Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
23
Kennraháskólinn tekur
upp viðtöl við umsækjendur
Morgunblaðið/KGA
Frá vinstrí eru Þóra Krístinsdóttir lektor, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
námsráðgjafi og Jónas Pálsson rektor Kennaraháskólans.
náð hylli og þekkjast vel.
Bandaríkjamenn eiga nú í gangi
25 verksmiðjutogara af nýjustu
gerð. Þessi skip kosta 15-35 millj-
ónir dollara hvert. Útgerðin við
Norð-vestur Kyrrahaf hefír ákveð-.
ið, að veija 250 milljónum dollara
til að auka við verksmiðjutogara-
flota sinn. Fiskurinn, sem er flakað-
ur um borð í þessum nýju verk-
smiðjutogurum, er fyrsta flokks
vara.
Bandaríkin að verða
stærstu fisk-
f ramleiðendur nir
Það kemur vafalaust mörgum á
óvart að heyra að Bandaríkjamenn
eru önnur stærsta fiskútflutnings-
þjóð heimsins. Fiskútflutningur
þeirra nam á sl. ári 1,5 milljörðum
dollara. 55 prósent fór til Japans
og 25 prósent til Evrópulanda.
Bandaríkin eru einnig stærsta
fískinnflutningsland í heimi og nam
innflutningurinn á sl. ári 8,5 millj-
öðrum dollara, eða 320 milljörðum
króna.
Bandaríkjamenn og Kanada-
menn eiga aðgang að stærstu sam-
felldu fiskimiðum heimsins í Norð-
ur-Atlantshafi og í Norður-Kyrra-
hafi. Aflinn á þessum miðum gæti
numið 2,5 milljónum smálesta ár-
lega, án þess að um rányrkju væri
að ræða.
Fiskræktin aukin og í vexti
Fiskrækt hefír aukist til mikilla
muna í Bandaríkjunum á sl. 20
árum og er í örum vexti. Það er
talið, að um 11 prósent fískmetis,
sem neytt er í Bandaríkjunum, sé
framleitt í fískirækt, samtals 400
milljón pund. Skelfiskur er ræktað-
ur í stórum stíl, t.d. 40 prósent af
ostrum, og allmikð af öðrum skel-
fiski; nærri allur regnbogasilungur,
sem neytt er í landinu.
Hreinsun skelfísks með útfjólu-
bláum ljósum er nýjung, sem vekur
athygli skelfiskæta. Þessi nýjung
gerir kleift að rækta skelfisk í sjó
eða vatni, sem áður var ekki talið
hæft til ræktunar, þar sem mögu-
legt er að hreinsa skelfiskinn gjör-
samlega með þessari ljósaaðferð.
Þá er geislun físks komin á hátt
stig, en með geislun er hægt að
lengja geymsluþol físks. Og loks
hafa orðið framfarir á örbylgjuofn-
um, bæði við að þíða frosnar mat-
vörur og við matreiðslu, einkum
fískmetis.
Opinbert eftirlit
á f iskmeti
Raddir eru uppi um það, jafnvel
innan bandaríska þingsins, að það
ætti að setja reglur um fískmeti
einsog t.d. kjötvöru. NFI hefír síður
en svo á móti því, að skoðun verði
komið á físk. En um leið er bent
á, að það eftirlit eða skoðun verði
ekki framkvæmt á sama hátt og
skoðun á t.d. kjötmeti. Því valdi
lífrænn mismunur á rauðu kjöti,
hænsnakjöti og físki. NFI hefir
boðið aðstoð sína við að setja reglur
um skoðunarkerfi á fískmeti.
ÆTLUNIN er að taka upp þá
nýbreytni að starfsmenn Kenn-
araháskólans tali við hvern um-
sækjanda og veiti upplýsingar
um kennaranámið og starfið að
því loknu. Einnig getur nemand-
inn fengið svör við þeim spurn-
ingum sem á huga hans leita.
Óllum þeim sem sótt hafa um
skólavist verður sent bréf þar sem
umsækjanda er skýrt frá því hve-
nær viðtals við þá er óskað. Henti
þeim ekki tíminn geta þeir óskað
eftir öðrum tíma sem báðum hent-
ar. Kennaraháskólinn mun hafa
samráð við fræðsluskrifstofur
landsins um skipulagningu svo að
óþægindi og kostnaður fyrir lands-
byggðarnemendur verði sem
minnstur.
í samtölum við Jónas Pálsson
rektor, Þóru Kristinsdóttur lektor
og Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur
námsráðgjafa kom fram að þessi
nýbreytni ætti að geta orðið til þess
að skipbrot verði færri og sem flest-
ir útskrifaðir kennarar fari í
kennslustörf. Kennaraháskólinn er
fyrst og fremst starfsmenntunar-
skóli fyrir kennarastéttina.
Inntökuskilyrði í Kennaraháskól-
ann eru stúdentspróf og lágmarks-
einkunn er 5. Þá eru gerðar sérstak-
ar kröfur um kunnáttu og fæmi í
íslenzku máli. Heimilt er að meta
annað nám sem ígildi stúdents-
prófs.
Kennaranám tekur 3 ár og veitir
kennararéttindi á grunnskólastigi.
Einnig geta starfandi kennarar
fengið endurmenntun í skólanum.
— •
I fararbroddi
tæknileara framfara
í 16 ár
SUBARU
rJ r Vfó 1 ? /
iUiJ
I'J L±jJ
sn
SUBARU býður íslenskum fjallvegum
og íslenskum aðstæðum
óhræddur byrginn.
SUBARU er sannarlega bíll þeirra manna sem
starfa sinna vegna þurfa að komast hvert á land
sem er í hvernig færð sem er.
Það er gott að vera SUBARU megin við stýrið
þegar hraða, stöðugleika og
ýtrasta öryggis er þörf.
SUBARU - ÞEGAR MESTÁ REYNIR
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -3 35 60
Eigum ennþá sjálfskipta
Subaru Station 09 Subaru
Sedan á eldra gengi.