Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Bókagerðarmenn álykta gegn aðskilnaðarstefnu AÐALFUNDUR Félags bóka- gerðarmanna var haldinn laug- ardaginn 30. apríl 1988. Fjöl- mörg mál voru til umfjöllunar á fundinum, bæði bein innanfé- lagsmál sem og mál er snerta verkafólk almennt. Ný stjóm í Félagi bókagerðar- manna tók við á aðalfundinum, en stjóm félagsins skipa nú: Þórir Guðjónsson, formaður, Sæmundur Amason, Svanur Jóhannesson, Baldur H. Aspar, Elísabet Skúla- dóttir, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir og Bjami Jónsson. Á fundinum var fráfarandi formanni, Magnúsi Ein- ari Sigurðssyni, þökkuð störf f þágu félagsins. Á fundinum var samþykktur stuðningur við Kvennaathvarfið í Reykjavík og Krísuvíkursamtökin. Þá var samþykktur stuðningur við verslunarmenn og baráttu þeirra í einu hljóði og ákveðið að styrkja Verslunarmannafélag Suðumesja með kr. 50 þúsund. Meðfylgjandi ályktanir um mannréttindamál voru samþykktar á fundinum: „Áðalfundur Félags bókagerðar- manna, haldinn þann 30. apríl 1988, lýsir jrfír andstöðu sinni við apart- heid stefnu stjómar Suður-AfHku. Apartheid er ekki einfalt misrétti sem kemur til af kynþáttafordóm- um. Blökkumenn eiga ekki aðeins erfitt uppdráttar vegna verri félags- legra skilyrða, kynþáttafordóma o.s.frv. Apartheid er samfélags- og stjómkerfi þar sem samfélagsstaða fólks er ákvörðuð frá fæðingu í samræmi við litarhátt. Blökkumenn njóta ekki borgaralegra þegnrétt- inda eins og gengur og gerist í nútímasamfélögum. Blökkumenn hafa engin pólitísk réttindi, þeir eru útilokaðir frá því að eiga jörð, þeir hafa ekkert frelsi til að ráða því hvar þeir búa né heldur ferðafrelsi í eigin landi, eða til og frá því. Þeir eiga aðeins kost á menntun sem miðast við kynþátt þeirra. Og sú menntun miðast við að halda svarta meirihlutanum niðri. FBM tekur undir kröfu um efna- Mývatnssveit. KIWANIS-klúbburinn Herðu- breið var með flóamarkað i Hótel Reynihlíð 1. maí sl. Allur ágóði rann til björgunarsveitarinnar Stefáns til greiðslu á nýjum sjúkrabfl. Þeim, sem viðstaddir voru markaðinn, gafst tækifæri til að skoða fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar en í því eru um 100 fuglategundir. hagslegar þvinganir til þess að breyta þessu mannflandsamlega þjóðfélagskerfí. Félagið beinir því til ríkisstjómar íslands að sam- þykkja slíkt bann. Ennfremur krefst FBM að allir pólitískir fangar verði látnir lausir, m.a. Nelson Mandela sem setið hefur í fangelsi í 26 ár.“ Þá lýsti fundurinn yfir andstöðu við stefnu ríkisstjómar ísrael gegn Palestínumönnum og fordæmdi harðlega þau hryðjuverk sem ríkis- stjómin lætur framkvæma í flótta- mannabúðum Palestínumanna. (Fréttatilkynning) Sigurgeir byijaði árið 1981 að safna fuglum og láta stoppa þá upp og hefur það aðallega verið gert á Dalvík. Hann hefur síðan af miklum dugnaði og áhuga bætt í safn sitt. Þetta er tvfmælalaust hið merkileg- asta safn og í því margir fáséðir fuglar. í safninu eru sundfuglar, sem farið hafa I net í Mývatni, vaðfugl- ar, mófuglar, sjávarfuglar og fjöl- margar tegundir annarra fugla, þar á meðal ein trana. Fuglasafnið er vel upp sett og á margan hátt til fyrirmyndar. Fyrir nokkru keypti Sigurgeir skála norður við Kröflu og flutti hann í Ytri-Neslönd þar sem hann býr. í þessum skála geymir Sigur- geir fuglasafn sitt. Áhugi hans á fuglum vaknaði snemma og hann fór fljótt að fylgjast með þeim hér við Mývatn. Það yrði fróðlegt fyrir marga að skoða þetta merkilega fuglasafn ef hægt væri að koma því fyrir í hentugu húsnæði. Kristján. FÆREYJAR 3xíviku FLUGLEIÐIR -fyrir þíg- Mývatnssveit: Fuglasafn til sýn- is á flóamarkaði V EIÐIMENN Verslið þar sem gœðavörur og gott verð fara saman. Verið velkomin í hina glœsilegu verslun okkar í Hajharstrœti 5. Sendum í póstkröfu. Opið á laugardögum kl. 10—16. Hatnarstræti 5, Símar 16760 og 14800 Barbour jsrAbu Garcia HARDY Beretta Scientific Angiers Morgunblaflið/Þorkeil Frá stofnfundi Minja og sögu í Þjóðminjasafninu sl. þriðjudag. Þjóðminjasafnið: A annað hundrað manns á stofnfundi Minja og sögu I TILEFNI af 125 ára afmæli Þjóðminjasafns íslands var sl. þriðjudag stofnað félagið Minjar og saga en tilgangur þess er m.a. að auka og bæta tengsl safnsins við stjórnvöld, fyrir- tæki, stofnanir og einstaklinga. Á annað hundrað manns var á stofnfundinum sem haldinn var i Þjóðminjasafninu. Katrín Fjeldsted var kosinn for- maður Minja og sögu en aðrir í stjóm þess eru Sverrir Kristinsson, Ólafur Ragnarsson, Sigríður Er- lendsdóttir og Friðjón Guðröðarson. Að sögn Ólafs Ragnarssonar er hlutverk félagsins m.a. að vekja áhuga fslensku þjóðarinnar á sögu sinni, varðveislu menningarminja og rannsóknum á þeim og auka skilning hennar á því að vel sé að Þjóðminjasafninu búið. Húsavík: Öflugt tónlistarlíf það sem af er sumri HAiavfk. MEÐ sumarkomunni, þegar far- fuglamir hófu söng sinn, hafa margir hljómlistarmenn látið til sín heyra á Húsavík. Samkór bamaskólanna á Akukreyri, Húsavik, Mývatnssveit og Aðal- dal, samtals um 100 böra, sungu í samkomusal bamaskólans á Húsavík hinn fyrsta laugardag í sumri. Börnin sungu af mikilli gleði og við mikinn fögnuð áheyrenda. Unglingaathvarfið í Seljahverfi: Hlutavelta í Blómavali Unglingaathvarfið í Selja- hverfi heldur hlutaveltu í Blómavali i Sigtúni á laugardag- inn kl. 13.00. Meðal vinninga má nefna bækur, föt, leikföng og fleira. í frétt frá unglingaathvarfinu segir að tilgangur hlutaveltunnar sé tvíþættur, annarsvegar sá að gleðja samborgarana í vorbyijun og hinsvegar að safna í ferðasjóð. Þijár strengjahljómsveitir frá Tónlistarskóla Akureyrar, alls um 60 ungir hljómlistarmenn, komu síðan litlu síðar í heimsókn til Húsavíkur og héldu hljómieika við mikinn fögnuð ungra áheyrenda. Ef þetta unga hljómlistarfólk heldur áfram á sömu braut verður þess ekki langt að bíða að Akureyri eign- ist stóra og góða strengjahljóm- sveit. Að lokum hélt svo karlakórinn Hreimur fjölsótta söngksemmtun á Húsavík á þriðjudagskvöld. Stjóm- andi var Róbert Faulkner. Ein- söngvarar voru Baldvin Kr. Bald- vinsson, Benedikt Ambjömsson og Magnús Þorvaldsson og undirleikari Juliet Faulkner. Hreimur er nú eini starfandi kórinn í Þingeyjarsýslu og segja má að kórinn sé að verða „sýslukór" þar sem kórfélagar eru úr mörgum hreppum sýslunnar og Húsavík þó kjaminn sé úr Aðaldal og segja má að lögheimili hans sé •í Idölum. Á söngskrá voru fímmtán lög eftir íslenska og erlenda höf- unda og var flutningni þeirra mjög vel tekið enda hefur karlakórssöng- ur lengi átt hér góðan hljómgmnn. Vonandi halda hinir söngglöðu Hreimar áfram að syngja og skemmta héraðsbúum. - Fréttaritari Felag kvikmyndagerðarmanna: Stuðningi lýst við útboð Sjónvarpsins ITILEFNI af umræðum um auk- in útboð Sjónvarpsins á verkefn- um vill Félag kvikmyndagerðar- manna koma eftirfarandi á fram- færi: Með auknum útboðum hefur Sjónvarpið skapað grundvöll fyrir kvikmyndageröarmenn til starfa við gerð vandaðs efnis auk framleiðslu á leiknum myndum fyrir kvik- myndahús. Einnig má benda á, að útboð stuðla að stöðugri endumýjun í hópi þeirra sem framleiða efni fyrir Sjónvaipið og síður er hætta á stöðnun. Jafnframt má benda á það, að á verkefnum útboð leiða til sveigjanlegri rekst- urs. Með útboðskerfinu þarf Sjón- varpið ekki að liggja með eins mik- ið af dýrum tækjum og mannskap allt árið, heldur greiðir aðeins fyrir þann búnað, sem á þarf að halda við hvert verkefni. FK lítur á útboðin sem eitt af grundvallaratriðum þess að blómleg kvikmyndagerð geti þrifist i landinu og harmar þá skammsýni, sem gert hefur vart við sig m.a. hjá meðlim- um Útvarpsráðs og þjá Starfs- mannafélagi Sjónvarpsins og komið fram í gagnrýni á þessa stefnu Sjónvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.