Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 67 Nauðsyn draummagnanar Til Velvakanda. í dagblaði einu birtist athyglis- verð grein, sem fjallar að mestu um svefn og drauma, en það er merkilegt athugunar- og rannsókn- arefni. Minnst er þama á kenningar dr. Helga Pjeturs um svefn og þær kenningar hans, að í draumi fáum við samband við vakandi mann, og sjáum það sem hann er að horfa á þá stundina t.d. fjöll, hús og menn, og að oftast sé þessi draumgjafi íbúi einhverrar annarrar stjömu. Telur greinarhöfundur að þessi kenning fái vart staðist, því í ljós hafí komið við rannsóknir á dýrum, að þau fái ekki lífí haldið, ef þau eru svift draumsvefni, þótt þau fái nægjan hvíldarsvefn. Af þessu dregur hann þá ályktun að: „ef líf okkar er beinlínis undir draumsvefni komið, er þá ekki til of mikils mælst að einhverjar verur á öðrum hnöttum hugsi til okkar (og dýranna) í hvert skipti sem við sofnum? Gleymi þær því þá kemur dauðinn og sækir okk- ur.“ Þetta er nú skemmtileg hug- detta, en mun tæpast vera í sam- ræmi við veruleikann. Engar verur á öðrum hnöttum þurfa beinlínis að hugsa til okkar í hvert skipti, sem við sofnum. Það er eðli hverrar vem (manns og dýrs) að senda frá sér geislan nokkra allar stundir lífsins, einkum þó í vökuástandi, og þessi geislan ber með sér vökuskynjanir hennar og athafnir. Vakandi maður sér, heyr- ir, fínnur til, hugsar, talar og að- hefst eitt og annað. Þessi vakandi maður, hvort sem hann er íbúi okk- ar jarðar eða einhverrar annarrar, heftir í sér fólgna þá möguleika (skv. fjarhrifaeðli lífsins) að gerast, án eigin tilætlunar draumgjafí ann- ars manrts, nær eða fjær, sem þá stundina er sofandi og því óvirkur. Sá maður er móttakandinn, draum- þeginn. Þetta samband draumþega við draumgjafa er svo mikilvægt, að enginn getur að skaðlausu, lifað lengi án draumsvefns, þ.e. án beins vitundarsambands við annan mann, sem vakandi er þá stundina. Fátt verður mönnum erfíðara, en alvar- leg truflun á draumsvefni. Og á Kæri Velvakandi. Ég sé mig tilneydda til að skrifa þér um það mikla ósamræmi í ald- urstakmörkum sem ríkir hér á landi. Það er staðreynd að þegar við þurf- Fleiri klass- ískar dans- sýningar Til Velvakanda. Við erum tvær með mikinn áhuga fyrir klassískum ballett. Okkur fínnst íslenski dansflokk- urinn hafa dregist saman, sama og hætt, að vera með klassískar ballettsýningar. Núna er það orðið þannig að maður þarf að fara til útlanda til að sjá þær. Við viljum gjaman að Islenski dansflokkurinn hafi fleiri klass- ískar ballettsýningar í framtíð- inni. K. og H. meðan vísindamenn og aðrir rann- sakendur svefns og drauma hafa enga hugmynd um lífsambönd og um eðli draumasambanda, þá er eðlilegt að þeir komist skammt á veg til skilnings á þessum viðfangs- efnum, eða til hjálpar þeim skjól- stæðingum sinum, sem til þeirra leita í von um hjálp á þeim meinum, sem stafað gætu af truflunum á eðlilegum lífsamböndum, sem eng- inn getur án verið ef vel á að fara. Ingvar Agnarsson um að borga eitthvað erum við full- orðin tólf til þréttán ára en aftur á móti öðlumst við engin réttindi fyrr en sextán til tuttugu ára. T.d. strætisvagnagjöld, fullorðinsgjald miðast við tólf ára aldur, sund- laugagjöld, fullorðinsgjald miðast við þréttán ára aldur o. s. frv. En aftur á móti: sjálfræði miðast við sextán ára aldur, fjárræði miðast við átján ára aldur, ökuréttindi mið- ast við sautján ára aldur, aðgangur að vínveitingastöðum miðast við tuttugu ára aldur. Þá fínnst mér einnig misræmi í því að sautján ára unglingi er ekki leyft að kjósa og ekki heldur að kaupa áfengi en hann má taka ábyrgð á lífí annara í umferðinni. Ef unglingur undir sextán ára aldri vinnur sér inn peninga þarf hann að borga fullan skatt því hann er ekki talinn nógu mikil persóna til að fá persónuafslátt! Það sér hver maður með viti að þetta er fárán- legt. í raun og veru ættu að vera til lög um samræmingu aldurstak- marka. Ég skora á alþingismenn að hugsa um þetta mál í sumar. Hallveig Rúnarsdóttir Oréttlát aldurstakmörk Þessir hringdu Strætisvagnar haf i forgang Parþegi hringdi: „Eg á ekki' bíl og veld því hvorki umferðarvanda né menga umhverfi mitt. Ég ferðast hins vegar töluvert með strætisvögn- um og hef lengi gert. Síðan allur bílainnflutningurinn hófst fyrir um það bil ári hefur umferðinn hér í borginni breytt um svip. Þetta veldur því meðal annars að strætisvagnamir komast varla áfram í umferðinni, sérstaklega í grennd við Miðbæinn. Þannigtefj- ast kannski rúmlega 60 manns í strætisvagni vegna þess að öku- maður, sem er einn í sínum einkabíl, er eitthvað annars hugar og fer ekki yfír á grænu Ijósi. Mikil mengun stafar frá einkabfl- um og er ástandið verst í Mið- bænum en þar ætti að banna alla umferð einkabfla. Strætisvagnar ættu að hafa forgang fram yfir einkabíla í umferðinni undir öllum kringumstæðum. Þá tel ég að fjölga ætti ferðum strætisvagna og bæta þannig þjónustuna. Væri þetta gert myndu fleiri ferðast með strætisvögnunum." Gott kjöt Gyða hringdi: „Ég keypti eitthvað það besta nautakjöt sem ég hef fengið í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ fyrir skömmu. Þar eru þeir með heil nautalæri og fær kaupandinn að velja sneiðamar. Þá eru þeir með grillveislur á laugardögum og er það skemmtileg nýjung." Eru reykingar ekki bannaðar? 9209-5606 hringdi: „Ég stóð í þeirri meiningu að það væri komið í lög að bannnað væri að reykja í verslunum og stöðum þar sem almenningur sækir þjónustu. Reykingar eru hins vegar leyfðar alls staðar í Kringlunni og eins hef ég séð fólk reykja í BIKÓ verslunum. Loftið í Kringlunni er svo reykmettað að varla er forsvaranlegt að vera með böm þar inni. Gilda engin lög um þetta?“ Góðar ræður S.E. hringdi: „Mig langar að þakka Gunnari Eyjólfssyni, skátahöfðingja, fyrir einstaka ræðu sem hann flutti á sumarsdaginn fyrsta í Víðistaða- kirkju. Hefur hún hlotið allmenna aðdáun og ekki að ástæðulausu. Sunnudaginn 15. þ.m. hlýddi ég á útvarpsmessu. Þar predikaði séra Sigfínnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur. Ræða hans var falleg og hákristin. Ég vil þakka þessum góðu mönnum fyrir trúfesti þeirra við fagnaðarerindið og vildi óska að maður fengi oftar að heyra til þeirra.“ Gleraugu Gleraugu í hulstri fundust fyrir skömmu á auðasvæðinu á milli flugvallarins og Umferðarmið- stöðvarinnar. Upplýsingar í síma 33113. Frábærir útvarpsþættir Hlustnadi hringdi: „Ég vil þakka Jóni Ólafssyni fyrir frábæra þætti á rás 2 frá kl. 13 til 15 á laugardögum. Þess- ir þættir, sem heita Léttir kettir, eru mjög vel gerðir og verða von- andi á dagskrá rásar 2 sem lengst.“ Gleraugu Dökkgrá gleraugu töpuðust einhverstaðar á leiðinni frá Tjöm- inni að Lækjartorgi fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 72948. Úr Svart úr fannst við Sogaveg fyrir skömmu. Einnig fannst sjúkrakassi í Hlíðagerði fyrir mánuði. Uppl. í síma 671094 og síma 688111. „ Ef þó læiur mg eJcki í fri&i, taalla 'eg óu bota. Nei, hér geturðu ekki ver- ið, jafnvel þó þú værir tengdamamma hans ...! IÖGNI HREKKVtSI „ pETTA ER /MÁN/AÐARSK'ýRSLAN /AiKl."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.