Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Listasafn íslands: Aukin aðsókn skólabarna í VETUR hefur fjöldi skólabarna heimsótt Listasafn íslands og skoðað sýninguna Aldarspegil. Nemendur hafa notið leiðsagnar safnakennara og jafnframt leyst verkefni og gert sjálfstæðar at- huganir á myndverkunum. Rakel Pétursdóttir safnakennari segir að markmið þessarra heim- sókna sé að nemendur fái innsýn í þróun íslenskrar myndlistar. „Ég legg áherslu á að nemendur læri Stjórn Iðnþróun- arsjóðs skipuð Iðnaðarráðherra hefur skipað fulltrúa ríkisins í stjórn Iðnþró- unarsjóðs til næstu þriggja ára, dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóra og varamann hans, Ragnar Onundarson bankastjóra. Jafnframt voru eftirtaldir menn skipaðir í framkvæmdastjórn sjóðs- ins til sama tíma samkvæmt tilnefn- ingu: Valur Valsson bankastjóri, formaður, Bragi Hannesson banka- stjóri, Guðmundur Hauksson bankastjóri, Björgvin Vilmundarson bankastjóri og Stefán Hilmarsson bankastjóri. (Fréttatilkynning) ýmislegt er varðar sjónmenntir og íslenskt mál í leiðinni. Hjálpa þeim að ræða um myndlist og skilja bet- ur forsendur listamannsins og gera sér betur grein fyrir því á hversu ólíkan hátt listamenn tjá sig, og hversu ólíkum aðferðum þeir vilja beita. Ég fer varlega í að túlka list- ina og vil að bömin upplifí hana á sinn eigin hátt. Hlutverk safna er ekki eingöngu að varðveita muni heldur ber þeim einnig skylda til að fræða og þetta fræðsluhlutverk er mikilvægt í samtímanum, því segja má að safn sé spegill fortíðar og að hluta til gluggi framtíðar", segir Rakel. Síðan safnið við Fríkirkjuveg var opnað í lok janúar hafa um 5000 nemendur í grunnskólum og fram- haldsskólum heimsótt Listasafn Is- lands og er það mikil aukning frá því sem var. Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Unnið við að slökkva eldinn i húsinu á Kirkjustíg 1 á Eskifirði. \ Eskifjörður: íbúum bjargað úr brennandi húsi Eskifirði. ELDUR kom upp í húsinu nr. 1 við Kirkjustíg á Eskifirði kl. 8 á Heimilisverslim Húsasimðjunnar œnar föstudaginn 27.maí... • V* JSt \k < XI -dagar þangað til við opnum! Heimilisverslun Húsasmiðjunnar - athafnasvæði atvmnumannsins! HUSA SMIÐJAN mánudagsmorgun. Hjón og 14 ára sonur þeirra voru í íbúð á efri hæð hússins og komust þau ekki niður stiga að útgöngudyr- um en var bjargað út um glugga og út á þak viðbyggingar hússins. Húsið á Kirkjustíg 1 er tvílyft timburhús, nýlega uppgert. Á neðri hæð hússins er verslun og mynd- bandaleiga Stefáns Óskarssonar og íbúð á efri hæðinni. Eldur mun hafa komið upp í versluninni á neðri hæð og urðu þar miklar skemmdir á vörum og innanstokksmunum, sem og á innviðum hússins, að sögn Ásbjörns Guðjónssonar, slökkviliðs- stjóra. Þá munu hafa orðið nokkrar skemmdir af völdum reyks og sóts í íbúðinni á efri hæðinni. Vegfarandi varð eldsins var fyrstur úm kl. 8 og var slökkviliðið kom á staðinn örfáum mínútum síðar. Slökkvistarf gekk mjög vel og var niðurlögum eldsins ráðið um kl. 9. Rannsókn fer nú fram á elds- upptökum, sem enn eru ókunn. Ingólfur. Skólaslit Trygginga- skólans TRYGGINGASKÓLANUM var slitið miðvikudaginn 11. maí s.I. Að þessu sinni lauk 21 nemandi prófum frá skólanum, en 52 sóttu námskeið á vegum hans á skóla- árinu. Við skólaslitin voru nemendum afhent prófskírteini og Einar Sveinsson, formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, afhenti tveim nemendum bókaverðlaun fyr- ir góðan árangur. Verðlaunin hlutu þau Sigríður Brynja Hilmarsdóttir, frá Ábyrgð hf. og Pétur H. ÓLafs- son, frá Samvinnutryggingum g.t. Það er Samband íslenskra trygg- ingafélaga sem starfrækir Trygg- ingaskólann og standa tryggingafé- lögin straum af kostnaði við rekstur hans. Starfsemi skólans byggist á lengri og skemmri námsskeiðum fyrir starfsfólk félaganna og hafa 656 manns fengið prófskírteini frá skólanum, sem hefúr starfað síðan 1962. Skólinn gengst einnig fyrir fræðslufundum og annast útgáfu- starfsemi. Formaður skólanefndar er Sigurjóri Pétursson. (Úr fréttatilkynningu) RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.