Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 ægilegur bamaveikifaraldur í Mý- vatnssveit. Aftur var sóttur læknir, en honum fannst Dýlla litla of langt leidd til að eyða á hana bóluefni. Birgðir hans voru á þrotum og hann spurði hvort ekki væru önnur böm á bænum, minna veik. Ömmu okkar hafði skömmu áður dreymt undar- legan draum. Henni fannst hún stödd á æskuheimili sínu, Þverá í Fnjóskadal, og Dýlla vera að hverfa ofan í litla innanbæjarlækinn. A síðustu stundu tókst móðurinni að ná í bláhælinn á dmkknandi bam- inu, og draga það upp úr. Draumurinn gaf ömmu okkar von um að Dýllu gæti batnað og hún sat við sinn keip, þangað til læknirinn lét undan bænum hennar. Dýlla átti aðeins fáa daga ólifaða til að geta haldið upp á 70 ára stúd- entsafmæli sitt. 1918 höfðu fáar konur enn tekið stúdentspróf, ef frá er talinn nokkur hópur 1915. í ár- gangi með Dýllu var aðeins ein, Guðrún Tulinius, síðar Arinbjamar, nú látin. Aðeins eitt af bekkjar- systkinunum er enn á lífi, Brynjólf- ur Bjamason fyrrv. menntamála- ráðherra. Um stúdentana vorið 1918 blésu vindar nýrra tíma. í Rússlandi hafði alræði öreiganna tekið við af keis- araveldinu gamla, jafnrétti og bræðralag allra jarðarbama virtist í sjónmáli. Frænka okkar varð áreiðanlega snortin af þessum hug- sjónum. Hún las forspjallsvísindi einn vetur í Reykjavík, fór til Kaup- mannahafnar og vann á skrifstofu d’Angleterre-gistihússins, gekk í hjónaband sem ekki færði henni hamingju, skildi, ferðaðist nokkuð um Norðurlönd, til Ameríku og loks til Sovétríkjanna, þar sem hún mun hafa stundað nám í marxískum fræðum um nokkurt skeið. Hún var komin aftur heim til íslands árið 1930. Útlitið var svart. Heimskreppan var skollin á, við verkafólki blöstu lækkandi laun, og Dýlla frænka fór að hjálpa til við að byggja upp nýtt stjómmálaafl, Kommúnistaflokkinn. Hún var ein af fáum konum sem tóku virkan þátt í undirbúningi hans og var kjörin í stjóm þegar hann var stofn- aður 1930. Nú tóku við ár mikilla átaka, þar sem hart var barist fyr- ir málstaðnum. Og blíða góða Dýlla sýndi, að þegar um kjör öreiganna var að tefla var hún ekki smeyk við að taka harða línu. Hún var langt til vinstri við sjálfan Einar Olgeirsson. Hennar hugsjón var að styðja alþýðuna til að hjálpa sér sjálf til að bæta kjörin. Hún tranaði sér lítið fram en vann þeim mun meira bak- sviðs, var með í að skrifa og dreifa vinnustaðablöðum, skipuleggja fundi og hjálpa til við stofnun verkalýðsfélaga. Hún átti áletraðan pappírshníf úr silfri sem tvær konur úr Starfsstúlknafélaginu Sókn höfðu fært henni í þakklætisskyni, eftir að það félag var stofnað 1934. Á þessum tímum vom verkföll bæði hörð og tíð. Þegar vörabflstjórar fóra í tíu daga verkfalli 1935 stóð hún með eiginkonum þeirra og hjálpaði þeim að setja upp eins konar kaffihús alþýðunnar, þar sem alltaf var heitt á könnunni fyrir verkfallsverði, sem stóðu vaktir langar kaldar vetramætur. Hún starfaði einnig í Kvenrétt- indafélagi íslands, enda dáði hún mjög þær mæðgur Bríeti Bjam- héðinsdóttur og Laufeyju Valdi- marsdóttur. Þegar við systumar munum fyrst eftir Dýllu frænku er nýr kafli haf- inn í lífi hennar. Hin pólitíska bar- átta hefur færst baksviðs. Hún og eftirlifandi maður hennar, Ásgeir Pétursson, hafa gerst frambyggjar í Kópavogi. í Bröttuhlíð við Digra- nesveg reistu þau sér fallegt heim- ili, og breyttu þar gráu holti í græn- an lund. Þangað var gott og skemmtilegt að koma. En þau hjón áttu sér einnig annað óðal, umflotið einni mestu á íslands, og þangað var ekki minna ævintýri að koma fyrir ungar stúlkur. Þetta er jörðin Traustholtshólmi. Þar breytti Dýlla sandflákum í lúpínuakra og mel- gresishóla og gæðum náttúrunnar, kúmeni, hrútaberjum og vínrabbar- bara, í lystilegustu rétti. Úti í Hólma fengu allar lyndisein- kunnir Dýllu að njóta sín við nýjar aðstæður, í samskiptum hennar við hina margslungnu náttúra. Hún kættist yfir forvitnum sel og vildi bjarga honum ef hann flæktist í neti. Hún hélt vemdarhendi yfir fjölskrúðugu fuglalífi, tókst að koma upp umtalsverðu æðarvarpi, og toppöndin átti sér þar mörg hús. Hún heilsaði þeim hjónum allt- af sérstaklega þegar þau stigu á land í Hólmann. Ef blikaði á físk í neti fylltist Dýlla á hinn bóginn af veiðigleði, sem var smitandi og spennandi. Fyrir 17 áram veiktist Dýlla og gat þá ekki lengur hlúð að æður og aflað fiskjar, en hún var samt alltaf glöð enda átti hún einhvem þann þesta og umhyggjusamasta eiginmann sem hugsast getur, hann Ásgeir. Þau færðu hvort öðra ást, sem ekkert var farin að kulna eftir meira en fímmtíu ára samband. Við viljum kveðja frænku okkar með hennar eigin orðum, úr ræðu sem hún hélt árið 1939, í skugga yfírvofandi heimsstyijaldar. Hún lýsir þar sorg sinni yfír ástandinu í heimsmálum, hvemig traðkað er á réttlæti, hugsjónum, menningu, en bætir við: „Það fer svo fyrir mér á slíkum augnablikum, að mér finnst öll þessi verðmæti lífsins, allar þessar ger- semar, margfaldast að gildi, mér fínnst allir þeir menn, konur sem karlar, sem lagt hafa líf sitt og starf fram til þess, að kenna mannkyninu að meta þessi hnoss, komast upp í æðra veldi. ..“ Bjarkahlíðarsystur Sú góða kona Dýrleif Ámadóttir verður borin til grafar í dag. Hún lést síðastliðinn laugardag, komin á tíræðisaldur. í hugum okkar krak- kanna sem bjuggum á Digranes- hæðinni á sjötta áratugnum skipað Dýrleif sérstakan sess. Þau hjónin á „hundrað og fjögur" voru bam- laus og því nutum við krakkamir þeirra í enn ríkara mæli. Hvort sem við leituðum til hennar í sorg eða gleði, í leik eða í leit að nýjum við- fangsefnum, einatt tók hún okkur opnum örmum, rétti kannski að okkur kexbita eða kandísmola með þeim ummælum að við mættum bara sjúga, ekki bryðja. Allt umhverfíð á Digranesvegi 104 heillaði okkur krakkana svo sannarlega. Á vorkvöldum söfnuð- ust við saman á lóðinni hjá Ásgeiri og Dýrleifu og nutum þess að leika okkur á túninu í öllum þeim stór- fískaleikjum sem við kunnum og svo var farið í feluleik í skóginum sem þau hjónin ræktuðu af mikilli alúð fyrir neðan húsið sitt. Þegar snjórinn huldj jörð söfnuðust við enn á túnið hjá Ásgeiri og Dýrleifu því þar vora bestu skíða- og sleða- brekkumar. Oft var mikill krakkaskari saman kominn á lóðinni og að vonum mik- ill gauragangur í okkur en það rask- aði ekki ró þeirra hjóna. Og við vissum að okkur var alltaf meira en velkomið að njóta þessa hlýlega umhverfís sem þau áttu svo stóran þátt í að skapa. Hálfur annar áratugur er liðinn frá því að Ásgeir og Dýrleif fluttu búferlum á Báragötuna vegna veik- inda Dýrleifar. En svo sterk vora þau bönd sem bundist höfðu milli sumra krakkanna og þeirra hjóna á „hundrað og fjögur" að samband- ið rofnaði ekki þótt ár og áratugir liðu. Sem fyrr vorarn við hjartan- lega velkomin. Ýmislegt var þá skrafað en einatt höfðu þau hjónin langmestan áhuga á að vita um okkur krakkana, hvemig við stóð- um okkur sem fullorðið fólk í námi og starfi. Það var alltaf svo gaman að sjá blikið í augum Dýrleifar þegar hún spurðist fyrir um og fékk fréttir af okkur krökkunum, uppkomnum í millitíðinni. Við minnumst þessarar mætu konu með þakklæti fyrir liðnar sam- verustundir. Ásgeir á mikiff hrós skilið fyrir þá umönnun sem hann veitti Dýrleifu frá því að hún veikt- ist. Hann hefur staðið sem klettur við hlið hennar allan þann tíma. Ásgeiri vottum við hluttekningu og óskum honum alls hins besta á erf- iðum tímum. „Krakkarnir á hæðinni" Minning: Kristín E. dóttirfrá Fædd 5. febrúar 1939 Dáin 11. maí 1988 Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð) Hún Edda er dáin, við stöndum eftir hnípin og spyijum hvers vegna hún. Ég ætla að minnast hennar fáum orðum. Edda eins og hún var alltaf kölluð fæddist í Vatnsdal í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Ingibjargar Olafsdóttur og Sigurðar Högnasonar. Edda ólst upp í Vatns- dal ásamt systkinum sínum fímm. Hún var næst yngst og sú fyrsta sem fer. Aðeins ellefu ára gömul missti hún föður sinn og var það mikið áfall fyrir okkur systkinin og móður okkar. í Vatnsdal var oft glatt á hjalla, margt fólkið og fag- urt bæjarstæðið og umhverfið. Edda kunni vel að meta fagurt umhverfi og fegurð Eyjanna heill- aði hana. Hún var góðum gáfum gædd og var hún vel hagmælt, bjó til falleg kvæði og ljóð og lög við sum kvæða sinna. En hún flíkaði ekki þessum gáfum sínum, hafði þetta bara fyrir sína nánustu. Við eigum eftir að ylja okkur við þessi fallegu ljóð í minningunni um hana. I sínum veikindum bar hún sig sem hetja. Þann 30. desember 1961 kvæntist Edda Ólafi Tryggvasyni málarameistara. Edda og Olli byggðu sér hús við Gerðisbraut en misstu það í gosinu, það var mikið áfall. Síðan keyptu þau sér hús á Dverghamri 32 og bjuggu þar. Þeim varð þriggja bama auðið, þau era Tryggvi Þór, Sigurður Ómar og Linda Björk, aðeins 14 ára. Linda og Sigurður era enn í foreldrahús- um en Tryggvi Þór á orðið sitt eig- ið heimili, giftur Brynhildi Baldvins- dóttur sjúkraliða og þau eiga einn dreng, Olaf Aron, og var litli ömmu- drengurinn ljósgeisli Eddu. Og var það dýrðlegt að hún skyldi lifa það að verða amma, því hún var mjög bamgóð. Olli og Edda áttu yndis- legt heimili, bæði samhent í að hlúa að því og bömum sínum. Það var mikið gæfuspor þegar þau giftu sig og vora þau mjög fallegt par. Edda var ekki fyrir það að trana sér fram, hennar heimur var heimilið, eigin- maður og bömin, og þar vann hún sín störf og hlúði að sinni fjölskyldu sem hún unni svo heitt. Edda var trúuð kona og trúði á Guð sinn, það sýndi sig í baráttu hennar við erfið- an sjúkdóm. Og ég verð að minnast á Olla. Hann stóð eins og klettur við hlið hennar, vakti yfír henni dag og nótt þar til yfír lauk og bömin og tengdadóttirin. Við söknum öll Eddu og sárastur er söknuðurinn hjá eiginmanni og bömum og aldr- aðri móður Eddu, sem lifir hana 81 árs. Elsku Olli minn, Linda, Siggi, Tryggvi, Binna og Olli litli, elsku mamma og tengdamóðir Eddu og allir aðrir ástvinir og vinir, Guð gefí ykkur styrk til að standast þessa miklu sorg. Edda trúði á handleiðslu Guðs og veit ég að hún hefur fengið dásamlegar móttökur handan móðunnar miklu. Svo kveð ég elsku systur mína og þakka henni samfylgdina gegnum árin og veri hún svo Guði faljn. Ásta systir Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. Gunnar Dal I dag verður jarðsungin frá Landakirkju frænka mín, Kristín Ester Sigurðardóttir, Dverghamri 32, Vestmannaeyjum, sem andaðist þann 11. maí sl., eftir erfiða sjúk- dómslegu. Edda, eins og hún var jafnan kölluð, var fædd 5. febrúar Sigurðar- Vatnsdal 1939, dóttir hjónanna Ingibjargar Ólafsdóttur frá Vík í Mýrdal og Sigurðar Högnasonar frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Ung að áram missti hún föður sinn, sem lést langt um aldur fram frá 6 bömum, og var Edda þeirra næstyngst. Edda tók föðurmissinn nærri sér og hefur hann vafalaust haft mótandi áhrif á uppvöxtinn. Ólst hún síðan upp í stóram hópi systkina og frændfólks og hefur það eflaust orðið til þess að efla þau fjölskyldu- og ættartengsl, sem urðu ríkur þáttur í fari hennar og hún ræktaði æ síðan. Með því að við voram jafnöldrar og ólumst upp í sama húsi sköpuðust á milli okkar náin tengsl, sem vora efld og við- haldið allt frá því á hinum gáska- fullu unglingsáram og fram til hins síðasta. Era þau mörg augnablikin, sem nú leita fram í hugann og gott er að hafa átt. Þann 30. desember 1961 gekk Edda að eiga æskuvin sinn og unn- usta, Ólaf Tryggvason, málara hér í Vestmannaeyjum, en þau höfðu þá búið saman frá árinu 1957, og var það mikið heillaspor, því heil- steyptari eiginmann er vart hægt að hugsa sér. Eftir að þau hófu 57 sambúð varð heimilið hennar starfs- vettvangur, jafnframt því að vera hennar líf og yndi. Þau eignuðust 3 mannvænleg böm, en þau era: Tryggvi Þór, f. 11. febrúar 1958, hans kona er Brynhildur Baldurs- dóttir og eiga þau saman soninn Ólaf Aron, f. 17. júlí 1987. Sigurður Ómar, f. 16. október 1962 og Linda Björk, f. 18. sept- ember 1973. Edda bjó eiginmanni sínum og bömum gott heimili, þar sem ástríki og reglusemi vora í heiðri höfð. Edda varð þannig húsmóðir að ævistarfí og þótt slík iðja sé kannski ekki í tízku nú sem stendur á tímum sóknar eftir ýmsu því, sem mölur og ryð fær að lokum grandað, þá er það nú samt svo, að þeir sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa móðurina sem homstein heimilisins munu búa að því lengi og ekki vilja hafa farið þess á mis. Munu stundir hamingjunnar enda hafa verið ófáar á heimili þeirra Eddu og Olla. Við Edda voram leikfélagar í æsku og héldum ætíð okkar sam- bandi. Æxlaðist enda svo til að eft- ir að við stofnuðum heimili varð töluverður samgangur á milli og eiginmenn okkar urðu góðir kunn- ingjar. Urðum við því oft samstíga í starfí og leik og skal hér þakkað fyrir margar ánægjulegar sam- verastundir, jafnframt því sem við Jón vottum eiginmanni og bömum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni og um alla framtíð. Svala Hauksdóttir t Mágur minn, KRISTINN TRYGGVASON, Kvisthaga 10, lést í Borgarspítalanum 16. þ.m. Útförin verður gerð frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 25. maí, kl. 16.30. Fyrir hönd aðstandenda, Dagbjört Finnbogadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR frá Rifshalakotl, dvalarheimillnu Lundl, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Tyrfingur Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Inga Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Þóra Þorsteinsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Hafstelnn Auðunsson, Guðrún Jónsdóttir, Jakob Sveinbjörnsson, Einar Erlendsson, Óskar Haraldsson, Smári Guðlaugsson, Páll Jónsson og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU HALLDÓRSDÓTTUR, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Ásta Böðvarsdóttir, Marta Böðvarsdóttir, Ármann Böðvarsson, Ásdís Böðvarsdóttir, Dóra Böðvarsdóttir, Hilmar Böðvarsson, Sœbjörg Jónsdóttir, Reynir Böðvarsson, Sigurlaug Vilmundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Halldór Guðmundsson, Jóna Bjarnadóttir, Þórður Snjólfsson, t Útför systur okkar og fóstursystur, ÖSSURÍNU BJARNADÓTTUR frá Bolungavík, sem lést 8. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 20. maí, kl. 13.30. Jóna Bjarnadóttir, Asta Bjarnadóttir, Steingrímur Bjarnason, Jóhann Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.