Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Kristján Guðmunds- son bóndi - Kveðjuorð Fæddur 27. sept. 1918 Dáinn 28. mars 1988 Þann 5. apríl sl. var til grafar borinn frá Sæbólskirkju á Ingjalds- sandi góðkunningi minn og vinur Kristján Guðmundsson, bóndi á Brekku, en hann lést á Landspítal- anum þann 28. mars sl. Ekki kann ég hans ættir að rekja, en í Borgarfirði syðra mun ættbogi hans standa. Hann var fæddur á Brekku þann 27. september 1918 og hefði því orðið 70 ára á næsta hausti hefði honum enst líf og heilsa. Á Brekku átti hann sína ævidaga alla að heita máti, þótt nokkuð væri hann fjarvistum m.a. við sjósókn á togurum, t.d. um stríðsárin meira og minna. Þá var hann tvo vetur við nám í Núpsskóla í Dýrafirði og hlaut þar gott veganesti í skjóli mik- ilhæfra kennara. Hann eins og fleiri batt mikla tryggð við æskustöðvar sínar. Þar átti hann djúpstæðar ræt- ur enda mikill unnandi gróðurs og moldar. Þrátt fyrir ekki meiri skóia- göngu en áður er getið var Kristján ágætlega menntaður af lestri góðra bóka. Einkum var hann vel að sér um landið og söguna og allur svo- nefndur þjóðlegur fróðleikur var fyr- ir honum líkt og þyrstum manni svaladrykkur. Annars held ég að hann hafi verið einskonar alæta á bækur. Þetta m.a. styð ég þeim rök- um að eitt sinn er við fórum í orlofs- för saman um Norður-Þingeyjar- sýslu varð hann sér úti um þarlenda rnarkaskrá til lestrar og tók að rísla í henni að kveldi sama dags. Krist- ján var ljóðelskur og fljótur að til- einka sér það, er höfðaði til hans á þeim vettvangi. Hann kunni ógrynni Ijóða og gat þulið utanbókar heila kvæðabálka og ljóðakver og bækur ef svo bar undir. Allt slíkt efni flutti hann svo unun var á að hlýða. Hann var hagorður vel, en flíkaði lítt nema helst í þröngum hópi vina á glaðri stund. Sagnamaður var hann góður og kryddaði frásögn sína góðlátlegri glettni án allrar meinfysni. Fljótlega munu ýmis trúnaðar- störf hafa hlaðist á Kristján heima í héraði. Ekki eru mér þau svo kunn, að ég þori upp að telja. Þó veit ég, að hann var um langan aldur í stjóm kaupfélags þeirra Önfirðinga á Flat- eyri og bar hann hag þess mjög fyrir bijósti. Þá var hann lengi í stjóm Búnaðarsambands VestQarða og fulltrúi þess á aðalfundum Stétt- arsambands bænda. Þar sem annars staðar varð hann hvers manns hug- ljúfí. Og þótt hann væri ötull mál- svari sinna umbjóðenda á Vestfjörð- um sátu þó hagsmunir stéttarinnar í fyrirrúmi og mótuðu afstöðu hans til mikilvægra mála. Því réð stéttv- ísi og eðlisgreind. Vestfirðir vom allt fram til okkar tíma, sem nú emm um og yfir miðj- an aldur, afskekkt og einangrað byggðarlag. Eftir að samgöngur þangað greiddust á landi með til- komu sæmilegra vega breyttist þetta mjög. Marga fysti að líta augum þessa sérstæðu byggð sem langflest- um hafði áður verið lokaður heimur. Ýmsir hópar fóm að stefna för sinni þangað. Þar á meðal gerðust hóp- ferðir bænda nokkuð tíðar. Það spurðist og fljótt að þeir Vestfírðing- ar kynnu öðmm betur að taka þann veg móti gesti, að eftirminnilegt þótti. Stjóm Búnaðarsambands Vestflarða átti þama stóran hlut að. Oft kom það í hlut Kristjáns á Brekku að hafa þar hönd í bagga enda þar vel í stakk búinn sökum staðgóðrar þekkingar á sögusviði byggðarlagsins og staðháttum öll- um. Náttstað höfðu þessir ferðalang- ar heima á bæjum, en það var ein- kennandi þáttur í bændaferðum þessum hvarvetna um landið. Þetta stuðlaði að auknum kynnum milli fólks af íjarlægum landshomum og opnaði mönnum sýn á mismunandi aðstöðu til búskapar. Efalaust hefur þetta aukið mönnum skilning og víðsýni á högum hvers annars. En yfírleitt reyndu þeir er heim vom sóttir að taka á móti gestum sinum á einum stað miðsvæðis, ef tök vom á og söfnuðust þá heimamenn þar saman einnig og bám gestum sfnum beina. Varð þama oft hinn mennileg- asti fagnaður og stofnað til vináttu er lengi entist og þess jafnvel dæmi, að fólk byndist þar tryggðaböndum og hafa vel dugað og farsællega. Vel væri við hæfi að einhvem tíma yrði saga „bændaferða" skráð. Hún er ekki ómerkasti þátturinn í sögu bændamenningar vorrar aldar. Við hjónin vomm þátttakendur f einni slíkri ferð búnaðarsambands okkar Strandamanna vestur á firði. Þá gistum við hjá þeim á Brekku. Ekki fengum við notið sem skyldi þeirrar rómuðu fegurðar, er Ingj- aldssandur býr yfir, því þá vom veð- ur öll válynd þar vestra þótt um sumarsólstöður væri. En alltaf getur brugðið til beggja vona um veður á íslandi. Það er gömul og ný saga. En það er á skorti um kvöldsólar- Thyra Juul - Minning■ Fædd 1. mars 1897 Dáin 19. aprfl 1988 Elsku Thyra er látin. Minningamar hrannast upp frá góðu gömlu ámn- um á ísafírði. Þar kynntist ég Thym fyrir fímmtíu og fimm ámm er ég flutti vestur ásamt eiginmanni og ungum syni. Apótekarahjónin, Thyra og Gunnar Juul, tóku okkur vel, en þau bjuggu á ísafirði ásamt þrem elskulegum bömum, Ásu, Bodil og Mogens. Áður höfðum við kynnst bróður Gunnars, Jóhannesi Juul, er var apótekari á Seyðisfirði, en þar dvöldum við um tíma nokkru áður. Heimili Gunnars og Thym var fyrir- myndarheimili og gestrisnin eftir því. Thyra var engum lík, hrein og bein, talaði vel um alla. Mér var hún sérstaklega góð, tók mig unga og óreynda f spilaklúbbinn sinn, sem í vom virðulegar, ísfírskar frúr. Við vomm mikið saman á skíðum, eyddum mörgum deginum uppi á Seljalandsdal. Einnig á skautum á Pollinum, en þar var oft ágætt skautasvell í gamla daga. Þá var gaman að lifa og oft hlegið dátt. Eftir ellefu ára vem okkar á ísafirði lést Gunnar apótekari mjög snögglega. Var það mikið áfall fyr- ir fjölskylduna og alla vini þeirra. Mér er alveg sérstaklega minnis- stæður síðasti afmælisdagurinn hans er hann varð fjörutíu og nfu ára. Það var svo glæsileg matar- veisla að gestir höfðu á orði að erf- itt yrði að gera betur á fímmtugsaf- mælinu. Já, svona er lífið, enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Thyra sýndi mikið hugrekki og dugnað þá eins og alltaf. Hún flutt- ist suður er nýr apótekari tók við. Keypti sér litla íbúð við Hringbraut 99 og bjó þar alla tíð uns hún flutt- ist á Droplaugarstaði. Þar kom hún sér vel eins og annars staðar, þótti alveg sérstaklega háttvís og þægi- leg, hef ég eftir starfsstúlku þar. Þegar Thyra flutti suður, fékk hún vinnu í Reykjavíkur apóteki, var hún mjög þakklát öllum þar fyrir hvað þau reyndust henni vel og vom henni góð. Tuttugu ámm síðar fluttum við einnig suður og vomm alltaf jafn velkomin á hennar heimili og áður. Nú er hún farin, náði þvf að verða nfutfu og eins árs. Thyra var mikill íslendingur í sér og bjó áfram hér á landi þó að tvö yngri bömin byggju f Danmörku. Nú er komið að kveðjustund. Hjartans þakkir fyrir góða sam- fylgd og samveru, sem lýsir upp minningamar. Einlægar kveðjur til bama hennar frá mér og mínu fólki. J.B.I. geisla á Sandinum í það sinnið feng- um við því betur uppbætt í höfðing- legum móttökum þeirra hjónanna í Brekku. í skjóli þeirra áttum við þar „sumar innra fyrir andann" þessa nótt því lengi var vakað við söng og glens og gamanmál. Seint var gengið til náða og eigi sofin úr sér augun. En þó Kristjáni á Brekku léti vel hlutverk gestgjafans, leiðsögu- mannsins, kynnis og flytjanda á menningarefni er efnt var til vegna gestakomu þar vestra naut hann þess og eigi síður að ferðast sjálfur og þá hvort heldur á eigin vegum eða í samfylgd sýslunga og stéttar- bræðra sinna um fjarlægar sveitir og héruð. Hann átti stóran hóp kunningja og vina víðs vegar um landið og var hvarvetna aufúsugestur. Við hjónin áttum þess stundum kost að vera í samfylgd þeirra hjóna m.a. að og frá Stéttarsambandsfúndum. Mikið dáðumst við að staðgóðri þekkingu hans á byggð og býlum, landi og fólki og sögu, nánast hvar sem farið var. Væri ekið f hlað á einhveijum bæ var Kristján sjálfsagður am- bassador hópsins er kvaddi dyra. Og var hvarvetna fagnað líkt og fjar- skyldum ættingja, eða nánum vini endurheimtum eftir langar flarvistir. Stundum áttu þau hjón hjá okkur náttstað og oft bar fundum okkar saman við ýmis tækifæri. Urðu þá ætið fagnaðarfundir. Einu sinni hitt- umst við norður í Axarfirði, þar sem við hjónin dvöldum í sumarhúsi með vinafólki okkar frá Akureyri. Þau Brekkuhjón voru á ferð um þessar slóðir og fljótlega bar fundum saman og þeim tekið tveim höndum, enda fljót að samlagast hópnum. Síðan var haft samflot um nágrennið, m.a. ekið yfir Axarfjarðarheiði og komið til Raufarhafnar og farið um Mel- rakkasléttu í fegursta veðri. Síðan er Raufarhöfn tengd sólskini f endur- minningunni og yfir heimskauts- bauginn var ekið í aftanskini hnígandi kvöldsólar í stafalogni. Það var dýrðlegur dagur. Margt fleira mætti rifja upp frá þessari för og fleiri atburðum bundnum minning- um frá samverustundum með Kristj- áni á Brekku. Það bíður betri tíma og verður kannski aldrei skráð. Það sem hæst ber í minningunni frá sam- verustundunum var þessi geislandi gleði og lffshamingja, er frá honum stafaði enda var hann hamingjumað- ur f einkalffi sínu, en stærsti ham- ingjudagurinn í lífi hans hygg ég hafi verið 19. september 1948. Þann dag gengu þau f hjónaband Kristján og eftirlifandi eiginkona hans, Árelía Jóhannesdóttir. Tólf bama varð þeim auðið, tíu eru á lífi, öll mannvænlegt fólk. Tvo drengi misstu þau í frum- bemsku og mun hafa verið þung raun. En létt verk mun það tæpast hafa verið að sjá tíu bömum far- borða, en tókst giftusamlega með elju og útsjónarsemi. Oft mun vinnu- dagurinn hafa verið langur og strangur og efalaust hafa þau ein- hvem tíma átt áhyggju- og andvöku- nætur. En hvorugt var þeirrar gerð- ar að láta brauðstritið buga sig. Hugðarefnin voru mörg eins og áður er fram komið og þeim varð að sinna án þess að skyldustörfin væru van- rækt. Fjölskyldan var sérlega sam- Kristinn Hallvarðs- son — Kveðjuorð Fæddur 5. ágúst 1971 Dáinn 26. apríl 1988 Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve oft sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus, utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. (H.K.L) Fáein kveðjuorð frá frænda og litlu frænku til að þakka samfylgd- ina sem við vonuðum öll svo inni- lega að yrði lengri. Því alltaf var haldið f vonina um að svo yrði, von- ina sem gaf styrk og baráttuþrek á erfiðum stundum þegar syrti eftir bjartsýnistímabil hjá Qölskyldunni. En baráttan er á enda. Lífi ljúflings- ins okkar hans Kristins er lokið á því aldursskeiði þegar flestum finnst þeir vera að byija lífið og móta sína framtíð. Hann Kristinn hefði svo sannar- lega gert mörgum lífíð ljúfara áfram hefði hann fengið til þess tíma. Það sýndi hann og sannaði okkur með lffsgleði sinni og ljúf- mennsku sem allir nutu í kringum hann bæði menn og málleysingjar. Vinátta hans við dýrin sem hann eignaðist og umgekkst var traust og varanleg, enginn augnabliks áhugi. Enda var Kristinn alltaf svo rólegur og yfirvegaður og ekki fyr- ir að æðrast og kom það sér vel þegar á reyndi. Gaman hefði verið að fylgjast með elsku frænda vaxa upp og sjá óskir hans og vonir rætast. Sjá hann taka bílprófið og kaupa bínnn sem hann drymdi um eins og svo marga á hans aldri. í fyrrasumar var allt á góðri leið og draumurinn ekki svo fjarlægur. Hann farinn að vinna og taka þátt í-öllu með vinum og félögum af fullum krafti. Gott var að sjá hann koma heim úr vinnunni með bros á vör og bjart framundan. Alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við litlu frænku og klappa Snotru og segja fréttir af Tinna sfnum. Svo skólinn í haust og brautin bein og erfíðleik- amir virtust að baki. Svo sannarlega fannst okkur öll- um að þið ættuð það skilið, elsku Sísi, Halli, Hildur og Ágúst, eftir að þið höfðuð þraukað erfiðan tíma veikindanna. Þá hefði þetta einung- is verið reynslutími til að þið fengj- uð að sýna hvað í ykkur bjó og samheldni ykkar og baráttuvilji aðeins til að gefa öðrum fordæmi. Öll stóðuð þið við hlið drengsins ykkar og gáifuð honum í raun bæði andlegan og líkamlegan styrk. Sísí sem aldrei vék frá honum og fór bókstaflega með honum í gegnum allar hans meðferðir. Ágúst sem gaf bróður sfnum sinn skerf og Halli og Hildur litla sem heima sátu og þurftu að halda sínu jafnaðargeði hvemig sem á stóð. Þessum eriða reynslutíma er lok- hent og samstæð bæði í leik og starfi. Þar átti sönghneigðin ekki sístan hlut að máli. Oft mun hafa verið safnast saman, sungið og leik- ið þegar veturinn gnauðaði á glugga sem ekki mun með öllu fátftt á In- gjaldssandi og fjölskyldan þá sungið sólina og vorið inn í bæinn í þess orðsins fyllstu merkingu. Með þessum fáu og fátæklegu orðum skulu Kristjáni á Brekku færðar þakkir fyrir hin ágætu kynni er með okkur tókust. Það hafði ver- ið óskráð regla okkar og Brekku- hjóna um skeið að skiptast á nýárs- óskum símieiðis á nýársnótt. Krist- j ján hélt og þessari hefð um síðustu áramót. Eg vissi þá að hann hafði átt við vanheilsu að stríða um hrfð og við óttuðumst að tvísýnt gæti orðið um úrslitin. Ég spurði hann því grannt um heilsufar hans. Lét hann vel af og vildi sem minnst úr gera. Skömmu síðar bárust okkur fregnir um að hann lægi þungt hald- inn á Landspftalanum og séð væri að hann ætti þaðan ekki aftur- kvæmt. Við hjónin litum inn til hans á sjúkrabeðinn nokkru áður en til lykta dró og þá var ljóst að hveiju stefndi. Ekki skiptumst við á við hann mörg- um orðum enda löngum svo, að mönnum verður stirt um mál og orð leika ekki laus á tungu við þvílíkar aðstæður. En æðruleysi hans og sálarró mun okkur seint úr minni líða. Það duldist ekki að þar var karlmenni að kveðja. Handtakið hinsta var þétt og hlýtt og seiðmagn- að sem áður og samfylgdin þökkuð, fáum og látlausum orðum. Það leyndi sér ekki heldur að hann var umvafinn ást og kærleika Qölskyld- unnar enda munu þau hafa skipt með sér að vera hjá honum hveija stund til hins síðasta. Fáum dögum eftir var hann allur. En minningin lifir um mætan mann og góðan dreng er stráði ylgeislum hvar sem hann fór. Við Elladís vottum Árelíu og ást- vinum hans öllum okkar innilegusta samúð. Jónas R. Jónsson ið og við tekur tími tómleika og saknaðar. Eftir er skarð sem aldrei verður fyllt og eftirsjá eftir indælum dreng sem alltaf var kankvís og ljúf- ur og átti alltaf eitthvað af gefa okkur þrátt fyrir allt sem hann mátti þola í veikindum sfnum. Það er sagt að þeir sem guðimir elska deyi ungir en við elskuðum hann líka og hefðum viljað fá að hafa hann hjá okkur áfram. En ekki þýðir að deila við dómarann þó við skiljum ekki alltaf tilgang dómanna og vitandi það að nú lfðiw- honum þó vel, kveðjum við hann með þökk fyrir samfylgdina og for- dæmið sem hann var okkur hinum sem mæðumst yfir mörgu og smáu í lífinu. Við ættum því að virða og kunna að meta hvort annað og hvað það skiptir miklu að standa saman þeg- ar á bjátar. Það sýndu þið okkur öll, elsku Sísí, Halli, Ágúst og Hild- ur og vonandi hjálpar það ykkur núna þegar þið enn á ný þurfið á styrk að halda að leiðarlokum. Guð gefi mér æðruleysi tíl að sætta mið við það sem ég fe ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á miUi. Frændsystkini • Hann Kristinn vinur minn er dáinn! Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stundu sem þess- ari. Það er margs að minnast og þær minningar mun ég ætíð varð- veita. Kristinn var alltaf svo hress og kátur og átti ótrúlega auðvelt með að fá mann til að hlæja og koma f gott skap. Ég kynntist Kristni fyrir u.þ.b. 8 árum sfðan, þegar ég gekl^, í Hólabrekkuskóla. Við vorum sam- an í skólanum og á flestum stundum utan hans. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst Kristni því það var alltaf glatt á hjalla þegar hann var með og það var svo margt sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég votta foreldrum hans og systkinum mínar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Jón Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.