Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Byggist lagagildi á samlagningu? eftir Öldu Möller Skattafdáttur með spamaði Það er ekki algengt, að á Alþingi sameinist þingheimur [ einróma lof um ágæti stjómarfrumvarpa og samþykki þau nær óbreytt sem lög. Helst eru það lög um útfærslu land- helginnar og þjóðargjöfin til land- vemdar sem menn muna eftir, því að þá þótti alþingismönnum hæfa að standa saman, allir sem einn. Það vakti athygli fárra, að fyrir þrem ámm rann eitt slíkt frumvarp þáv. fjármálaráðherra Alberts Guð- mundssonar svo ljúflega gegnum Alþingi, að allir sem til máls tóku loftiðu það, vegsömuðu tilgang þess og samþykktu tveim vikum síðar sem lög frá Alþingi. Þetta voru lögin um húsnæðis- spamaðarreikninga, lög nr. 49/1985. Samkvæmt þeim veitir reglubundinn spamaður rétt til vemlegs skattafsláttar. Þessi lög em enn í gildi, en Qármálaráðuneyt- inu þykir þau falla illa að hinu „ein- falda og réttláta" staðgreiðslukerfí og virðist ráðið 1 að hafa þau að engu. Embætti ríkisskattstjóra tel- ur enga heimild vera í núgildandi skattalögum til að veita þennan afslátt og mun að öllu óbreyttu ekki gera það. Ég vil hér með vekja athygli lög- gjafans á þessu máli og á endemis ráðleysi embættismanna, þegar eig- endur þessara reikninga leita stað- festingar á rétti sínum. Á embættis- mönnum er það helst að skilja, að vegna þess, hve fáir hafa notfært sér þessa reikninga til skattafslátt- ar, hafí dregist að kveða upp úr um rétt eigenda þeirra — eða með öðmm orðum, að samanlagt sé hér ekki um mikla hagsmuni að ræða og málið því lítilvægt. Lög um húsnæðisspamaðar- reikninga gera ráð fyrir, að reglu- bundið innlegg á sérstaka bundna bankareikninga skapi rétt til skatt- afsláttar, er nemur fjórðungi árlegs spamaðar. Reikningurinn er bund- inn til þriggja ára, ef menn að þeim tíma loknum fjárfesta í íbúðar- húsnæði, en er bundinn til tíu ára ella. Reikningamir skulu á hveijum tíma njóta bestu ávöxtunarkjara almennra innlánsreikninga í við- komandi banka. Ströng viðurlög eiga að tryggja, að fólk misnoti ekki reikningana, m.a. er krafa um endurgreiðslu skattafsláttar, standi fólk ekki við að greiða reglulega inn á reikninginn öll þessi ár. í upphafí var hámark árlegs spamaðar, er nýttist til skattaf- sláttar hvers einstaklings kr. 120.000 og afslátturinn því kr. 30.000. Þessi upphæð hefur breyst árlega í samræmi við hækkun bygg- ingavísitölu skv. auglýsingu ríkis- skattstjóra og er á árinu 1988 um kr. 240.000 skv. tilkynningu hans um síðustu áramót. Landsbankinn brá við skjótt og stofnaði húsnæðisreikninga frá 1. júlí 1985. Hann bauð ávöxtun sex mánaða verðtryggðra reikninga bankans og lán að loknum spam- aði. Lofað var láni, er jafngilti tvö- földum til Q'órföldum höfuðstóli með endurgreiðslu á tvöföldum tíma spamaðarins. Að öllu þessu samanlögðu þótti mér þetta vænleg leið til ávöxtunar §ár og ákvæði nógu ströng til að viðhalda húaga. Það vakti hins veg- ar athygli mína, hve lítið bankar kynntu þessa reikninga í auglýs- ingaflóðinu, sem allt fram streymir endalaust. Dyggir lesendur Stjóm- artíðinda og þingfréttaritara vom einir með á nótunum. Fornar dyggðir á Alþingi Margt var vel sagt á Alþingi, þegar frumvarpið um húsnæðis- spamaðarreikninga var á dagskrá. Pjármálaráðherra sagði: „Aukinn spamaður er þjóðamauðsyn, en sérstök ástæða er til þess að hvetja þá, sem eignast vilja íbúðarhúsnæði til sérstakrar forsjálni í fjármálum sínum og miða að því að eiga spari- fé áður en ákvarðanir em teknar um byggingu eða kaup á húsnæði." Og síðar sagði hann: „Fmmvarpið sem hér er flutt markar tímamót. í því felst hvatning til að efla fom- ar dyggðir, hvatning til fólks um að leggja eitthvað til hliðar..." Eiður Guðnason í stjómarandstöðu lýsti stuðningi við hugmynd frum- varpsins um skattívilnun vegna spamaðar og sagði, að hún hefði e.t.v. átt að vera komin til fram- kvæmda fýrir löngu. Ragnar Am- alds fyrrv. fjármálaráðherra, þá í stjómarandstöðu, lýsti hugsuninni sem krók ríkis og banka gegn bragði verðbréfasala utan banka- kerfisins og var þeim hlynntur. Steingrímur J. Sigfússon taldi ekki annað hægt en að lýsa ánægju sinni, þegar ríkisstjómin legði eitt- hvað það fram til húsnæðismála, sem hægt væri að vera ánægður með og taka undir. Allt var þetta því hið besta mál. Staðgreiðslan — ekki orð um dyggðir í frumvarpi um staðgreiðslukerfí skatta, sem lagt var fram vorið 1987, var húsnæðisreikninga að engu getið. í athugasemdum með frumvarpinu er listi yfír þær frá- dráttarheimildir, er niður skyldu Dr. Alda Möller „Mín skoðun er sú, að nýtt húsnæðislánakerfi eigi að tengja sparnaði, þannig að reglubund- inn sparnaður í nokkur ár veiti rétt til húsnæð- islána í bankakerf inu og skattaf sláttar í stað- greiðslukerfinu“ falla með staðgreiðslunni, en hús- næðisspamaðurinn, sem er afslátt- arheimild, var ekki nefndur á nafn. Mér þótti ljóst, að framtíð hús- næðisreikninga væri nokkuð málum blandin og skrifaði ríkisskattstjóra strax bréf, þar sem ég hvatti til, að spamaður veitti áfram rétt til skattafsláttar í nýju kerfí, en jafn- framt, að mér yrði gert kleift að fylgjast með framgangi mála að þessu leyti. Líklega var þetta til of mikils mælst í annríki stóru mál- anna og háu talnanna, a.m.k. er þetta allt á huldu ári síðar. Stefna nýrrar stjórnar — dyggðum prýdd en ekki fornum Steftia og starfsáætlun hverrar nýrrar ríkisstjómar er merkilegt plagg og sérstaklega, þegar það er jafn ítarlegt og ritið, sem ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar gaf út 8. júlí 1987. Mikil áhersla er þar lögð á að koma á jafnvægi í viðskiptum, jafnvægi í lánamálum og stöðugu verðlagi. Ekki er fjölyrt um hlut- verk almenns spamaðar í stað eyðslu, en tekið er fram, að einn af fímm meginþáttum í efnahags- stefnunni á næstu ámm skuli vera að auka innlendan spamað. Mér varð þetta tilefni orðsend- ingar til allra ráðherra Alþýðu- flokksins tveim dögum síðar, og ég minnti þá á húsnæðisreikninginn til aukins spamaðar og meiri ráðdeild- ar í fjárfestingum en um leið óvissu- þátt í staðgreiðslukerfínu. Það vill þannig til, að reikningurinn snertir starfssvið þeirra allra, þ.e. banka- mál, húsnæðismál og skattamál. Viðbrögð hafa engin orðið, en fyrrv. aðstoðarmaður fjármálaráðherra sagði mér aðspurður löngu síðar, að reikningurinn ætti bara ekki heima í staðgreiðslukerfínu. Milliþinganefnd og samlagningin í september sl. var loks skipuð milliþinganefnd til að yfírfara og endurmeta lögin um staðgreiðslu skatta. Formaður nefndarinnar var Kjartan Jóhannsson alþm., en f nefndinni sátu fulltrúar stjóm- málaflokka, . fjármálaráðuneytis, ríkisskattstjóra og Þjóðhagsstofn- unar. Nefndin var ekki sammála um framtíð húsnæðisspamaðar- reikninga en lagði til, að lögin yrðu felld úr gildi. Áiit nefndarinnar fylgdi frumvarp um afnám reikn- inganna, en það hefur ekki verið lagt fram. Rökstuðningurinn milliþinga- nefndar var á þá leið, að reikning- amir féllu ekki að nýjum skattalög- um og að fáir hefðu notfært sér þá til skattafsláttar. Ég er ósam- mála fyrri staðhæfingunni, en hin síðari stríðir gegn réttarvitund minni, því að ég tel það ekki rök- semd, hvort margir eða fáir hafa valið þessa leið. Gildi laganna á ekki að velta á samlagningu fjár eða ijölda einstaklinga. Staðgreiðslan og skattafsláttur Yfirlýst markmið ríkisstjómar- Að vera horskur eða norskur, nema hvort tveggja sé eftirPétur Pétursson Það hendir öðra hveiju að ég bið Morgunblaðið að birta greinarkom um eitthvert hugðarefni. Starfs- menn blaðsins bregðast vel við kvabbi mínu. Svo sem að líkum lætur þarf að vanda til verka í stof- um stórblaðs og hafa þeir Morgun- blaðsmenn vígbúist tölvum, ráðið í þjónustu sína her manns, að sinna handritum, skriftlærða og skóla- gengna. Við, almúgamenn, undr- umst stórvirki nútímans og lútum í lotningu tækni sem geymir gnótt orða og grípur af fími, fyrr en depl- að er auga, einmitt það orð, sem hæfir hveiju sinni. Samt hendir það að snurða hleypur á málþráðinn og meining misferst. Kynslóð minni, sem ólst upp við skólaljóð og lestur fomsagna, er tamt að grípa til orða sem hljómuðu á hvers manns vörum, í söng og lestri á æskudögum. Þótt þessi orð heyri ekki til daglegs máls, ef svo má segja, þá era þau enn í fullu gildi og hafa ákveðna merkingu, og þessvegna engin ástæða til þess að hverfa frá notkun þeirra. Hér á ég t.d. við orðið horskur. Á æsku- áram mínum held ég að naumast hafí liðið sá vetur, að eigi hafí, oft- ar en einu sinni, mér er nær að halda margsinnis, verið sungið ljóð- ið: „Við göngum með horskum hug“. Ég minnist þess ekki að eytt væri mörgum orðum til skýringar eða útlistunar á orðinu. Það var eins og slíkt væri óþarfí. Þetta lá f loftinu. Allir drengir vildu verða horskir. Við þekktum líka drengi, sem voru jafnframt norskir, t.d. Ellingsensbræður. Og systumar vora það líka, guði sé lof. Svo ekki sé minnst á frú Marie Ellingsen, sem lauk upp menningarheimili sínu og fagnaði gestum með „horskum hug“. Orðabók Menningarsjóðs birtir svofellda skýringu á bls. 267 (1980): horskur 1.1) vitur, hygginn; góður, drengilegur. 2) upp með sér, hreykinn. Þá má nefna dæmi um horskan og norskan mann, Thorolf Smith, minnisstæðan samstarfsmann. Hann sómdi sér vel í hópi þeirra sem orðabókin lýsir. Var drengi- legur og hefði gjaman mátt til- einka sér orðskýringu í öðram lið —, og vera hreykinn af sumum verkum sínum. Faðir Thorolfs var norskur, kunnur verkfræðingur í forystusveit símamanna, Paul Smith. Thorolf var gamansamur maður, hrókur alls fagnaðar og tókst með léttri lund og kátlegum uppátækjum að kalla fram bros og gleðihlátra hvort sem var í stofum frétta- og blaðamanna, eða vinnu- skálum verkamanna. Samstarfs- menn hans geyma margar minning- ar um ánægjustundir. I tíð Thorolfs var fréttastofa Ríkisútvarpsins til húsa á homi Klapparstígs og Hverf- isgötu, í stórhýsi Silla & Valda, sem þeir reistu m.a. vegna leigutekna frá Ríkisútvarpinu, meðan því var Pétur Pétursson. „Orðafátækt og örfok tungnnnar er eitt gleggsta einkenni líðandi tíðar. í útvarpi og blöðum er sífellt stagast á sömu orðun- um. Ef lýst er veðri og ófærð sem fylgir áhlaupi má telja víst að talað sé um leiðindaveð- ur.“ bannað að smíða sitt eigið hús. Á þessum árum voru vörur ýmsar skammtaðar og þurfti að framvísa skömmtunarseðlum við kaup á sykri, kaffi, nýlenduvöram ýmsum, fatnaði o.fl. Elís Ó. Guðmundsson, skömmtunarstjóri, hafði bækistöð sína, Skömmtunarskrifstofu, í þessu sama húsi. Var oft þröng á þingi og þétt setinn bekkur. Thor- olf kom jafnan auga á skoplegar hliðar tilverunnar, amstur og eril daglegs lífs. Um verslunarhætti og vöraskort kvað hann að hætti Eddu: „Árvas alda hjá Silla og Valda, vasa sykur né salt, né sódapúlver." Thorolf sigldi um heimshöfin á Stella Polaris, norsku skipi er víða fór. Hann starfaði áram saman á fréttastofu Ríkisútvarpsins, var blaðamaður Morgunblaðsins, Al- þýðublaðsins og Vísis. Þá vann hann einnig hjá verktökum við her- skálasmíð á Austurlandi. Hafði þá nýverið tekið þátt í ferð blaðamanna til Bretlands í boði herstjómar Breta. í þeirri för voru einnig Ámi Jónsson frá Múla og Ólafur Frið- riksson. íslensku blaðamennimir nutu hvarvetna virðingar og fyrir- greiðslu. Voru þeim sýnd hemaðar- mannvirki, flugvellir, verksmiðjur og vígbúnaður. Hershöfðingjar fylgdu þeim hvert spor. Kvik- myndamenn beindu vélum slnum að þeim, í bak og fyrir, og útvarps- menn spurðu þá spjörunum úr. Er heim kom kallaði örlaganomin Thorolf til annarra verka en frétta- starfa. Gerðist hann um skeið hirð- maður herkonungs er hélt honum til húsaga að hætti sínum, en lagði fjötur á fréttaskrif hans. Bar svo til, kvöld eitt á Reyðar- fírði, er flokkur fjölmennur sat í kvikmyndaskála starfsmanna er unnu að herskálasmíð í plássinu, að sýnd var kvikmynd um ferð íslenskra blaðamanna er gistu Bret- land í boði herstjómar. Gekk þar vösk sveit um velli, Ámi Jónsson frá Múla, er Bretar nefndu „per- sonality number one“, Ólafur Frið- riksson, „sá með hafurskeggið, og komið hafði með bolsévisma til ís- lands" (HKL), og Thorolf Smith. Frugtuðu herforingjar fyrir úrvals- liði slíku úr stétt fréttamanna. Er kvikmyndavélin beindist að Thorolf, er gekk röskum skrefum í hópi höfðingja, fór undranarkliður um samkomusal Reyðfirðinga og gesta þeirra. Þóttust áhorfendur kenna hávaxinn mann í flokki fyrirmanna er birtist á breiðtjaldi. Undruðust margir að sá hinn sami sæti „í al- menningi" á aftasta bekk, og hafði safnað skeggi, en skildingum eng- um, lyfti glasi í sundurleitum flokki gervismiða og landshomamanna, sló taktinn við söng þeirra er hann stýrði með djúpri bassarödd svo undir tók í ijáfri: Æ, æ, jippí, jippí, jei! Thorolf Smith reis að nýju og hristi af sér hlekki og sagði: „Tíminn líður eins og óð fluga." Réðst til Ríkisútvarpsins öðru sinni. Þar vann hann uns hann féll frá, vinsæll og vel látinn samstarfsmað- ur, prúðmenni, kurteis til orðs og æðis, vel máli farinn og ritfær, glettinn og gamansamur, söngvinn og söngvís. Thorolf var horskur og norskur í bestu merkingu þeirra orða. Af framansögðu verður ljóst að því fer fjarri að orðið horskur haldi eigi sínu fulla gildi þótt það sé ekki lengur í munni hvers manns. Orða- fátækt og örfok tungunnar er eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.