Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
3
Skoðunargjald
skípa fimmfaldað
SKOÐUNARGJALD skipa og
báta var allt að fimmfaldað um
síðustu áramót. Gjaldið er nú
53.000 krónur fyrir 500-1600
brúttórúmlesta skip, en nam
áður 9.000 krónum. Þá þurfa
eigendur smábáta að greiða
allt að 10.000 krónum fyrir
skoðun þeirra. Tekjur af skoð-
unargjaldinu renna í ríkissjóð,
en hækkunin mun vera liður í
þeirri viðleitni að rekstur rikis-
stofnana standi undir sér.
Að sögn Hjartar Magnússonar
hjá Tollstjóraembættinu er skoð-
unargjald báta miðað við lengd.
Ef báturinn er styttri en 8 metrar
nemur gjaldið nú 5.500 krónum
en var 1.875 krónur áður. Hækk-
unin nemur 193%. Fyrir átta til
fímmtán metra langa báta er
gjaldið 10.000 krónur, rúmum
helmingi meira en áður.
Skoðunargjald skipa er miðað
við brúttólestir. Tveir flokkar eru
í gildi eftir því hvort skipið er í
„flokkunarfélagi", svo sem Lloyds
eða Veritas, eða ekki. Munurinn
er 60-70% að jafnaði, flokkunar-
félögunum í vil. Af skipi, sem er
á bilinu 500-1600 brúttólestir að
stærð, er til dæmis greitt 88.000
krónur í skoðunargjald, sé það
ekki skráð í flokkunarfélagi.
Um áramót var vitagjald
hækkað úr 46 krónum í 61 krónu
á brúttólest. Ef dæmi er tekið um
3000 lesta skip nemur gjaldið
186.000 krónum. Við það bætist
57.000 krónu skoðunargjald.
Þá er enn í gildi svo nefnt lest-
argjald sem hefur ekki hækkað
síðan árið 1960. Það nemur 9
aurum á lest eða 270 krónum
fyrir fragtskip af þessari stærð.
Heildartekjur ríkissjóðs af lestar-
gjaldi alls íslenska flotans ná
tæplega 20.000 krónum í ár, að
sögn Hjartar.
Frá uppboði á Fiskmarkaði Suðurnesja i gær.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Verðhrun á fiskmörkuðum
vegna aukins framboðs
„VEGNA manneklu virðist fisk-
vinnslan ekki vera tilbúin að taka
við þvi mikla framboði á fiski
sem verið hefur undanfarið því
fiskverðið á mörkuðunum hefur
lækkað töluvert vegna aukins
framboðs,“ sagði Einar Sveins-
son, framkvæmdastjóri fisk-
markaðarins i Hafnarfirði í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Fiskvinnslan virðist heldur ekki
Aprflmánuður mjög
kaldur en sólríkur
Aprílmánuður var mjög kaldur
um allt land og sá fjórði kaldasti
á öldinni á Akureyri, að sögn
Öddu Báru Sigfúsdóttur, veður-
fræðings.
• í Reykjavík var meðalhitinn 0,6
gráður, sem er 2,7 gráðum undir
meðaltali áranna 1951-’80, en á
Akureyri var meðalhitinn -1,8 gráð-
ur, sem er 3,5 gráðum undir meðal-
lagi. Árið 1983 var apríl kaldari en
nú, en að því ári slepptu þarf að
fara aftur til 1953 til að finna ann-
an eins kulda í þessum mánuði.
Úrkoma var mjög lítil í
Reykjavík, aðeins 22 millimetrar,
sem er 40% af meðalúrkomu. Hins
vegar kjmgdi niður snjó á Akureyri
og mældist úrkoma þar 56 mm, sem
er 85% umfram meðaltal.
Sólin skein í 190 stundir fyrir
höfuðborgarbúa, eða 50 stundum
meira en í meðalapríl, og f höfuð-
stað Norðurlands mældust sólskins-
stundir 149, sem eru 30 stundir
yfír meðallagi. Sólríkasti staður
landsins var Hveravellir með 215
sólskinsstundir í apríl, sem er það
mesta frá upphafi mælinga árið
1966.
vera tilbúin að greiða eins hátt verð
og áður fyrir fískinn á mörkuðunum
vegna verðlækkana undanfarið,
bæði á frystum físki og söltuðum,"
sagði Einar. Á fiskmarkaðinum í
Hafnarfirði voru m.a. seld um 59
tonn af karfa sl. þriðjudag fyrir
7,52 króna meðalverð og um 8 tonn
af þorski fyrir 35,80 króna meðal-
verð. „Þetta verð fyrir karfann er
mjög lágt en hann var hins vegar
mjög smár og því var mikið af hon-
um ekki vinnsluhæft. Aftur á móti
er 36 króna meðalverð fyrir þorsk
ágætt miðað við markaðsaðstæður
en ég seldi hins vegar togaraþorsk
fyrir 42 krónur kílóið fyrir hálfum
mánuði," sagði Einar.
Á Faxamarkaði voru m.a. seld
um 48,5 tonn af þorski sl. miðviku-
dag fyrir 26,97 króna meðalverð
og um 17 tonn af þorski í gær fyr-
ir 29,71 króna meðalverð. „Þorsk-
urinn, sem við höfum verið að selja
undanfarið, hefur verið frekar
smár, eða um 1,8 kg., og á sama
tíma hafa móttökur frystihúsanna
verið troðfullar af fiski, þannig að
menn hafa ekki verið að hlaupa
eftir fískinum hjá okkur,“ sagði
Bjami Thors, framkvæmdastjóri
Faxamarkaðar hf., í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Ef ekki verður dregið úr veiðum,
á meðan ekki má flytja út físk í
gámum, eins og t.d. 9. til 16. maí
nk., hlýtur verðið á fiskmörkuðun-
um hér að lækka vegna aukins
framboðs. Kvótinn er hins vegar
það dýrmætur að menn hljóta að
draga úr veiðunum," sagði Bjami.
Sjá Fiskverð á uppboðsmörk-
uðum á blaðsíðu 34.
Skák:
Margeiri boðið á heims-
bikarmót Stöðvar 2
MARGEIRI Péturssyni hefur
verið boðið að taka þátt í' 3.
heimsbikarskákmóti Stórmeist-
arasambandsins sem Stöð 2
stendur fyrir hér á landi í októ-
ber nk. Jóhann Hjartarson verð-
ur einnig meðal þátttakenda en
að auki keppa 17 af sterkustu
skákmönnum heims á mótinu,
þar á meðal heimsmeistarinn
Garrí Kasparov.
Alls em haldin 6 heimsbikarmót
á þessu og næsta ári og er einu
þeirra lokið. Tæplega 30 stórmeist-
arar hafa rétt til þátttöku á mótun-
um og verða þeir að taka þátt í að
minnsta kosti fjórum þeirra. Sá sem
bestum árangri nær úr þremur
mótum af fjórum telst heimsbikar-
hafi.
Jóhann Hjartarson er eini íslend-
ingurinn sem hefur rétt til þátttöku
í aðalkeppninni en Margeir keppir
sem gestur á mótinu í haust.
Ökuhraði:
1.635 öku-
menn kærðir
á þessu ári
Alls hafa 220 ökumenn verið
sviptir ökuréttindum fyrir of
hraðan akstur frá því í septemb-
er siðastliðinn. Þar af hafa 174
verið sviptir á staðnum fyrir víta-
verðan akstur, það er á hraða
Evrópuráðið:
Gervilinettir nýttir í þágu
opins háskóla í Evrópu?
Hugmynd Ragnhildar Helgadóttur á ráðgjafarþinginu í Strassborg
ZUrich, frá Önnu Bjarnad&ttur, fréitaritara Morgunblaðains.
RAGNHILDUR Helgadottir, alþingismaður, lagði til í ræðu, sem hún
hélt á vorþingi Evrópuráðsins í Strassborg á miðvikudag, að Evrópu-
ráðið kannaði möguleika á því að gervihnettir verði notaðir í fram-
tíðinni til að koma á opnum háskóla í Evrópu. „Ég lagði til að ljós-
vakafjölmiðlar yrðu nýttir til fjarkennslu innan Evrópu í fram-
tiðinni," sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið. „Breskur þing-
maður tók í sama streng og ég, en ég veit ekki hver skoðun meiri-
hluta þingsins er. En ég tel að Evrópuráðið sé kjörinn vettvangur
til að kanna möguleika á auknu samstarfi Evrópuþjóða á sviði fjar-
kennslu."
Ragnhildur er formaður íslensku
sendinefndarinnar á þinginu. Hún
var kjörin einn af varaforsetum
þess í upphafi þings og mun gegna
því embætti þegar Evrópuráðið
heldur upp á 40 ára afmæli sitt
næsta haust.
Ragnhildur kvaddi sér hljóðs í
umræðum um menningar- og
menntamál. Hún lagði áherslu á
mikilvægi Evrópuráðsins sem vett-
vangs þar sem Evrópuþjóðir innan
og utan Evrópubandalagsins koma
saman og leggja á ráðin um framtíð
þjóðanna. „Eg lagði meðal annars
til að Evrópuráðið beitti sér fyrir
auknu samstarfí háskóla þjóðanna
og nefndi Norðurlöndin sem dæmi
um þjóðir þar sem samstarf á sviði
menningar- og menntamála hefur
gengið vonum framar. Ég benti á
að það mætti líta á Norðurlöndin
sem eina menningarheild og koma
mætti á svo kölluðu norður-suður
samstarfí innan Evrópu á grund-
velli þess.“
Ráðgjafaþingið hefur þegar fjall-
að um flugsamgöngur og fjöl-
skyldumál en mun fjalla um fjöl-
miðla, utanríkismál og geimvísinda-
stefnu áður en því lýkur á föstu-
dag. Ragnhildur sagði að þing-
heimur hefði verið hlynntur aukinni
samkeppni í flugsamgöngum innan
Evrópu. „Það kom mér skemmti-
lega á óvart í skýrslu aðalritara
Evrópuráðsins um fjölskyldumál
hversu rík áhersla var lögð á mikil-
vægi einstaklingsins, fjölskyldunn-
ar og heimilisins," sagði Ragnhild-
ur. „Þar kom fram að það ætti að
taka tillit til reynslu við heimilis-
störf og bamauppeldi í umfjöllun
um einstaklinga og stuðla ætti að
auknu jafnrétti kynjanna."
Utanríkisráðherrafundur Evr-
ópuráðsins var haldinn í gær. Þar
var fjallað um ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs og rætt um samvinnu
austurs og vesturs. Steingrímur
Hermannsson sat fundinn fyrir ís-
lands hönd.
sem mældist frá 95 km hraða á
klukkustund upp í 156 km hraða.
Frá því um áramót hafa 1.635
ökumenn verið kærðir vegna
ökuhraða og þar af voru 70 svipt-
ir ökuleyfi.
Fjöldi kærðra ökumanna vegna
ökuhraða voru 566 í aprílmánuði
síðastliðnum þar af voru 15 sviptir
ökuleyfí. Á tímabilinu september
1987 til apríl 1988 voru flestar
sviptingar í september 1987 eða
samtals 74 sviptingar, í janúar sl.
vom þær 24, í febrúar 8 og í mars
sl. 23. í september 1987 vom 1.108
ökumenn kærðir vegna hraðaakst-
urs, en sá fyöldi fór niður í 602 í
október sl., og var 386 í mars en
fór svo upp í 566 í apríl eins og
áður segir.
Stykkishólmur:
Verslunarmenn
samþykktu
kjarasamning
Stykkishólmi.
VERSLUNARMENN í Verslun-
armannafélagi Stykkishólms
samþykktu nýgerða kjarasamn-
inga með 14 greiddum atkvæðum
á fundi í gær.
Árni.