Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 25 ingar að láta ríkisvaldið eitt um alla sérfræðiþekkingu í viðskipta- og efnahagsmálum er varða stofn- anir og samtök á erlendri grund. Athafnalífíð og hagsmunasamtök þeirra hefðu hvorki þörf né aðstöðu til að skapa sér víðtækari þekkingu fram yfír það að fylgjast með þróun sölu- og markaðsmála á útflutn- ingsvörum sínum. Aðstæðurnar hafa nú breyst. Það eru einmitt atvinnuvegimir og eink- um og sér í lagi útflutningsatvinnu- greinamar, sem verða að búa sig undir framtíðarsamskipti sín við Evrópubandalagið. Það er því nauð- synlegt að þessir aðilar hefjist handa um að afla sér innri þekking- ar um völundarhús Evrópumála. Slík þekkingaröflun af hálfu atvinn- ulífsins veitir ákveðið aðhald og jafnvægi, en á sama tíma stuðning við þá sérfræðikunnáttu sem ríkis- valdið býr yfír eða verður að til- einka sér í náinni framtíð. Samtök tryggja bestan árangur í nóvember á sl. ári ákvað við- skiptaráðherra að veita sex nýjum aðiíum leyfí til útflutnings á fryst- um físki til Bandaríkjanna. En til þess tíma hafði auk hinna tveggja stóm sölusamtaka, SH og SÍS, einn annar aðili haft leyfí til þessa út- flutnings ef undan er skilinn út- flutningur á rækju og hörpuskel. Útflutningsleyfí þessi voru veitt til sex mánaða í senn.. Þessi ákvörðun mæltist að vonum illa fyrir hjá heildarsamtökum fram- leiðenda. Það sem einkum vakti athygli varðandi leyfísveitingamar var þetta. í fyrsta lagi var sölusamtökunum sem í eru yfír 90% framleiðenda á frystum fiski ekki gefið tækifæri til að fjalia um málið áður en leyfin voni veitt. í öðru lagi ráða þessir aðilar sem leyfín fengu aðeins yfír magni sem er innan við 1% af framleiðslu frystra botnfískafurða landsmanna. í þriðja lagi er ákvörðun ráðherra tekin gegn vilja alls meginþorra framleiðenda og lítt skiijanleg í ljósi þess árangurs, sem íslensku sölu- samtökin hafa náð í markaðsstarf- semi í Bandaríkjunum undanfama áratugi. Loks vekur það sérstaka athygli að viðskiptaráðherra skuli taka ákvörðun um svo veigamikla breyt- ingu á því fyrirkomulagi sem í gildi hefur verið til fjölda ára með góðum árangri aðeins nokkrum vikum áður en þessi málaflokkur var fluttur til utanríkisráðuneytisins. Margsinnis hefur verið bent á þá staðreynd að framleiðendur inn- an vébanda SH hafa í sl. 40 ár varið ómældum fjármunum í að byggja upp það orðspor sem íslenskur fiskur hefur á þessum markaði. Þetta hefur þeim tekist fyrst og fremst vegna þess að þeir stóðu saman sem einn maður. Sam- eiginlega tókst þeim að tryggja kaupendum stöðluð gæði og stöðugt framboð. Sameinuðum tókst þeim að ráða yfir nægu framboði til að verða ráðandi afl í verðmyndun og skila framleiðendum og þar með þjóðarbúinu hæsta verði. Áherslubreytingar Ljóst er að þessi ákvörðun við- skiptaráðherra hlýtur að skapa ný viðhorf i starfsemi SH. Til þessa hefur Sölumiðstöðin litið svo á, að vegna þeirrar útflutningsverndar sem hún hefur notið af hálfu stjóm- valda varðandi útflutning til Banda- rílqanna hefur henni nánast verið siðferðilega skylt að veita öllum þeim, sem aðildar hafa leitað, inn- göngu í samtökin. Nýir framleiðendur hafa til þessa fengið fíjálsan aðgang að samtök- unum, allri þeirri þjónustu og þekk- ingu sem þar hefur orðið til undan- farna áratugi. Eðlilega hefur þetta verið nýjum fyrirtækjum sem hasl- að hafa sér völl á þessari braut veruleg lyftistöng. Nú hljótum við hins vegar að verða að endurskoða ýmsa þætti í starfsemi samtakanna til að vera betur undir það búnir að mæta þeirri samkeppni sem nú er boðið til með nýrri skipan í út- flutningi til Bandaríkjanna. Með öllu er ástæðulaust að ótt- ast að Sölumiðstöðin verði undir i þeirri samkeppni sem framundan kann að vera í sölu á frystum físki hvort heldur er til Bandaríkjanna eða á aðra markaði. Slíkir ættu yfírburðir hennar að vera eftir 45 ára starf og þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á vegum samtakanna bæði innan lands og utan. En í ljósi þeirra breyttu viðhorfa sem skapast hafa í kjölfar ákvörð- unar viðskiptaráðherra um fíjálsan útflutning til Bandaríkjanna hefur stjómin fjallað um á fundum sínum ýmsar þær áherslubreytingar sem hún telur að gera þurfí á starfsem- inni, auk þess sem hún hefur unnið að tillögum til breytinga á sam- þykktum samtakanna. Um það verður fjallað á fundum okkar á morgun. Eftir mikið góðæri í íslenskum sjávarútvegi og samfeilt tímabil erlendra verðhækkana sem stóð síðari hluta árs 1986 og fyrri hluta sl. árs og fól í sér yfír 30% hækkun á freðfíski má segja að loks hafí náðst jafnvægi í afkomu frystingar. Erfið staða frystingar En Adam var ekki lengi í Paradís. Gífurleg þensla leiddi til holskeflu innlendra kostnaðarhækkana. Er engu líkara en að öllum erlendum verðhækkunum hafí bókstaflega verið veitt út í hagkerfið til að §ár- magna þensluna. Auk þess var mik- ið innstreymi erlends fjármagns í formi erlendra iána og fjármagns- leigu sem magnaði þetta ástand. Því til viðbótar héldu stjómvöld gengi krónunnar föstu í viðleitni sinni til að halda verðbólgunni niðri. Um mitt síðasta ár var verulega farið að halla undan fæti í frysting- unni. Ekki var um að ræða að knýja fram frekari verðhækkanir á fryst- um físki og farið var að bera mjög á andstöðu kaupenda gegn þeim miklu hækkunum sem þegar höfðu orðið og var þegar farið að gæta nokkurrar sölutregðu á ýmsum teg- undum og aukinnar birgðasöfnun- ar. Afleiðingar þessa hafa nú verið að birtast okkur á undanfömum vikum og mánuðum í verulegum verðlækkunum sem dunið hafa yfír og eru orðnar um 10%. Um miðjan september var talið að rekstrarhalli ftystingar væri orð- inn a.m.k. 5% af tekjum miðað við rekstrarskilyrði á þeim tímapunkti. En þó tók fyrst steininn úr með skyndilegri lækkun dollars hinn 21. september og féll hann á örfáum vikum um 5,5%. Þetta hafði að sjálf- sögðu hinar verstu afleiðingar fyrir frystinguna en um 68% tekna henn- ar em í dollurum. Jafnframt því sem tekjur grein- arinnar lækkuðu verulega af þess- um sökum hækkaði allur tilkostnað- ur við framleiðsluna hröðum skref- um vegna aukinnar verðbólgu og munaði þar miklu um aukinn vaxta- og ^ fj ármagnskostnað. í lok nóvember var rekstrarhalli frystingar kominn vel á annan tug prósenta. Leiðrétta verður rekstrar- skilyrðin Mikillar tregðu gætti hjá ríkis- stjóminni til að leiðrétta rekstrar- skilyrði fiskvinnslunnar og gera við- hlítandi efnahagsráðstafanir til að hamla gegn því efnahagsöngþveiti sem ríkti. Þvert á móti vom lagðar þyngri byrðar á drógina með íþyngjandi ráðstöfunum. Þannig var endur- greiddur söluskattur látinn renna í verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins í stað þess að endurgreiða hann fyrir- tækjunum beint, er bætt hefði af- komu frystingar um 1,4%. Enn- fremur var 1% launaskattur lagður á fiskvinnsluna frá 1. janúar sl. Em ráðstafanir þessar næsta ótrúlegar í ljósi þeirra aðstæðna sem fiskvinnslan bjó við og bera vitni um lítinn skilning þeirra er þar áttu hlut að máli. Það var síðan fyrst í lok febrúar að ríkisstjórnin beitti sér fyrir efna- hagsráðstöfunum í tengsium við gerð kjarasamninga. Þessum efna- hagsráðstöfunum var ætlað að gegna því hlutverki að bæta stöðu útflutningsatvinnuveganna, draga úr viðskiptahallanum og erlendri skuldasöfnun. Ráðstafanir þessar fólu meðal annars í sér að gengi krónunnar var fellt um 6%, uppsafnaður sölu- skattur skyldi greiddur fyrirtækjun- um beint og launaskattur var felld- ur niður. Að sjálfsögðu bætti þetta stöðu frystingarinnar nokkuð um stund- arsakir. En ljóst var að þessar ráð- stafanir gengu allt of skammt og þess yrði ekki langt að bíða að gera þyrfti nýjar ráðstafanir. Meðal annars var gengið út frá því að þrátt fyrir þessar efnahags- ráðstafanir yrði viðskiptahallinn 10 milljarðar á árinu 1988. En til fróð- leiks má geta þess að það jafngild- ir öllum útflutningi SH á síðastliðnu ári. Halli á viðskiptum við útlönd af þeirri stærðargráðu getur ekki leitt til annars en áframhaldandi glund- roða í efnahagsmálum, stóraukinn- ar verðbólgu og hallareksturs út- flutningsgreinanna. Verðlækkanir Þær verðlækkanir á freðfíski sem orðið hafa að undanfömu og ég gat um áður auk innlendra kostnaðar- hækkana sem m.a. leiddi af nýgerð- um kjarasamningum hafa þegar gert þann ávinning sem hlaust af gengisbreytingunni að engu og er rekstrarhalli frystingar nú sam- kvæmt nýlegu úrtaki talinn vera um 15%. Því blasir nú ekkert annað við en rekstrarstöðvun hjá fjölda frystihúsa víðs vegar um landið auk stórfellds atvinnuleysis verði ekki þegar í stað gripið til róttækra efna- hagsráðstafana. Það jafnvægisleysi í efnahags- málum hér á landi, sem einkennist m.a. af margfalt hærra verðbólgu- stigi hér heldur en í þeim löndum sem við eigum viðskipti við eða stöndum í samkeppni við, dregur vemlega úr samkeppnisgetu út- flutningsatvinnuveganna. Afleiðingin verður sú, að smám- saman dregur úr framleiðslu á vör- um sem hafa hátt vinnsluvirði og séreinkenni og ætlaðar era kaup- endum sem gera miklar kröfur og era tiibúnir að greiða hátt verð fyr- ir gæði og þjónustu. í þeim tilvikum ræður framleiðandi vörannar oft miklu um verðið. Þess í stað breytist framleiðslan í æ ríkari mæli í lítt unna sam- kynja vöra með lágt vinnsluvirði. Kaupendur þeirrar vöra hugsa gjaman meira um verð heldur en gæði og þjónustu og hefur framleið- andi því minni áhrif á verð í þeim tilvikum. Þetta er afar neikvæð þróun en því miður óhjákvæmileg ef ekki verður veraleg breyting á því rekstrarlega umhverfí sem fryst- ingin starfar í. Merki þessarar þróunar koma meðal annars fram í veralegum samdrætti í framleiðslu fyrir Bandaríkin og aukinni framleiðslu á minna unnum físki svo og auknum útflutningi á óunnum fiski. Gengi krónunnar En það era ekki einungis útflutn- ingsgreinamar sem líða fyrir þetta ástand. Homsteinn efnahagsstefnu nú- verandi ríkisstjómar, fastgengis- stefnan, hefur gert það að verkum að hagkvæmara er nú að flytja flesta hluti inn frá útlöndum í stað þess að kaupa innlenda framleiðslu. íslensk framleiðslufyrirtæki, sem framleiða plastumbúðir og bylgju- pappa og sem lengst af hafa stað- ist samkeppni við innflutta fram- leiðslu, era nú hvergi nærri sam- keppnishæf. Af þeim sökum hefur Sölumið- stöðin m.a. séð sig tilneydda að snúa sér til útlanda með þessi við- skipti. Svipaða sögu er að segja af ýmsum öðrum iðnfyrirtækjum hér á landi svo ekki sé talað um ferða- mannaþjónustu og flugrekstur. Þessi dæmi sem hér hafa verið nefnd auk hins geigvænlega við- skiptahalla hljóta að gefa tilefni til að ætla að gengi krónunnar sé of hátt skráð. Einsætt virðist því að fram- kvæmd fastgengisstefnunnar hefur mistekist vegna þess m.a. að for- senda raunhæfrar fastgengisstefnu er að verðbólga sé ekki meiri til lengdar a.m.k. heldur en í viðskipta- löndum okkar. Stjómvöldum hefur einfaldlega ekki tekist að haga stefnu sinni í stjóm efnahags- og peningamála með þeim hætti að dygði til að stemma stigu við hinni hrikalegu þenslu. Reyndar skal undir það tekið, að undanlátsemi í gengismálum kunni ekki góðri lukku að stýra. En fyrr má nú rota en dauðrota, því í reynd hefur ekki verið um fastgengi að ræða heldur hækkun íslenskrar krónu og hækkaði raungengi henn- ar á sl. ári um 18%. Þá skal og á það bent, að þau ytri áföll, sem frystingin varð fyrir á sl. árí, þ.e. 11,4% lækkun dollars auk þeirra verðlækkana sem nú hafa átt sér stað, geta tæpast talist einkamál frystingarinnar. Kostnaðarhækkanimar sem urðu á sl. ári hér á landi era ekki rannar undan rifjum frystingarinnar. Má í því sambandi nefna launaskriðið svo og þá miklu eftirspumarþenslu sem skapaðist hér á suðvesturhomi landsins. Vel skipulögð fiskvinnsla Oft heyrast þær raddir að vandi fískvinnslunnar sé af öðram toga heldur en þeim sem lagfærður verð- ur með því að bæta rekstrarskilyrð- in með almennum aðgerðum. Um sé að ræða vanda innan fyrirtælq- anna sjálfra sem þau verða sjálf að leysa. í því sambandi er samrani fyrirtækja oft nefndur sem allra meina bót og setja menn þá jafnvel ekki fyrir sig að tala um samein-' ingu allrar fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum og horfa þá gjam- an fram hjá atriðum eins og þeirri byggðaröskun sem slík sameining myndi valda, þeirri fjárfestingu sem fyrir er á stöðunum, samgönguerf- iðleikum og fleiri atriðum sem taka verður með í reikninginn þegar rætt er um hagkvæmni samrana fískvinnslufyrirtækj a. Vissulega getur sameining fisk- vinnslufyrirtækja átt fullan rétt á sér og skapað aukna hagræðingu í rekstrinum og leitt til betri nýtingar á fjárfestingu eins og dæmi era til um, en alhæfing í þessum efnum þegar verið er að ræða þann hrika- lega rekstrarvanda sem frystihúsin standa nú frammi fyrir getur tæp- ast talist merkilegt framlag til þeirrar umræðu. Þá er og stundum látið að því liggja og það af helstu ráðamönnum þjóðarinnar að óþarft sé aó bæta rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar. Fyrirtækin verði einfaldlega að laga sig að þeim breyttu aðstæðum sem leiðir af gengisfalli dollars. Það megi gera með því að framleiða fyrir aðra markaði sem greiða físk- inn í öðram og sterkari gjaldmiðl- um. í fyrsta lagi vil ég benda þeim mönnum sem þannig tala á þá stað- reynd að sama markaðsverð er á samkynja, staðlaðri vöra eins og t.d. þorskblokk hvort heldur hún HJÁ Vegagerð ríkisins hafa ver- ið opnuð tilboð í þrjú vegaverk- efni, sem vinna á í sumar. Um er að ræða framkvæmdir við Si- glufjarðarveg milli Ásavegar og Neðriáss, Vesturlandsveg milli Ilafravatnsvegar og Reykjalund- arvegar og Vesturlandsveg í Norðurárdal. Á Vesturlandsvegi í Norðurárdal á að lagfæra 3,6 kflómetra vegar- kafla. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar hljóðaði upp á 16.562.000 krónur. Alls bárast átta tilboð, öll lægri en kostnaðaráætlunin nema eitt. Suðurverk hf. átti lægsta boð, 13.162.400 kr. Önnur tilboð vora frá Fossverki sf, sem bauð 14.444.000, Hagvirki hf 19.916.000, Pétur Steingrímsson Stokkseyri 13.628.770, Jörvi hf. Hvanneyri 14.679.400, Borgarverk 16.520.000, Hvítserkur 14.574.600 er greidd í veikum dollurum eða sterkum sterlingspundum. Mark- aðsverð á slíkri vöra leitar strax jafnvægis milli markaða. Gerist þá annað tveggja, að varan lækkar t.d. í Bretlandi í sama hlutfalli og lækk- un dollars eða að varan hækkar í dolluram en helst óbreytt í sterl- ingspundum. I öðra lagi skal á það bent að þrátt fyrir stöðuga lækkun dollars hefur framleiðsla ýmissa tegunda fyrir Bandaríkin verið hagkvæmasti kosturinn. Mikil aðlögunarhæfni Að lokum vil ég benda sérstak- lega á þá staðreynd að aðlögunar- hæfni íslenskra frystihúsa er ótrú- lega mikil og ég leyfí mér að full- yrða að meiri framleiðslusveigjan- leika er að fínna í íslenskum frysti- húsum heldur en gerist annars stað- ar. Enda hafa frystihúsin frá upp- hafí orðið að tileinka sér að geta tekið nánast á móti öllu því hráefni sem að landi hefur borist. Enn frem- ur hafa þau orðið að taka á móti öllum hugsanlegum tegundum. Vegna sveiflna í markaðsmálum verða frystihúsin jafnan að geta breytt framleiðslu sinni í einni svip- an í framleiðslu fyrir aðra markaði. Ég vil því leyfa mér að vísa öllum vangaveltum um innri vanda frysti- húsanna eða skort þeirra á getu eða vilja til aðlaga sig breyttum aðstæð- um alfarið á bug og svara þeim er þannig mæla: maður, líttu þér nær. Það virðist orðin árátta hjá ýms- um aðilum í þessu þjóðfélagi að gera lítið úr fiskvinnslunni. Óyggjandi staðreynd er að engin atvinnugrein hér á landi á jafn mik- inn þátt í bættum lífskjöram þjóð- inni til handa, og komið hafa fram í 30% kaupmáttaraukningu á tveim- ur sl. áram, sem útgerð og físk- vinnsla. Með sama hætti hlýtur þjóðin öll að verða að taka þátt í þeim erfíð- leikum sem skapast þegar ytri að- stæður, s.s. lækkun dollars og verð- lækkun á erlendum mörkuðum, leiða til versnandi afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna og rýmunar gjaldeyristekna þjóðarinnar. Þá er ekki hægt að láta eins og ekkert sé. Það er því ljóst að þau ytri áföll sem þjóðin hefur orðið fyrir hljóta að leiða til versnandi afkomu þjóð- félagsþegnanna og rýmandi kaup- máttar. Ég vil þó ítreka að gengisbreyt- ing án þess að annað fylgi er ekki til neins. Margháttaðar aðgerðir þurfa að fylgja. Þar skiptir mestu að keyra verðbólguna niður á það stig sem gerist í helstu viðskipta- löndum okkar, auk þess sem (lregið verði stórlega úr erlendri skulda- söfnun og komið á jafnvægi í við- skiptum við útlönd. Það er forsenda þess að hér á landi geti í framtíðinni þrifíst blóm- leg atvinnufyrirtæki í framleiðslu- og útflutningsgreinum með sterka samkeppnisstöðu. og Sigurður Vigfússon Bjarnafossi 14.306.200. Á Vesturlandsvegi milli Hafra- vatnsvegar og Reykjalundarvegar á að leggja bundið slitlag á 1,2 kíló- metra og setja upp 13 ljósastaura. Kostnaðaráætlun var 9.114.000 krónur. Fjögur tilboð bárast, öll hærri en áætlunin. Lægsta boð var frá Loftorku, sem bauð 9.340.000. Hagvirki bauð 10.607.000, Bygg- ingafélagið hf. og Malbikunarstöðin buðu 9.946.450 og Halldór og Guð- mundur Kópavogi 14.492.550. Á Sigluflarðarvegi milli Ásaveg- ar og Neðri-Áss á að leggja 2,75 kílómetra veg. Þijú tilboð bárust, þar af eitt lægra en kostnaðaráætl- un, sem var 3.670.000 krónur. Lægsta boð var frá Firði sf., 2.994.900 krónur. Jón Kristjánsson Blönduósi bauð 3.812.300 en Króksverk 3.788.170. Vegagerðin: Tilboð í Siglufjarðar veg og Vesturlandsveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.