Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Könnun æskulýðsráðs: Unglingar reykja og drekka lítið í KÖNNUN er æskulýðsráð Akureyrar birti nýlega, kváð- ust aðeins 24 svarenda reykja, en könnunin var gerð á meðal 710 nemenda 7. 8. og 9. bekkj- ar. Stúlkur voru þar heldur fleiri og var hlutfall reykinga- fólks heldur hærra á meðal eldri krakkanna. 98% pOta kváðust ekki reykja og 96% stúlkna. Lítill munur er á áfengisneyslu kynjanna en þó hafa stúlkur á þessum aldri heldur vinninginn ef eitthvað er. 92% 7. bekkinga kvaðst aldr- ei hafa neytt áfengis en 53% 9. bekkinga. Piltar taka mun meiri þátt en stúlkur í starfí íþróttafélaga nú og af þeim sem hafa aldrei starf- að með íþróttafélagi eru mun fleiri stúlkur. 16% pilta segjast ekki hafa tekið þátt í slíku starfí á móti 25% stúlkna. Þegar athugað er hve miklum tíma þeir verja með félögunum sem á annað borð starfa með þeim kemur I ljós að nær helmingur stúlknanna eyðir engum tíma í starf með íþróttafélagi en tæpur þriðjungur piltanna. Þriðjungur piltanna eyðir meira en 5 klst. á viku í þetta starf, en 16% stúlkn- anna. Þátttakan í íþróttafélögun- um minnkar með aldrinum en þó virðist fyrri og núverandi þátttaka vera ívið meiri í hópi 7. bekkinga en í hópi 9. bekkinga. Jafnræði virðist vera með kynj- unum í skátastarfínu á þessum aldri, en mun fleiri stúlkur segjast hafa starfað með skátunum áður og að sama skapi segjast fleiri piltar aldrei hafa starfað með skátunum. Hlutfall þeirra, sem nú taka þátt í skátastarfí er öllu hærra meðal 9. bekkinga, en í þeim hópi er líka hærra hlutfali þeirra, sem hafa hætt að starfa með skátum. Vera má að skátam- ir nái ekki til jafnmargra nú og áður, segir í könnun æskulýðsr- áðs. 31% stúlkna segist taka þátt í starfí á vegum æskulýðsráðs nú en 21% pilta. Hinsvegar virðist þátttaka þessara aldurshópa í starfí KFUM og K vera mjög lítil. 7% þátttakenda kváðust taka þátt í félagsstarfí á vegum kirlq'unnar, 11% stúlkna og 4% pilta. 18% pilta og 14% súlkna starfa með öðrum félögum. Nokkrir unglingar höfðu starfað með Hjálpræðishemum en ýmis önnur félög og klúbbar vora nefnd t.d. Skákfélag Akureyrar, Dansstúdíó Alicar, Ljósmynda- klúbbur GA, Golfklúbbur Akur- eyrar, Leikklúbburinn Saga, Sigl- ingaklúbburinn Nökkvi, stúkum- ar, Hestamannafélagið Léttir og fleira. Opnuð verður sýning á útskomum listaverkum eftir Geir G. Þormar myndskera í Gamla Lundi laugardaginn 21. maí 1988 kl. 3■ Sýningin verður opin til 29■ maí. Verið velkomin, Úlla Morgunblaðiö/Rúnar Þór einn Hrafnsson og nýi bfllinn, Peuegot 205. Bingó-bíll til Akureyrar HREINN Hrafnsson hafði heppnina með sér í sjónvarps- Hin frábæra hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikurfyrirdansi íkvöld. HótelKEA bingói SÁÁ fyrir skömmu og fékk bíl í vinning. Var hann þar með fyrsti Akureyringurinn sem hreppti stóra vinninginn í bingó- inu. Hreinn er kjötiðnaðarmaður hjá Kjamafæði sf. á Akureyri. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið aldrei hafa fengið stóra vinninga — aðeins nokkra smáa í gegnum tíðina. Hreinn á þrettán ára gamlan bfl fyrir, Citroén árgerð ’75, sem dvalið hefur um skeið á bílasölu, án árangurs. „Ég ætla mér að eiga nýja bflinn þó ég hafi misst prófið í vetur — tekinn ölvaður undir stýri og missti prófíð í ár. Þetta gerir maður aldrei aftur. Dóttir mín hins- vegar fær bílpróf bráðlega og getur þá notað nýja bílinn á meðan ég tek út dóminn." Morgunblaðið/Rúnar Þór. Blómasveinar afhentu 70 konum á elliheimilinu Hlíð rósir sl. helgi. Hér eru talið frá vinstri hluti hóps- ins: Baldvin Guðlaugsson, Sveinn Reynisson, Trausti Hákonarson, Höskuldur Jónsson, Ólafur E. Frið- finnsson og Haflur Reynisson ásamt einum vistmanni Hlíðar sem fékk piltana I heimsókn. Blómasveinar gefa konum blóm FYRIR skömmu var stofnað fé- lag sem ber nafnið Blómafélagið. Félagsmenn teljast alls þrettán og hefur ekki verið tekið við nýjum félögum þrátt fyrir mikla ásókn, að sögn talsmanns félags- ins, Höskuldar Jónssonar. Um síðustu helgi fóru blómasveinar í heimsókn á dvalarheimilið Hlíð og afhentu 70 vistmönnum, allt konum, rósir. Markmið Blómafélagsins, sem eingöngu er skipað ungum karl- mönnum, er að gleðja fólk hvar og hvenær sem því verður við komið auk þess sem blómasveinar leggja sig í líma við að draga fólk frá fjöl- miðlafári og sjónvarpsglápi, en vilja þess í stað fá landsmenn til að taka sér fyrir hendur heilbrigðari lífshætti. „Við viljum eindregið að fólkið sjálft sjái sér fyrir afþreying- arefni. Þetta er eiginlega nokkurs- konar frímúrararegla, sem vinnur allt fyrir opnum tjöldum. Við stofn- uðum í leiðinni íþróttafélag blóma- sveina og má búast við stífum æf- ingum á næstunni og keppnisferða- lögum víða um land ef áskoranir berast,“ sagði Höskuldur. rawaVserían flfsgSg Óvænt atvik tiiian Oarcy Qk ásútgáfan ALLTAF Á UPPLEIÐ Landsins bestu PIZZUR Opnunartími opið um helgar fró kl 11.30 - 03.00 Virka daga frá kl. 11.30 -01 00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.