Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 37

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 37 Fjármálaráðherra: Staðgreiðsla orlofs verði samræmd Fjánnálaráðherra segpur að ólík- ar reglur gildi um staðgreiðslu orlofs eftir þvf í hvaða formi það hefur verið innt af hendi. Fjár- málaráðuneytið hafi hins vegar óskað eftir viðræðum við félags- málaráðuneytið um hvort ekki væri unnt að samræma reglur laga um staðgreiðslu og reglur nýrra laga um orlof. Þetta kom fram i svari við fyrirspum frá Guðmundi G. Þórarinssyni (F/Rvk) um það með hvaða hætti færi fram stað- greiðsla skatta af orlofsfé sem launþegi fengi ekki i hendur fyrr en að orlofi kæmi. Jón Baldvin Hannibalsson, Qár- málaráðherra, sagði að orlofsgreiðsl- ur samkvæmt orlofslögum og reglu- gerðum færu fram með tvennum hætti. Annars vegar fengju fastir starfsmenn orlofslaun, þ.e. fengju greidd venjuleg laun meðan þeir væru í orlofi. Aðrir launþegar fengju hins vegar greitt orlofsfé sem næmi ákveðnu hlutfalli af launum þeirra hverju sinni. Afleiðingin af því að orlofsgreiðslur færu fram með þess- um hætti væri sú að staðgreiðsla af orlofsgreiðslum færi eftir því hvemig launþegar fengju greitt á meðan þeir væru í orlofi. Þegar um væri að ræða orlofsfé sem lagt væri inn á póstgíróreikning skyldi orlofsfé bætt við laun launa- manns fyrir hvert greiðslutímabil. Af þannig ákvörðuðum launum greiðslutfmabilsins bæri launagreið- anda að reikna staðgreiðslu launa- manns vegna greiðslutfmabilsins og draga hana frá launum hans. Þegar um væri að ræða mánaðar- kaupsmenn, þ.e. þá sem fengju greidd venjuleg laun á meðan þeir væru í orlofi, gilti sú regla að stað- greiðslu bæri að draga af þessum launum þegar þau kæmu til útborg- unar. Þess mætti geta að orlofsfé sem reiknað hefði verið á laun vegna greiðslutímabila á árinu 1987 kæmi ekki tii skattlagningar á árinu 1988 vegna niðurfellingar innheimtu tekjuskatts og útsvars á laun á því ári. Þá væri rétt að minna ný lög um orlof sem öðluðust gildi 1. maí 1988 og fælu í sér verulegar breyt- ingar á gildandi orlofsreglum. Eins og fram hefði komið hefðu fram að þessu gilt ólfkar reglur um staðgreiðslu af orlofsgreiðslum eftir þvf í hvaða formi þær hefðu verið inntar af hendi. Fjármálaráðuneytið hefði óskað eftir viðræðum við fé- lagsmálaráðuneytið um hvort ekki væri unnt að samræma reglur laga um staðgreiðslu og reglur nýrra laga um orlof þannig að það skipti ekki máli varðandi skil á staðgreiðslu hvemig orlof væri greitt til launþega. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Guðrún Agnarsdóttir S bjórumræðunni f gær. Einnig eru á myndinni Karl Steinar Guðnason, forseti efri deildar, og Valgerður Sverris- dóttir, skrifari. Bjórínn samþykktur í annarri umræðu 13-8 Þriðja umræða á mánudag BJÓRFRUMVARPIÐ var sam- þykkt í efri deild eftir aðra um- ræðu i gær með 13 atkvæðum gegn 8. Engin breytingartillaga var flutt við frumvarpið en talið er liklegt að lögð verði fram til- laga um þjóðaratkvæðagreiðslu þegar málið verður tekið til þriðju og sfðustu umræðu i þing- inu á mánudag. Nafnakall var viðhaft við at- kvæðagreiðsluna. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með frum- varpinu voru: Danfríður Skarphéð- insdóttir (Kvl/Vl), Eiður Guðnason (A/Vl), Jón Magnússon (S/Rvk), Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk), Halldór Ásgrímsson (F/Al), Halldór Blöndal (S/Ne), Jó- hann Einvarðsson (F/Rn), Júlíus Næturfundur um vírðisaukaskattínn Guðmundur H. Garðarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna EFRI deild afgreiddi virðisauka- skattsfrumvarpið til neðri deild- ar klukkan hálfþijú aðfaranótt fímmtudags. Stjómarandstæð- ingar fluttu fjölda breytingartil- lagna við frumvarpið en þær vora allar felldar. Einnig var felld breytingartillaga frá Guð- mundi H. Garðarssyni (S/Rvk) þess efnis að útgáfa og sala inn- lendra tímarita verði undanþegin virðisaukaskatti. Breytingartil- lögur meirihlutans voru hins veg- Efri deild: Fern lög Fera lög vóra samþykkt i efri deild Alþingis f gær: I) Lög um atvinnuleysistrygg- ingasjóð, 2) Læknalög, 3) Lög um hlutafé íslands i Alþjóða- bankanum, 4) Lög um gildi- stöku staðgreiðslu opinberra gjalda. Sex frumvörp vóru afgreidd frá efri deild til neðri deildan 1) Frumvarp að umferðarlög- um, 2) Frumvarp að þinglýsing- arlögum, 3) Frumvarp um rfkis- ábyrgðir, 4) Frumvarp um bif- reiðagjald, 6) Frumvarp um sölu fasteigna Grænmetisverzl- unar landbúnaðarins, 6) Frum- varp um leigubifreiðir. ar samþykktar. Guðmundur H. sat siðan hjá, einn stjóraarliða, við lokaafgreiðslu frumvarpsins i deildinni. Neðri deild tók frum- varpið til fyrstu umræðu sfðdeg- is f gær og var það afgreitt til nefndar. Stjómarandstaðan flutti 13 breytingartillögur við virðisauka- skattsfrumvarpið í efri deild, meiri- hlutinn 8 og Guðmundur H. Garð- arsson eina. Breytingartillögur stjómarandstöðunnar voru flestar þess efnis að matvæli og menning- arstarfsemi ýmiss konar yrði und- anþegin virðisaukaskatti. Breyting- artillaga Guðmundar H. Garðars- sonar (S/Rvk) var þess efnis að útgáfa og sala á innlendum tfmarit- um yrði undanþegin virðisauka- skatti þannig að samkeppnisstaða þeirra gagnvart erlendum tfmarit- um yrði óbreytt. Guðmundur lýsti sig einnig hlynntan þvf að tvö skatt- þrep yrðu í virðisaukaskattinum, annað þeirra mjög lágt og mundi það gilda um matvæli en breyting- artillaga þess efnis var lögð fram af þeim Júlíusi Sólnes (B/Rn) og Guðmundi Ágústssyni (B/Rn). Þetta ásamt því að hann taldi að málið væri enn opið, þar sem milli- þinganefnd ætti að kanna ýmis at- riði, þar á meðal skattprósentuna, gerði það að verkum að hann sat hjá er greidd voru atkvæði um frumvarpið f deildinni. Breytingartillögur meirihlutans voru hins vegar allar samþykktar. í þeim er m.a. gert ráð fyrir að undanþáguákvæði varðandi menn- ingar- og listastarfsemi verði vfkkuð út, leiga hótel- og gistiher- bergja verði undanþegin skattinum og að með afnotagjöld útvarps- stöðva skuli farið eins og sölu dag- blaða. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpinu í neðri deild sfðdegis f gær. Hann sagði að með virðisauka- skatti yrði hætt að mismuna fyrir- tækjum innan sömu atvinnugreina, eins og gert væri í söluskatts- kerfínu, en bætt söluskattskerfí væri ekki raunhæfur kostur. Það hefði verið sagt að þetta væri flókið kerfi en ósannað væri að söluskattskerfi sem nálgaðist virðisaukaskattskerfið að skilvirkni og gæðum yrði ódýrara. Hjá þeim þjóðum sem hefðu byggt upp kerfi sitt skynsamlega og undanþágulftið væri þetta ódýrasti skatturinn í inn- heimtu. Nokkrir stjómarandstæðingar tóku til máls og gagnrýndu frum- varpið. Meðal annars taldi Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) að heppileg- ast væri að fresta málinu til hausts- ins það væru enn svo mörg spum- ingamerki. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagðist sem flármálaráð- herra hafa lagt fram ■,-irðisauka- skattsfrumvarp til kynningar á sínum tíma. Það hefði þó mætt mikilli andstöðu alþýðuflokks- og sjálfstæðismanna og undraðist hann sinnaskipti þessara flokka nú. Sólnes (B/Rn), Bjöm Gíslason (A/Vf), Salome Þorkelsdóttir (S/Rn), Stefán Guðmundsson (F/Nv) og Valgerður Sverrisdóttir. Þeir sem greiddu atkvæði á móti frumvarpinu vom: Egill Jónsson (S/Al), Karl Steinar Guðnason (S/Rn), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk), Jón Helgason (F/Sl), Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl), Skúli Alexandersson (Abl/Vl), Svavar Gestsson (Abl/Rvk) og Þor- valdur Garðar Kristjánsson (S/Vf). Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Jóhann Ein- varðsson (F/Rn) sagði að með þessu frumvarpi væri einungis verið að heimila sölu áfengis sem væri innan við 10% að styrkleika. í trausti þess að fræðsla og forvamarstarf yrði stóraukið greiddi hann atkvæði með frumvarpinu. Þorvaidur Garðar Kristjánsson (S/Vf) sagði að samkvæmt þings- ályktunartillögu sem samþykkt hefði verið 7. maí 1981 hefði Al- þingi ákveðið að undirbúa tillögur að mótun stefnu hins opinbera í áfengismálum. Þó nauðsynlegt væri að flýta þvi starfi léki ekki nauðsyn á að taka einn þátt út úr. Bjór- drykkja yrði heldur ekki til þess að draga úr áfengisvandanum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði löngu orðið brýnt að móta heildarstefnu í þessum málum en ekki ætti að taka úr þennan eina þátt. Bjór yrði til þess að auka heild- ameyslu áfengis og því fylgdu auk- in félagsleg vandamál. Ekki væri þó ætlunin að grípa til neinna ráð- stafana vegna þessa samkvæmt frumvarpinu. _ Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði að með tilliti til við- skipta með áfenga drykki á íslandi og þeirrar staðreyndar að stór hluti landsmanna hefði nú þegar aðgang að áfengu öli með löglegum hætti teldi hann að besta vömin gegn skaðlegum áhrifum vínanda væri fólgin í stórefldri forvamarstarf- semi hins opinbera, m.a. f skólum, og á vegum frjálsra samtaka bind- indismanna. Það bæri að efla forvamarstarfíð með stórauknum flárframlögum í fjárlögum til baráttunnar gegn neyslu allra tegunda vímuefna. Það væri eina raunhæfa leiðin í nútíma þjóðfélagi í þessum efnum. Boð og bönn dygðu ekki. Guðmundur sagði að það bæri að leggja aukna áherslu á öfluga upplýsinga- og ráðgjafarstarfsemi og endurhæfingu þar sem þess væri þörf gegn neyslu vímuefiia í hvaða mynd sem er. Með vísan til þessara atriða segði hann já. Efri deild: Nýtt bílnúmera- kerfi samþykkt Fastnúmerakerfi bifreiða — í stað núgildandi númerakerfis — var samþykkt í fyrri (efri) þing- deild í gær með 13 atkvæðum gegn þremur, tveir þingmenn sátu þjá en þrír voru fjarver- andi. Frumvarpið kemur væntan- lega til meðferðar í síðari (neðri) þingdeild i dag. Frumvarp til breyttra umferðar- laga var samþykkt í efri deild Al- þingis f gær. Nafnakall var um aðra grein frumvarpsins, sem kveð- ur á um fastnúmerakerfí, en nokkr- ar deilur hafa staðið um það efni. Hið nýja kerfí gerir ráð fyrir því að ökutæki beri sama skráningar- númer frá nýskráningu til afskrán- ingar, svo sem víðast er. Þrettán þingmenn greiddu at- kvæði með breytingunni: Karl Steinar Guðnason (A/Rn), Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) Eiður Guðnason (A/Vl), Jón Magnússon (S/Rvk), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk), Halldór Asgrímsson (F/Al), Jóhann Einvarðsson (F/Rn), Jón Helgason (F/Sl), Bjöm Gíslason (A/Vf), Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl), Stefán Guðmundsson (F/Nv), Svavar Gestsson (Abl/Rvk) og Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne). Þrfr þingmenn greiddu mótat- kvæði: Halldór Blöndal (S/Ne), Júl- íus Sólnes (B/Rn) og Skúli Alexand- ersson (Abl/Vl). Egill Jónsson (S/Al) sat hjá sem og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf). Fjarverandi vóru Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) og Salome Þorkelsdóttir (S/Rn).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.