Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
n2i
sjálfsögðu vissu allir að það má
ekki reiða á hjóli.
Faldi mig fyrir löggunni
Þorbjöm sagði bömunum að
þegar þau ferðuðust í bíl ættu þau
alltaf að sitja í aftursætinu. „Þið
verðið að sitja fyrir aftan sætið
hjá mömmu eða pabba, en megið
ekki vera á milli sætanna, því þá
getið þið kastast fram ef allt í einu
þarf að bremsa," sagði hann. Þetta
höfðu þau greinilega heyrt áður
og skildu vel. Einn piltur var samt
nokkuð rogginn þegar hann sagði
frá því, að hann hefði einu sinni
setið í framsætinu og ekki verið
með öryggisbelti. „Svo kom löggan
og þá beygði ég mig bara niður,
svo hún sá mig ekki,“ sagði hann.
Þorgrímur benti honum á að það
væri öruggara að vera í aftursæt-
inu og þá þyrfti hann ekki að fela
sig fyrir lögreglunni. „En það er
svo gaman," svaraði piltur, undr-
andi á þessum viðbrögðum
Þorgríms.
Tveir piltar í bekknum sögðu
átakanlega sögu af lítilli telpu, sem
hefði staðið á milli framsætanna
„og svo bremsaði bfllinn og hún
datt og rakst í mælaborðið og svo
fór hún með höfuðið í rúðuna og
rúðan brotnaði og hún meiddi sig,“
sögðu þeir og bekkjarsystkinin
hrylltu sig og hétu því að sitja allt-
af fyrir aftan framsætin. Sá sem
faldi sig í framsætinu fyrir lögregl-
unni varð mjög hugsi á svip.
Nú fannst bömunum aftur nóg
komið af þessu umferðartali og
drengur spurði Þorgrím, spenntur
á svip, hvort það væri nokkur í
fangelsi hjá honum núna. „Nei, það
er enginn í fangelsinu hjá mér
núna,“ svaraði Þorgrímur og sá
stutti virtist ekki mjög ánægður
með svarið.
í lokin benti Þorgrímur þeim á
að láta alltaf vita, ef þau færu
ekki beint heim úr skólanum, svo
mamma og pabbi yrðu ekki hrædd
um þau. Hann sagði þeim sögu af
lítilli telpu, sem fór úr skólanum
kl. 12 á hádegi og heim til vinkonu
sinnar. Foreldrar, vinir og lögregl-
an leituðu að henni allan daginn
og hún kom loks heim kl. 10 um
kvöldið. „Vá, var hún svona lengi,
er þetta ekki brandari hjá þér?“
spurði drengur og Þorgrímur full-
vissaði hann um að sér væri al-
vara. „En þú brosir samt núna,“
sagði telpa og kvaðst aldrei fara
neitt án þess að láta mömmu vita.
Hin tóku öll undir það.
Nú kvaddi Þorgrímur þau, enda
þurfti hann að heimsækja fleiri
bekki þennan dag. Hann sagði að
lokum, að hann kæmi aftur seinna
og skoðaði hjólin þeirra. „Ó, en
mitt er einmitt sprungið,“ sagði
þá telpa nokkur með kvíðasvip.
Þorgrímur hughreysti hana og
sagði að hún gæti örugglega feng-
ið pabba eða mömmu til að hjálpa
sér að gera við það. Loks kvöddu
bömin lögreglumanninn með virkt-
um og sögðu blaðamanni í trúnaði
að hann væri vinur þeirra, „alla
vega þekkjum við hann alveg.“ Svo
máttu þau ekki vera að því að
ræða þetta meira, enda ætiaði
kennarinn þeirra, Anna Möller, að
fara með þieim í leiki og lesa fyrir
þau framhaldssögu, „sem er alveg
ofsalega spennandi.“
RSv.
ánægjulegt fyrir íögregluna að
koma í þeirra skóla. „Það er til
námsefni f umferðarfræðslu, sem
einstaka skólar nota, en þar sem
ekki er gert ráð fyrir þessu efni í
stundaskrá getur auðvitað reynst
þrautin þyngri að finna tíma til
þess að kynna það fyrir bömunum.
En það er ekki í valdi lögreglunnar
að koma þessu efni inn í stunda-
skrá skólanna, það verða fræðslu-
yfirvöld að gera. Hins vegar hefur
lögreglan lagt mikla alúð, fjármuni
og mannskap í þetta starf, enda
lítum við á það sem mjög mikil-
vægt forvarnarstarf.“
Þorgrímur sagði að borgaryfir-
völd yrðu einnig að sýna umferðar-
málum meiri áhuga. „Það er erfitt
að ganga í skólana og segja böm-
um að þau verði að nota gang-
brautir og gangstéttir, ef hvoragt
er til staðar. Þau verða að bijóta
reglumar, því þeim er ekki gert
kleift að fylgja þeim. Þetta veldur
þvf að þau geta orðið skeytingar-
laus um umferðarreglur almennt.
Það er rokið f að koma upp nýjum
skólum, en ekkert hugsað um
hversu andstætt bömunum um-
hverfið er. Ég get nefnt Granda-
skóla og Selásskóla sem dæmi um
þetta. Skólalóðimar era vanræktar
og við Selásskóla er lóðin ógirt og
lýsing við skólann takmörkuð. Við
upphaf skólaárs í Grandaskóla var
lóðin ófullgerð, en síðan vora
sendar á vettvang vinnuvélar af
er svo sem ekki bundið við nýjustu
skólana; við Æfíngadeild Kennara-
háskólans hefur lóðin verið ófull-
gerð um árabii."
Það er ekki eingöngu lóðir skól-
anna sem Þorgrímur hefur áhyggj-
ur af. „Við eram með vitlausa
umferðarstefnu," fullyrti hann.
„Það þekkist hvergi annars staðar
en hér á iandi að umferð sé beint
að götum sem liggja að skólum.
Það má benda á Hlíðaskóla þessu
til stuðnings, en eftir Hamrahlfð
er mjög mikil umferð, sem hefur
aukist mikið á síðustu árum, án
þess að gripið hafi verið f taum-
ana. Þá verða börn á leið til og frá
Breiðagerðisskóla að fara yfir
Réttarholtsveg, sem er afar mikil
umferðargata."
Þorgrímur sagði að lokum að
lögreglan myndi hér eftir sem
hingað til leggja mikla áherslu á
umferðarfræðslu skólabama. „Við
viljum gjaman gera betur, en til
þess þurfum við skilning og stuðn-
ing foreldra, fræðslyfírvalda og
borgaryfirvalda. Vonandi opnast
augu þessara aðila fyrir nauðsyn
þessa forvamarstarfs, því jafnvel
þó ekki sé hægt að benda á að
starfið skili sér í beinhörðum pen-
ingum, þá hljóta allir að sjá sér
hag í því að fækka slysum. Til
þess að svo megi verða þurfa allir
að leggjast á eitt,“ sagði Þorgrím
ur Guðmundsson, varðstjóri.
RSv.
Umræður um sið-
fræði læknavísinda
eftír Sigurð Þór
Guðjónsson
Mánudagskvöldið 15. apríl var
umræðuþáttur í ríkisútvarpinu um
siðfræði læknavisindanna. Stjóm-
andi var Jón Gunnar Grjetarsson
en aðrir þátttakendur Bjöm O.
Bjömsson prófessor í guðfræði,
Haukur Þórðarson formaður
Læknafélagsins og Láras Helgason
geðlæknir. Stjómandi spurði hvort
þessum mönnum fyndist rétt að
auka umræður um siðfræði lækna-
vísindanna meðal almennings. Og
þeir svöraðu allir að það væri ein-
ungis af hinu góða. En vöraðu jafn-
framt við þvf áð hún yrði í „æsi-
fréttastíl". Undir það sjónarmið er
sjálfsagt að taka. En það er einnig
ástæða til að vara alvarlega við
misnotkun slíkrar kröfu. Umræða
fjölmiðla myndi aldrei fara fram á
þann „hlutlausa" og „vísindalega“
hátt sem viðgengst t.d. í fræðiritum.
Læknum væri þá í lófa lagið að
kæfa hvert einstakt dæmi, er upp
kæmi með þeirri réttlætingu með
sjálfum sér, sem þeir rökstyddu
jafnvel ekki einu sinni opinberlega,
að umræðan væri „í æsifréttastfl".
Það yrði vissulega góð aðferð til
að drepa óþægileg mál, sem læknar
kærðu sig ekki um að ræða. Þeir
yrðu að vera vel á verði fyrir þess-
ari freistingu.
En nóg um það. Hitt er mikið
gleðiefni, að formaður Læknafé-
lagsins og einn af yfírlæknum
Kleppsspítala, skuli vera samdóma
um það, að almenn umræða um
siðfræði læknavísindanna sé af hinu
góða. Og formaðurinn tók aðspurð-
ur því ekki flarri að læknum sjálfum
bæri að leiða þá umræðu. Prófessor
Bjöm benti á að hættulegt væri ef
læknar, eða sérfræðingar yfirleitt,
lokuðust inni með þekkingu sína
án tengsla við almenning. Það byði
beinlínis siðferðislegum glundroða
heim, því sterkasta stoð siðferðis
væri þekking á réttu og röngu.
Urðu svo Bjöm og Haukur sam-
mála um að þörf væri á upplýsing-
um frá læknum til alþýðu manna.
Þá töldu þátttakendur að umræða
meðal almennings gæti komið
læknastéttinni til góða ef hún væri
ekki í „æsiumbúðum". Hins vegar
láðist þeim að hugsa út { hvaða
aðilar ættu að skera úr um hvenær
umræðan væri „æsileg" og hvenær
„stillileg".
Af öllu þessu fer ekki á milli
mála að formaður Læknafélagsins
og yfírlæknir Kleppsspítalans kunn-
gera merkilega siðbót í landinu.
Orðræður um þessi efni hafa svo
sannarlega verið fátíðar í fjölmiðl-
um og af hálfu almennings svo til
engar. Hugleiðingar leikmanna
detta oftast steindauðar niður því
'enginn aðili heilbrigðiskerfísins
virðir þær viðlits þótt furðulegt sé.
Liggur samt í augum uppi að það
era yfirleitt leikmenn, „sjúklingarn-
ir“, sem verst verða úti ef læknum
verður fótaskortur á siðferðinu. En
ummæli Hauks Þórðarsonar og
Lárasar Helgasonar til alþjóðar
hlýtur að mega taka sem beina yfír-
lýsingu um stefnubreytingu að
þessu leyti. Enda höfum við þeirra
eigin orð fyrir því hve jákvæðar
slikar umræður séu fyrir lækna-
stéttina.
Nokkrar spurningar
Ég vil þá taka þessa menn, sem
gegna ábyrgðarstöðum í heilbrigð-
iskerfinu, á orðinu og bera upp
nokkrar spumingar til Læknafélags
íslands. Þær era um réttindi sjúkl-
inga og varða almennt siðferði og
siðfræði læknavísindanna sérstak-
lega.
1. Hvaða reglur era í gildi um
varðveislu sjúkraskýrslna (joumala)
á læknastofum, heilsugæslustöðv-
um og sjúkrahúsum? Hve langt nær
trúnaðurinn innan starfsliðsins: þ.e.
geta allir „á deildinni" eða jafnvel
annað starfsfólk heilbrigðiskerfis-
ins úti í bæ vaðið í þessi trúnaðar-
mál?
Kannski felur fyrsta spumingin
í sér þær sem á eftir koma. En
fyrir nákvæmnisakir er þó ástæða
til að bera þær fram.
2. Er eitthvert virkt eftirlit með
því að reglur um trúnaðarmál séu
ekki brotnar? Sé svo, hvemig er
því háttað?
3. Hver er réttur sjúklings til að
lesa eigin sjúkraskrá?
4. Fái sjúklingur að lesa sjúkra-
skrá sína en álítur villur eða mis-
sagnir í henni, getur hann þá kraf-
ist þess að þær séu leiðréttar?
5. Hvaða skoðun hefur Lækna-
félagið á því frá mannréttindasjón-
armiði, að sjúkraskrár um nafn-
greinda einstaklinga, þ.á.m. skrár
geðdeilda um viðkvæm einkamál,
séu varðveittar í þrjátíu ár eftir
að meðferð er lokið?
6. Getur sjúklingur krafíst þess
að slíkar skrár séu eyðilagðar eða
nafn hans máð í burtu? Ef ekki,
hvers vegna?
í Morgunblaðinu 4. mars er helj-
armikil grein um sjúkraskrár og
mannréttindi eftir Sigurð Þór Guð-
jónsson. Sigurður er að vísu stund-
um full galgopalegur og æsilegur
fyrir minn smekk, en eigi að síður
finnst undirrituðum ýmsar athug-
anir hans umhugsunarverðar, en
aðrar þess eðlis að heilbrigðisyfir-
völd geti ekki, vegna almennings,
gengið þegjandi framhjá þeim, t.d.
ásakanir Sigurðar að trúnaður sé
freklega brotinn á sumum geðdeild-
um. Undirritaður fær ekki annað
séð, í ljósi yfírlýsinga aðstoðarland-
læknis í DV 27. janúar um leynd
sjúkragagna svo og 10. gr. gildandi
læknalaga, en það sé siðferðisleg
skylda heilbrigðisyfirvalda að vísa
árásum Sigurðar á bug með rök-
UM 70 MANNA hópur kom sam-
an á Hótel Sttgu 14. april sl. og
stofnaði Kælitæknifélag íslands.
Þetta félag hefur verið nokkurn
tíma í undirbúningi og töluverð-
ur áhugi á stofnun þess. Tilgang-
ur féiagsins, eins og segir í lög-
um þess, er að auka þekkingu á
sviði kælitækni og miðla reynslu
og auka samvinnu þeirra sem
vinna við kælitækni. Það hyggst
félagið gera m.a. með fræðslu-
starfsemi ýmiskonar.
Kosin var sjö manna stjórn,
María J. Gunnarsdóttir formaður,
Sigurður Þór Guðjónsson
„Eg- vil þá taka þessa
menn, sem gegna
ábyrgðarstöðum í heil-
brigðiskerfinu, á orð-
inu og bera upp nokkr-
ar spurningar til
Læknafélags íslands.“
studdri greinargerð, eða játa þeim
hreinskilnislega og lofa þá bót og
betran. Þess vegna spyr ég:
7. Hvað er hæft í ásökunum Sig-
urðar Þórs Guðjónssonar að varð-
veislu trúnaðarskýrslna á geðdeild-
um kunni að vera ábótavant?
Sú „reformation" sem boðuð hef-
ur verið um rökræður á almanna-
færi um siðferði lækna og vísinda
þeirra er sannarlega ánægjuleg.
Einkanlega ber að fagna þeirri af-
bragðs hugmynd að læknar leiði
hana og upplýsi þjóðina um flókinn
vanda. Rétt þekking er grandvöllur
réttrar breytni.
Höfundur er rithöfundur.
Páll Lúðvíksson, Elías Þorsteinsson,
Gísli Jóhannesson, Gísli Júlíusson,
Kristinn Sæmundsson og Sveinn
Jónsson. Auk þess var kosið fímm
manna fagráð. Það skipa Baldur
Sveinsson formaður, Björgvin Jó-
hannsson, Ingvar Kristinsson, Odd-
ur Bjömsson og Pétur Valdimars-
son. Fagráðið hefur það hlutverk
að aðstoða stjórn í ýmsum málum
og fær til umsagnar öll tæknileg
mál sem lögð verða fyrir félagið.
Hið nýja félag fær inni til að
byija með hjá Félagi málmiðnaðar-
fyrirtækja.
Frá stofnfundi Kælitæknifélags tslands.
Kælitæknif élag
Islands stofnað