Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Tekjurnar
og landshlutarnir
Umræður um stöðu ein-
stakra landshluta og höf-
uðborgarinnar hafa jafnan verið
miklar. Er oft látið eins og val-
ið standi á milli þess, að allir
búi í þéttbýli og þá helst á höf-
uðborgarsvæðinu eða dreifbýli.
Þetta er í rauninni ekkert val.
ísland er ekki byggt nema fólk
búi í landinu öllu. Engir, hvorki
stjómmálaflokkar né aðrir, hafa
á stefnuskrá sinni að hverfa að
einhverri stefnu, sem miðar að
því að gera landið óbyggilegt
utan höfuðborgarinnar. Raunar
má velta fyrir sér, hvort málum
væri ekki þannig komið fyrir
löngu, ef landið sjálft og hafíð
umhverfís það byði ekki upp á
annað. Lengi hefur verið talað
á þann veg, að ísland sé á mörk-
um hins byggilega heims. Full-
yrðingar um þetta heyrast æ
sjaldnar, enda er fráleitt að
nota þær um samfélag, er býður
upp á lífskjör, sem em á við
hið besta í heiminum.
í Morgunblaðinu í gær birtist
frétt þess efnis, að hæstu með-
altekjur í landinu á síðasta ári
hefðu verið í Vestmannaeyjum.
Sú staðreynd, að fyrir fímmtán
árum vorum við í vafa um, hvort
nokkum tíma yrði unnt að búa
í Vestmannaeyjum framar eftir
eldgosið þar, ætti að vera okkur
góð áminning um hverfulleik-
ann og nauðsyn þess að varast
alhæfíngar, þegar afkoma og
staða einstakra byggðarlaga er
til umræðu. Þótt illa ári fyrri
hluta ársins 1988, þarf það ekki
að vera til marks um að hið
sama verði uppi á teningnum á
næsta ári eða eftir tíu eða
fímmtán ár. Líta verður á hlut-
ina í stærra samhengi en svo
að halda að allt sé glatað, þótt
halli undan fæti um skeið.
Þær tölur, sem birtust hér í
blaðinu í gær, sýna, að hæstu
tekjur einstaklinga á síðasta ári
voru í Vestmannaeyjum eða 991
þúsund krónur, næst kom Vest-
urland með 932 þúsund krónur,
í þriðja sæti voru Vestfirðir með
925 þúsund krónur og í fjórða
sæti Reykjavík með 872 þúsund
krónur. Að sjálfsögðu er hér um
meðaltalstölur að ræða og mun-
urinn á milli þeirra sem fá hæstu
launin og hinna kemur meðal
annars fram, þegar litið er til
þess, að á Vesturlandi voru
meðaltekjur eiginmanna eða
einhleypra hæstar eða kr. 1.280
þúsund en tekjur eiginkvenna
að meðaltali kr. 441 þúsund.
Hvað sem samanburði milli
einstakra launþega líður er hitt
ljóst, að ekki er einhlítt að bera
saman launalqor úti á lands-
byggðinni og í höfuðborginni,
þegar rætt er um muninn á
milli þéttbýlis og dreifbýlis.
Halli á landsbyggðina og vilji
fólk flytjast þaðan hefur það
einnig annað í huga en kaup
og kjör. í þeirri úttekt sem nú
er unnið að á vegum Byggða-
stofnunar samkvæmt tilmælum
forsætisráðherra á stöðunni í
byggðamálum þarf að líta til
allra þeirra þátta, sem til álita
koma þegar rætt er um þessi
mál. I stuttu máli sagt er
beinlínis hættulegt að jarðvegur
skapist fyrir tortryggni milli
þéttbýlis og dreifbýlis. Sé svo
að tortryggnin eigi rætur að
rekja til misskilnings á íjár-
hagslegri afkomu ætti að vera
auðvelt að uppræta hana. Séu
aðrar ástæður fyrir henni þarf
að fínna þær og jafnframt ráð
til úrbóta.
Ungafólkið
og umferðin
Asgeir Pétursson, bæjarfóg-
eti í Kópavogi, ritaði grein
í Morgunblaðið sl. laugardag og
varpaði fram athyglisverðri
hugmynd um leiðir til að bæta
umferðarmenningu þjóðarinnar.
f stuttu máli er hún í því fólgin,
að ungmennum verði falið að
leita leiða út úr vandanum með
okkur hinum. Þeim verði gefínn
kostur á einhveiju frumkvæði.
Leggur Asgeir til að stofnuð
verði félög ökumanna á aldrin-
um 17-25 ára, sem stuðli að
bættri umferðarmenningu. í lok
greinar sinnar vísar hann til
alvarlegra umferðarslysa og
segin
„Hvað getum við gert til þess
að draga úr þessum áföllum?
Hægt væri að hugsa sér að
framhaldsskólamir á höfuð-
borgarsvæðinu skipuðu undir-
búningsnefnd í samvinnu við
yfírvöld. Fé jnrði að fást úr opin-
berum sjóðum til þess að koma
þessu í verk, a.m.k. fyrsta
áfangann. Það hefur hvað sem
öðru líður verði skipuð nefnd
af minna tilefni."
Morgunblaðið tekur undir
þessi orð og hvetur yfírvöld
umferðarmála og þá er hyggja
að öryggi í umferðinni til að
veita þeim vinsamlega athygli.
Forsetinn er mjög dáður af bæj-
arbúum og þegar þeir tala um hann
er eins og þeir séu að tala um ná-
inn vin eða einn úr fjölskyldunni.
„Hann er mjög einlægur og tilfmn-
inganæmur. Hann hefur ekkert
breyst sfðan hann varð forseti," 1 '
segir fyrrverandi ritari hans.
„Ég var byijuð að vinna héma
löngu áður en þú fæddist og þekki
Fran<;ois vel,“ sagði ræstingakonan
í ráðhúsinu. „Hann er mjög einlæg-
ur og talar við alla. Það fínnst öllum
vænt um hann."
Óeirðaseggur í
kosningastjórn
Mitterrand hefur ennþá mikil
samskipti við Niévre. Kosninga-
stjóri hans er Pierre Berégovoy,
borgarstjóri Nevers, sem er höfuð-
borg héraðsins. Berégovoy var fjár-
málaráðherra í stjómartíð sósíalista
og er talinn einna líklegastur til
þess að verða valinn forsætisráð-
herra ef Mitterrand nær endur-
kjöri. Það sem vakti þó mesta at-
hygli þegar Mitterrand valdi kosn-
ingastjóm sína er að í henni átti
sæti Isabelle Thomas sem var í for-
ystu fyrir mótmælum námsmanna
gegn lagabreytingum á mennta-
kerfínu, sem stjóm Chiracs reyndi
að koma í gegnum þingið árið 1986.
Isabelle Thomas þurfti þó að láta
þar af störfum þar sem hún þótti
of flokkspólitísk en mótmælin áttu
að vera ópólitísk. Þess má geta að
sá sem tók við af henni sem forystu-
maður hreyfíngarinnar var einn
kosningastjóra óháða kommúnist-
ans Piérres Juquins í fyrri umferð
forsetakosninganna.
Hvað veldur því áhugaleysi um
kosningamar sem skoðanakannanir
benda til að ríki meðal franskra
ungmenna? „Ég er ekki sammála
því að frönsk ungmenni séu áhuga-
lítil um stjómmál. Hinar stóru
hreyfíngar sem þau hafa myndað á
síðustu árum benda til annars. Ég
nefni til dæmis hreyfínguna gegn
kynþáttahatri og gegn úrvali í há-
skólum. Það er mikilvægt að fólk
taki þátt í stjómmálum og hafí
áhrif á gang mála með því að láta
í ljós skoðun sína. Skoðanakannan-
ir benda til þess að flest ungmenni
ætli að kjósa en þetta em erfiðar
kosningar fyrir ungt fólk. Valið
stendur á milli tveggja samfélaga
á mjög erfiðu tímabili, þetta eru
kosningar um vonina.“
Hvað hefur Mitterrand fram að
færa sem höfðar til ungs fólks?
„Hann mun grípa til raunveru-
legra aðgerða á mikilvægum svið-
um. Hann mun beijast gegn félags-
legri útskúfun, auka félagslegt ör-
yggi og tryggja atvinnuleysingjum
fastar mánaðarlegar tekjur."
Isabelle sagði allar hugsanlegar
aðferðir vera notaðar til þess að
ná til kjósenda. „Við höldum opna
fundi, tökum þátt í hljómleikum,
kappræðufundum, og rífumst um
stjómmál á kaffíhúsum." Hún taldi
ekki að það væri réttmæt gagnrýni
sem hefði stundum heyrst að kosn-
ingabaráttan væri orðin of „amerík-
aniseruð". Kosningabarátta væri
alltaf að vissu leyti leiksýning en
leiksýningin væri ekki grundvallar-
atriðið. „I Frakklandi er það mál-
efnagrunnurinn sem skiptir mestu
máli. Baráttan hefur verið mjög
hefðbundin allt frá frönsku bylting-
unni 1789 að því leytinu til að tvær
andstæðar fylkingar, ein framfara-
sinnuð og hin afturhaldssinnuð,
takast hart á.“
En er það ekki svolítið skrýtin
tilfinning að vera mjög ungur kosn-
ingastjóri fyrir elsta frambjóðand-
ann?
„Það er alltaf sama grundvallar-
stefíð í stjómmálabaráttu og mál-
efnin ráða afstöðu manns. Málefnið
sem tekist er á um í þessum kosn-
ingum er framtíðin. Að byggja upp
Evrópu, afvopnun, starfsþjálfun og
menntun, rannsóknastarf, þróunar-
aðstoð og aðstoð við þá sem hafa
orðið undir í lífínu. Allt þetta varð-
ar framtíðina."
Texti og myndir: Steingrimur
Sigurgeirsson
Hkm ódauðlegí
Mitterrand
LA FRANCE UNIE, sameinað Frakkland, hefur verið slagorð Franp-
ois Mitterrands, Frakklandsforseta, í kosningabaráttunni fyrir
frönsku forsetakosningarnar. Mitterrand virðist líka ætla að takast
að sameina meirihluta þjóðarinnar til fylgis við framboð sitt. Hinar
miklu vinsældir Mitterrands eru mjög sérstakar. Árið 1984, þegar
sósialistar höfðu verið við völd í þijú ár, sýndu skoðanakannanir að
einungis 25% Frakka báru traust til forsetans, sem er minnsti stuðn-
ingur sem nokkur forseti í 30 ára sögu fimmta lýðveldisins hefur
notið. Síðan áttu mörg hneykslismál eftir að sigla í kjölfarið. Sala á
vopnum til írans, hiyðjuverk Action Directe-manna sem Mitterrand
hafði náðað og ekki síst hin mikla niðurlæging sem forsetinn þurfti
að þola eftir að í Ijós kom að ríkisstjórn hans bar ábyrgð á því að
franska leyniþjónustan hafði sökkt skipi Grænfriðunga í höfn á
Nýja-Sjálandi. Þrátt fyrir allt þetta og fleira virðist nú fátt geta
stöðvað það að Mitterrand verði endurkjörinn á sunnudaginn og fái
þar með nýtt sjö ára kjörtímabil. Forseiinn hefur i skoðanakönnunum
haft allt að tíu prósentustiga forskot á keppinaut sinn Jacques Chirac,
forsætisráðherra. Frelsun gíslanna í Líbanon og Nýju Kaledóníu á
eflaust eftir að koma Chirac tíl góða en tíminn er knappur og for-
skot forsetans mikið.
forsetinn situr, yfír Signu til Mat-
ignon, þar sem forsætisráðherrann
hefur aðsetur. Forsetinn hafði enn-
þá nokkur völd við mótun utanrík-
is- og vamarstefnu og einnig til
þess að leysa upp þingið. Hann
hefur þó ekkert úrslitavald varðandi
lagasetningu og gat Mitterrand því
ekki hindrað stjóm Chiracs í störf-
um. En þá gerðist undrið. Mitterr-
and sem árið 1984 hafði verið óvin-
sælasti forseti fímmta lýðveldisins
frá upphafi fór að byggja upp lands-
föðurímynd sína. Vinsældir hans
fóru að vaxa á ný og hann varð
tonton, frændi, allrar þjóðarinnar.
Eftir því sem nær dró kosningum
urðu þær raddir háværari sem
kröfðust þess að forsetinn gæfí
kost á sér til endurkjörs. Mitterrand
hafði sjálfur sagt að hann myndi
ekki gefa kost á sér nema aðstæður
væru varasamar þar sem hann hefði
hug á að skrifa endurminningar
sínar og njóta ellinnar með bama-
bömunum. En eftir því sem meira
var rætt um hugsanlegt framboð
Mitterrands sveipaði hann sig meiri
dulúð. Helstu andstæðingar hans,
þeir Chirac og Barre, höfðu fyrir
löngu sagst ætla að vera í fram-
boði og Chirac gerði framboð sitt
opinbert 16. janúar síðastliðinn og
Barre 2. febrúar. Þögn forsetans
einkenndi kosningabaráttuna fram-
an af og afvopnaði algjörlega and-
stæðinga hans. Þeir höfðu engan
andstæðing til þess að beijast gegn
og beindist athyglin því í æ ríkara
mæli að innanbúðarágreiningi með-
al hægri manna. Það var ekki fyrr
en 22. mars sem Mitterrand gerði
það opinbert að hann gæfí kost á
sér til endurkjörs og hóf kosninga-
baráttu sína undir kjörorðinu „Sam-
einað Frakkland". Og vissulega
getur forsetinn framar öðmm
stjómmálamönnum sett sig í sam-
einingarstellingar. Hann hefur á
undanfömum sjö ámm stjómað
með kommúnistum, hægrimönnum
og sósíalistum einum sér.
Ég er sósíalisti!
Frangois Mitterrand fæddist í
bænum Charente 26. október 1916.
Foreldrar hans vom borgaralega
sinnaðir en lítið var rætt um stjóm-
mál á æskuheimili Mitterrands og
það var ekki fyrr en við tuttugu
ára aldur að hann fór að hafa af-
skipti af þeim. Mitterrand var í
æsku viðriðinn öfgaflokka á hægri
kantinum en snerist síðar til vinstri.
Hann tók þátt í síðari heimsstyijöld-
inni, var handtekinn af Þjóðveijum,
en tókst að flýja. Það sem eftir var
af stríðinu starfaði Mitterrand í
andspymuhreyfíngunni og þar hitti
hann núverandi eiginkonu sína
Danielle.
30 ára á þing
Skömmu eftir stríð, í október
1946, var hann kjörinn á þing í
fyrsta sinn fyrir kjördæmið Niévre
í Búrgúndí-héraði, þá 30 ára gam-
all. í janúar 1947 fékk hann síðan
sitt fyrsta ráðherraembætti. Mit-
terrand hefur alls gegnt ellefu ráð-
herraembættum og var á sínum
tíma helsti andstaeðingur de Gaulles
hershöfðingja. Hann hafði tvisvar
tekið þátt í forsetakosningum áður
en hann náði kjöri árið 1981. Árið
1965 gegn de Gaulle fékk hann
44,8% atkvæða í síðari umferð
kosninganna og árið 1974 49,2%
gegn Giscard d’Estaing. 10 maí
1981 var síðan Mitterrand kosinn
forseti, 64 ára gamall, eftir að hafa
unnið Giscard, frambjóðanda hægri
manna.
Sósíalistar unnu einnig þing-
kosningamar í júní sama ár og
mynduðu ríkisstjóm undir forsæti
Pierres Mauroys. Þeir tóku síðan
til við að framkvæma þær miklu
breytingar sem þeir höfðu lofað
kjósendum fyrir kosningar. Fyrir-
tæki vou þjóðnýtt, útgjöld ríkisins
til margvíslegra málefna vom aukin
og efnahagsmálin fóm í vaskinn.
Raunvemleikinn varð að lokum
draumunum yfírsterkari og í mars
1983 var skipt um efnahagsstefnu
og tekið til við svipaðar aðferðir og
gert hafði síðustu ríkisstjóm hægri-
manna, undir forsæti Raymonds
Barres, óvinsæla.
Ríkisstjómin sprakk vegna
ágreinings um efnahagsmál árið
1984 og var mynduð ný ríkisstjóm
undir forsæti tæknikratans Laur-
ents Fabius. Kommúnistar neituðu
að taka þátt í þessari stjóm og
vom því sósíalistar einir við stjóm-
völinn það sem eftir var kjörtíma-
bilsins.
Hægrimenn unnu þingkosning-
amar árið 1986 og þurfti Mitterr-
and að bíta í það súra epii að skipa
ný-gaullistann Jacques Chirac for-
sætisráðherra. Forsetinn hafði þar
með verið vængstýfður. Völdin
færðust frá Elyseé-höllinni, þar sem
Barátta Mitterrands nú hefur í
flestu verið frábmgðin baráttu hans
árið 1981. Þá töluðu sósíalistar um
að breyta samfélaginu en nú minn-
ist Mitterrand ekki á sósíalisma og
kosningaplaköt hans em dökkblá!
Var því fagnað sérstaklega á kosn-
ingafundi um helgina, 1. maí, þegar
Mitterrand hrópaði: Ég er sósíalisti!
Samstaða um helstu málefni hef-
ur líka verið það sem einkennt hef-
ur kosningamar fram að þessu.
Ágreiningur þeirra Mitterrands,
Chiracs og Barres hefur ekki verið
um grandvallaratriði heldur auka-
atriði. Þessi samstaða frambjóðend-
anna og 70% kjósenda í fyrri um-
ferð kosninganna er líklega það
FranQois Mitterrand
merkasta við þessar kosningar. Þær
em þær fyrstu í sögu fímmta lýð-
veldisins þar sem sósíalismi hefur
ekki verið til umræðu enda benda
allar skoðanakannanir til þess að
Frakkar vilji halda áfram á þeirri
braut sem þeir em á. Ef Mitterrand
hefði rekið kosningabaráttu sína á
svipuðum nótum og 1981 telja flest-
ir að hann hefði tapað.
Það er því ekki von á neinum
gmndvallar stefnubreytingum ef
Mitterrand fer með sigur af hólmi
á sunnudaginn, jafnvel hefur verið
tal um að næði hann kjöri yrði
mynduð ríkisstjóm undir forsæti
miðju- eða hægrimanns. Jacques
Chirac, forsætisráðherra, og keppi-
nautur Mitterrands um forsetaemb-
ættið hefur lýst því yfír að hann
muni segja af sér sem forsætisráð-
herra vinni Mitterrand kosningam-
ar. Mitterrand hefur því tvo kosti.
Annarsvegar að reyna að ná sam-
komulagi um myndun nýrrar ríkis-
stjómar og mynda nýjan meirihluta
á þingi eða þá að ijúfa þing og
efna til nýrra kosninga. Þó að hann
veldi síðari kostinn er ólíklegt að
skipan þingsins myndi breytast
mikið frá því sem nú er. Það er því
nauðsynlegt fyrir Mitterrand að fá
stuðning þingmanna úr röðum nú-
verandi meirihluta og er helst horft
til kristilegra demókrata úr röðum
UDF. Spennan innan flokkabanda-
lagsins UDF hefur reyndar aukist
til muna eftir fyrri umferð kosning-
anna og má allt eins búast við ein-
hverri breytingu á flokkaskipan á
hægri vængnum. Til þess að hægt
yrði að mynda nýjan þingmeirihluta
þyrfti Mitterrand að koma vemlega
til móts við hugsanlega samstarfs-
aðila og er eins og áður sagði jafn-
vel talið líklegt að forsætisráðherra
slíkrar stjómar yrði ekki úr röðum
sósfalista.
Eins og áður hefur komið fram
var síðasta ríkisstjóm sósfalistá far-
in að grípa til „gömlu góðu íhalds-
ráðanna“ f efnahagsmálum á síðari
hluta starfsferils síns og einnig í
vamar- og öiyggismálum hefur
Mitterrand átt samleið með hægri-
mönnum — hingað til. Hann var til
dæmis einn helsti stuðningsmaður
þess að Bandaríkjamenn settu upp
meðaldrægar Pershing-eldflaugar í
Vestur-Evrópu árið 1983 til mót-
vægis við SS-20 flaugar Sovét-
manna. „Eldflaugarnar em fyrir
austan jámtjald en friðarsinnamir
fyrir vestan," sagði Mitterrand á
sínum tfma.
Forsetinn hefur þó mildað af-
stöðu sína upp á síðkastið og lagt
mikla áherslu á nauðsyn afvopnun-
ar í kosningabaráttunni. Hann hef-
ur lýst sig hlynntan samkomulagi
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
um útrýmingu meðaldrægra eld-
flauga í Evrópu en margir franskir
stjómmálamenn hafa haft uppi efa-
semdir um ágæti þess og talið það
hættulegt öryggi Vestur-Evrópu ef
ekki komi til vemlegur niðurskurð-
ur á hefðbundnum herafla Sov-
étríkjanna. Einnig er talið líklegt
að Mitterrand muni íhuga að hætta
við hina skammdrægu Hades eld-
flaug Frakka, verði hann endurkjör-
inn, en hún á að vera komin í gagn-
ið árið 1992.
Áhyggjiir af aldrinum
Persóna Mitterrands er hálfgerð
ráðgáta. Þó að hann sé tonton allr-
ar þjóðarinnar þorir enginn af sam-
starfsmönnum hans að nota það
orð, hann er le président. Forsetinn
þérar ávallt starfsmenn sína og
samskipti em öll mjög formleg.
Mitterrand hefur aldrei verið maður
hinna stóm orða og yfirlýsinga.
Hann kýs að þegja og bíða, láta
andstæðinga sína tala og aðhafast
og nýta sér í hag mistök þeirra.
Hann er slægari en flestir stjóm-
málamenn og rúmlega fjögurra ára-
tuga reynsla hans af stjómmálum
gerir hann að mjög erfíðum and-
stæðingi. Hann er sjálfur sagður
hafa mestar áhyggjur af aldrinum.
Mitterrand er nú 71 árs og yrði 78
í lok nýs kjörtímabils. Frakkar tala
um „Reagan einkennið" og óttast
margir að vinsældir forsetans og
skarpskyggni muni fara minnkandi
á öðm kjörtímabili. Forsetinn hefur
líka verið minntur á að árið 1965,
þegar hann barðist um forsetaemb-
ættið við de Gaulle, sagði hann að
75 ára gamall maður gæti ekki
stjómað landinu sómasamlega.
En af hveiju gaf hann þá kost á
sér nú? Margar ástæður hafa verið
nefndar. í fyrsta lagi er hann eini
sósíalistinn sem hefði hugsanlega
getað unnið þessar kosningar. Mic-
hel Rocard, fyrmm landbúnaðar-
ráðherra, var búinn að lýsa því yfír
að hann yrði frambjóðandi ef forset-
inn gæfí ekki kost á sér, en vinsæld-
ir hans em ekki sambærilegar við
vinsældir Mitterrands. Ósigur í
þessum kosningum yrði mjög ör-
lagaríkur fyrir sósíalista og gæti
haft í för með sér klofning flokks-
ins. Það var því mikill þrýstingur
innan frá að Mitterrand yfírgæfí
ekki flokkinn þegar mest lægi á og
Sósíalistaflokkurinn hefði líklega
fengið hjartaáfall ef Mitterrand
hefði sagt nei. Forsetanum er líka
ljúft að hefna sín fyrir ósigurinn í
þingkosningunum 1986 og þá nið-
urlægingu að vera í Elyseé án valda.
En Mitterrand er og verður ráð-
gáta enda hefur hann oft verið
kallaður „sfinxinn". Það er fátt sem
hann hefíir ekki gert á stjórnmála-
ferli sínum og vissulega hefur hann
sínar skuggahliðar. Arið 1959 réð
hann til dæmis mann til þess að
setja á svið banatilræði gegn sér.
Hann hagnaðist vel í innanflokks-
átökum, fyrst í stað, vegna þeirrar
athygli og samúðar sem hann fékk
Chateau-Chinon.
Isabelle Thomas
í kjölfar tilræðisins en komst aftur
á móti í hann krappan þegar fjöl-
miðlar komust í málið.
Bæjarstjórinn Mitterrand
Það er kannski einkennandi fyrir
Mitterrand að á meðan helstu and-
stæðingar hans í fyrri umferð kosn-
inganna, þeir Chirac og Barre, vom
borgarstjórar tveggja stærstu
borga Frakklands, Chirac í París
og Barre í Lyon, þá var hann sjálf-
ur bæjarstjóri í smábænum Chat-
eau-Chinon, frá 1959 þar til hann
varð forseti árið 1981. Chateau-
Chinon er 3.500 manna bær, í kjör
dæminu Niévre í hjarta Búrgúndí
og stendur fallega uppi á hæð.
Héraðið í kringum bæinn er ekki
mjög ríkt þó ekki sé hægt að segja
að þama sé fátækt ríkjandi, nær
sanni væri að segja að iðnbyltingin
hefði ekki hafíð innreið sína ennþá.
Vestan við bæinn er láglendi og
landbúnaður, þar em nautgripir
helsta kvikfé, en þegar ekið er aust-
ur fyrir Chateau-Chinon taka við
skógi vaxnar hæðir enda hafa
bændur helst tekjur af tijárækt.
Þegar ekið er að bænum sést
strax að yfírbragð er annað en ef
um venjulegan smábæ væri að
ræða. Vegurinn að Chateau-Chinon
á lítið sameiginlegt með vegum að
bæjum af svipaðri stærð annars
staðar í Frakklandi og minnir frek-
ar á þjóðvegi milli stærri borga.
Fólk í nágrenninu kallar hann „for-
setaveginn" enda lét Mitterrand
gera hann fyrir sig eftir að hann
náði kjöri til þess að forsetinn og
fylgdarlið hans ættu greiða leið að
Chateau-Chinon frá París.
Mitterrand var bæjarstjóri í
Chateau-Chinon í 22 ár og er enn
mjög tengdur bænum og því fólki
sem þar býr. „Hann hefur náið sam-
Ráðhúsið í Chateau-Chinon þar sem Mitterrand var bæjarstjóri á
árunum 1959-1981.
band við bæinn og kemur hingað
4-5 sinnum á ári,“ segir Rene Pi-
erre Signé, flokksbróðir og góðvinur
Mitterrands, öldungadeildarþing-
maður, sem verið hefur bæjarstjóri
frá því Mitterrand lét af störfum
árið 1981 til þess að gegna forseta-
embættinu. „Þegar hann kemur
leggur hann mikla áherslu á að
hitta fólkið og fer í gönguferðir um
bæinn," heldur Signé áfram. „Þeg-
ar hans er þörf hér er hægt að ná
í hann.“
Þegar ég hitti Signé var mikið
um að vera í bænum og þá sér í lagi
í ráðhúsinu, enda daginn fyrir kosn-
ingar. Mitterrand kýs í bænum og
hefur haft það fyrir venju að eyða
kosningadeginum í Chateau-Chin-
on. Kjörfundur krefst því töluvert
meiri undirbúnings héma heldur en
í öðmm bæjum af sambærilegri
stærð. En hvaða áhrif hafa svona
tíðar forsetaheimsóknir á þennan
litla bæ? „Auðvitað setur þetta allt
á annan endann," segir Signé. „Það
er ekki bara forsetinn sem kemur
heldur fjöldinn allur af blaðamönn-
um, öryggisvörðum og embættis-
mönnum ef um opinbera heimsókn
er að ræða. Morgundagurinn er
mjög sérstakur. Mitterrand kemur
hingað sem venjulegur borgari en
vegna kosninganna verður meira
af blaðamönnum en venjulega og
minna um öryggisgæslu."
Þegar hann er spurður um það
markverðasta úr ferli Mitterrands
sem bæjarstjóra segir Signé hann
hafa gjörbreytt bænum. „í stjóm-
artíð Mitterrands stækkaði bærinn
vemlega og það urðu miklar fram-
farir til dæmis á sviði skóla-, hjúkr-
unar- og íþróttamála. Mitterrand
var mjög vinsæll bæjarstjóri og
ávallt endurkjörinn með yfírgnæf-
andi meirihluta. Það var þó ekki
það sem varðaði leið hans að
Elyseé-höllinni heldur perónulegir
hæfíleikar hans.“
Breyttar baráttuaðferðir
Með hvaða orðum myndir þú lýsá
forsetanum sem persónu? „Hann
er tillitssamur, örlátur, gáfaður og
framsýnn. Það er auðvitað undra-
vert að svona lítill bær skuli hafa
getið af sér forseta lýðveldisins.”
En hefur hann hvikað frá sósíal-
ismanum á síðustu ámm? „Mitterr-
and hefur aldrei verið harðlínu sós-
íalisti og það er óbreytt ennþá.
Hann hefur kannski helst breytt
um aðferðir upp á síðkastið. Hingað
til hefur hann höfðað til kjósenda
á vinstri vængnum en forsetinn tel-
ur að hann geti fengið fleiri til liðs
við sig sem hafa sömu viðhorf og
hann. Fyrir árið 1981 töldu margir
að vinstri menn væm ófærir um
að stjóma landinu en það hefur
síðan verið afsannað."
IKONS
Í.OIN
\1B11- _