Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
19
Herbergi eins dvalargesta heimilis Vemdar.
Það þarf stöðugt að
halda utan um þetta
Húsráðsmaður á heimili Verndar við Laugateiginn er Sigurjón
Jósepsson. Hann hefur gegnt þessu starfi síðan 1. október
1987. Morgunblaðið ræddi við hann um starf hans í tilefni af
vígslu heimilisins.
„Þetta er margþætt starf,“
sagði Sigurjón. „Ég tek á móti
mönnum og sem um húsaleiguna.
Svo sé ég um að húsreglur séu
haldnar, sem gengur yfirleitt vel.
Mikill hluti starfsins er að tala
við menn og það er mitt hlutverk
að halda uppi góðum anda í hópn-
um. Svo er mikið starf að hjálpa
þeim út í heiminn aftur.“
Sigurjón sagði starfið vera
ákaflega krefjandi, en ánægjulegt.
„Það þarf stöðugt að halda utan
um þetta."
Siguijón Jósepsson húsráðsmað-
ur á heimili Vemdar við Lauga-
teig.
„...eins og heimili“
dómsmálaráðuneytinu. Mörg fyr-
irtæki hafa veitt okkur góðan af-
slátt og jafnframt lánað okkur,
jafnvel allt upp í tvö ár, án vaxta.
Iðnaðarmenn hafa einnig lánað
okkur. Nú hvíla engin veðbönd á
húsinu nema frá Húsnæðisstofn-
un, við erum að komast yfir erfíð-
asta hjallann," sagði Jóna Gróa.
„Við erum ánægð með starfsem-
ina í dag, en auðvitað má alltaf
gera betur. Hér er mikill sam-
hugur með mönnum og ég veit
að starfíð hér hefur skilað miklum
árangri."
Við vígsluathöfnina sá séra Jón
Dalbú Hróbjartsson um helgi-
stund. Hann_ blessaði starfsemina
og heimilið. I lok helgistundarinn-
ar færði hann heimilinu að gjöf
biblíu og sálm.abók frá söfnuðin-
um.
Meðal gesta við athöfnina var
Þóra Einarsdóttir heiðursformað-
ur Vemdar. Þóra var fyrsti form-
aður samtakanna og leiddi starf
þeirra í tvo áratugi, frá 1960 til
1980. Þá tók við Hilmar heitinn
Helgson og gegndi formennsku
til 1982, að núverandi formaður,
Jóna Gróa Sigurðardóttir tók við.
Húsið við Laugateiginn er fjór-
ar hæðir. Á annarri hæð er eldhús
og borðstofa. Þar er framreidd
máltíð daglega og er hún innifalin
í húsaleigunni, sem er 15 þúsund
krónur á mánuði. í kjallara er
íbúð húsráðsmanns. Á þriðju hæð-
inni er rúmgóð setustofa.
Reglur hússins eru fáar og
skýrar. Þeir sem dvelja á heimilinu
þurfa að stunda vinnu eigi síðar
en mánuði eftir að þeir flytja inn,
nema sérstaklega standi á. Þá er
fjallað um það í húsnefnd. Heimil-
ismenn verða að stunda algjört
bindindi á alla vímugjafa og þeir
taka þátt í vikulegum húsfundi.
Að auki em reglur um að hver
heimilismaður sér um ákveðin
sameiginleg heimilisstörf og hirðir
um herbergi sitt.
Morgunblaðið ræddi við einn
heimilismanna á Laugateignum.
Hann hefur verið þar síðastliðna
tvo mánuði og hefur áður mis-
tekist að koma undir sig fótun-
um í lífinu. Hann var fyrst
spurður um hvaða þýðingu það
hefði fyrir hann að geta leitað
tíl heimilis Verndar.
„Þetta breytir miklu fyrir mig.
Núna til dæmis þegar ég kem úr
meðferð þá á ég ekki neitt. Ég á
ekki peninga og hef ekki rétt til
lána, af því að ég hef verið í tugt-
húsum líka. Ég hef ekki verið á
vinnumarkaðnum og þá er ekki
hægt að fara út í banka og fá lán
til að borga fyrir íbúð eða slíkt.
Maður á ekki neitt og þá er mjög
gott að geta komið hingað og byij-
að gönguna héma.
Þetta er bara svona eins og heim-
ili. Þú kemur bara héma inn og
getur farið í ísskápinn þegar þú
vilt og mallað þér sjálfur, ef þú viit.
Svo er félagsskapurinn stórt atriði,
því maður hefur rofnað úr öllum
félagslegum tengslum. Æskuvinina
þekkir maður varla á götu lengur
og óvíst að þeir vilji þekkja mann.
Það er svo mikils virði að hafa fé-
lagsskap og geta talast við, farið
saman í bíó, íþróttir og þess hátt-
ar. Ég hef sjálfur prófað að leigja
mér úti. Þá fann ég mikið til þess
að ég var einmana, ég einangrað-
ist. Hér fáum við mikinn stuðning
á meðan við erum að kynnast vinnu-
félögum og fólki smátt og smátt.“
Hefur þú trú á, að þetta geti
hjálpað þér að komast aftur í
takt við samfélagið?
„Já, ég er með það alveg á hreinu.
Menn hafa gert það. Menn hafa
komið og byggt sig upp hér, verið
hér í langan tíma og síðan farið út
í lífíð aftur. Aðrir hafa náð sér á
strik kannski eftir þijá mánuði. Svo
eru náttúrulega nokkrir sem ekki
meika það. Þeir koma kannski aft-
ur.
Sjálfur er ég að verða þrítugur
og ég hef aldrei borgað skatta fyrr
en nú. í fyrsta skipti í fyrra borg-
aði ég skatta, 188 krónur. Maður
hefur aldrei verið f vinnu, aldrei í
féiagsskap, aldrei frá því maður var
ungur komist í íþróttir eða annars
konar áhugamál.
Fyrr á árum var það til dæmis
ekki í myndinni hjá mér að vinna,
var bara í rugli. Síðustu tvö árin
hef ég verið í meðferð og núna er
ég í vinnu. Og mér fínnst vinnan
vera orðin stór þáttur í lífí mínu.
Ég get ekki hugsað mér að ganga
um göturnar án þess að vinna. Það
sýnir mér hvað viðhorf mín hafa
breyst gífurlega á þessum tíma.“
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar frá vinstri: Steinar Guðmundsson, Garðar Þorsteinsson, Hjörtur Hjálm-
arsson, sem fór úr stjórn eftir 40 ára starf og Ægir Hafberg sparisjóðsstjóri.
Sparisjóður Önundarfjarðar 70 ára
Gefur 700.000 eða 10.000 fyrir hvert starfsár
Flateyri.
SPARISJÓÐUR Önundarfjarðar
stunda, ef ekki gilda um þær
ákveðnar reglur. Þær geta þá náð
undir sig stórum hluta af markaðn-
um án þess að þurfa að uppfylla
nein þau skilyrði, sem innlend stöð
þarf að uppfylla, og eðlis síns
vegna virða þessar stöðvar auðvit-
að að vettugi sérkenni og menn-
ingu einstakra þjóða. Um íslenskar
sjónvarpsstöðvar gilda íslensk lög,
en um þær útlendu ekki.
Tungan aldrei í meiri hættu
Þama erum við kannski komin
að kjama málsins. Hvað leggjum
við mikið upp úr því að vemda
tungu okkar og halda henni að
æsku jandsins, jafnt sem fullorðn-
um? Ég er þeirrar skoðunar að
tungan sé okkar dýrmætasta eign
og það er hættulegt að fara að
versla með hana. Það hefur
kannski aldrei önnur eins hætta
steðjað að íslenskri tungu og nú.
Það getur gerst á tveimur eða
þremur áratugum að við giötum
henni.
Stöð 2 hefur nú þegar tekið þá
ákvörðun að talsetja sem mest af
bamaefninu, og við höfum þegar
ráðið fímm leikara í fast starf til
þess. Þetta kostar hins vegar mik-
ið fé, og það mætti kannski hugsa
sér að hið opinbera styrkti þetta á
einhvem hátt. Það kæmi til dæmis
til greina að sjónvarpsstöðvamar
borguðu sem næmi textun á efn-
inu, en einhver opinber sjóður til
styrktar tungunni greiddi mismun-
inn. Þetta er hugmynd sem ég
kasta fram, en það er vel þess virði
að skoða hana. Aðalatriðið er að
við tökum upp alvarlegar umræður
um stöðu tungunnar og hvaða leið-
ir við viljum fara til þess að vemda
hana. Gott dæmi úr sögunni er
auðvitað þegar Guðbrandur Hóla-
biskup þýddi Biblíuna. Það er við-
urkennt af öllum athugulum mönn-
um að það hafí skipt sköpum fyrir
tunguna að íslendingar eignuðust
Biblíuna á sínu eigin móðurmáli.
Það vita allir hvernig til dæmis
nágrannaþjóðir okkar á Norðurl-
öndunum glötuðu tungu sinni og
hvemig keltneska hefur nánast
horfíð. Guðbrandur vissi hvað hann
var að gera.“
var stofnaður ánð 1916 en tók
ekki til starfa fyrr en á árinu
1918 og á þvi 70 ára starfsafmæli
á þessu ári. í tilefni þessa var
ákveðið á aðalfundi að færa
Grunnskólanum á Flateyri
400.000 krónur til töflukaupa,
Tónlistarskólanum á Flateyri
200.000 krónur til hjjóðfærakaupa
og að lokum var ákveðið að færa
sjómipjasafninu i Hjarðardals-
odda í Önundarfirði 100.000 krón-
ur til uppbyggingar. Alls eru þetta
700.000 krónur eða 10.000 krónur
fyrir hvert starfsár sjóðsins.
Var sparisjóðurinn fyrst starf-
ræktur á Bárugötu 4, þá á Vallar-
götu 7 og frá árinu 1967 í Hafnar-
stræti 4, sem er fyrsta húsnæðið í
eigu sparisjóðsins. Á aðalfundi sem
haldinn var 30. apríl sl. gekk úr
stjóm Hjörtur Hjálmarsson fyrrum
sparisjóðsstjóri og skólastjóri, en
Hjörtur hefur setið í stjórn sl. 40
ár, þar af sem sparisjóðsstjóri í 15
ár og stjómarformaður í 23 ár. Spar-
sjóðsstjóri nú er Ægir Hafberg en
hann tók við því starfí árið 1980.
Árið 1987 var Sparisjóði Önund-
arfjarðar hagstætt eins og mörg
undanfarin ár. Innlánsaukning á
árinu varð 40% sem er nokkuð yfír
meðaltalsaukningu banka og spari-
sjóða á árinu. Útlán jukust um 53%
á árinu. Niðurstaða á rekstrarreikn-
ingi ársins sýnir telqur upp á 26
milljónir króna, þar af hagnað tæpar
5 milljónir króna. Eigið fé sjóðsins
var um áramót rúmar 27 milljónir
króna og niðurstaða á efnahags-
reikningi rúmar 116 miHjónir.
Starfsmenn sjóðsins eru nú 2 auk
sparisjóðsstjóráns Ægis Hafberg.
Nýkjöma stjóm sparisjóðsins
skipa Steinar Guðmundsson, Garðar
Þorsteinsson og Eiríkur Finnur
Greipsson sem var kjörinn í stað
Hjartar Hjálmarssonar sem lét af
störfum eins og fyrr segir. Hirti
voru færðar þakkir fyrir mikil og
farsæl störf í þágu sparisjóðsins í
liðlega 40 ár. - Magnea
Skipulagsstjórn
ríkisins:
Stækkun á
lóðráðhúss-
ins lögleg
í BÓKUN meirihluta Skipulags-
stjómar ríkisins vegna kæru (bú-
anna við Tjarnargötu til félags-
málaráðherra á stækkim á Ióð
ráðhússins, kemur fram að stækk-
unin geti ekki talist brjóta ( bága
við staðfest skipuiag af miðbæ
borgarinnar.
í bókuninni segin „Félagsmála-
ráðuneytið hefur óskað umsagnar
skipulagsstjómar ríkisins um kæru
íbúa við Tjamargötu, sem kært hafa
samþykkt byggingamefndar frá 30.
mars á umsókn borgarverkfræðings
um leyfí til að sameina lóðimar
Tjamargötu 11 og Vonarstræti 11
og stækka hina sameinuðu lóð úr
1268 fermetrum í 4333 fermetra. í
5. kafla byggingarreglugerðar sem
fjallar um lóðir og viðhorf húsa er
kveðið á í gr. 5.6. að ekki megi
breyta landamerkjum eða lóðamörk-
um nema með samþykki byggingar-
nefndar og sveitarstjómar enda sé
það í samræmi við skipulag. Skipu-
lagsstjóm ríkisins hefur áður fallist
á beiðni Reykjavíkurborgar um
breytingu á byggingarreit ráðhús-
slóðarinnar. Samkvæmt staðfestum
byggingarreit er ræma milli hans
og gangstéttar línu Vonarstrætis og
Tjanargötu en lóðarafmörkunin ger-
ir ráð fyrir að þessi ræma tilheyri
ráðhúslóðinni. í fljótu bragði virðist
það ekki skipta höfumáli hvort um-
rædd ræma teljist til hennar eða
ekki. Allt svæðið er í eigu borgarinn-
ar og hennar að á kveða hvemig
mörk á borgarlandi eru dregin en
afmörkun lóðarinnar eins og hún er
sýnd á mæliblaði er i alla staði eðli-
leg og í samræmi við það sem tíðkast
hjá sveitarfélögum og getur ekki
talist bijóta í bága við staðfest skipu-
lag af miðbæ borgarinnar. Því er
lagt til að skipulagsstjórn leggi til
við félagsmálaráðherra að kæmnni
verði synjað.“