Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 27
f t/,y (*j 5TTT0ÁG;IJT8Öf3 GKíAJíTMTTOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
27
Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson
Kapalskipið Newton við bryggju í Seyðisfjarðarhöfn.
Seyðisfjörður:
Breskt kapalskip í heimsókn
Seyðisfirði.
NÚ Á dögunum kom hér inn í störf, svo sem eftirlit og viðgerðir á
Seyðisfjarðarhöfn breska kapal- sæsímaköplum. Héðan frá Seyðis-
skipið Newton til að taka vistir firði fór skipið norður í höf, þar sem
og hvíla áhöfnina. átti meðal annars að mæla hitastig
sjávar og stunda aðrar sjávarrann-
Þetta skip er rekið af breska ríkinu sóknir. Síðan er ferðinni heitið til
til hliðar við sjóherinn. Það stundar Reykjavikur.
margvisleg eftirlits- og rannsóknar- - Garðar Rúnar
Asgeir Blöndal Magnússon
arfleiðir Háskólann að
bókum sínum og ritverkum
ÁSGEIR Blöndal Magnússon
cand. mag., fyrrum forstöðu-
maður Orðabókar Háskólans,
ráðstafaði með erfðaskrá hluta
af eignum sínum til nokkurra
háskólastofnana og hefur af-
hending þegar farið fram.
í hlut Háskólabókasafns komu
á þriðja þúsund bækur. Að megin-
hluta til er hér um að ræða erlend
rit um málfræði, orðabókargerð
og skyld viðfangsefni, en einnig
bækur um sögu og þjóðfélagsmál.
í hlut Orðabókar Háskólans
komu allir þættir Ásgeirs Blöndal
um íslenskt mál og eins seðlasafn
hans og orðsifjabók. Þá vildi hann,
að uppskriftir sínar úr vasabókum
Bjöms M. Ólsens og orðasöfnum
Stefáns Einarssonar yrðu varð-
veittar hjá Orðabók Háskólans.
í hlut Málvísindastofnunar Há-
Skólans kom margs konar efni,
sem Ásgeir hafði tekið saman í
sambandi við kennslu við Háskóla
íslands. Ýmislegt annað efni, sem
varðar málfræði, verður varðveitt
í stofnuninni.
Ásgeir Blöndal Magnússon
réðst til Orðabókar Háskólans
árið 1947 og vann þar samfellt,
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1980, síðustu tvö
árin sem forstöðumaður. Eftir það
vann hann einkum að því að ljúka
við mikla orðsifjabók yfir íslenska
tungu og hafði nær lokið henni,
er hann féll frá. Hún mun koma
út árið 1989 á vegum Orðabókar
Háskólans og í samvinnu við Mál
og menningu.
Þær háskólastofnanir, sem hér
eiga hlut að máli, meta mikils þá
hugulsemi Ásgeirs heitins Blön-
dals að láta þær njóta þeirra
fræðibóka og ritverka, sem að
ofan er lýst, jafnframt því sem
Ásgeir Blöndal Magnússon
þær kunna erfíngjum hins látna
bestu þakkir fyrir þeirra hlut.
(Frétt frá Háskóla Íslands)
Bænadagnr
kírkjunnar
tengdur
tækniárinu
HINN árlegi bænadagur þjóð-
kirkjunnar verður á sunnudag-
inn 8. maí. Biskup íslands hefur
ákveðið að efni bænadagsins í
ár verði tengt hinu norræna
tækniári sem nú stendur yfir og
verði yfirskriftin: Maðurinn,
tæknin og trúin.
í fréttatilkynningu frá Biskups-
stofu segir að þetta sé að tilmælum
frmakvæmdanefndar hins norræna
tækniárs hérlendis, er fór þess á
leit, að einn messudagur þjóðkirlq'-
unnar yrði tileinkaður tækniárinu,
þannig að Qallað yrði um manninn,
tæknina og trúna í prédikunum
dagsins.
Guðní Braga-
son til starfa
í utanríkis-
þjónustunni
GUÐNI Bragason, fréttamaður á
Rikissjónvarpinu, hefur nú sagt
starfi sínu iausu og fer til starfa
í utanríkisþjónustunni.
Guðni sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann myndi hefja störf
einhvem tímann í síðari hluta mán-
aðarins, en ekki væri ljóst í hvaða
deild utanríkisþjónustunnar hann
myndi starfa.
l:<i]iii>f.|UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖ LVUHÚSGÖGN
getur gert muninn!
Mikið úrval af vörum á mjög hagstæðu verði
Barnajogginggallarfrá...... kr. 690,-
Herrajogginggallarfrá...........................kl\ 990,-
Dömujogginggallarfrá............................kr. 1.290,-
Barnabuxurfrá.......... ...............kr. 690,-
Barnapeysurfrá......... ...............kr. 690,-
Herrajakkarfrá..........................kí. 5.100,-
Herraskyrturfrá........ kr. 890,-
Dömupeysurfrá......................... kr. 990,-
Ef þorri fólks gætti þess í tíma, þegar það kaupir fatnað, að
gæta betur að verði og gæðum, væri útkoman færri verkföll.