Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 59 Slj órnmálamenn: Eru þeir vandamálið? Til Velvakanda. Við lestur Reykjavíkurbréfs sunnudaginn 17. apríl fór maður að velta fyrir sér ýmsum hlutum. Þar er meðal annars spurt hvort stjómmálamennimir séu vandamál- ið. Þar segir „Þeir líta fyrst og fremst á sig sem gæslumenn hags- muna einstakra kjördæma eða byggðarlaga og einbeita kröftum sínum að því að tryggja stundar- hagsmuni en ekki framtíðarhags- muni þjóðarinnar." Mér er spum. Hvaða kjördæmi virðist eitt hafa þingmenn miðað við hvert fólkið flykkist? Ég veit ekki hvað flokkast undir stundar- hagsmuni og hvað framtíðarhags- muni. Kannski búseta út um landið sé stundarhagsmunir og tóm vit- leysa hjá þeim sem þar búa að vera að kvarta yfir orkuverði, vömverði og fleiru, þessu eigi að sópa undir teppi svo framtíðarhagsmunir þjóð- arinnar fái strax notið sín og við flytjum öll á suð-vestur homið til þess að þjónusta hvort annað. Það myndi leysa mörg vandamál fyrir háttvirtan fjármálaráðherra. Það mætti leggja niður allt sem nú flokkast undir þjónustu við landsbyggðina, vegagerðina, skipa- útgerðina og allt hitt sem verið er að reka fyrir þessa dreifbýlissleða sem enn þijóskast við að skaffa miklu færri aura f kassann en þeir taka til baka í gegnum fyrir- greiðslupólitíkusa, sem næstum all- ir eiga heima í Reykjavík þó svo að þeir séu kosnir á þing af okkur dreifbýlisfólkinu. Stundum mætti halda að fólk vildi ekki fækka íbúum í kjördæminu með því að kjósa heimamann á þing, heldur er litið á það sem sjálfsagðan hlut að velja Reykvíkinga (þá sem þar búa þó þeir séu fæddir annars staðar) til þess að sjá um hagsmunaapparatið fyrir sig. Ef framtíðarhagsmunimir taka við þá sparast ýmislegt t.d. bifreiða- umboðin þyrftu þá ekki alltaf að vera að senda bíla með varahluti fyrir fólkið úti um land sem þarf að greiða að minnsta kosti 120 krónur á hvem pakka fyrir akstur. Ég varð alveg hissa um daginn er ég var í Reykjavík og var stadd- ur úti á flugvelli er eitt af stærri umboðunum hér á landi var að losa sig við pakka. Þá átti ég von á að maðurinn væri með mesta lagi tvo pakka samkvæmt verðlaginu en að sjá áttatíu og þijá pakka fara yfir borðið var nú full mikið. 83 sinnum 120 kr., það þætti dýr keyrsla á sendiferðabíl fyrir ekki lengri túr í Reykjavík. Nú, Flugleiðir gætu lagt niður innanlandsflugið sem hefur verið þá lifandi að drepa í mörg ár, enda kostar aðeins helmingurinn af því að fljúga til Evrópu, ef maður slys- aðist nú austur á land og ekki einu sinni gisting né morgunverður í þijá daga innifalið í því verði eins og hinu. Já, þama er lausnin fund- in, hægt að fara að borga niður erlendu lánin sem öll em tekin í einhveija ævintýramennsku úti á landi t.d. Hetjólf og alla hina von- lausu togara og frystihús sem rekin em á hveiju kmmmaskuði hringinn í kring um landið. Við seljum strandferðaskipin og allt hitt nema tvo veghefla sem við þurfum á Þingvallahringinn, sem við höfum ekki haft manndóm í að malbika. Ef við seljum allt draslið kæmust við upp að hlið Vestur- Þjóðveija ef allt gengur vel. Höf- undur Reykjavíkurbréfs telur að minnsta kosti óhjákvæmilegt annað en að taka á vandanum með því: I) Að greiða fyrir aðgang að fiski- miðum. II) Fækka frystihúsum. III) Gera ákveðnar ráðstafanir í land- búnaði vegna umframframleiðslu. IV) Fækka einingum í landsbyggð- arverslun. V) Hrista ærlega upp í ríkisbankakerfinu. VT) Stöðva sóun og eyðslu í skjóli gerviröksemda. Athugasemdir mínar: I) Hveijum skal greiða? Verslunarráði kannski? II) Það þarf ekki ef framtíðar- hagsmunir ná fram því Grandi hf. og nokkur önnur frystihús verða eftir. III) Engar áhyggjur héma, bændumir flytja bara inn eggin, kjötið, mjólkina og allt hitt. IV) Landsbyggðarverslun er þá þegar úr sögunni. V) Bankamir tapa þá ekki á útibúum sínum út um land svo þeir þrauka kannski ef ekki fleiri landsbyggðarfyrirtæki eins og Hafskip, Nesco manufakt fara á hausinn. VI) Nú fyrirgreiðslu- pólitíkusum er gert erfitt um vik með gæluverkefnum svo sem Heij- ólfí og fleiru ef enginn býr úti á landi. Nú ef þetta dugar ekki má að skammlausu fækka þingmönnum sem nemur dreifbýliströllunum og sleppa þar með að byggja yfir þá. Við getum lagt niður ríkisstjómina — Davíð, Magnús_ og félagar taka það bara að sér. Ég sé ekki annað en að því fyrr sem þjóðin sér þetta með framtíðarhagsmunina, þá sé henni borgið. Jóhann Jónsson Þessir hringdu .. Fjölgið hraðahindrunum Kona hringdi: „Ég er sammála þeim sem skrifað hafa í Velvakanda að undanfömu og sagt að réttur gangandi fólks sé lítill T umferð- inni. Ég tel að hraðahindranir eða ljós við gangbrautir séu eina lausnin á þessu. Hraðahindrunum ætti að koma upp sem víðast því þær draga úr hraðanum í um- ferðinni í íbúðahverfum og auka öryggðið." Heitt vatn í lækinn Sveinn Sveinsson hringdi: mÉg er sammála manninum sem skrifaði til Velvakanda fyrir nokkm og hvatti til þess að aftur yrði hleypt heitu vatni í lækinn í Öskjuhlíð. Ég baðaði mig iðulega í Nauthólsvík fyrir rúmlega hálfri öld en það er ekki hægt lengur vegna þess að skólp frá Reykjavík og Kópavogi fellur í Skeijafjörð- inn. Það þyrfti að lengja skolpleiðslurnar þannig að skolpið lendi ekki í Skeijafírðinum. Svo er það annað. Ég var ánægður með Davíð Oddsson borgarstjóra þangað til hann tók af skarið og hóf að byggja ráðhúsið en eftir það fínnst mér hann orðinn ein- ræðisherra." Kettlingar gefins Fimm kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 31116. Blár plastpoki Blár plastpoki með veski, minn- isbók o. fl. tapaðist í grennd við Þjóðleikhúsið fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 40458. Fundar- laun. Vertu nú snar/snör í snúningum! Þú getur orðið þér úti um GORI viðar- vörn á hálfvirði!!! á Krókhálsi 7. JÁ - 50% afsláttur á nokkrum litum, en magnið er takmarkað. GORI $ 88 SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 GORI 44 STÚDENTA- STJARNAN 14 karata gull hálsmen eða prjónn Verð kr. 2400.- Jón Sigmundsson, skartgripaverslun, Laugavegi 5, sími 13383. / GOLDEN CUP sundfatnaður á börn og fullorðna. Margargerðirog litirog verð við allra hæfi. Veldu GOLDENCUP sundföt, það gerði landslið ÍSLANDS ísundi. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavik: Sparta, Laugavegi49, Frisport, Laugavegi 6, ÚtiUf, Glæsibae, íþróttabúðin, Borgartúni 20, Mikligarður, Hummel- búðin, Ármúla 40, Hólasport, Hólagarði, Sportbær, Hraunbæ 102, Kaupstaður, Versl. Fólk, Nýjabæ. Akrasport, Akranesi, Borgarsport, Borgarnesi, Versl. Þóra, Ólafsvík, Sporthlaðan, ísafirði, Versl. Einars Guðfs., Bol- ungavik, Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga, Tindastóll, Sauðárkróki, Rafbær, Siglufirði, Sportvik, Dalvík, Sporthúsið, s Akureyri, Bókav. Þórarins Stefánss., Húsavik, Hákon Sófus- son, Eskifirði, KASK, Höfn, Sportbær, Selfossi, Sportbúð Óskars, Keflavík, Hverasport, Hveragerði. Sundaborg 1,124 Reykjavík, sími: (91) 688085.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.