Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 61 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Handboltalandsliðið tekur toll Þrjár landsliðskonur í knattspyrnu leggja knattspyrnuskóna á hilluna KVENNALANDSLIÐIÐ í hand- knattleik mun taka mikinn toil af liðum í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Slavko Bambir, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur sagt að þœr sem ætla að æfa með landsliðinu verði að hætta í öðrum íþróttagreinum. Af þeim sökum hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins lagt skóna á hilluna. ■æ etta bitnar líkiega verst á wto KR. Fjórar bestu stúlkur liðs- ins munu leggja skóna á hilluna. Það eru Ama Steinsen, Inga Lára Þórisdóttir, Kolbrún Jóhannes- dóttir og Halla Geirsdóttir. Þær leika allar með landsliðinu í hand- knattleik og hafa ákveðið að taka það fram yfir knattspyrnuna. Þá mun Sigrún Sævarsdóttir heldur ekki leika með liðinu í sumar. Erla Rafnsdóttir og Hrund Grét- arsdóttir ætla einnig að velja handknattleikinn frekar en knatt- spymuna, en þær léku báðar með Stjömunni. Bikarmeistárar Vals hafa einnig orðið fyrir miklu áfalli. Ema Lúðvfksdóttir mun einbeita sér að handknattleiknum og þær Ragn- hildur Skúladóttir og Þóra Úlfars- dóttir munu ekki leika með liðinu í sumar. Þá er óvíst hvort Cora Barker leikur með. Það er því útlit fyrir að þijár landsliðskonur S knattspymu leggi fótboltaskóna á hilluna í sumar. Það eru þær Ema Lúðvfksdóttir, Erla Rafnsdóttir og Ama Steins- en. Landsliðið í handknattleik tekur ekki bara toll af knattspymunni því Kristín Pétursdóttir, sem verið hefur í landsliðinu í golfi, ætlar að leggja frá sér kylfuna og ein- beita sér að handknattleiknum. KNATTSPYRNA Þorvaldur er fingurbrotinn „Ég verð orðinn góðurfyrir leikinn gegn Skaga- mönnum," segir Þorvaldur Jónsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorvaldur Jónsson, markvörðurinn snjalli frá Ólafsfirði, átti stóran þátt í þvi að Leiftur tryggði sér 1. deildarsæti sl. keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR Pétur Ingi til Breiðabliks I LIVERPOOL hlaut í gær sæmdarheitið „Prúðasta lið Eng- lands 1988.“ Liðið fékk fæst refsi- stig, aðeins 35 og enginn leikmaður liðsins hefur litið rauða spjaldið í vetur. Nottingham Forest hafnaði í 2. sæti með 65 refsistig og Black- burn Rovers hafnaði í 3. sæti með 76 stig. ■ CHRIS Evert, sem talin er besta tenniskona heims, hefur hætt keppni á opna italska meistaramót- inu í tennis, vegna meiðsla. Evert sigraði Nicole Provis frá Aust- urriki, í 1. umferð, en meiddist í leiknum og ákvað að hætta keppni. Hún stefnir þó að því að taka þátt í opna franska meistaramótinu síðar í þessum mánuði. Ciaudia Kohde-Kilsch frá V-Þýskalandi, sem er í 3. sæti á heimslistanum, er einnig úr leik, en hún tapaði óvænt fyrir Judith Wiesner frá Austurríki í 1. umferð. ■ ÞÓTT ótrúlegt megi virðast þá gengur Englendingum illa að selja miða á leiki sína í Evrópu- keppni landsliða sem hefst í V- Þýskalandi i júnf. Englendingar fengu 8.500 miða á hvem leik og eiga meira en helminginn eftir. „Við látum þekkta ólátabelgi ekki fá miða á ieikina og metum hverja umsókn fyrir sig. En það kemur okkur á óvart hve mikið af miðum eru eftir," sagði starfsmaður enska knattspymusambandsins. ■ HAMBURG SV keypti í gær Danann, John Jensen, frá Brönd- by í Danmörku á 900.000 mörk, um 22 milljónir ísl. kr. Það er hæsta upphæð sem danskt félag hefur fengið fyrir leikmann. ■ SIGURÐUR Jónsson skoraði ekki jöfnunarmark Sheffield Wed- nesday gegn Wimbledon eins og við sögðum frá. Hið rétta er að Lee Chapman skoraði markið, eftir Sæsilegan undirbúning Sigurðar. I KVENNALANDSLIÐID / handknattleik hefur fengið iækni til að fylgja liðinu. Sá heitir Gísli Einarsson og sérgrein hans er orku- og endurhæfíngarlækningar. A—LANDSLIÐ kvenna f hand- knattleik æfir nú af kappi fyrir C-keppnina sem hefst í Frakkl- andi í október. Mörg verkefni eru framundan, m.a. mót í Portúgal og leikir heima gegn Frökkum og Spánverjum. Fyrsta verkefni landsliðsins er mót í Portúgal í júní. Þar verða auk heimamanna, Frakkar, Spán- verjar, ítalir og Svisslendingar. Eft- ir mótið verður tekið þriggja vikna sumarleyfi, en svo hefjast æfíngar að nýju. í september leikur landslið- ið fjóra leiki gegn Frökkum og þijá gegn Spánveijum, en þessir leikir verða hér heima. Það eru fyrstu kvennalandsleikirnir á íslandi sfðan í nóvember 1986. Loks er það hápunkturinn, sem er C-keppnin í Frakklandi, í lok októb- er. Þar munu tíu þjóðir keppa um tvö sæti í B-keppninni. Þessar þjóð- ir eru Frakkland og Holland, sem féllu úr B-riðli, Spánn, Svíþjóð, ít- alía, Sviss og Portúgal. Þá munu fímm þjóðir, Bretland, Belgía, Tyrk- land, Grikkland og ísrael leika um tvö síðustu sætin. „Eigum möguleika" En hvaða möguleika eiga íslending- ar í C—keppninni? „Við eigum vissulega möguleika, en.ég get ekki lofáð þvf að við för- ÞORVALDUR Jónsson, mark- vörður nýliöanna í 1. deild, Leifturs frá Ólafssfirði, var fyrir því óhappi að fingurbrotna á æfingu og er hann með þumal- fingur í gifsi þegar nfu dagar eru þartil 1. deildarkeppnin hefst. Eg fékk knöttinn beint framan á fingurinn," sagði Þorvaldur í stuttu spjalli við Morgvnblaðið í gærkvöldi, en hann mun losna við gifsið næstu daga. „Ég verð ekki orðinn fullkomlega góður fyrir fyrsta leik okkar, gegn Skaga- mönnum, en ég reikna fastlega með þvf að ég leiki með.“ Tólf leikmenn Leifturs hafa æft í um f B-keppnina. Það eina sem ég get lofað er að við töpum ekki fyr- ir slakari liðum," sagði Slavko Bam- bir landsliðsþjálfari. „Við leikum betur en í fyrra og verðum enn betri á næsta ári. En C-keppnin verður erfíð og það er mikil vinna framundan. Það sem skiptir öllu máli eru fag- mannleg vinnubrögð og góður andi í hópnum og ég held að við upp- fylium bæði þessi skilyrði. Við eig- um mikið að efnilegum stúlkum, en það þarf að breyta mörgu og mér fínnst félögin ekki hafa staðið sig nógu vel í uppbyggingu kvenna- liða.“ íslenska liðið hafnaði í 5. sæti í síðustu C-keppni og víst er að róð- urinn verður þungur. íslenska liðið hefur leikið við nokkrar af þessum þjóðum, en aðrar eru spumingar- marki. Það verður því spennandi að sjá hver útkoman verður í C- keppninni. Mlkll gróska Mikil gróska hefur verið í starfsemi kvennalandsliða og ráðning Slavko Bambirs markaði tímamót. Nú á sér stað mikil uppbygging í yngri landsliðum og hafa m.a. verið vald- ar 45 stúlkur í landslið yngri en 19 ára. Þá stendur einnig til að mynda landslið yngri en 16 ára og hefur það þegar fengið nokkur verkefni. i v'* .isi'.hi > * litk* UillV*,V ,lt Reykjavík að undanfömu, en sex þeirra fóru í gær til Ólafsfjarðar. Þar á meðal Óskar Ingimundarsson, þjálfari liðsins. „Við sem emm í skóla verðum áfram í Reykjavík fram yfír próf,“ sagði Þorvaldur, sem sagði að leikmenn Leifturs væm óhræddir við 1. deildarslag- inn. „Það verður án efa gaman í sumar, en við gemm okkur grein fynr að róðurinn verður þungur," sagði Þorvaldur. Allir leikmenn Leiftms verða klárir í leikinn gegn Akranesi, sem fer fram á Ólafsfirði 15. maí. Þorvaldur Geirsson, fyrmrn leikmaður Breiða- bliks, sem stundar nám í Banda- ríkjunum, mun missa af tveimur fyrstu leikjum Leifturs. totimR FOLX ■ BÍtESKA frjálsíþróttasam- bandið tiikynnti í gær að það myndi lækka verulega greiðslur til bestu fijálsíþróttamanna Bretlands, fyrir þátttöku á breskum mótum. Steve Cram fékk t.a.m. 15.000 pund, um 1,1 milljón ísl. kr. fyrir að mæta á mót í fyira, en mun líklega fá helm- ingi lægri greiðslur í sumar. En keppendur geta þó unnið sér inn góðar aukagreiðslur. Fyrir heims- met fá þeir 25.000 pund og 5.000 pund fyrir breskt met. BLIKARNIR hafa fengið góð- an liðsstyrk. Pótur Ingi Arnar- son, langskytta úr Njarðvfk, hefur ákveðið að ganga til liðs við Kópavogsliðið. Pótur Ingi, sem er mjög efnilegur leik- maður, skoraði 110 mörk fyr- ir Njarðvíkurliðið í 2. deildar- keppninni sl. vetur. að er sárt að fara frá Njarðvík, þar sem ég er upp- alinn. Ég ákvað að reyna eitthvað nýtt og þar sem ég veit að 1. deildarkeppnin verður geysilega skemmtileg næsta vetur, ákvað ég að ganga til liðs við Breiða- blik. Þar með sló ég tvær flugur í einu höggi. Ég fær bæði tæki- færi til að leika í 1. deildarkeppn- inni og Evrópukeppninni," sagði Pétur Ingi í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Njarðvíkingar hafa einnig misst Heimi Karlsson, sem hefur ákveð- ið að leika með Víkingum næsta vetur. SPÁÐU Í LIÐIN SPILADU MED Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veittalla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 Fjó rfa'dwr & ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Leikir 7. mai 1988 K 1 X 2 1 Chelsea-Charlton 2 Coventry-Q.P.R. 3 Everton - ArSenal 4 Man. United - PortsmoUth 5 Newcastle - West Ham 6 Norwich - Wimbledon 7 Nottingham Forest - Oxford 8 Sheffield Wed. - Liverpool 9 Southampton - Luton 10 Middlesbro - Lelcester 11 Millwall - Blackburn 12 Swindon - Aston Vllla iss< HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ „Mikil vinna er framundan"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.