Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 48

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 „Bækurfallaeinogein allarsamanholastein!" Fimm fyrstu bækur Þórarins fást nú í einu fallegu bindi og á verði einnar: Kvæði, Disneyrímur, Erindi, Ofsögum sagt og Kyrr kjör. 500 blaðsíður með skemmtilegum kvæðum og sögum. Tilvalin stúdentsgjöf! Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Afmæliskveðja: Páll Gunnarsson fv. skólastjóri Páll Gunnarsson fv. skólastjóri Bamaskóla Akureyrar er áttræður í dag. Hann fæddist í Garði í Fnjóskadal 20. maí 1908, en flest æskuárin átti hann þó heima í Þver- árdal í A-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans voru hjónin Gunnar Arna- son og Isgerður Pálsdóttir. Páll er elstur í stórum systkina- hópi og varð stoð og stytta fjöl- skyldunnar strax á æskuárum. Á þessum árum var efnahagur fólks þröngur og einkum hjá stórum fjöl- skyldum. Það var því meiri háttar vandamál hjá æsku þess tíma, ef hún ætlaði áð leita sér mennta. Páll fór samt í Kennaraskóla ís- lands og hygg ég að hann hafi kostað það nám sjálfur að mestu eða öllu leyti. Þaðan útskrifaðist hann 1938 og hóf kennslustörf á Suðurlandi. Þaðan lá leiðin í Húna- vatnssýsluna og síðast á Eyjafjarð- arsvæðið. Fyrst í Hrísey, en 1945 hóf hann kennslu í Bamaskóla Akureyrar og var þar við kennslu og stjómunarstörf þar til hann komst á eftirlaun. Ég kynntist Páli fýrst 1956 þeg- ar ég hóf störf við skólann og fann strax að þar fór traustur maður, sem lagði sig fram við kennsluna, kunni góð skil á mannlegum þáttum nemenda og var hjálpfús og liðleg- ur, ef leita þurfti til hans. Ef kenna þurfti vegna forfalla í deildunum hans fannst mér alltaf þægilegt að koma þar inn, því að nemendumir vom aldir upp við að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri á kurteis- legan hátt. Við kennsluna var Páll aldrei „maðurinn meðpískinn", heldur sá þá, og sér enn í dag, oft- ar en flestir sem ég þekki, spaugi- legu hliðar tilvemnnar og hefur gaman af að segja frá. Hann er hress og skemmtilegur félagi sem gaman er að blanda geði við. Við Páll höfum starfað lengi sam- an, því að mörg sumrin unnum við ásamt fleiri kennumm að því að búa til og lagfæra leikvelli í bæn- um. Páll var verkstjórinn og fórst það vel. Hann er mikill hestamaður og hefur svo lengi sem ég man átt góða hesta. Marga þeirra hefur hann sjálfur tamið og nú fýrir nokkmm mánuðum var hann enn að temja og mun það fátítt um mann á hans aldri. Páll er traustur félagsmálamaður og hefur verið kjörinn í stjómir og ráð margra félaga. Einna lengst hefur hann verið formaður bama- vemdamefndar á Akureyri. Það var tímafrekt og erilsamt starf. Haustið 1967 var hann ráðinn yfirkennari Bamaskóla Akureyrar og tók við skólastjóm þar haustið 1974 þegar Tryggvi heitinn Þorsteinsson skóla- Fyrsti tauþvottafögtiffqn á Islandi, bio-íva slær öllu við. “%«%. Tauþvottalögur hefur á síðus&yarum rutt sér til rúms bæði í Evrópu og Bandáríkjunum og nú kynnum við hann hér á landi. Bio-íva er • fíjótandi þvottaefni fyrir þvottavélar J| • á svipuðu verði og þvottaduft • notað á sama hátt og þvottaduft • selt í I I og 2 I brúsum J L • með ensýmum • með 15% kynningarafslætti • algjör nýjung á Islandi Bio-íva nær fullri virkni um leið og það blandast við þvottavatnið. Virkni þess er einstök á lægri hitastigum (40°-60°C). Bio-íva inniheldur m.a. ensým sem leysa auðveldlega upp erfiða bletti (svita, súkkulaði, eggjahvítu, blóð, grasgrænu, olíuóhreinindi o.fl.). Með bio-íva er forþvottur því óþarfur. Pú sparar tíma með því að nota bio-íva (forþvottur er óþarfur) og þú færð ilmandi og tandurhreinan þvott með bio-íva. Betri þvottur með bio-íva SÁPUPHRDIN Rannsóknarstofo FRIGG Lyngási 1 Garðabæ, slmi 651822

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.