Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 „ Kann5ki hefuviu ofnaemi fyrir SkeLfiókinum." Ég sagði þér að vélin væri of öflug í bátínn — Með morgunkaffíriu Ein stelpan i bekknum kysstí mig í skólanum í dag. Gæti ég orðið ófrisk- ur? Sérstök útvarpsrás fyrir öryggismál Til Velvakanda. Mig langar að velqa athygli á þeirri hugmynd Hlyns Sigtryggs- ÞAÐ VAR mikill viðburður i Stykkishólmi þegar Sjónvarpið sendi lið sitt um daginn til að sjónvarpa spurningaþætti sínum „Hvað heldurðu?" beint úr Hólminum og suður og svo til baka. Biðu menn spenntir eftir að sjá hvemig til tækist og ekki urðu menn fyrir vonbrigðum. Fólk flykktist upp í félagsheimili til að fylgjast með og reyna að skilja þessa galdra, því það er ekki langt síðan menn hefðu verið vissir um að þetta væri ekki hægt og frétta- ritari heyrði að jafnvel bömin voru undrandi. Verður bara ekki næst bein útsending allstaðar að úr heiminum? Jú, það er kannski ekki langt í það. sonar veðurstofustjóra að stofnsett verði sérstök útvarpsrás fyrir ör- yggismál, þar með talið veðurfrétt- Allur sunnudagurmn fór í undir- búning og skermar voru settir nið- ur þar sem þeir komu að mestu gagni, í nálægð fangahússins og víðar. Og svo voru æfíngar til þess að ekkert færi úr skorðum og ekki brást stjóm Ómars frekar en fyrri daginn, hann var í góðu jafnvægi og utanaðkomandi höfðu ekkert að segj'a. Daginn eftir var bros á mann- skapnum sem heilsaðist á götunni og fréttaritari átti að færa Sjón- varpinu, og sérstaklega þeim sem mest lögðu á sig, bestu kveðjur og þakkir og er þá enginn undan- skilinn. Og þá má hótelið vel við una því gestir þess áttu varla orð til að lýsa og þakka þann aðbúnað sem þeir nutu þar. - Árni ir. Hugmyndin er fram komin vegna minni hlustunar á verðurfréttir eft- ir að útvarpsstöðvum fjölgaði. Finnst mér hugmynd þessi athyglis- verð en þó mætti kanna hvort ekki væri nóg að beina þeim tilmælum til dagskrárgerðarmanna allra rása að þeir minni hlustendur á verður- fregnatímana á rás 1, þannig að þeir sem að vildu gætu þá skipt um rás. Einnig væri athugandi hvort vilji væri fyrir því að útvarpa veður- fréttum á öllum útvarpsrásunum á hefðbundnum verðurfréttatímum. Einnig langar mig að minnast á atriði í sambandi við veðrufréttir i sjónvarpi. Það er að íslandskortin eru látin ná svo stutt út á miðin að vindörvamar, sérstaklega fyrir norðan land, sjást ekki eða þá að- eins hluti af þeim. Hefur borið mik- ið á þessu í vetur og er nánast óþolandi. Að öðru leyti er ég mjög ánægður með veðurfréttir sjón- varpsins og mótmæli harðlega öll- um hugmyndum Um að leggja þær niður eða að hætta að vera með veðurfræðing eins og til tals hefur komið. Sjómaður Þakka sjónvarpsheim- sókn í Stykkishólm Stykkishólmi. Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVtSI ,5KyNJP(&lTAS" M tiHmittnfmmtfutiniti Margvíslegar eru þær fjáröflun- arleiðir, sem famar eru í þágu alls kyns mála. Víkveiji frétti ný- lega af einni, sem honum þótti at- hyglisverð. A Eyrarbakka starfar björgunarsveitin Björg og nú hefur hreppsnefnd Eyrarbakka ákveðið að styðja sveitina með því að leyfa henni að selja veiðileyfi í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakkahrepps. Standa vonir til þess, að veiðileyf- in verði nokkur tekjulind fyrir sveit- ina og til þess að styrkja hana í starfí. XXX Vestur á fjörðum hafa Bílddæl- ingar barizt fyrir því að fá hitaveitu, en ekki fepgið. f Vest- firska Fréttablaðinu segir, að hita- veita á Bfldudal hafí ekki átt upp á pallborðið hjá Orkubúi Vestfjarða og einnig hafi því verið hafnað að aflétta einkaleyfí orkubúsins svo Bflddælingar geti sjálfír ráðist í hitaveituframkvæmdimir. Bflddæl- ingar hins vegar uni því ekki lengur að fá ekki hitaveitu, ef Ijóst er að hún muni skila hagnaði fyrir bæjar- félagið og létta Bflddælingum hús- hitunarkostnaðinn. Nú er raf- magnskynding á Bfldudal og sem dæmi um kostnað nefnir Vestfírska fréttablaðið, að það kosti 50 þúsund krónur á mánuði að hita félags- heimili staðarins. í blaðinu segir: „Það er frá Duf- ansdal, sem er um 15 km frá kaup- túninu, sem Bílddælingar vilja leggja hitaveituna. Þar mun fást 80—90 stiga heitt vatn. Bflddæling- um þykir merkilegt (og kannski svolítið hart) að lesa og heyra um það í fréttum, þegar nokkrir búand- karlar á Skeiðunum taka sig saman um að leggja á eigin kostnað hita- veitu tólf kflómetra leið fyrir sjö bændabýli, á meðan 400 manna kauptúni er bannað að gera slíkt. Þess má geta, að iðnaðarráð- herra getur heimilað sveitarfélagi að gera þessa hluti, þrátt fyrir umræddan einkarétt OV.“ XXX Margt hefur verið rætt og ritað um vinnu skólafólks hér á landi með námi. Eðlilegt og reyndar æskilegt er, að námsfólk vinni að sumrinu til, þegar skólahald liggur niðri, en hitt hefur menn aftur greint á um, hvort og þá hversu mikið nemendum sé hollt að vinna með náminu. Víkveiji las á dögun- um í Málgagni Vestmannaeyinga, Fréttum, að skoðanakönnun félags- fræðinema í Vestmannaeyjum hefði leitt í ljós, að þar vinna 69% nem- enda fjölbrautaskólans með nám- inu, 75% karla og 65% kvenna. Pilt- arnir vinna að meðaltali um eða yfír 20 klukkustundir á viku, en stúlkumar um helmingi minna. Af þessu er ljóst, að skólanem- endur í Eyjum vinna mikið með námi sínu. En þegar spurt var um, hve miklum tíma nemendur teldu sig þurfa að veija til heimanáms taldi tæpur helmingur sig þurfa 5—9 klukkustundir á viku. Aðeins 32% eyddu svo miklum tíma til þess. Þeir, sem könnunina unnu, segja að þegar borin sé saman vinna og námsárangur komi í ljós, að eftir því sem nemendur vinni meira, þeim mun lægri verði einkunnin og fall- prósentan aukist. Með muninn á vinnustundaflölda kynjanna í huga kemur í ljós, að þetta á fyrst og fremst við um piltana, en ekki var um marktækan mun á námsárangri að ræða hjá stúlkunum, sem vinna helmingi minna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.