Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
61
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Handboltalandsliðið tekur toll
Þrjár landsliðskonur í knattspyrnu leggja knattspyrnuskóna á hilluna
KVENNALANDSLIÐIÐ í hand-
knattleik mun taka mikinn
toil af liðum í 1. deild kvenna
í knattspyrnu. Slavko Bambir,
þjálfari kvennalandsliðsins í
handknattleik, hefur sagt að
þœr sem ætla að æfa með
landsliðinu verði að hætta í
öðrum íþróttagreinum. Af
þeim sökum hafa margar af
bestu knattspyrnukonum
landsins lagt skóna á hilluna.
■æ etta bitnar líkiega verst á
wto KR. Fjórar bestu stúlkur liðs-
ins munu leggja skóna á hilluna.
Það eru Ama Steinsen, Inga Lára
Þórisdóttir, Kolbrún Jóhannes-
dóttir og Halla Geirsdóttir. Þær
leika allar með landsliðinu í hand-
knattleik og hafa ákveðið að taka
það fram yfir knattspyrnuna. Þá
mun Sigrún Sævarsdóttir heldur
ekki leika með liðinu í sumar.
Erla Rafnsdóttir og Hrund Grét-
arsdóttir ætla einnig að velja
handknattleikinn frekar en knatt-
spymuna, en þær léku báðar með
Stjömunni.
Bikarmeistárar Vals hafa einnig
orðið fyrir miklu áfalli. Ema
Lúðvfksdóttir mun einbeita sér að
handknattleiknum og þær Ragn-
hildur Skúladóttir og Þóra Úlfars-
dóttir munu ekki leika með liðinu
í sumar. Þá er óvíst hvort Cora
Barker leikur með.
Það er því útlit fyrir að þijár
landsliðskonur S knattspymu leggi
fótboltaskóna á hilluna í sumar.
Það eru þær Ema Lúðvfksdóttir,
Erla Rafnsdóttir og Ama Steins-
en.
Landsliðið í handknattleik tekur
ekki bara toll af knattspymunni
því Kristín Pétursdóttir, sem verið
hefur í landsliðinu í golfi, ætlar
að leggja frá sér kylfuna og ein-
beita sér að handknattleiknum.
KNATTSPYRNA
Þorvaldur er
fingurbrotinn
„Ég verð orðinn góðurfyrir leikinn gegn Skaga-
mönnum," segir Þorvaldur Jónsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þorvaldur Jónsson, markvörðurinn snjalli frá Ólafsfirði, átti stóran þátt í
þvi að Leiftur tryggði sér 1. deildarsæti sl. keppnistímabil.
HANDKNATTLEIKUR
Pétur Ingi til
Breiðabliks
I LIVERPOOL hlaut í gær
sæmdarheitið „Prúðasta lið Eng-
lands 1988.“ Liðið fékk fæst refsi-
stig, aðeins 35 og enginn leikmaður
liðsins hefur litið rauða spjaldið í
vetur. Nottingham Forest hafnaði
í 2. sæti með 65 refsistig og Black-
burn Rovers hafnaði í 3. sæti með
76 stig.
■ CHRIS Evert, sem talin er
besta tenniskona heims, hefur hætt
keppni á opna italska meistaramót-
inu í tennis, vegna meiðsla. Evert
sigraði Nicole Provis frá Aust-
urriki, í 1. umferð, en meiddist í
leiknum og ákvað að hætta keppni.
Hún stefnir þó að því að taka þátt
í opna franska meistaramótinu
síðar í þessum mánuði. Ciaudia
Kohde-Kilsch frá V-Þýskalandi,
sem er í 3. sæti á heimslistanum,
er einnig úr leik, en hún tapaði
óvænt fyrir Judith Wiesner frá
Austurríki í 1. umferð.
■ ÞÓTT ótrúlegt megi virðast
þá gengur Englendingum illa að
selja miða á leiki sína í Evrópu-
keppni landsliða sem hefst í V-
Þýskalandi i júnf. Englendingar
fengu 8.500 miða á hvem leik og
eiga meira en helminginn eftir.
„Við látum þekkta ólátabelgi ekki
fá miða á ieikina og metum hverja
umsókn fyrir sig. En það kemur
okkur á óvart hve mikið af miðum
eru eftir," sagði starfsmaður enska
knattspymusambandsins.
■ HAMBURG SV keypti í gær
Danann, John Jensen, frá Brönd-
by í Danmörku á 900.000 mörk,
um 22 milljónir ísl. kr. Það er hæsta
upphæð sem danskt félag hefur
fengið fyrir leikmann.
■ SIGURÐUR Jónsson skoraði
ekki jöfnunarmark Sheffield Wed-
nesday gegn Wimbledon eins og
við sögðum frá. Hið rétta er að Lee
Chapman skoraði markið, eftir
Sæsilegan undirbúning Sigurðar.
I KVENNALANDSLIÐID /
handknattleik hefur fengið iækni
til að fylgja liðinu. Sá heitir Gísli
Einarsson og sérgrein hans er
orku- og endurhæfíngarlækningar.
A—LANDSLIÐ kvenna f hand-
knattleik æfir nú af kappi fyrir
C-keppnina sem hefst í Frakkl-
andi í október. Mörg verkefni
eru framundan, m.a. mót í
Portúgal og leikir heima gegn
Frökkum og Spánverjum.
Fyrsta verkefni landsliðsins er
mót í Portúgal í júní. Þar verða
auk heimamanna, Frakkar, Spán-
verjar, ítalir og Svisslendingar. Eft-
ir mótið verður tekið þriggja vikna
sumarleyfi, en svo hefjast æfíngar
að nýju. í september leikur landslið-
ið fjóra leiki gegn Frökkum og þijá
gegn Spánveijum, en þessir leikir
verða hér heima. Það eru fyrstu
kvennalandsleikirnir á íslandi sfðan
í nóvember 1986.
Loks er það hápunkturinn, sem er
C-keppnin í Frakklandi, í lok októb-
er. Þar munu tíu þjóðir keppa um
tvö sæti í B-keppninni. Þessar þjóð-
ir eru Frakkland og Holland, sem
féllu úr B-riðli, Spánn, Svíþjóð, ít-
alía, Sviss og Portúgal. Þá munu
fímm þjóðir, Bretland, Belgía, Tyrk-
land, Grikkland og ísrael leika um
tvö síðustu sætin.
„Eigum möguleika"
En hvaða möguleika eiga íslending-
ar í C—keppninni?
„Við eigum vissulega möguleika,
en.ég get ekki lofáð þvf að við för-
ÞORVALDUR Jónsson, mark-
vörður nýliöanna í 1. deild,
Leifturs frá Ólafssfirði, var fyrir
því óhappi að fingurbrotna á
æfingu og er hann með þumal-
fingur í gifsi þegar nfu dagar
eru þartil 1. deildarkeppnin
hefst.
Eg fékk knöttinn beint framan
á fingurinn," sagði Þorvaldur
í stuttu spjalli við Morgvnblaðið í
gærkvöldi, en hann mun losna við
gifsið næstu daga. „Ég verð ekki
orðinn fullkomlega góður fyrir
fyrsta leik okkar, gegn Skaga-
mönnum, en ég reikna fastlega með
þvf að ég leiki með.“
Tólf leikmenn Leifturs hafa æft í
um f B-keppnina. Það eina sem ég
get lofað er að við töpum ekki fyr-
ir slakari liðum," sagði Slavko Bam-
bir landsliðsþjálfari. „Við leikum
betur en í fyrra og verðum enn
betri á næsta ári. En C-keppnin
verður erfíð og það er mikil vinna
framundan.
Það sem skiptir öllu máli eru fag-
mannleg vinnubrögð og góður andi
í hópnum og ég held að við upp-
fylium bæði þessi skilyrði. Við eig-
um mikið að efnilegum stúlkum,
en það þarf að breyta mörgu og
mér fínnst félögin ekki hafa staðið
sig nógu vel í uppbyggingu kvenna-
liða.“
íslenska liðið hafnaði í 5. sæti í
síðustu C-keppni og víst er að róð-
urinn verður þungur. íslenska liðið
hefur leikið við nokkrar af þessum
þjóðum, en aðrar eru spumingar-
marki. Það verður því spennandi
að sjá hver útkoman verður í C-
keppninni.
Mlkll gróska
Mikil gróska hefur verið í starfsemi
kvennalandsliða og ráðning Slavko
Bambirs markaði tímamót. Nú á
sér stað mikil uppbygging í yngri
landsliðum og hafa m.a. verið vald-
ar 45 stúlkur í landslið yngri en
19 ára. Þá stendur einnig til að
mynda landslið yngri en 16 ára og
hefur það þegar fengið nokkur
verkefni. i v'* .isi'.hi > *
litk* UillV*,V ,lt
Reykjavík að undanfömu, en sex
þeirra fóru í gær til Ólafsfjarðar.
Þar á meðal Óskar Ingimundarsson,
þjálfari liðsins. „Við sem emm í
skóla verðum áfram í Reykjavík
fram yfír próf,“ sagði Þorvaldur,
sem sagði að leikmenn Leifturs
væm óhræddir við 1. deildarslag-
inn. „Það verður án efa gaman í
sumar, en við gemm okkur grein
fynr að róðurinn verður þungur,"
sagði Þorvaldur.
Allir leikmenn Leiftms verða klárir
í leikinn gegn Akranesi, sem fer
fram á Ólafsfirði 15. maí. Þorvaldur
Geirsson, fyrmrn leikmaður Breiða-
bliks, sem stundar nám í Banda-
ríkjunum, mun missa af tveimur
fyrstu leikjum Leifturs.
totimR
FOLX
■ BÍtESKA frjálsíþróttasam-
bandið tiikynnti í gær að það myndi
lækka verulega greiðslur til bestu
fijálsíþróttamanna Bretlands, fyrir
þátttöku á breskum mótum. Steve
Cram fékk t.a.m. 15.000 pund, um
1,1 milljón ísl. kr. fyrir að mæta á
mót í fyira, en mun líklega fá helm-
ingi lægri greiðslur í sumar. En
keppendur geta þó unnið sér inn
góðar aukagreiðslur. Fyrir heims-
met fá þeir 25.000 pund og 5.000
pund fyrir breskt met.
BLIKARNIR hafa fengið góð-
an liðsstyrk. Pótur Ingi Arnar-
son, langskytta úr Njarðvfk,
hefur ákveðið að ganga til liðs
við Kópavogsliðið. Pótur Ingi,
sem er mjög efnilegur leik-
maður, skoraði 110 mörk fyr-
ir Njarðvíkurliðið í 2. deildar-
keppninni sl. vetur.
að er sárt að fara frá
Njarðvík, þar sem ég er upp-
alinn. Ég ákvað að reyna eitthvað
nýtt og þar sem ég veit að 1.
deildarkeppnin verður geysilega
skemmtileg næsta vetur, ákvað
ég að ganga til liðs við Breiða-
blik. Þar með sló ég tvær flugur
í einu höggi. Ég fær bæði tæki-
færi til að leika í 1. deildarkeppn-
inni og Evrópukeppninni," sagði
Pétur Ingi í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Njarðvíkingar hafa einnig misst
Heimi Karlsson, sem hefur ákveð-
ið að leika með Víkingum næsta
vetur.
SPÁÐU Í LIÐIN
SPILADU MED
Hægt erað spá í leikina símleiðis og
greiða fyrirmeð kreditkorti.
Þessi þjónusta er veittalla föstudaga frá kl. 9:00
til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30.
Síminn er 688 322
Fjó
rfa'dwr
&
ISLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaldar vinningslíkur.
Leikir 7. mai 1988
K
1 X 2
1 Chelsea-Charlton 2 Coventry-Q.P.R. 3 Everton - ArSenal
4 Man. United - PortsmoUth 5 Newcastle - West Ham 6 Norwich - Wimbledon
7 Nottingham Forest - Oxford 8 Sheffield Wed. - Liverpool 9 Southampton - Luton
10 Middlesbro - Lelcester 11 Millwall - Blackburn 12 Swindon - Aston Vllla
iss<
HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ
„Mikil vinna
er framundan"