Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 1
111. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Punjab: Sérsveitir Indverja þrengja að síkum Amritsar, Reuter. INDVERSKAR sérsveitír gerðu harða hrið að Gullna hofinu í Amritsar í Puiyab i gær, en herskáir sikar hafa hafst þar við í meira en viku. Hermennimir vörpuðu handsprengjum að sikunum og notuðu plastsprengi- efni til þess að brjóta sér leið i gegnum viggirðingar þeirra. Að sögn embættismanna var mark- mið atlögunnar að þrengja að síkunum og komast fram hjá víggirðingunum i kjallara, sem tengir tvo turna hofsins, en það er helgasta vé sika. Að sögn embættismanna, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, hyggjast sérsveitimar ráðast til inn- göngu í kjallarann og uppræta þá 15-20 síka, sem talið er að búast muni þar til vamar. Síkamir em í hópi aðskilnaðarsinna, sem beijast fyrir sjálfstæði Punjab. Lögreglan í Amritsar telur að sitt hvor hópur síka hafist við i tumun- um, en um 50 metrar em á milli þeirra. Talið er að þegar sérsveitim- ar þrengi að síkunum muni þeir hörfa niður í kjallarann, en þar er torsótt að þeim. Yfirvöld hafa ekki látið uppi um mannfall í umsátrinu, en talið er að það sé verulegt, því þau játa að síkamir hafi varist af mikilli hörku. Herskáir síkar annars staðar í Punjab hafa hert skæmárásir gegn indverskum stjómvöldum í undanfar- inni viku, en umsátur um Gullna hofið er mjög viðkvæmt mál í Punjab eftir blóðbaðið þar árið 1984. Þá skipaði Indira Gandhi, þáverandi for- sætisráðherra, Indlandsher að ráðast inn í hofið og áður en yfir lauk lágu meira en 1.000 síkar í valnum. ' •.!'; 11 \ 'i ‘M , fsj| • \ V® J j.i jjyWB V. | Sill§ 17. maífagnað Morgunblaðið/ÓI.K.M. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd við líkneski fyrsta landnámsmannsins, Ingólfs Arnar- sonar, á Arnarhóli í gær, þegar Norðmenn héldu upp á þjóðhátiðardag sinn. Bandaríkin: ViðskíptahaUi í marsmán- uði hinn læs’sti 1 þiiú ár Washington, Reuter. MIKIL aukning útflutnings varð til þess að viðskiptahalli Banda- ríkjanna í marsmánuði lækkaði verulega og hefur hallinn ekki verið jafnlítill í þijú ár. Sam- kvæmt marsmánaðarskýrslu Við- skiptaráðuneytís Bandarfkjanna reyndist hann nema 9,75 milljörð- um Bandaríkjadala, sem er tals- vert minna en í febrúar og langt- um en efnahagssérfræðingar höfðu búist við. I febrúar nam hallinn nm 13,83 miHjörðum dala. Embættismönnum og hagfræð- ingum bar saman um að það sem helst ylli þessari breytingu til batnað- ar væri mikil útflutningsaukning og spáðu þeir því að áfram myndi draga úr hallanum af hennar völdum. Hins vegar vöruðu þeir við of mikilli bjart- sýni og sögðu breytingar á viðskipta- hallanum vart verða jafnörar á næst- unni. Halll slöasta Halli gagnvart helstu vióskiptalöndum 1 milljónum dala Mars 1988 Febrúar 1988 Japan -$4.545 -$4.530 Kanada -$1.144 -$1.460 Vestur-Evrópa -$911 -$1.560 MorQunblaöið / AM Viðbrögð á fjármálamörkuðum voru blandin — gengi Bandaríkjadals rauk upp þar sem gjaldeyrismiðlarar litu á hagtölurnar sem staðfestingu þess að bandarískur efnahagur stæði traustum fótum. Á hinn bóginn lækk- uðu skuldabréf í verði, þar sem kaupahéðnar fengu nýja ástæðu til þess að óttast verðbólgu. Verðbréf í Wall Street hækkuðu ögn i verði — sérstaklega þau sem þykja hvað traustust þegar til langs tíma er litið — en að mestu stóð verðbréfamark- aðurinn þó í stað. Mestu veldur allsheijaraukning á útflutningi, aðallega á sviði fullkom- innar iðnvöru; vélbúnaði, fjarskipta- tækjum, tölvubúnaði og flugvélum svo nokkuð sé nefnt. Þessi vamingur hefur orðið mun samkeppnishæfari að undanfömu vegna lækkandi gengis Bandaríkjadals. Bandarískur útflutningur jókst um 23% í mars og nam alls 28,97 mill- jörðum dala, sem er met. Á sama tíma nam innflutningur 38,72 mill- jörðum dala og jókst um 3,6%. Þrátt fyrir útflutningsaukningu þessa er greinilegt að innflutningur stendur í miklum blóma. Slík þensla kann hins vegar að særa upp verð- bólgudrauginn að nýju og mun Seðla- banki Bandaríkjanna þá að líkindum hækka vexti á ný til þess að hvetja til spamaðar og auka fjármagns- kostnað. Austan Atlantsála bar það hins vegar til á Bretlandi, að sterlings- pundið lækkaði vemlega í gengi eft- ir að Englandsbanki tilkynnti vaxta- lækkun, en embættismenn kepptust við að róa gjaldeyrisvíxlara, sem hafa verið órólegir vegna deilna milli Nigels Lawsons, fjármálaráðherra, og Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, um gengi pundsins. Sjá ennfremur grein um bresk gengismál á síðu 30. Plútonflutningar: Leyfi til flugs yfir Grænland ekki veitt kaupmannahöfn, Ritzau. AÐ SÖGN Uffe Ellemann-Jens- ens, utanríkisráðherra Danmerk- ur, verður leyfi tíl flugs með kjamorkuúrgang yfir Grænland ekki veitt, verði á annað borð farið fram á slíkt. Leyfi þarf frá dönskum yfirvöldum tíl slíkra flutninga, en að undanförnu hef- ur nokkur umræða verið um hugsanlega flutninga af þessu tagi yfir norðurhvel jarðar. í síðasta mánuði bannaði ríkis- stjóm íslands slíka flutninga yfir íslenska lögsögu. Þessi afstaða Dana kom fram í viðtali, sem fréttastofan Ritzau átti við Uffe Ellemann-Jensen eftir að Jonathan Motzfeld, formaður græn- lensku landstjómarinriar, gekk á fund ráðherrans í gær. Þessi yfirlýsing siglir í kjölfar fregna um að fljúga skyldi yfir græn- lenska lögsögu með kjamorkuúr- gang frá breskum og frönskum kjamorkuvemm til Japans og jafnvel rætt um millilendingu í Thule á Grænlandi. Flutningar þessir munu hafa verið fyrirhugaðir árin 1990- 1991. Motzfeld hafði áður sagt að slíkir flutningar kæmu ekki til greina af sinni hálfu og spurði hann utanríkis- ráðherrann hvað hæft væri í fregnum þessum. Uffe Ellemann-Jensen sagð- ist hvorki hafa fengið í hendur óskir um leyfi til slíkra flutninga né vissi hann nokkuð um áætlanir um að flogið skyldi yfir Grænland. Bretland: Þjófar á ferð í fangelsi Lundúnum, Reutor. FANGELSI eitt á Englandi reyndist á dögunum greini- lega ekki vera nógu ramm- gert. Ekki svo að skilja að einhveijum tugthúslimanna hafi tekist að brjótast úr prísundinni — þvert á móti — heldur voru það óprúttnir náungar, sem gerðu sér lítíð fyrir og brutust inn í fangels- ið. Málsatvik em enn næsta óljós, en talið er víst að fleiri en einn maður hafi verið á ferð, en tjónið nemur um 200.000 íslenskum krónum. Heita má sjónum bert að þeir hafi haft nægan tíma til þess að athafna sig, því þeir höfðu á brott með sér nokkra stóreflis fataþurrk- ara og sláttuvélaflota fangelsis- ins. Fangelsið er gamalt herfang- elsi, en fyrir nokkru voru 360 almennir fangar fluttir þangað vegna þrengsla S venjulegum fangelsum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.