Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er til húsa í nyölgeymslu gamallar síldarverksmiðju sem hætti starfsemi sinni árið 1968. Lýsistankamir á bak við byggingarnar eru heppilegir undir klakið að mati Ólafs. Á bak við þá sést f hluta af sjávarlóni sem heppilegt er að hafa til staðar, en Norðmenn eru farnir að prófa sig áfram með þorsk- og steinbítseldi í slfkum lónum. Hlutafé Fiskeldis Eyjafjarðar aukið um 50 millj. kr.: Verðum að ná í stóra lúðu o g fara út í klak - segir Ólafur Halldórsson fiskifræðingur Á AÐALFUNDI Fiskeldis Eyja- fjarðar, sem haldinn var síðast- liðinn fimmtudag, var ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 50 miiyónir króna á næstu tveimur til þremur árum. Hlutafé þess stendur nú f 13,5 mil^ónum króna og eru stærstu hluthafar Akureyrarbær og Byggðastofn- un með tvær milljónir hvor. Á fundinum var Iögð fram skýrsla tveggja starfsmanna fyrirtækis- ins, þeirra Ólafs Halldórssonar fiskifræðings og Erlendar Jóns- sonar liffræðings. Skýrslan var kynnt hluthöfum, sem eru yfir þijátfu talsins. í henni eru raktar helstu forsendur fyrir lúðueldi og helstu kostir slfkrar ræktunar á Hjalteyri sérstaklega. Stjórn fyrirtækisins ræður því með hvaða hætti hlutafé verður auk- ið, en með slfkri aukningu getur fyrirtækið byggt upp húsakost sinn og frekari rannsóknir. Eins árs reynslutfmi er nú liðinn síðan fyrirtækið hóf starfsemi sfna og hafa allar framkvæmdir og til- raunastarfsemi til þessa verið fjármagnað með eigin fé. Engar skuldir „Þess eru örugglega ekki mörg dæmi að fyrirtæki hafi ekki ein- hvem skuldahala, en eigið fé hefur verið látið duga til þessa og lán látin eiga sig,“ sagði Þorleifur Þór Jónsson atvinnumálafulltrúi Akur- eyrarbæjar og fjármálastjóri fyrir- tækisins. „Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hluta- bréfum, en síðan má stjómin róa á önnur mið og það albesta væri auð- vitað að bjóða hlutabréfin á frjáls- um markaði," sagði Þorleifur. Starfsemi Fiskeldis Eyjafjarðar hófst í fyrrasumar með því að út- búin var aðstaða á Hjalteyri. Starfs- menn fyrirtækisins héldu vestur á BreiðaQörð og veiddu um 500 smá- lúður og sex stórlúður sem þeir fluttu norður með flutningabíl. Af- föll voru eðlileg miðað við reynslu annarra. Ólafur Halldórsson sagði að athugunum hefði gjaman verið skipt í þrennt. í fyrsta lagi fóru fram umhverfísrannsóknir í Eyja- fírði, allt frá Svalbarðseyri og út að Hrísey. „Við höfum farið á sjó eru niðurstöður okkar nánast allar jákvæðar. Við stefnum að því að halda starfseminni áfram og ætlum þá í klak, enda verður það að koma til, eigi lúðueldi að verða alvöruat- vinnugrein. Uppbyggingin nú verð- ur að miðast við að ná í klakfísk — stóra lúðu. í sumar ráðgerum við að fara aftur í Breiðafjörðinn og ná í 80 til 100 stórlúður, en gera má ráð fyrir einhveijum afföllum. Þessi villti fískur þarf um það bil ár til aðlögunar áður en hann fer að hrygna í eldi og miðast öll okkar uPPby®nnK við það. Við búumst þó ekki við verulegu hrognamagni fyrr en þar næsta vor. Þá munum við jafnframt halda í þessar 500 smálúður, sem við nú höfum, og verða þær okkar undaneldislúða eftir Qögur til fimm ár þegar þær hafa náð kynþroska. Á meðan við bíðum eftir að fískurinn aðlagist, erum við sannfærðir um að Norð- menn muni ná miklum framförum á sviði lúðueldis. Þá getum við tek- ið þær niðurstöður og aðlagað þær íslenskum staðháttum," sagði Ólaf- ur. Jafnstiga Norðmönnum Það var ekki fyrr en upp úr 1980 að farið var að huga að lúðu sem eldisfiski og það var fyrst árið 1985 að það tókst að klekja út lúðuhrogn- um og halda lífi í seiðunum. „Með því að byija snemma vonumst við til að geta orðið jafnstiga Norð- mönnum í lúðueldi. Framfarimar hjá Norðmönnum hafa verið mjög örar á síðustu þremur árurn," sagði Ólafur. Þorleifur Þór sagði að fyrirtækið ætlaði að reyna eftir fremsta megni að koma sem mestu I framkvæmd fyrir það hlutafé sem innheimtist svo að fyrirtækið lenti ekki í sömu erfiðleikum og allt of mörg fiskeld- isfyrirtæki hafa lent í, það er að vera með allt of mikinn Qármagns- kostnað á herðunum. „Það er ein- mitt flármagnskostnaðurinn sem er að drepa flest fyrirtæki í dag og við ætlum okkur að reyna að forð- ast lántökur í lengstu lög, eða að minnsta kosti þangað til við sjáum fram á að geta greitt lánin til baka.“ Fiskeldi Eyjafjarðar hefur ekki notið neinna opinberra styrkja enn sem komið er. Fyrirtækið sótti um styrk til Rannsóknaráðs ríkisins fyrir ári, Þá var beiðninni synjað, en fyrirtækið hefur sótt á ný um styrk í ár. Ólafur sagði fyrirtækið þó hafa notið velvildar og aðstoðar Hafrannsóknastofnunar. Ákveðið þróunartímabil Ólafur sagði að markaðshorfur lofuðu góðu. „Verð á lúðu er hátt og á vetuma er það hærra en á eldislaxi. Við höfum heyrt að mark- aðssérfræðingar hafí síst áhyggjur af markaðssetningu. Lúðueldi er ekki til í dag. Menn eru að glíma við seiðaframleiðsluna þessa stund- ina. Við íslendingar erum orðnir á eftir í laxeldinu. Við framleiðum mjög lítið af heimsframleiðslunni og tölur benda til að árið 1990 komi aðeins 1% af eldislaxi frá ís- iandi. Með því að fara af stað nú með nýja tegund, sem mikill áhugi er fyrir víða um heim, erum við að taka þátt frá upphafí. Til þess að gera þetta að veruleika, verðum við að ganga í gegnum okkar þróun- artímabil sjálfír. Við getum ekki horft til annarra landa og ætlast til að fá einhvem heildarpakka það- an eða eitthvert lúðueldisforrit. Aðstæður hér em aðrar heldur en í nágrannalöndunum og því fyrr sem við byijum, því betur stöndum við í samkeppninni við aðrar þjóð- ir,“ sagði Ólafur. Á aðalfundinum gekk Pétur Bjamason framkvæmdastjóri ís- tess, sem var formaður stjómar Fiskeldis Eyjafjarðar sl. ár, úr aðal- stjóm og fór í varastjóm. í stað hans var Kristján Jóhannesson framkvæmdastjóri DNG kjörinn í aðalstjóm. Aðrir í stjóm em: Vil- helm Þorsteinsson fyrir hönd ÚA, Jóhannes Kristjánsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, Ingimar Brynj- ólfsson fyrir hönd Amameshrepps og annarra sveitahreppa sem hlut eiga í fiskeldinu og Sigurður Guð- mundsson fyrir hönd Byggðastofn- unar. Varamaður auk Péturs er Ásgeir Amgrímsson. Margmenni á Vorblóti að Bjargi Landssamtökin Þroskaþjálp og Öryrkjabandalagið gengust fyrir samkomum á fjórum stöðum á landinu sl. laugardag. Samkom- urnar nefndust Vorblót og fóru fram I Kópavogi, Hnifsdal, Egils- stöðum og í húsi Sjálfsbjargar á Akureyri, Bjargi, þar sem fjöldi manns mætti. Á Akureyri lék blásarasveit tón- listarskólans við innganginn. Egill Olgeirsson frá Húsavík flutti ræðu, X-tríóið lék, Páll Jóhannesson ópem- söngvari kom fram og Ingimar Eyd- al sá um að leika tónlist á milli at- riða. Séra Pétur Þórarinsson kynnti. Vorblótin vom haldin í tilefni af víðtæku samstarfi heildarsamtaka fatlaðra. Skipuð hefur verið nefnd svokallaðra Ræðara til að sjá um tveggja ára félagslega fram- kvæmdaáætlun, sem á að hafa það að markmiði að bæta tengsl fatlaðra og annarra landsmanna, efla fræðslu um málefni fatlaðra og sjá til þess að tölvumiðstöð fatlaðra verið efld til muna. Þá á samkvæmt áætluninni að stofna sérþjálfaða stuðningshópa fyrir foreldra á hverju svæði og stofna leikhús á vegum Þroskahjálp- ar og Öryrkjabandalagsins. Ólafur Halldórsson á þriggja vikna fresti allt síðasta ár og fylgst með breytingum á sjáv- arhita, seltu, súrefni og dýrasvifí. Þá söfnuðum við físki í Breiðafirði til að sjá hvemig hann þrifíst og dafnaði á Hjalteyri. í þriðja lagi höfum við gert úttekt á aðstæðum á Hjalteyri með tilliti til þeirra mannvirkja, sem hér em og sjávarl- óns, sem hægt er að nýta til eldis á ýmsum öðmm sjávarfiskum. Norðmenn em til dæmis famir að framleiða þorskseiði í slíkum sjáv- arlónum." Niðurstöður jákvæðar Mannvirkin á Hjalteyri tengjast síldarbræðslunni sem var í rekstri fram til ársins 1968 og er eldið í þeim hluta húsnæðisins sem áður var mjölskemma. Þá em til staðar nokkrir heillegir lýsistankar, sem gætu nýst í lúðueldið. Fiskeldi Eyja- flarðar hefur fengið vilyrði frá Am- ameshreppi um að leigja eða kaupa helming húsnæðisins, sem er um 1.000 fermetrar, en í hluta hús- næðisins er rekin saltfískverkun á vegum kaupfélagsins. „Mér fínnst þetta eina ár, sem liðið er, hafa gengið mjög vel. Við höfum gert allt það sem tii stóð á einu ári og Evrópumóti að Jaðri frestað um eitt ár GA fær þriggja ára atvinnumótasamning í staðinn Atvinnugolfmóti 80 erlendra kvenkylfinga, sem halda átti á vegum Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri fyrstu vikuna í ágústmán- uði, hefur verið frestað rnn eitt ár. Ástæða þess mun vera sú að golfmótið hafði verið tvibókað og verður haldið í sumar í Skot- landi. Þessi mistök uppgötvuðust fyrir um það bil mánuði og hafa forráðamenn Professional Golf- ers Association og Golfklúbbs Akureyrar átt í samningaumleit- nnnm síðan. Þær hafa leitt það af sér að GA hefur fengið þriggja ára samning við PGA og heldur því atvinnugolf- mót kvenkylfínga fyrstu helgina í ágúst á næsta ári, 1989. Þá fær Golfklúbbur Akureyrar að halda atvinnukylfíngamót 1990 og 1991, eitt Evrópumótanna hvort árið. „Þetta fyrirkomulag er okkur miklu hagstæðara. Við höfum tryggt okk- ur þijú mót í stað eins auk þess sem okkar var að verða ljóst hve undir- búningstíminn var orðinn skamm- ur,“ sagði Ámi Jónsson fram- kvæmdastjóri GA. Ámi sagði að metþátttaka yrði á vinsælasta móti GA, Arctic Open, sem haldið verður dagana 23., 24. og 25. júní nk. Sextíu erlendir kylf- ingar hafa látið skrá sig til þátt- töku. Alls væri hægt að taka á móti 120 þátttakendum í það heila og að öllum Kkindum þarf að tak- marka fjölda íslendinga á mótið. „Við emm búnir að fylla öll hótel- rými í bænum þessa viku og emm nú að reyna að fá inni á Eddu- hótelum á Þelamörk og Hrafnagili." Ámi sagði að áhugi fyrir Arctic Open-mótinu væri geysilegur og fyrir skömmu hefði hann fengið fyrirspum frá golftímariti í New York sem senda vildi fólk á mótið og ástralskt tímarit hefði jafnframt fjallað um starfsemi GA og Jaðars- völlinn á blaðsíðum sínum fyrir stuttu. Kylfingar á Akureyri em nú í þann veginn að ljúka smfði 200 fermetra húsnæðis á vellinum sem nýta á undir vélageymslu, viðgerð- arstarfsemi og kaffístofu fyrir vall- arstarfsmenn, sem verða hátt í 40 í sumar. Nú er unnið að stórátaki í gróðursetningu tijáa á golfvellin- um, sem er um 94 hektarar að stærð. Gróðursettir verða tugir þús- unda tijáa um völlinn í sumar, en nokkur sfðustu ár hafa kylfíngar sett sér það að markmiði að gróður- setja 10.000 tré ár hvert. í ár verða þau þó mun fleiri, að sögn Áma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.