Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Pétur Agúst Arnason Fæddur 17. ágúst 1901 Dáinn 7. maí 1988 í dag verður Pétur Ágúst Áma- son kvaddur hinstu kveðju frá Laugameskirkju, en hann andaðist hinn 7. maí sl. á öldrunarlækrtinga- deild Landspítalans í Hátúni 1 lOb. Pétur, tengdafaðir minn, var óvenju traustur og mikill mann- kostamaður og er mér ljúft að minn- ast hans með nokkmm orðum og ri§a upp okkar góðu kynni. Pétur ólst upp við Stýrimanna- stíginn í Reykjavík. Faðir hans var Ámi Hannesson skútuskipstjóri og einn af fyrstu togaraskipstjórum okkar íslendinga, sonur Hannesar Hanssonar landpósts. Móðir Péturs var Sigríður Pétursdóttir ættuð af Álftanesi. Ámi lét byggja húsið að Stýrimannastíg 8 og stendur það enn. Þar bjuggu þau Sigríður á uppvaxtarárum Péturs. Hann gekk í Landakotsskólann og hlaut þar góða undirstöðumenntun sem hann bjó að alla tíð. Á sýningu sem hald- in var á sl. ári í tilefni af 90 ára afmæli skólans var m.a. sýnishom af skólavinnu Péturs. Ámi lést úr spönsku veikinni 1918 og stóð Sigríður þá ein uppi með tvö böm, Pétur og systur hans Sigríði, sem látin er fyrir nokkrum ámm. Pétur varð þá að leggja frek- ari námsáætlanir á hilluna og taka að sér að vinna fyrir heimilinu. Hann var dugnaðarforkur til allra verka enda var hann óvenju vel að manni. Mjög kært var alla tíð með Pétri og Sigríði systur hans. Framan af ævinni stundaði Pétur sjómennsku aðallega á togurum. Þetta var á ámnum fyrir vökulögin og völdust hinir vöskustu menn til - Minning starfa á togumnum, enda setið um hvert pláss þótt vinnan væri erfið. Árið 1940 giftist Pétur eftirlif- andi konu sinni, Helgu Jónsdóttir frá Tungufelii í Hmnamanna- hreppi. Þau hófu búskap á Urð- arstíg 16A en lengst af bjuggu þau á Silfurteigi 3. Þau eignuðust tvær dætur. Svandísi kennara á Akra- nesi, sem gift er þeim sem þessar lfnur ritar og Sigríði kennara í Laugamesskólanum í Reykjavík, en hún starfar einnig við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Hjónaband þeirra Péturs og Helgu var ástríkt og farsælt. Óvenju gestkvæmt var hjá þeim, enda öllum gestum tekið með sérstakri gestrisni og gaman var jafnan að koma á heimili þeirra. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGIÁRNASON, Lyngbrekku 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00. Sveinbjörg Jónsdóttir, Reynir Helgason, Björg Gfsladóttir, Jón Helgason, Stefanfa Björnsdóttir, Sveinbjörg Jónsdóttlr, Stefán Helgi Jónsson, Berglind Reynisdóttir, Rannvelg Jónsdóttir. t Við þökkum innilega öllum er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar, HALLDÓRU WALDORFF frá Neskaupstað. Margrát Lára Bouranel, Þórður Waldorff, Skúll Waldorff og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRÍETAR ÓLAFSDÓTTUR, Hólmgarði 21. Guöbjörg Lilja Guðmundsdóttlr, Krlstján Sigfússon, Margrót Erla Guðmundsdóttir, Ólafur Egllsson, Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Árni Magnússon, Jóhann Ingi Guömundsson, Sigmundur Birglr Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinsemd og viröingu viö andlát og útför systur okkar, HALLFRlÐAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Stóragerði 12, Reykjavfk. Systkinin frá Bakka, Kjalamosl. Pétur var mikill íþróttamaður fyrr á árum. Hann var einn af stofn- endum sunddeildar KR þegar hún var stofnuð árið 1923. Lagði hann vesturbæjarliðinu jafnan liðsstyrk og það löngu eftir að hann var flutt- ur í austurbæinn. Hann átti marga afreksminjapeninga frá þessum tíma bæði frá Islandssundi, alls- heijarmótum, fijálsíþróttamótum og stakkasundi. Eftirminnilegust var Pétri samt þátttaka hans í Nýárssundinu, en sú keppni fór fram á nýársdag í sjónum fyrir vestan Granda. Synt var þaðan sem nú er hús Jóns Lofts- sonar hf. og að höfninni. Þátttaka í þessu sundi var ekki heiglum hent enda oft kalsalegt að synda í sjónum í skammdeginu á kaldasta tíma ársins. Oft voru helstu keppinautar hans, Erlingur Pálsson síðar yfir- lögregluþjónn og bræður hans, en Pétur lærði einmitt sund hjá Páli föður þeirra bræðra. Gaman var að heyra Pétur segja frá þessum tíma. Eftir að Pétur hætti sjómennsku starfaði hann í landi lengst af hjá Eimskipafélagi íslands við uppskip- un. Áhugi hans á sundíþróttinni hélst fram á síðustu ár enda var hann fastagestur i sundlaugunum í Laugardalnum og taldi hann sund- iðkun einhveija bestu heilsubót sem gæfist. Þar var hann langt á undan sinni samtíð, var það löngu áður en hin svokaílaða heilsu- og trimm- alda reis á Vesturlöndum. Mér er Pétur minnisstæðastur fyrir það hvað hann var mikill og góður heimilisfaðir. Hann þekkti fátækt fyrirstríðsáranna og eyðslu- þjóðfélag okkar daga. Hann var af þeirri kynslóð sem meta ráðdeild og nægjusemi og mundi tímana tvenna. Hann forðaðist að taka fé að láni og öiyggi heimilisins setti hann ofar öðru, enda er það ástrík- ur faðir sem nú er kvaddur. Síðustu árin dvaldi Pétur á öldr- unarlækningadeild Landspftalans í Hátúni 10B. Þar var annast vel um hann og var hann jafnan kátur og hress þegar ég leit til hans. Fyrir hönd ættingja Péturs flyt ég starfs- fólki þar kveðjur og þakkir fyrir góða umönnun. Við andlát Péturs er genginn ljúf- ur og góður maður, ástkær heimilis- faðir sem margir syrgja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Ég votta aðstandendum samúð mína um leið og ég þakka tengda- föður mínum samfylgdina og bið Guð um að blessa minningu hans. Magnús Oddsson Minning: ValborgE. Þórarins- dóttir, Melum Fædd 22. maf 1919 * Dáin 6. maí 1988 Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifí og verð mínum lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. Kón Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar Hann, er mig elskar svo heitt indælan stað mér á himni hefur veitt, svo að hans ásjónu ég augum fæ leitt, það verður dásamleg dýrð handa mér. Kór Astvini sé ég sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaður öeisari brosið frá mér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð: Séra Lárus Halldórsson.) Okkur finnst svo tómlegt að amma er farin frá okkur, en það gleður okkur að vita, að nú er hún laus við þjáningar og neyð og kom- in heim til Guðs, þar sem er enginn sjúkdómur, engin tár, engin sorg, aðeins svo mikil dýrð að það hefur ekki eyra heyrt né auga séð, né í nokkurs manns huga komið slík dýrð sem á okkur mun opinberast, þetta stendur í Guðs orði og postul- inn skrifar í Rómveijabréfinu 8. kap. 18. vers, ég lít svo á að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð sem á oss mun opinberast. Amma okkar, Valborg Þórarins- dóttir, fæddist á Rauðstöðum við Amarfjörð 22. maí 1919. Foreldrar hennar voru Guðmundína Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauðeyjum á Breiðafirði, fædd 11. desember 1878, dáin 12. mars 1979, og Þór- arinn Kristján Ólafsson frá Múla í Gufudalssveit, fæddur 25. júlí 1885 og dáinn ll. aprfl 1959. Valborg ólst upp hjá foreldrum sínum í systkinahópi og með þeim flyst hún að Naustabrekku á Rauðasandi 1935 og að heiman fer hún til Patreksfjarðar 1938. 1946 bregða foreldrar hennar búi og flytja til Patreksfjarðar. Valborg giftist eiginmanni sfnum, Ólafi Kr. Jóhannessyni frá Hvammeyri við Tálknafjörð, þar sem þau stofnuðu heimili sitt, en Ólafur var háseti á togaranum Verði frá Patreksfirði. Hún var bamshafandi er Ólafur drukknaði + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og jarðarför KARLS GUNNARSSONAR fyrrverandi bónda Hoftelgi, Jökuldal, Eyjabakka 30, Reykjavfk. Guðrún Stefánsdóttlr, Björg Karlsdóttir, Ragnheiður Karlsdóttir, Stefán Karlsson, Gunnar Karlsson, Guðlaug Bergþóra Karlsdóttlr, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU SÓLVEIGAR MAJASDÓTTUR, Gyðufelll 8. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Öldrunardeild Borgar- spítalans fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju. Sólvelg Jónsdóttir, Helgi Jónsson, Torfi Jónsson, Ingvar Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Þórdís Hansen, Krlstfn Magnúsdóttir, bamabörn og barnabarnabörn. þegar togarínn fórst 29. janúar 1950. Þegar þessi hörmulega fregn barst til Patreksfjarðar fór móðir hennar, Sigurrós, þá á sjötugsaldri, gangandi í vondri færð til Tálkna- fjarðar, svo hún gæti sjálf sagt dóttur sinni þessi þungbæru tíðindi og veitt henni styrk í sorginni. Sig- urrós langamma var höfðingskona, dugmikil og vitur, hún fékk kraft frá Guði til að hjálpa oft á neyðar- stundum. Hún var mikið skáldmælt og stórvel gefin, við látum hér fylgja með eitt smávers eftir hana: Vertu hjá mér drottinn og vaktu yfír mér, veit mér að mega treysta einum þér. Gættu mín á veginum gleði og kífs, gef mér þína sælu við endir þessa lífs. Sigurrós langamma okkar var styrk og þróttmikil til hinstu stund- ar, hún lifði rúm 100 ár. Guð blessi minningu hennar. Valborg amma flytur sama ár, 1950 með litla son- inn sinn, Ólaf Kr. Ólafsson, til Pat- reksfjarðar, á heimili bróður síns og mágkonu og er þar næstu árin. Að nokkrum tíma liðnum fer hún til Reykjavíkur og þaðan fer hún með soninn sinn ráðskona til Ind- riða Ejnarssonar á Melum á Kjalar- nesi. Árið 1956 giftust þau og eign- uðust saman íjogur böm. Þau eru Sigurrós Kristín, gift Ömólfi Frið- rik Björgvinssyni, Einar, sambýlis- kona Vilborg Guðmundsdóttir, Guð- mundur Oddgeir, sambýliskona Þuríður Bima Halldórsdóttir, yngstur er Guðni Ársæll og sonur hennar af fyrra hjónabandi sem þau ólu upp, Ólafur Kr. Ólafsson, giftur Guðrúnu Helgu Gísladóttur. Að Melum var alltaf jafn gott að koma, þar vorum við alltaf vel- komin hjá elsku ömmu og afa sem allt vildu fyrir okkur gera. Við þökkum þeim allan kærleika þeirra. Valborg amma var glæsileg rausn- arkona, dugmikil og góð, hún vildi leysa hvers manns vanda og var alltaf reiðubúin að hjálpa er með þurfti. Við erum þakklát elsku ömmu fyrir alla umhyggju, bænir og allar gjafimar sem hún sendi okkur bæði á jólum og afmælum. Guð blessi minningu hennar. Björgvin, Valur Indríði og Anna María. Blóma- Og 0 skreytingaþjónusta w ™ hvertsemtilefniðer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.