Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 62

Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 KNATTSPYRNA / ÓLYMPÍULANDSLIÐIÐ Friðrik kemur í leikina gegn Portugal og Ítalíu FRIÐRIK Friðriksson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, sem leikur með danska 3. deildarliðinu B1909, leikur með íslenska ólympíulandslið- inu gegn Portugal og Ítalíu. GuðmundurTorfason, sem hefur verið meiddur á ökkla, kemur einnig í leikina, eða svo framarlega að ekkert óvœnt komiuppá. Islenska liðið mætir Portugal á þriðjudaginn kemur á Laugar- dalsvellinum og síðan verður glímt við ítalska liðið á sama stað, sunnu- daginn 29. maí. Friðrik gat ekki leikið með liðinu gegn Hollandi og A-Þýskalandi á dögunum, vegna meiðsla. Friðrik og félagar hans hjá B 1909 náðu að leggja B 1901 að velli, 3:2, á mánudagskvöldið. í leiknum fékk Friðrik dæmda á sig víta- spymu. Þjálfari Winterslag hefur lagt mikla pressu á Guðmund, um að hann leiki með félaginu þýðingarmikinn leik gegn Lokeren um næstu helgi. Winterslag er enn á hættusvæði í belgísku 1. deildarkeppninni, ásamt Beveren, Lokeren og Gent. „Ég mun ekki leika nema ég sé orðinn góður,“ sagði Guðmundur. Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, kemur til Reykjavíkur á morgun. Frlðrik FHðHksson Quðmundur Torfason 1.DEILD Daníel og Hilmar í leikbann Aganefnd KSÍ kom saman í gær í fyrsta skipti á keppn- istímabilinu. Nefndin tók fyrir mál Hilmars Sighvatssonar, Val og Daníels Einarssonar, Keflavík. Þeir voru báðir úr- skurðaðir í eins leiks keppnis- bann. Hilmar fyrir að hafa verið rekinn af leikvelli í leik Vals og Fram í meistarakeppni KSÍ og Daníel fyrir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið í leik Keflvfkinga gegn Völsungum. Daníel getur ekki leikið með Keflavík gegn KA 1. júní á Akureyri og Hilmar getur ekki leikið með Valsmönnum gegn Skagamönnum á Akranesi 2. júní. Lárus Guðmundsson sést hér kominn á ný í búning Víkings. faénrn FOLK ■ LÁRUS Guðmundsson, landsliðsmarkvörður úr Vikingi, er kominn heim og byijaður að æfa á fullum krafti með Víkingum. Hann mun leika sinn fyrsta leik með Víkingum gegn KA á gervigrasvellinum í Laugardal á laugardaginn. ■ VÍKINGAR leika sinn fyrsta heimaleik á grasveliinum í Traðarl- andi gegn Leiftri miðvikudaginn 8. júní. ■ SIGURÐUR Einarsson rit- stjóri Skíðablaðsins var kjörinn formaður Skíðasambands íslands á ársþingi SKÍ sem haldið var um síðustu helgi. Hreggviður Jóns- son, sem verið hefur formaður und- anfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Trausti Ríkharðsson gaf ekki kost á sér og var Walter Hjartarson kjörinn f hans stað. Á þinginu kom fram að stefnt er að því að halda þijú alþjóðleg FlS-mót hér á landi næsta vetur, á Akur- eyri, ísafirði og í Reykjavík. Sfjóm SKÍ ætlar að tryggja að lág- marksfjöldi erlendra keppenda mæti á þau. ■ GUÐMUNDUR Baldursson, sem lék með Hibemians á Möltu í vetur og f fyrra með UBK, hefur ákveðið að leika með Val í sumar. - ^Hann gekk frá félagaskiptum í gær og verður löglegur 13. júní. ■ MAGNUS Öm Guðmunds- son varð sigurvegari í yngri flokki pilta á Landsbankahlaupinu i Reykjavík um helgina. Rangt var farið með nafn sigurvegarans í blaðinu í gær í úrslitadálkinum en viðtal var við Magnús við hliðina. - Beðist er velvirðingar á þessu. DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Áherslu atriði Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Guðmundur Haraldsson, dómari 1. deildar 1987. Guðmundur sést hér með Morgunblaðsbikarinn, sem hann fékk fyrir að verða stigahæsti dómar- inn í einkunargjöf blaðsins 1987. í ÞESSUM fyrsta pistli, œtla ég að rœða um þœr breyting- ar, og þau áhersluatriði sem fyrir okkur dómara voru lögð á ráðstefnu, sem haldin var fyrir landsdómara nú nýlega. Aráðstefnunni var góður gestur, Ken Ridden frá Eng- landi, en hann sér um dómaramál fyrir enska knattspymusamband- ið, og er einnig í dómaranefnd UEFA (Knattspymusambands Evrópu). Lagt var áherslu á eftirfarandi: 1. Að bættur skal upp í hvor- um hálfleik, allur sá tími, sem fer forgörðum vegna leikmanna- skipta, flutning slasaðra leik,- manna af velli, vísvitandi leiktafa eða annarra orsaka og ákveður dómari hver sá trhi skuli vera. 2. Dómari skal fullvissa sig um að sjúkrabörur séu til staðar. Leikur hefs't ekki fyrr en þessu atriði er fullnægt. 3. Leikmanni sem hefur ver- ið vísað af leikvelli er ekki heim- ilt að taka sæti á bekk varamanna. 4. Ef leikmaður slasast á leikvelli og þarf umönnunar við skal dómari gefa merki um að fá sjúkrabömr strax inn á völlinn svo hægt sé að huga að meiðslum hins slasaða utan vallar og stytta með því leiktafír. Liðstjóra og lækni er heimilt að koma á leik- völl til að sinna slösuðum. Einnig þjálfara ef öðrum er ekki til að dreyfa. Þjálfari hefur þó ekki leyfí til þess að koma á leikvöll í slíkum tilvikum, nema til að sinna hinum slasaða. Slasist markvörður á meðan á leik stendur má hlynna að honum innan vallar sé ástæða til að ætla að markvörðurinn geti haldið leik áfram eftir aðhlynn- ingu. 5. Teíji leikmaður fram- kvæmd aukaspymu með því að spyma knettinum burt eða taka knöttinn með höndum og beri hann burt skal dómari áminna leikmann. 6. Rík áhersla er lögð á að rangstaða skal ekki dæmd á leik- mann, þó hann sé rangstæður, ef hann hefur engin áhrif á leikinn. 7. Aftaníspörk em alltof al- geng í knattspymu í dag. Þetta geta dómarar stoppað og verða að stoppa. Dugi ekki áminning skal vísa viðkomandi leikmanni af leikvelli. Sé um gróft ásetnings- brot að ræða skal vísa viðkom- andi af leikvelli umsvifalaust. Að öðra leiti skulu dómarar taka hart á grófum leik og hika ekki við að áminna eða vísa leikmanni af leikvelli sem brýtur þannig af sér, hér er átt við raddalegan og hrottalegan leik, sem tengist því að sparka eða slá. Ég ætla að láta tvær spumingar fylgja með, sem vora lagðar fyrir Englendinginn Ken Ridden. Knattspymuáhugamenn muna öragglega eftir atviki sem skeði á Akureyri síðast liðið sumar, er leikmanni KA var vikið af lei- kvelli, fyrir að grípa boltann sem aftasti vamarmaður. Spurningin sem Ken Ridden fékk að svara var þessi: Gerði dómari rétt með að vísa leikmanninum af velli? Ridden sagði að bæði Englending- ar og íslendingar hefðu fyrirskip- að sínum dómuram að vísa af leik- velli fyrir svona brot, en alþjóða knattspymusambandið (FIFA) óskaði eftir því að þjóðimar færa eftir FIFA-lögunum, og gæfu gult spjald fyrir svona brot, en rautt við endurtekningu (sami leikmaður). En vegna fyrirmæla frá íslensku hæfnisnefndinni, hefði dómarinn gert rétt í um- ræddu atviki. í dag væri þetta hins vegar breytt, vegna óska FIFA. Hann sagði að sýna ætti leikmanni rautt spjald fyrir grófan og hrottalegan leik, en umrætt atvik flokkaðist ekki undir það í dag. Hin spumingin var um fram- kvæmd vítaspymu. Þegar leik- maður sem á að taka vítaspymu, hleypur að boltanum, hlaupa margir leikmenn úr báðum liðun- um inn í vítateiginn, áður en spyman er tekin, og oft mjög nálægt vítaskyttunni. Hagnaður þess leikmanns sem er fremstur er mjög mikill, ef ekki er skorað mark, og hann fær boltann. Því er spurt: hvað á dómarinn að gera? Að sjálfsögðu á að endur- taka spymuna, og skiptir þá engu máli hvort mark hefur verið skor- að eða ekki. En hann bætti við: „ég hef aldrei séð vítaspymu end- urtekna vegna þessa, og efast um að sjá það nokkum tíma, því mið- ur.“ Og þá er bara að sjá hvort eitthvað skeður á nýbyrjuðu ís- landsmóti varðandi þetta atriði. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.