Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Morgunblaðið/BAR
Hunangsflugudrottning af gerðinni „Bombus hortorum“, sem er önnur hinna aðfluttu tegunda, er
hafa tekið sér bólfestu hér á landi að undanförnu.
Drottningarnar komnar á kreik:
Lögreglan kvödd að húsi til
að handsama hunangsflugu
Tvær nýjar tegundir hafa numið hér land
LÖGREGLAN í Reylyavík var
köUuð í óvenjulegt útkaU síðast-
Uðinn sunnudag er fjarlægja
þurfti hunangsflugudrottningu
úr ibúð f borginni. Þótti húsráð-
endum sem hér væri um óveiyu
stóra flugu að ræða og töldu
vissara að yfirgefa fbúðina þar
tíl lögreglan hafði „handtekið"
hinn óboðna gest. „Þetta var
myndarfluga og við slepptum
henni fljótlega eftir að komið
var með hana hingað niður á
stöð,“ sagði Einar Bjarnason
varðstjóri í samtaU við Morgun-
blaðið. Hann sagði það ekki
einsdæmi að lögreglan væri
kvödd í hús tU að fjarlægja
óboðna gesti úr dýraríkinu, en
oftast væri þar um að ræða
rottur og mýs.
Morgunblaðinu hefur borist
talsvert af fyrirspumum undan-
fama daga varðandi hunangs-
flugur og þykir mönnum helst að
þær séu óvenju margar og stórar
í ár. Að sögn Jóns Gunnars Ottós-
sonar, líffræðings hjá Skógrækt
ríkisins, em drottningamar nú á
kreiki við að byggja sér bú eftir
að hafa legið í dvala yfir vetur-
inn. Þær hverfa svo af vettvangi
innan skamms og þemumar, sem
em miklu minni, taka til við að
safna í búið. Jón Gunnar sagði
að ein af ástæðunum fyrir því að
fólk yrði meira vart við hunangs-
flugur nú en áður væri að tvær
nýjar tegundir hefðu nú tekið sér
bólfestu hér á landi, og væm þær
stærri en gamla íslenska hun-
angsflugan. „Fyrir 1974 var að-
eins ein tegund af hunangsflugu
hér á landi, svokölluð „Bombus
jonellus". Síðan hafa tvær bæst
við, „Bombus hortomm" og
„Bombus Iueomm". Þessar tvær
aðkomnu flugur hafa stærri
kjálka en sú sem fyrir var og eiga
betur með að vinna á ýmsum
nýjum tegundum blóma, sem á
undanfömum ámm hafa verið að
ryðja sér til rúms í görðum hér á
landi," sagði Jón Gunnar. Hann
sagði að flugumar hefðu líklega
borist hingað til lands með gáma-
skipum og væm komnar til að
vera enda ágæt skilyrði fyrir þær
hér á landi. í góðu árferði, eins
og verið hefur hér undanfarin ár,
hefur þeim fjölgað talsvert og
væri það önnur ástæða fyrir því
að þær væm meira áberandi nú
en oft áður.
„Hins vegar er full ástæða til
að benda fólki á að hér er ekki
um neina skaðræðisgripi að
ræða,“ sagði Jón Gunnar enn-
fremur. „Þessar flugur forðast að
stinga enda er þeim bráður bani
búinn við það og þeim er annt
um jíf sitt eins og okkur mönnyn-
um. Það er þá helst ef þær em
áreittar að þær grípa til þess ör-
þrifaráðs að stinga. Þegar þær
villast inn í íbúðir reyna þær
umfram allt að komast út aftur
og besta ráðið til að hjálpa þeim
við það er að hvolfa yfir þær
glasi, stinga pappa á milli og
hleypa þeim sfðan út“, sagði hann.
Aðspurður sagði Jón Gunnar að
engin hætta væri á að hinar að-
komnu tegundir útrýmdu litlu
íslensku hunangsflugunni enda
rækjust hagsmunir þeirra við
fæðuöflun ekki á og hunangs-
flugur legðu það ekki í vana sinn
að ráðast á ættingja sína.
Vegna stærðar þeirra hunangs-
flugna, sem verið hafa á kreiki
að undanfömu, hafa margir talið
að hér væri um geitunga, sem
sumir kalla vespur, að ræða. Jón
Gunnar sagði að vitað væri um
tvær tegundir geitunga sem væm
orðnar landfastar hér á landi en
geitungar væm sjaldséðir á þess-
um árstíma. „Það er ekki fyiT en
á haustin sem geitungar fara að
láta á sér bera, eftir að þeir hafa
sinnt bústörfum um sumarið. Þeg-
ar því er lokið á haustin hafa
þeir ekkert annað að gera en að
flögra um.“
Flugvirkjar með
verkfallsheimild
ALMENNUR félagsfundur í
Flugvirkjafélagi íslands sam-
þykkti verkfaUsheimild til handa
stjórn og trúnaðarráði félagsins
í gær. Vinnuveitendasamband
íslands vísaði fyrir hönd Flug-
leiða kjaradeiiu við félagið og
félög flugmanna og flugfreyja
tíl ríkissáttasemjara fyrir helgi.
Tvö síðarnefndu félögin hafa
ekki aflað sér verkfallsheimild-
ar. Fundur hefur enn ekki verið
boðaður i deilunni hjá ríkissátta-
semjara.
Ragnar Karlsson, formaður
samninganefndar Flugvirlq'afélags-
ins, sagði að tveir fundir hefðu ver-
ið haldnir í deilunni, þar sem í raun
og vem hafi ekki verið reynt að
semja, áður en Flugleiðir tóku þá
ákvörðun að vísa deilunni til ríkis-
sáttasemjara. Aðspurður um kröfur
félagsins sagðist hann ekki vera
tilbúinn til þess að skýra frá þeim.
Samningur flugvirkja hefur verið
laus frá áramótum og sagði Ragnar
að tilboð Flugleiða hefði falið í sér
kjararýmun.
Úrslit kosninga SÍNE:
Bandaríkjanemar
í neðstu sætunum
ATKVÆÐI voru talin S gær S
kosningum til sijómar SÍNE.
Einn fimmti félagsmanna
greiddi atkvæði og fékk Sigurð-
ur Jóhannsson flest atkvæði.
Evrópunemar skipa efstu sætin
en Bandaríkjanemar þau neðstu.
Meðlimir í SÍNE em um tvö þús-
und talsins. 354 bréf bámst og
greiddu samtals 388 atkvæði. 22
atkvæði vou auð og ógild.
Kosningamar fóm þannig; Sig-
urður Jóhannesson 285 atkvæði,
Sigríður Guðbrandsdóttir 253,
Hólmfríður Garðarsdóttir 250, Páll
Þórhallsson 246, Jón Ólafsson 214,
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir 165,
Jónas Egilsson 118, Friðrik Ey-
steinsson 115, Belinda Theriault
112, Birgir Þór Runólfsson 82 og
Óskar Borg 79 atkvæði.
Sjö efstu ná kjöri til stjómar en
nemar frá Bandaríkjunum skipuðu
neðstu sætin.
Félagar í SÍNE greiddu einnig
atkvæði um tillögu stjómar um
hækkun félagsgjalda. Sú tillaga var
felld með 169 atkvæðum gegn 151.
Snögg umskipti nyrðra
eftir veðurblíðuna
Einhverra breytinga að vænta
á veðri um næstu helgi
GERA má ráð fyrir að einhveijar
breytingar verði á veðri á
landinu um næstu helgi og að
bregða muni til sunnanáttar.
Undanfama daga hefur verið
mjög kalt á norðanverðu landinu,
hiti rétt ofan við frostmark yfir
daginn en undir þvi á nóttunni.
Þar hefur verið heldur hlýrra inn
til landsins en með ströndinni.
Fram til föstudags er gert ráð
fyrir frekar svölu veðri á norðan-
verðu landinu en að sæmilega
hlýtt verði syðra.
Víða á norðan- og norðaustan-
verðu landinu urðu mikil umskipti
á veðrinu eftir hlýindi helgarinnar.
Á Vopnafirði naut fólk veðurblíð-
unnar um helgina og þótti aðgerðir
veðurguðanna harkalegar þegar
hitinn fór niður undir frostmark í
gær og fyrradag. Þó telja menn þar
að sumarið sé rétt við bæjardymar.
Sömu sögu var að segja frá Raufar-
höfn þar sem fólk var í sólbaði um
helgina. Ekki em menn þó svart-
sýnir, telja svona kulda eðlilegan í
maí.
Kristján Þórhallsson fréttaritari
Morgunblaðsins í Mývatnssveit
sagði að svo virtist sem gróður
hefði tekið við sér í hlýindunum um
helgina, þó ekki væri það mikið.
20 stiga hiti var í Mývatnssveit um
helgina en í gær var þar 7 stiga
hiti og gola á norðan. Kristján sagði
að ísinn hefði farið af Mývatni í
hlýindunum og það væri nú alveg
íslaust.
Að sögn viðmælenda blaðsins er
lítið sem ekkert farið að grænka
fyrir norðan og er svölu veðri og
næturfrosti um kennt.
Beðið um skýrslu um gjaldeyriskaup:
Landsbankinn seldi gjald-
eyri fyrir 850 milljónir
RÍKISSTJÓRNIN hefur beðið
Seðlabankann um upplýsingar
um það hverjir það voru sem
keyptu gjaldeyri fyrir 2‘/2 millj-
arð fyrstu þijá dagana i siðustu
viku. Þessar upplýsingar hafa
ekki fengist en Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra sagði við
Morgunblaðið i gær að bankarnir
hefðu tjáð ríkisstjórninni að um
mjög breiðan hóp hefði verið að
ræða.
Jón Baldvin Hannibalsson, sem
gegnir störfum viðskiptaráðherra í
fjarveru Jóns Sigurðssonar, hefur
óskað eftir skýrslu frá Seðlabank-
anum um gjaldeyrisútstreymi
fyrstu þijá daga síðustu viku. f
þeirri skýrslu á að koma fram hvaða
aðilar það vom, sem keyptu gjald-
eyri þessa daga. Skýrslunnar er
vænst í dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var mest keypt af gjald-
eyri í Landsbankanum þessa daga,
eða fyrir 850 milljónir króna. I
Búnaðarbankanum var keypt fyrir
625 milljónir króna, í Útvegsbank-
anum fýrir 500 milljónir króna, í
Iðnaðarbankanum fyrir 444 milljón-
ir króna, í Samvinnubankanum fyr-
ir 55 milljónir króna og í öðram
bönkum og sparisjóðum fyrir 37,5
milljónir króna.
Sigurður Jóhannesson yfirmaður
gjaldeyriseftirlits Seðlabankans
sagði við Morgunblaðið að þessar
upplýsingar væm til staðar í tölvu-
kerfi, en annar handleggur væri að
ná þeim út og vinna úr þeim; til
ÓVENJU mörg óhöpp urðu í
umferðinni í Reykjavík á mánu-
dag og fram á þriðjudagsmorg-
un, eða 19. Þá slösuðust tvö börn,
en ekki alvarlega.
Þáð virðist sem meiri hætta sé á
óhöppum þegar veðrið leikur við
landsmenn en ella, enda gæta öku-
þess þyrfti að beita tæknibrellum.
Hann sagði að þetta væri mikið
verk og sagðist ekki geta sagt hve-
nær því lyki. ,
menn sín þá ekki jafii vel og þegar
skyggni er lélegt og færð slæm.
Þrettán ökumenn vom kærðir fyrir
of hraðan aksturþennan sólarhring.
Þar af óku tveir á 110 km hraða,
eftir Kringlumýrarbraut og Hafnar-
fjarðarvegi, og einn ók upp Hverfis-
götuna á 105 km hraða. Þá reynd-
Sjómaður
slasast
SJÓMAÐUR á togaranum
Ými frá Hafnarfirði slasað-
ist alvarlega þegar hann
fékk á sig toghlera siðdegis
í gær.
Þyrla frá vamarliðinu sótti
skipveijann um borð, en skipið
var þá statt vestur af landinu
út af Breiðafirði. Var hann
fluttur á Borgarspftalann, þar
sem hann gekkst undir aðgerð.
ust þrír ökumenn réttindalausir og
þrír ölvaðir.
Sem fyrr sagði slösuðust tvö böm
í umferðinni á mánudag. Ekið var
á dreng á reiðhjóli á Freyjugötu og
við Bólstaðarhlíð hljóp sex ára bam
fyrir bifreið. Meiðsli þeirra vom
ekki mikil.
Mörg óhöpp í blíðunni