Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Aðalfundur SÍF: 1987 varð metár Saltfiskverð hátt en þó taprekstur framleiðenda Fundurinn krefst óbreytts sölufyrirkomulags -----------Saltfiskur og þjóðarbúið Verðmæti útflutts saltfisks sem hlutfall af heildarverðmæti vöruútflutnings landsmanna. Framleiðendur saltfisks eru ugg- andi um sinu hag, þrátt fyrir að árið 1987 hafi verð fyrir afurðirn- ar verið hærra en áður og rneira magn verið selt úr landi en oftast áður í sögu SÍF. Alls voru flutt út rúm 62 þúsund tonn í fyrra fyrir um 8,6 milljarða króna. Vandi saltfiskverkenda felst eink- um í harðnandi samkeppni á mörkuðunum, hækkandi tollum í EB-löndunum, lækkandi afurða- verði, hækkandi hráefnisverði, hækkandi launakostnaði og rangt skráðu gengi. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna sem hald- inn var á Akureyri dagana 10. og 11. maí. Þar kom einnig fram, að nú fer verð á Portúgalsmarkaði enn lækkandi, eftir að hafa lækk- að nokkuð fyrr í vetur. Portúgal er mikilvægasti saltfiskmarkaður- inn enda fara um 65% framleiðsl- unnar þangað. Margir fundar- menn létu f ljós þá skoðun, að of mikil áhersla hefði verið lögð á að ná háu verði á mörkuðunum f stað þess að lækka framleiðslu- kostnaðinn. Fundarmenn voru harðorðir f garð stjómvalda og gagnrýndu þau einkiun fyrir ranga stefnu í gengismálum. Al- menn samstaða var á fundinum um að núverandi sölufyrirkomu- lag, þ.e. að allur útfluttur salt- fiskur skuli fara um hendur SÍF, hafi sannað gildi sitt og varað var við hugmyndum um að breyta þvf. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri SÍF sagði í framsögu- ræðu sinni, að sala hefði gengið vel framan af síðasta ári, allt fram á haust. Þá fór að bera á tregðu á mörkuðunum. Magnús sagði ýmsar skýringar vera á því. Þeirra helstar væru að þá var uppurinn 5% toll- kvóti Evrópubandalagsins og allur saltfiskur bar því 13% toll eftir það. Ennfremur hefðu miklar verðhækk- anir dregið mjög úr sölu. Þetta sagði Magnús vera gagnstætt þróun und- anfarinna ára, þegar sala jókst og verð hækkaði á haustmánuðum. Enn ein ástæða tregari sölu voru miklar birgðir spákaupmanna og Norð- manna, sem höfðu ekki getað selt til Brasilfu nema þriðjung venjulegs magns og sendu fiskinn þess f stað á Portúgalsmarkað. Norðmenn beittu miklum þrýstingi til að koma sínum fiski á Portúgalsmarkaðinn og gerði það íslendingum erfitt fyrir. Þó náð- ust samningar f janúar um að selja 15 þúsund tonn á sama verði og var 1987. Þar sagði Magnús að samtaka- máttur SÍF hefði nýst að fullu. Hann sagði þennan samning hafa hjálpað í síðari samningum og dregið úr verð- lækkunum, sem annars hefðu orðið meiri og jafnvel hefði ekki tekist að selja sama magn heldur. Öflug vinnsla er forsenda velgengni Magnús ræddi síðan leiðir til að ná hámarks arði út úr sjávaraflanum, m.a. með því að flytja út unninn og óunninn fisk, eftir því sem hentar. Útgerð og vinnsla verði að hætta að kýta um afiann og finna sameigin- lega þær leiðir sem dugi í verðlagn- ingu sjávaraflans. Hann minnti á að fiskvinnslan hefði í fyrra keypt 84% alls þorskaflans og sagði forsendu velgengni útgerðarinnar vera öfluga fiskvinnslu með sterka stöðu á heimsmörkuðunum, fískvinnslu sem geti greitt sanngjamt verð fyrir allan þann fisk sem dreginn er á land, ekki aðeins hluta hans á ákveðnum tímum ársins. Gæðavandamál Enn hefur fslenskum saltfiskverk- endum ekki tekist að koma gæðamál- unum í nægilega gott horf. í máli framsögumanna var ítrekað minnst á þau mál. Fram kom, að kaupendur töldu þó lengi vel íslenska fískinn betri en keppinautanna. Það hefur breyst í seinni tíð, vegna þess að Norðmenn og Danir hafa bætt sína framleiðslu. Vandinn felst m.a. í því, að oft stenst fískurinn ekki vigt þeg- ar hann kemur til kaupenda. Enn- fremur er víða skortur á kæligeymsl- um og kemur það verst við fram- leiðslu tandurfisksins, en til þess að hann geti uppfyllt gæðakröfur, þarf að geyma hann f kæli þar til honum er skipað út. Kvörtunum kaupenda hefur fjölgað og á Portúgalsmarkaði er það talið merki um breytt eðli markaðarins. Hann sé að breytast úr seljendamarkaði, þar sem seljand- inn er ráðandi afl, í kaupendamarkað þar sem kaupandinn setur kröfumar um gæði vörunnar og verð. Meðal þess, sem rætt var um til að tryggja meiri gæði framleiðslunn- ar var, að breyta starfsaðferðum eft- irlitsmanna SÍF. Þeir geri skyndi- kannanir í fyrirtækjum í stað alls- heijarúttekta og veiti í ríkari mæli leiðsögn við framleiðsluna. Portúgal er mikilvægasti markað- urinn og þangað fara um 65% fram- leiðslunnar. Þó er ekki hæsta verðið þar, enda fískurinn sem þangað fer ekki thæsta gæðaflokki. Spánverjar, ítalir og Grikkir kaupa dýrari fisk og gera um leið mun meiri gæðakröf- ur. Breyttar neysluvenjur Breyttir tímar eru nú á Spáni frá því sem áður var og kemur það ekki hvað síst fram í neyslu saltfisks, sem hefur dregist saman. Fundarmenn ræddu mikið um aðlögun að þessum breyttu tfmum, bæði á Spáni og ann- ars staðar. Ein helsta breytingin felst í því, að stórmarkaðir hafa að miklu leyti leyst af hólmi útvatnarana, mennina sem hafa það að atvinnu að útvatna saltfisk og selja hann. Fóik leitaði sfður til þeirra nú orðið og afleiðingar þess eru, að þeir hækka verð sitt sem aftur dregur enn úr kaupum. Meðal viðbragða við þessu er, að þróa ijölbreyttara vöru- val, þar á meðal að framleiða saltfisk f neytendaumbúðum, tilbúinn í pott- inn og selja í stórmörkuðum. Fram kom á fundinum að mikið starf hefur verið unnið á vegum SÍF að vöruþró- un og verður áfram unnið af krafti að þeim málum. Aukin hlutdeild í heildarútflutningi Hlutur saltfiskverkunarinnar í heildarútflutningi landsmanna hefur aukist úr 11,0% árið 1985 í 16,2% 1987 þegar verðmæti útflutts salt- fisks var um 8,6 milljarðar króna. Verðið náði hámarki á síðasta ári en hefur lækkað sfðan á Portúgals- markaði, fyrst um 8% og sfðan um 4% til viðbótar nýlega. Þó er verðið enn með því hæsta sem fengist hefur fyrir saltfískinn. Þrátt fyrir hið háa verð sögðu framsögumenn að salt- fiskverkunin væri rekin með tapi. Tapið orsakast m.a. af háum tollum í kauplöndunum, sem lækka skila- verð til framleiðenda. Ennfremur hefur hátt fiskverð og hækkandi launakostnaður gert framleiðendum erfitt fyrir. Ræðumenn sýndu dæmi um þessa þróun með lfnuritum þar sem sást, að vegna hækkaðs kostn- aðar og gengisþróunar dollarans hef- ur hátt afurðaverð ekki skilað sér til framleiðenda. Um 90% saltfísksöl- unnar er fyrir dollara. Rætt var um nauðsyn aukinnar hagkvæmni í framleiðslunni til þess að vinna gegn erfiðleikunum, ekki dygði að fara sífellt sömu leiðina, að sækja hærra verð í vasa kaupenda. Gengisfelling dugir ekki ein sér Gengisfelling ein og sér dugir ekki til að leysa vanda fiskvinnslunnar að mati ræðumanna. Þeir sögðu víðtækari ráðstafanir þurfa að koma til. Bæði framsögumönnum og öðrum sem tóku til máls, þótti skjóta skökku við þegar svo stór undirstöðuatvinnu- grein hangir á horriminni á meðan verslun og þjónusta blómstrar. Ekki síst þær þjónustugreinar, sem fisk- vinnslan þarf að sækja til. Fundar- menn bentu á, að þessir þjónustuaðil- ar gætu hækkað verð sitt þegar þeim hentar og innheimt hjá fískverkend- um, sem hefðu enga möguleika á að velta sínum hækkaða kostnaði jrfir á afurðaverðið. SÍF kerfið best Sjö umræðuhópar störfuðu á aðal- fundinum og tióku 10-30 manns þátt f hveijum. Hóparnir skiluðu áliti sfðari dag fundarins. í áliti allra hóp- anna var lýst fullum stuðningi við núverandi sölufyrirkomulag á salt- fiski, þ.e. að allur útfluttur saltfiskur skuli fara um hendur SÍF. Vísað var eindregið á bug hugmyndum um flölgun útflytjenda. Hluti af áliti hóps um hagsmunamál var gerður að ályktun fundarins. Önnur atriði, sem hópamir tóku flestir eða allir á, voru m.a. að koma verður fastara kerfi á tilkynningar framleiðenda um framleiðslu sína og útskipanir. Rætt var m.a. að bæði framleiðendur og SÍF þurfi að hafa fastara form á þeim málum, ekki dugi lengur að láta símtöl nægja í þeim samskiptum. Lýst var ánægju með útgáfu fréttabréfs SÍF og fram kom hugmynd um að efla upplýs- ingastreymi með aðstoð t.d. telefax tækni, örar en fréttabréfið gefur kost á. Þá var nefnt að efla sam- starf saltfiskverkenda innan ein- stakra landshluta. Mikil áhersla var á að koma gæða- málum í gott horf og að SÍF haldi áfram því vöruþróunarstarfi sem hafið er. Margt var rætt um leiðir til að auka vörugæðin, þ. á m. að breyta starfsháttum eftirlitsmanna, þeir geri fleiri skyndikannanir og þeir fái í ríkari mæli hlutverk ráð- gjafa við framleiðsluna. Ennfremur var rætt um að tengja matsmenn meira inn í framleiðslukeðjuna en nú er, þannig að þeir finni að þeir séu híuti af keðjunni. Það kom sterklega fram í áliti Heildarafli landsmanna. Þús. tonn. Þorskafli landsmanna. Þús. tonn. Þorskafli í salt. Þús. tonn. Útfluttur saltfiskur. Þús. tonn. Útfluttur saltfiskur f milfj- kr.(Fob). hópanna og í umræðum á eftir, að saltfiskeverkendur gera sér ljóst, að þeir standa frammi fyrir breyttum neysluvenjum á mörkuðunum. Þess vegna sé nú eitt af mikilvægustu verkefnum SÍF að þróa nýjar vöru- tegundir og leita sífellt nýrra mark- aða. Fiskmarkaðir í áliti hóps sem fjallaði um fisk- verð kom fram, að allir nema einn þátttakandi vildu fast verð á ferskum fiski. Þar var sagt, að fiskmarkaðim- ir væru væru ekki fullreyndir enn og lýst vantrú á að stofnað verði til nýrra markaða í bráð. Hópurinn var sammála um að nýta bæri hátt verð fyrir ferskan fisk erlendis, t.d. með gámaútflutningi, en að finna verði leiðir til að koma í veg fyrir slys í útflutningnum. Nefndar voru eftir- taldar leiðin Útflutningskvóti, sem væri hlutfall af veiðikvóta hvers skips. Ákveðið heildarmagn í viku hverri, stjómað af LÍÚ og loks að eigendaskipti á fiskinum fari alltaf fram hér á landi. Hópurinn lýsti stuðningi við síðustu hugmyndina. Samkvæmt henni ætti erlendur kaupandi að greiða verð, sem yrði ákvarðað hér og fiskurinn jafnframt vigtaður hér. Þegar siglt yrði með fískinn, tryggi erlendi kaupandinn lágmarksverð áður en siglt er. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.