Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Ginsengjurtin: Upplýsingar og gagnáróður eftir Geir V. Vilhjálmsson Um langa hríð hefur viðgengist sá misskilningur hérlendis og reynd- ar almennt á Vesturlöndum að gins- engjurtin væri fremur tengd Kína en öðrum löndum. Jafnvel þaðan upprunnin. Forsenduna fyrir þessum misskilningi er að fínna i fomum kínverskum læknabókum. Þegar fyr- ir þúsundum ára fínnst í þessum fomu kínversku textum umflöllun um jákvæða ginseng eiginleika til heilsubótar og lækninga. Hefur sú jákvæða umfjöllun, ásamt því að um árabil var besta gerðin af ginseng á fslenskum markaði frá Kína, valdið sterkum hugtengslum við Kína. Vinsældir ginsengs í Asíu em langt frá því að vera bundnar við Kínaveldi eitt. í flestum Asíulöndum er ginseng frá fomu fari viðurkennd og eftirsótt jurt til lækninga og heilsuverndar. Á því leikur hinsvegar lítill vafí að það var f Kóreu, sem heilsubótaráhrif ginsengjurtarinnar uppgötvuðust fyrst. Þar upphófst skipulögð ræktun jurtarinnar fyrir um það bil 800 ámm. Frá Kóreu fengu kínversku keisaramir um langa hríð ginseng til eigin nota. IKóreu er enn í dag mest ræktun og mestar rannsóknir á heilsubótar- áhrifum þessarar merku jurtar. Nálægt landamæmm Suður- og Norður-Kóreu (nánar tittekið milli 36. og 38. breiddargráðu norður af höfuðborginni Seoul á hálendissvaað- um í 800—1000 metra hæð yfír sjáv- armáli), þar sem jurtin óx vilit frá fomu fari, em nú á tímum best skipu- ^lögðu ræktunarsvæði ginsengs í Kóreu. Suður-kóreska ríkiseinkasalan hefur vinnsluna á þessu svæði í eigin höndum. Þar er framfylgt mjög ströngum gæðakröfum, bæði við ræktun, flokkun og vinnslu ginseng- rótarinnar. Annarsvegar er skylt að rótin hafí náð tilskipaðri lágmarks- stærð og sé að minnsta kosti orðin 6 ára gömul. Hinsvegar hefur lið vfsindamanna á vegum kóreska rfkis- ins skapað hátæknivætt ferli með- höndlunar sem tryggir varðveislu virkefnanna í ginsengrótinni, sérstök lífefni sem ganga undir samheitinu ginsengósíðar. Vinnslan felur í sér meðal annars sex klukkustunda gufuhitun við 80 gráður á Celsfus, flokkun, staðmæl- ingar virkefnanna, þurkkun og pökk- un. Allt framleiðsluferlið fylgir ströngum kröfum hátækni lyflaiðn- aðar. Suður-kóreska ríkisstjómin rekur sérstaka rannsóknarstofnun, Korea Ginseng and Tobacco Reserch Institute í Daejeunborg, þar sem 50 háskólamenntaðir starfsmenn vinna ásamt aðstoðarfólki við rannsóknir og gæðaeftirlit.1. Suður-kóreska ríkið hefur einnig með höldum eftirlit og leyfísveitingar til tiyggingar lágmarksgæðum út- flutningsginsengs frá öðmm ræktun- arsvæðum Ginseng Inspection Instit- ute. Eigin framleiðsla suður-kóresku ríkiseinkasölunnar er hinsvegar mörgum þrepum ofar að gæðum en megnið af því suður-kóreska gins- engi sem flutt er út. Sfendurteknar virkefnamælingar, einnig í öðrum löndum en Kóreu, staðfesta það.2 Talsverður hluti útflutnings af ginseng frá Suður-Kóreu era 4 ára rætur og þaðan af yngri. Svonefnt hvítt ginseng, sem ekki er gufubaðs- meðhöndlað. Ákveðin, heilsufarslega athyglis- verð virkefni jurtarinnar fínnast varla fyrr en í sex ára rótum. Gufu- hitunin gerir ennfremur það aðjurta- virkiefnin verða iffefnalega stöðugri vegna myndunar sindurvara (anti- oxydants) við gufuhitunina. Þá breytist litur rótarinnar og hinn rú- strauði litur rauðs ginsengs verður til. Þannig reyndist um tvöfalt magn sindurvara í nýlegum mælingum tveggja vfsindamanna frá Kali- fomfu-háskóla.2 Stöðugleiki rauðs ginsengs hefur einnig verið greindur af A. Wolter (Gintex Europa) í V- Þýskalandi en mælingar eftir 5 ára geymslutíma gáfu nánast sama inni- hald virkefna.4 Gæðamat er undirstaða vit- ræns vals Ginsenósíðar eru enn að finnast. Við nýlega talningu vora 18 af- brigði þekkt og er þar ekki talað um antioxytanta eða önnur mikil- væg lffræn efni eins og flörefni (vítamín) eða snefílefiii, heldur hin sértæku marghringja mólikúl sem jurtin myndar.3 Tvær alþjóðlega viðurkenndar aðferðir eru vinsælastar í gæða- rannsóknum á ginseng. Heildar- ginsenósfðamagn og sjö ginsenó- síðaaðferðin. Þeirri síðamefndu var beitt í rannsókn þýskra neytendasamtaka „Stiftung Warentest" á ginseng markaðsvöru í Vestur-Þýskalandi árið 1984.« Á meðfylgjandi töflu eru niður- stöður þessara mælinga. í stuttu máli mætti draga útkomu mæling- anna svohljóðandi saman: 5. Vömsvikaflokkur. Margt sem kallað er ginseng er að minnsta magni ginseng (sbr. %tölur). Það bætir lítið úr skák þó e'inhveiju flör- efni og/eða öðram heilsujurtum hafí verið bætt í viðkomandi mark- aðsvöru. Lélegt er að selja nafnið ginseng nánast eitt sér en svíkja þannig sfna viðskiptaaðiia. 4. flokkur Ginsenósíð á bilinu 0,10—0,15 g per 100 grömm. Þetta lið mætti kalla „hálfheiðarlegt". 3. flokkun Ginsenósfð á bilinu 0,15—0,75 g per 100 g. Þetta mætti kalla skikkanlegt en langt frá því nógu gott. 2. flokkur: Ginsenósíðinnihald á biiinu 0.75—1,50 g er gott, en ekki það besta. 1. flokkun 1,5 g og yfír er fyrsti flokkur miðað við núverandi að- stæður. Á grundvelli slfkra mælinga og undangenginnar flokksskipunar er óhætt að staðhæfa að í um- ræddri v-þýskri rannsókn er aðeins einn framleiðandi með fyrsta flokks vðru á þessum markaði, suður-kóreska rikiseinkasalan. Það var aðeins einn framleiðandi í 2. gæðaflokki. Öll önnur verslunar- vara ginsengs var annaðhvort rétt skikkanleg, léleg eða óhæf. Um hinar merkilegu læknis- og ly^afræðilegu rannsóknir á áhrifum sérstakra ginsenósíða mætti margt segja, en þessari grein er ekki ætl- að að fjalla um þau sérhæfðu mál. Skyldurækni býður hinsvegar að gera hinum mörgu íslendingum, sem gefa ginsengjurtinni stað í Geir V. Vilþjálmsson „Skyldurækni býður hinsvegar að gera hin- um mörgu íslending- um, sem gefa ginseng- jurtinni stað í lífefna- kerfi sínu, grein fyrir þeim hrikalega gæða- mun sem markaðsvörur undir ginsengnafni sýna.“ lífefnakerfí sfnu, grein fyrir þeim hrikalega gæðamun sem markaðs- vörar undir ginsengnafni sýna. Ginsengjurtin stendur fyrir sínu, en framleiðendur og einkum dreif- ingaraðilar jrfírleitt ekki. Ýmsir framleiðendur ginseng- markaðsvöru era einfaldlega að sækjast eftir auðfengnum gróða vegna góðra eiginleika jurtar sem þeir síðan vanvirða með þynningu langt umfram eðlileg mörk. Aðrir geta ekki fengið fyrsta flokks ginseng og selja það skásta sem fæst keypt. Suður-kóreska ríkiseinkasalan er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum greinilega lang áhugaverðasti fram- leiðandi ginsengs í háum gæða- flokki, með sitt „Rauða ginseng". Dæmi um gagnáróður Einnig er fyllsta ástæða til að benda fólki á gagnáróður gegn ginseng og fleiri lífrænum næring- arefnum, einkum flörefnum og öðr- um sérstökum næringarefnum. Lengi hefur ýmsum gagnáróðri ver- ið dreift af mönnum í lykilstöðum af hvötum sem undirritaður kýs að Qalla hér ekki um, enda era þær hvatir honum lítt eða ekki skiljan- legar. Gott dæmi um slíkan gagn- áróður er nýleg grein í Vikunni eft- ir Bjöm L. Bjömsson, lækni, sem starfar núna á Heiisugæslustöðunni á Blönduósi.7 Sú grein er svo gjör- samlega laus við heimildatilvitnanir að furðu vekur að háskólamenntað- ur maður skuli hafa skrifað þær línur. Enn furðulegri er staðlaus viðvörunartónn greinarhöfundar sem gerði rétt, að mínu mati, að skrifa viðlíka grein um áhrif og aukaverkanir algengra lyfja, leyfðra á íslandi. Þau era margfalt hættulegri heilsunni en vítamín og jurtalyfín sem hann tekur til um- ijöllunar. Heimildir: (1) Ginseng-Arznei oder Mystizismus, Pharmazeutische Rundschau, 1984. (2) Proceedings of the 4th Intemational Gin- seng Symposioum, Korea Ginseng and Tobacco Research Institute, Daejeun, Kórea 1984. (3) Phenoloxidase and Antioxydant in Korean Ginseng E.Y. Park, Luh, A.L. Branen. (Sbr. 2. heimild.) University of Califomia, Deild næringar- fræði og matvælatækni. (4) A. Wolter, fyrirlestur á n&msstefnu Rann- sóknastofnunar vitundarinnar um gin- sengjurtina, 5. mars, 1988. (B) Chemical Studes on Crude Drug, Process- ing Red Ginseng and White Ginseng. (Sbr. 2. heimild.) Isao Kitagawa, lyfjafheðideild Osaka-h&skóla, Japan. (6) Zeitschrift der Stiftung Warentest, 20. árgangur, ágúst 1985, nr. 8. (7) Vikan, 1. tbl. 14.1.1988. Náttúrumeðöl allra meina bót, Bjöm Logi Bjömsson, lœknir. Höfundur er sálfræðingur og vinnur m.a. við rannsóknirá gildi vít&mína ogsérstakra næringar- efna fyrir varðveislu heilsu. Ginsengrætur eru flokkaðar eftir aldri og útliti. 6 ára rætur notað- ar til framleiðslu 1. flokks ginsengs (úr Pharmazeutische Rundschau). Tegundaheiti/ Framleiðandi Aktiv Ginseng Tonlkum (MCM Klosterfrau) Biologlsche Gelée Rovale und Vttamln EKapseln mit Glnseng (Alsitan) Ginsana Ginseng Kapseln') (Weimer) * Glnsana Ginseng Tonlc’) (Weimer) * Ginseng + Gelée Royate, neuform (Natura) Ginseng Kapseln, neuform (SaJus) Glnseng Kapseln, Sanhellos (Bömer) Innihald virkefna (í 100 grömmum) Ri 0,01 0,73 0.25 0,02 <0,01 <0.01 <0,01 Rbi 0,79 0,26 0.02 0.10 <0.01 <0.01 0.04 Re 0,01 <0.01 0.03 0.10 <0.01 <0.01 <0.01 Rb2 0,03 <0.01 <0,01 0.04 0.01 0.14 <0.01 Rd n.n. n.n. <0.01 0.04 <0,01 0.12 <0.01 R„ <0.01 <0,01 <0.01 0.29 n.n. <0.01 <0,01 R. n.n. <0,01 <0.01 0,06 n.n. <0,01 027 Heildarmagn ginsenósíða í °h 0.M 0,99 0,30 0,65 0,02 0,26 0.31 Tegundaheiti/ Framlelðandi Patme 500>) (Wölfer) Reform Ginseng Kapseln, neuform (Bömer) Reform Ginseng Ellxier, neulorm (Börner) Roter Glnseng „ Extrakt * (Boter Ginseng Ver- Iriebsgesellschaft) Sankt Paul Glnseng Lebenselixler (Sl. Paul) Sankt Paul Ginseng Kapseln (Sl. Paul) Tal-Glnseng (Dr. Poehlmann) Innihald virkefna (í 100 grömmum) Ri <0.01 <0.01 0.01 0.20 0.01 0.20 0.01 Rbi <0.01 <0.01 0.01 0.65 0.01 0.07 0,01 Rc <0,01 0.07 n n. 0.48 0.03 0,07 0,03 Rb2 0,15 <0.01 0,03 0,28 0,03 0.04 0.03 ‘ Ro 0.07 0.02 n.n. 0.20 0.01 0.03 n.n. Rgi <0,01 <0.01 n.n. 0,01 <0.0) <0.01 <0.01 R. <0,01 0,21 n.n. 0,01 n.n. <0,01 n.n. Heildarmagn glnsenóslða I °h 0,22 0,30 0,05 1,92 0,09 0.41 0,06 Tegundahelti/ Framlelðandi Korea Ginseng Lebenstonikum (Deka Pharma) Koreanlscher Glnseng Instanttee (Dai-Wang) Koreanlsches Glnseng- Tonikum von Dal-Wang (Alsitan) Kumsan Ginseng Tonikum1) (Scheurich) Kumsan Ginseng Kapseln1) (Scheunch) Panax Ginseng Extractum (Ðauer) * Panax Korea Glnseng pur (Alsitan) Innlhald virkefna ((100 grömmum) Rr 0.01 0.01 0.04 0.01 <0.01 0.01 0,03 Rbi 0.01 0.08 0.01 0,09 0.02 0,08 0,08 Rc 0,01 0.01 0,01 0.06 0,02 0.06 0.58 Rb2 0,01 0,01 0.04 0.04 <0.01 0,04 0.45 Rd n.n. 0.16 0.01 0.04 <0.01 0.03 0.01 Rgl <0,01 n.n. n.n. <0,01 <0.01 <0.01 0.05 R. n.n. 0.03 0,07 0,01 <0.01 n.n. 0,02 Heildarmagn ginaenóalða 0,04 0,30 0,17 0,25 0,04 0,22 1.22 n.n. = ekki mælanlegt Samanburðarmælingar v-þýsku kvæmt þessari rannsókn sýndi neytendasamtakanna, Stiftung Warentest, 1985. Stjarnan vísar á tegundir sem eru til sölu hérlendis. Sam- aðeins „Rauður ginseng“ s-kóresku ríkiseinkasölunnar hámarksgseði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.