitja lengi og
einbeita sér að því sem lögreglan
er að segja, jafnvel þó að maður
viti ósköp vel að það er mikilvægt.
Þess vegna hófust nú líflegustu
umræður meðal bamanna um
umferðaróhöpp. „Mamma mín
keyrði á fyrir nokkrum dögum, af
því að hún gleymdi að bremsa,"
sagði telpa og bekkjarbróðir henn-
ar sagði að pabbi hans hefði líka
gleymt sér og ekið yfir á rauðu
ljósi.
Þorgrími tókst að stöðva um-
ræðumar áður en allt var komið í
óefni og beina talinu að reiðhjólum.
Hann kvaðst hafa tekið eftir, að
fyrir utan skólann væru nokkuð
reiðhjól. Bömin játtu því, en sögðu
að stóru krakkamir ættu þessi hjól,
þau væru ekki enn farin að nota
sín eftir veturinn. „Ég get ekki
einu sinni notað mitt, af því að það
er svo ofsalega skítugt," sagði
telpa og bætti því við að pabbi
ætlaði að þvo það. En vissu þau
þá hvar má hjóla? „Alla vega ekki
á götunni," sögðu þau öll í kór.
En málið vandaðist þegar þau áttu
að nefna þá staði þar sem hjólreið-
ar væm leyfðar. Selásskóli er nýr
skóli í nýju hverfí og gangstéttir
og gangstíga vantar mjög víða.
„Eg verð að hjóla á götunni, af
því að það er engin gangstétt,“
sagði telpan sem átti óhreina hjól-
ið. „Iss, það er allt í lagi, þú getur
bara komið í mína götu, þar em
gangstéttir," sagði sessunautur
hennar hughreystandi og hin tók
ekki illa í það.
„Það má ekki hjóla yfir götuna,
heldur leiða hjólið," sagði kotrosk-
inn piltur skyndilega. „Hva, reiða,
má nokkuð reiða?“, spurði bekkjar-
systir hans, sem hafði verið eitt-
hvað annars hugar. Hún var leidd
í allan sannleika um málið og að
Forvamarstarf lögreglunn-
ar mætir litlum skilningi
- segir Þorgrímur Guðmundsson, varðstjóri
„LÖGREGLAN hefur ávallt lagt
mflda áherslu á umferðar-
fræðslu í skólum, en þvl miður
er ekki hægt að segja það sama
um fræðsluyfirvöld og for-
eldra,“ sagði Þorgrímur Guð-
mundsson, varðstjóri, sem hef-
ur haft þessa fræðslu á hendi í
mörg ár. „Ég tel þetta starf
afar þýðingarmikið og er þess
fullviss að slysatíðni í Reykjavík
yrði meiri ef þvi yrði hætt.
Slysatíðnin hefur staðið í stað
undanfarin ár, en þó hefur
böraum i borginni fjölgað um
1400 á síðustu tveimur árum og
bifreiðum fjölgað mjög mikið. A
sama tíma hefur slysatíðni auk-
ist úti á landi. Forvarnarstarf
lögreglunnar i Reykjavík mætir
þó litlum skilningi og það er
með ólíkindum hvað fólk Iætur
sig litlu skipta hvort börnin fá
fræðslu um umferðarmál.“
Þorgrímur og félagi hans, Bjami
Torfí Álfþórsson, heimsækja ár-
lega um 12 þúsund böm í skólum
borgarinnar. Næsta haust bætist
þeim liðsauki og munu þá þrír eða
fjórir lögreglumenn sinna þessu
brýna forvamarstarfí. Ekki mun
veita af, enda bætast þá við um-
dæmi þeirra skólar á Seltjamar-
nesi og í Mosfellsbæ. Fræðslan
byijar hvert skólaár á því að
yngstu bekkimir, 6 og 7 ára, eru
heimsóttir og rætt við þá um hætt-
ur á leið í skólann og fleira sem
svo ung böm þurfa að kunna skil
á. Síðan er farið í eldri bekki og
era elstu bömin 12 ára. Auk þessa
fá 3-6 ára böm boð um að mæta
ásamt foreldram sínum í skólana
á vorin, en þá fræða 3 lögreglu-
menn og 3 fóstrar bömin um hætt-
ur í umferðinni. María Finnsdóttir,
fóstra, sem starfar hjá Umferðar-
ráði, hefur haft umsjón með þessu
starfí um árabil og Margrét Sæ-
mundsdóttir sér um bréfaskólann
„Umferðarskólinn ungir vegfar-
endur", sem foreldrar yngstu bam-
anna kannast eflaust við. „Þessar
konur hafa unnið mikið og heill-
aríkt starf,“ sagði Þorgrímur.
Fræðsla stendur
foreldrum næst
„Þessir stuttu fundir okkar með
bömunum era oft eina fræðslan
sem þau fá um þessi mál,“ sagði
Þorgrímur. „Ég skil auðvitað að
það geti verið erfítt fyrir önnum
kafna kennara að taka við þessum
fundum í viðbót við öll þau erindi
sem berast frá líknarfélögum og
samtökum ýmiss konar. Þess
vegna verður að koma fræðslunni
í ákveðið form; fella hana inn í
samræmda stundaskrá skólanna.
Ég fæ hins vegar ekki séð að það
verði á næstunni. Það virðist sem
skólayfírvöld telji að þessi mál
komi ekki skólunum við, en þama
þarf.auðvitað hugarfarsbreytingu
og það stendur foreldram næst að
knýja á um breytingar.“
Þorgrímur sagði að á hinum
Norðurlöndunum væri umferðar-
fræðslan í námsefni skólanna og
ríkur þáttur í skólastarfi. Það
skýrði þá staðreynd, að hér á landi
verða hlutfallslega miklu fleiri slys
á bömum og unglingum en hjá
Morgunblaðið/Bjami
Þorgrímur Guðmundsson, varð-
stjóri.
nágrannaþjóðunum. „Mér finnst
að það standi foreldrasamtökum
næst að beita sér fyrir aukinni
umferðarfræðslu," sagði hann.
„Slík samtök hafa hins vegar ekki
sýnt þessu máli nokkum áhuga,
fremur en skólayfírvöld. Foreldr-
amir, sem eiga mesta möguleika
á að ná til bamanna, vísa þessum
málum til skólanna, en beita sér
ekki fyrir því að þar verði tekið á
málum af fullri alvöru. Ég hef til
dæmis aldrei verið boðaður á fundi
foreldrasamtaka vegna umferðar-
fræðslu í skólum. Sem dæmi um
áhugaleysið get ég nefnt að í mars
var ákveðið að halda fund á vegum
fræðslustjórans í Reykjavík. Um-
ræðuefnið átti að vera hvað skólinn
gæti gert til að bæta þekkingu
nemenda í umferðarmálum, með
hvaða hætti lögreglan og skólinn
gætu unnið betur saman að auk-
inni umferðarfræðslu og hvort
unnt væri að koma á auknu sam-
starfí við samtök foreldra í þessu
efni. Þá stóð einnig til að ræða
hvort það væri til bóta að hver
skóli hefði ákveðinn starfsmann,
sem skipulegði kennslu og um-
ferðaræfingar í samráði við bekkj-
arkennara og væri jafnframt tengi-
liður við lögregluna. Fundarboð var
sent til allra skólastjóra grunnskól-
anna í Reykjavík. Á fundinn komu
tveir skólastjórar og níu kennarar,
en enginn fulltrúi SAMFOKS,
Samtaka foreldra og kennara, sá
ástæðu til að mæta. Þar með var
úr sögunni að þarna yrði mörkuð
framtíðarstefna í umferðar-
fræðslu."
Ábyrg'ð borgar
yfirvalda
Þorgrímur kvaðst vilja taka það
fram, að sumir skólastjórar og