Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 30

Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Nokkrir meðlimir hljómsveitar Rauða hersins í Sovétríkjunum færðu Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, tvær breiðskífur og myndbandsspólu þegar þeir heimsóttu ráðherrann í Dow- ning-stræti í gær. Thatcher fór á tónleika hljómsveitarinnar, sem nú er á ferð um Bretland. Paraguay: Páfi gagnrýnir stjórn landsins Asuncion. Reuter. JÓHANNES Páll páfi annar kom á mánudag til Paraguay í ferð sinni um ríki rómönsku Ameríku. í mótttöku fyrir Alfred Stroessn- er, hershöfðingja og forseta, og sendifulltrúa erlendra ríkja flutti páfi ávarp um mannrétt- indamál og pólitiskt siðferði. Einnig tók hann einarðlega undir gagnrýni biskupa í Paraguay á stjórn landsins. Stroessner varði sig og stjóm sína af hörku að lokinni ræðu páfa. Hann sagði að friður ríkti í Paragu- ay og alls staðar sæust merki fram- fara. Landið væri laust við hryðju- verkastarfsemi, hungur og fíkni- efnavandamál. „Við búum við lýð- ræði í Paraguay og höldum reglu- lega kosningar þar sem engin brögð eru í tafli," sagði hershöfðinginn. í ræðu sinni hvatti páfinn Stro- essner til að stuðla að sáttum hinna ýmsu þjóðfélagshópa og auka þátt- töku landsmanna í stjóm mála sinna. Undanfarin ár hefur herfor- inginn hafnað áskomn kirkjunnar um þjóðarsátt og sagt að kirkjan ætti að halda sig við trúmál. „Kirkj- an verður ekki einangmð innan veggja guðshúsanna," sagði páfi hins vegar. Fyrir mótttökuna átti hann 25 mínútna einkafund með Stroessner og er sagt að viðræður þeirra hafi verið opinskáar og vin- samlegar. Skömmu eftir komu páfa til Paraguay í fyrradag handtók lög- regla bandarískan prest, tvo bændaleiðtoga og verkalýðsforinga. Atvikið átti sér stað er mennimir yfírgáfu kirkju þar sem 150 menn em í mótmælasvelti. Mótmæli þeirra beinast gegn stefnu stjómar Stroessners. Reuter Hljómsveit Rauða hersins heimsækir Thatcher Breska stjórnin; Reuter Stöðugur ágreining- ur um gengismál St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Jóhannes Páll páfi ræddi í gær við katólska presta og nunnur í Asuncion, höfuðborg Paraguay, og var myndin tekin við það tæki- færi. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra hefur ekki enn jafnað ágreining sinn við Nigel Lawson fjármálaráðherra um stefnuna í gengismálum og aðild að evrópska myntkerfinu. Hefur óvissa um nið- urstöðu þess máls áhrif á stöðu pundsins. Á vegum bresku stjóm- arinnar er nú verið að kanna breytingar á almannatrygginga- kerfi, sem miða að þvf að þeir einstaklingar fái skattafrádrátt er standa straum af kostnaði við einkaheilbrigðisþjónustu. Thatcher hélt aðalræðuna á árs- þingi skoskra íhaldsmanna síðastliðið Aðstoðarmaður Stalíns skipulagði fjöldaaftökur segir í grein í vikuritinu Ogonjok Moskvu, Reuter. AÐSTOÐARMAÐUR Jósefs Stalíns, Andrej Zhdanov, skipu- lagði fjöldamorð á „óvinum þjóð- arinnar" i stjórnartið Stalins, sem líkja má við ódæðisverk nasista í seinni heimsstyijöld- inni, segir i grein sem birtist i sovéska vikuritinu Ogonjok fyrr í þessum mánuði. Vikuritið Ogonjok segir að fiöldamorð hafi verið framin í Úfa, höfuðborg Bashkír, undir stjóm Zhdanovs. Hann var talinn líklegur eftirmaður Stalin um tíma á fjórða áratugnum. Ogonjok vitnar í skýrslu rithöfundar frá Úfa sem rannsakað hefur atburði sem áttu sér stað í stjómartíð Stalíns. „Af- tökumar fóm fram í námum og hellum í útjarðri borgarinnar," er haft eftir rithöfundinum, Tsjanov, í greininni. Eftir hreinsanimar í Úfa skipulagði Zhdanov fjöldaaf- tökur í Kazan, Orenburg og fleiri borgum. „Hinir látnu vora grafnir að næturlagi í §öldagröfum,“ segir Tsjanov. í Kazan og Orenburg var sömu aðferðum beitt eftir að Zhdanov hafði fjaríægt æðstu leið- toga kommúnistaflokksins í borg- unum. Greinin í Ogonjok er ein af mörg- um sem birst hafá í tímaritum og blöðum í Sovétríkjunum að undan- fömu þar sem greint er frá opin- beram skýrslum og frásögnum sjónarvotta, sem haldið hefur verið leyndum í áratugi til að hylma yfir ógnarverkin sem framin vora á Stalíns-tímanum. Míkhaíl Gor- batsjov leiðtogi Sovétríkjanna hef- ur fordæmt það sem hann hefur kallað glæpi Stalíns og hefur kraf- ist þess að „auðu síðumar" í sögu Sovétríkjanna verði fylltar með sönnum frásögnum um aðgerðir Stalíns og fylginauta hans. Greinin í Ogonjok, sem skrifuð er af Júrí Karjakín, er hin fyrsta sem fjallar er um aðgerðir Zhdanovs, sem enn heldur titli sínum sem „sannur þjónn þjóðar- innar og kommúnistaflokksins" á opinberam vettvangi. Kaijakín seg- ir í grein sinni að Zhdanov sem þá var leiðtogi kommúnistaflokksins í Leníngrad, hafi verið fluttur til Úfa árið 1937 eftir að leiðtogi fíokksins í Bashkír hafði farið þess á leit við Stalin að hann gripi til aðgerða vegna aukins andófs í héraðinu. Eftir að Zhdanov kom til Úfa kallaði hann þegar saman fund fíokksleiðtoga og las upp fyrir þá samþykkt sem gefin haJfði verið út í Moskvu þar sem fyrirskipuð var uppsögn Bykíns fíokksleiðtoga og aðstoðarmanns hans. Báðir vora þessir menn teknir höndum á staðnum og færðir á brott til af- tökustaðar, að sögn Kaijakíns. „Eiginkona Bykíns sem var bams- hafandi var einnig tekin af lífi,“ segir Kaijakín og vitnar þar til skýrslu Tsjanovs um rannsóknir hans á atburðunum í Úfa. í skýrslu Tsjanovs segir að í kjöl- far aftöku Bykíns og annara yfír- manna flokksins hafi fylgt „gegnd- arlausar handtökur og aftökur." Einn þeirra sem tók þátt í aðgerð- unum státaði af því að hafa flett ofan af 26 „óvinum fólksins" eins og fómarlömbin voru nefnd, segir Tsjanov. Zhdanov sem var aðalmaðurinn í hreinsunum Stalíns fyrir seinni heimsstyijöldina lést árið 1948. Notfærði Stalín sér dauða hans til að losa sig við menn í Leníngrad sem hann taldi óæskilega. Ásakaði hann þá fyrir að hafa eitrað fyrir Zhdanov. Byggingar og götur í Lenfngrad bera enn nafn Zhdanovs en, að sögn Kaijakíns er mikil hreyfing í þátt átt að gera hann útlægan fyrir þau voðaverk sem hann framdi. föstudagskvöld. Þar vísaði hún á bug öllum tillögum um sérstakt þjóðþing Skota og varði af hörku gerðir stjóm- ar sinnar. Á laugardag var hún við- stödd úrslitaleik skosku bikarkeppn- innar á Hampden Park í Glasgow. Það var í fyrsta skipti, sem breskur forsætisráðherra er viðstaddur úr- slitaleik í þeirri keppni. í leikslok afhenti hún fyrirliða Celtic bikarinn eftir frækilegan sigur liðsins. Stöðugur ágreiningur Thatcher og Nigels Lawsons fjármálaráðherra um stefnuna í gengismálum og aðild að evrópska myntkerfinu veldur áhyggj- um. Forsætisráðherrann hefur ævin- lega lagst gegn aðild að myntkerfínu og trúir því, að engin ástæða sé til að koma í veg fyrir hátt gengi punds- ins. Fjármálaráðherrann er hins veg- ar á öndverðri skoðun. Þessi ágrein- ingur hefur valdið veralegri hækkun pundsins. Ýmsir valdamenn innan lhaldsflokksins hafa látið í ljós þá skoðun, að ráðherramir verði að koma sér saman, áður en frekari skaði hljótist af. Margaret Thatcher stjómar ráð- herranefnd, sem er að endurskoða heilbrigðiskerfið. John Redwood, fyrrverandi náinn ráðgjafi hennar og núverandi þingmaður, gaf út skýrslu síðastliðinn laugardag, sem hann lagði fyrir nefndina. Þar leggur hann til, að skattafrádrætti verði beitt til að hvetja einstaklinga til að leggja fé í einkaheilsugæslu. Svipað fyrir- komulag gildir um lffeyrisgreiðslur og hefur gefist vel. Að sögn The Sunday Times síðast- liðinn sunnudag vinnur heilbrigðis- ráðuneytið að rannsókn á, hvort æskilegt sé að framkvæma svipaða tillögu og Redwood leggur fram. Þar segir einnig, að fjármálaráðuneytið leggist nú ekki gegn þessum hug- myndum eins og jafnan áður. Redwood telur að að með þessu fyrirkomulagi megi Qórfalda framlög einstaklinga til heilbrigðismála frá því sem nú er. Opinber heilsugæsla kosti nú 5,6% af þjóðarframleiðslu, en einkaheilsugæsla 0,6%. Hann tel- ur, að auka megi hlutfall éinkageir- ans í 2,5% af þjóðarframleiðslu. Reuter 11 slasast í umferðaróhappi 11 manns slösuðust er vörabifreið ók á sporvagn í San Francisco í Banda- ríkjunum í gær. Miklar skemmdir urðu á sporvagninum og sýnir myndin björgunarmenn að störfum við að losa einn farþeganna úr flakinu. Að sögn lögregluyfírvalda í San Francisco era fimm farþeganna alvarlega slasaðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.