Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Söngtónleikar ' í Fríkirkjunni TÓNLEIKAR verða í Fríkirkj- unni laugardaginn fyrir hvíta- sunnu, hinn 21. maí nk., kl. 14.30. Þrír söngvarar flytja ljóðalög og óperuaríur eftir Mozart, Beet- hoven, Schumann og Puccini. Ragnhildur Theódórsdóttir, sópran, flytur lagaflokkinn „Frau- enliebe und Leben“ eftir Robert Schumann. Kristján Elís Jónsson, barýton, syngur lagaflokkinn „An die feme Geliebte" eftir Ludwig van Beethoven og María Guð- mundsdóttir, sópran, syngur óperuaríur eftir Mozart og Puc- cini. Söngvaramir hafa sótt söngtíma hjá Ágústu Ágústsdótt- ur, sópransöngkonu, í vetur. Píanóleikarar eru Guðbjörg Siguijónsdóttir og Gunnar Bjöms- (FréttatUkynning) María Guðmundsdóttir, Guðbjörg Siguijónsdóttir, Kristján EUs Jóns- son og Gunnar Björnsson. A myndina vantar Ragnhildi Theódórs- dóttur. 1 i; t» « i' , n u u u u . R«Miír (gyg B H n K H , Morgunblaðið/BAR Nemendur Tjamarskóla, 75 ungUngar úr sjöunda, áttunda og níunda bekk, tína rusl í nágrenni skólans. Tiltekt á Tj arnar bakkanum NEMENDUR Tjarnarskóla í Reykjavík tóku sig til nú á sólrík- um vordögum og týndu rusl í kring um skólann sinn og á Tjamarbakkanum. Þessi tiltekt er þáttur í þeim hluta námsins sem kallast umhverfisfrœðsla og miðar að því að kenna börnunum góða og snyrtilega umgengni við umhverfi sitt. Að sögn Maríu Sólveigar Héðins- dóttur, skólastjóra Tjarnarskóla, hefur tiltekt sem þessi verið fastur liður í skólastarfinu allt frá stofnun skólans fyrir þremur árum. Nem- endur hafa auk þess gert könnun í miðbænum á því hveijir hendi rusli á götur borgarinnar. Þar sagði María að hefði komið í ljós að full- orðið fólk væri engu betra en ungl- ingamir. „Staðsetning skólans á Tjamar- bakkanum leiðir líka enn betur í ljós hversu slæm umgengni fólks er í miðbænuum og þurfa nemendur 'iðulega að tína sígarettustubba af stétt skólans þó þetta sé reyklaus skóli. Nemendur ganga annars mjög vel um innanhúss og virðist svo sem umhverfisfræðslan beri nokkum árangur", sagði María Sólveig. Karlakórínn Heimir. 60 ara starfsafmæli karla- kórsins Heimis í Skagafirði Varmahlíð. KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði hefur starfað sam- fellt í 60 ár og er þessara tíma- móta minnst með ýmsu móti. Óslitið starf þennan tíma er nokkuð merkilegt fyrirbrigði út af fyrir sig þar sem allt félgs- starf á nú frekar erfitt upp- dráttar hin seinni ár þegar fjöl- miðlunin sem við njótum er eins mikil og raun ber vitni. í dag hefur kórinn að telja yfir 50 söngmenn og starfsemin aldrei verið blómlegri. Félagarnir víla ekki fyrir sér að aka um 100 km leið tvisvar í viku til þess að geta stundað æfingar. Heimir var stofnaður í Húsey og var upphafsmaður að stofnun hans Benedikt Sigurðsson á Fjalli. Áður en Heimir var stofnaður, var lítill kór starfandi í framhéraðinu, var sá nefndur Bændakórinn. I fyrstu æfði kórinn við frumstæðar aðstæður, á sveitabæjum þar sem voru orgel. En áhugi var mikill a þessum félagsskap og blómgaðist hann og dafnaði og hefur fyrir löngu skapað sér menningarlegan sess í félagslífí Skagfirðinga. Kórinn hefur farið víða um landið og haldið tónleika og jafnan fengið hinar bestu viðtökur og gefnar hafa verið út tvær hljóm- plötur sem fyrir löngu eru upp- seldar. Þá fór kórinn í tónleika- ferð til Noregs árið 1980. Það hefur verið lán fýrir starf- semi kórsins allt í gegn að hinir hæfustu menn haa jafnan valist til að stjórna. Að öllum öðrum ólöstuðum skai nefna þá Jón Bjömsson, Áma Ingimundarson og Tékkann Jiri Hlavacek. Núver- andi söngstjóri er Stefán Gíslason tónlistarkennari í Varmahlíð. Eins og fyrr segir þá verður 60 ára starfsafmælisins minnst með ýmsum hætti. Haldnir hafa verið nokkrir tónleikar nú fyrr á þessu vori. Veglegt afmælishóf var haldið í Miðgarði 23. apríl sl. og stóð hátíðadagskráin yfir í rúmar 5 klst. Framundan era tónleikar á M-hátíð sem hófst í gær, fimmtu- dag á Sauðárkróki og lýkur á morgun laugardag. Mun kórinn koma þar fram ásamt með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Verða þeir tónleikar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fímmtudagskvöldið 19. apríl. Þá fer kórinn í söngferð til ísra- el í júní nk. og mun koma fram á listahátíð og halda tónleika í a.m.k. fjóram borgum. Einnig er fyrirhugaður konsert í Kairó í þessari sömu ferð. Að lokum skal þess getið að fyrirhugað er að gefa út síðar á þessu ári hljómplötu með söng kórsins. Verður það trúlega safn- plata með öllum söngstjóram seinni ára, en það er ófrágengið enn. Þórsmerkursvæðið: Bannað að tjalda um hvítasunnuna Morgunblaðinu hefur boríst eftirfarandi fréttatilkynning frá Skógrækt ríkisins og lög- reglunni í Rangárvallasýslu: „Þórsmerkursvæðið er lokað um hvítasunnuna fyrir tjöldun vegna lélegs ástands gróðurs. Þeir sem hug hafa á dvöl þar verða að framvísa skriflegu leyfí um gistingu í skála. Svæðið verð- ur opið eftir 1. júní. Skátamót í Krýsuvík Vormót Hraunbúa hið 48. verður haldið í Krýsuvík um hvítasunn- una. Mótinu verður skipt í skáta- búðir og fjölskyldubúðir og hefst það kl. 22.30 á föstudagskvöld og lýkur kl. 14.00 á mánudag. Á dagskrá mótsins verða ýmsar uppákomur og leikir, s.s. íþrótta- keppni í tíu nýjum greinum, Skotta og Móri verða á svæðinu, varðeldar verða á kvöldin og næturleikir, ald- arleikir þar sem skipt verður í fjór- ar aldir, fornöld, víkingaöld, tækni- öld og „geim“öld og þrautir leystar og leikir leiknir eftir því sem við á. Mótið í ár er í nýjum búning í orðsins fyllstu merkingu því fram- kvæmd mótsins er með nýju sniði og nýr búningur hefur verið tekinn í notkun innan íslensku skátahreyf- ingarinnar. (Fréttatilkynning) Frá skátamóti i Krýsuvik 1986. - P.D.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.