Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 70

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / SPJÓTKAST „Grfuriegur léttir“ segir íris Grönfeldt sem bætti íslands- metið í spjótkasti um heilan metra og náði ólympíulágmarkinu ÍRIS Gröndfeldt setti glæsilegt íslandsmet í spjótkasti í gær. Hún kastaði 62,04 metra og bætti eigið met um réttan metra. Gamla metið var reynd- ar aðeins tólf daga gamalt og vart hægt að segja annað en að íris hafi byrjað keppnistíma- bilið á glæsilegan hátt. Metið setti íris á móti á Bislet- leikvanginum í Osló, en þar fór fram fyrsta stórmót sumarsins. Hún fékk ekki mikla keppni því auk hennar var aðeins einn keppandi og fris sigraði með tólf metra mun. Eftir að Iris bætti íslandsmetið fyr- ir rúmri viku sagði hún við Morgun- blaðið að hún hefði ekki áhyggjur af lágmarkinu. „Það er mjög gott fyrir mig að hafa komist yfír þenn- an 60 metra múr, en hann hefur lengi verið mér þymir í augum og nú stefni ég að því að ná í þessa sentimetra sem mig vantar," sagði íris í síðustu viku. „Þetta er gífurlegur léttir og gott að vera búin að ná lágmarkinu," sagði íris. „Ég átti alls ekki von á þessu því ég hef ekkert getað keppt vegna meiðsla. En það gekk allt upp og var framar björtustu vonum. Það hefur líka mikið að segja að þetta var Bislet, en það er mjög góð tilfínning að keppa þar. Kastið var ágætt en spjótið sveif ekki heldur stakkst beint niður, á kaf í jörðina. Ég þarf af láta það svífa lengra og bæta tæknina." Kastsería írisar var góð, þó hún hafí byijað illa: 56.96, 57.80, 56.84, 56.90,59,78 ogloks 62.04 metrar. íris mun keppa í nokkrum mótum í Noregi næstu daga og svo taka þátt í þremur stigamótum í lok júní. Eftir það hefst lokaundirbúningur fyrir Olympíuleikana í Seoul. írls Grönfeldt. Tvö met á tólf dögum og ólympfulágmarkinu náð. KNATTSPYRNA H HANDKNATTLEIKUR / JÚGOSLAVÍA Banninu aflétt Vujovic með á Júgóslavíu- mótinu en Isakovic meiddur Hættir Fram við keppni í 1. deild kvenna? STJÓRN knattspyrnudeildar Fram mun líklega draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í 1. deild ef fjórar stúlk- ur ganga til liðs við KR, en þær hafa þegar óskað eftir félags- skiptum. Stjórn Fram hefur þó ekki skrifað undir fálagaskiptin og segir að ágreiningsmálin megi leysa, en ef þær fara þá telja Framarar að ekki sá grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni. Veselin Vujovlc. „BANNINU var aflátt rátt áðan. Vujovic leikur með á Júgó- slavíumótinu og Isokovic kem- ur og fylgist með fyrstu tvo dagana, en hann er meiddur á vínstra auga og hefur ekki get- að æft í þrjár vikur. Hann kem- ur hins vegar inn f hópinn fljót- lega og þeir verða báðir með í Seoul,“ sagði Ivan Snoj, form- aður landsliðsnefndar hand- knattleikssambands Júgó- slavíu, við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Snoj lagði ríka áherslu á að banni umræddra leikmanna yrði aflétt og hann hafði sitt fram. „Eins og ég hef sagt áður þá getum við ekki verið án þeirra í Seoul með verðlaunasæti í huga og ég er án- ægður með málalok. Júgóslavar leika vináttuleik við Jap- ani á morgun í Sarajevo, en Júgó- slavíumótið verður í Skopje 26. - 31. maí. „Þó banninu hafí verið aflétt verðum við án fjögurra lykil- manna. Isakovic er meiddur, Vukovic er á Spáni og kemur ekki, Cvetkovic fer fram á hærri greiðsl- ur en við ráðum við og er ekki inni í myndinni þess vegna eins og er, og Basic markvörður verður skorinn upp á laugardaginn vegna hné- meiðsla og æfír ekki í þijár vikur," sagði Snoj. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Atlanta sigraði Celtics í Boston Garden Fjórar knattspymukonur úr Fram hafa óskað eftir félags- skiptum yfir í KR. Það eru þær Hrafnhildur Hreinsdóttir, Fríða Schmidt, Sigrún Sigurðardóttir og Harpa Jóhannsdóttir, en þær léku allar með Fram í 2. deildinni í fyrra og varð Hrafnhildur markahæst í deildinni. „Það væri mikið áfall að missaþess- ar stúlkur og ef svo færi held ég að við eigum ekki aðra möguleika en að draga liðið úr keppni," sagði Jóhann Kristinsson, framkvæmda- stjóri knattspymudeildar Fram. „Þó er það ekki víst og ég hef trú á að þær verði áfram hjá Fram, en það er greinilegt að KR-ingar hafa reynt að fá stúlkumar til liðs við sig,“ sagði Jóhann. Þær stúlkur sem eftir eru hjá Fram hafa þó fullan hug á að halda áfram keppni og í þeirra hóp hafa bæst tvær stúlkur frá Þór Akureyri, sem hafa æft með liðinu um tíma. I 2. deild hefur Afturelding hætt við þátttöku. Atlanta kom mjög á óvart með því að sigra Boston Celtics í 5. leik liðanna í úrslitum Austur- riðils NBA-deildarinnar í körfu- knattleik, 104:112. Gunnar Með þessum sigri Valgeirsson hefur Atlanta náð skrifar forystunni, 3:2 og gæti tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í 6. leikn- um í Atlanta. Boston vann tvo fyrstu leikina og Atlanta tvo næstu, en leikið er þar til annað liðið hefur sigrað í fjórum leikjum. Flestir áttu von á öruggum sigri heimamanna í Boston Garden, en Atlanta hafði tapað tólf leikjum í röð í Boston Garden. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta og það var ekki fyrr en í 3. hluta að Dom- inique Wilkins jafnaði fyrir Atlanta með þriggja stiga körfu, 86:86. Atlanta náði svo forystunni og þeg- ar rúm ein og hálf mínúta var til leiksloka var munurinn þtjú stig. Þá komst Dennis Johnson einn í gegnum vöm Atlanta, en Tree Roll- ins varði skot hans. Boltinn barst til Glenn Rivers sem brunaði upp og innsiglaði sigur Atlanta, 104:112. Sigahæstir í liði Atlanta voru Kevin Willis með 27 stig og Dominique Wilkins með 25 stig. Michael Jordan og félagar hjá Chicago Bulls eru úr leik í úrslita- keppninni eftir fjórða tapið fyrir Detroit Pistons, 102:95. Það mun- aði miklu að Detroit tókst að halda Jordan niðri, en hann skoraði aðeins 25 stig. Þetta er í þriðja sinn sem hann nær ekki 30 stigum í leikjum liðanna. Það sem þó munaði mestu var stór- leikur Bill Laimbeer. Hann skoraði flest stig Detroit, 19 og þar af 13 í 4. leikhluta og átti stóran þátt í að tryggja Detroit sæti í undanúr- slitum.. Larry Blrd tókst ekki að stöðva Kevin Willis sem var stigahæstur i liði Atlanta. toém FOLK ■ TOMMY Burns hefur verið valinn í skoska landsliðið í knatt- spymu fyrir leikinn gegn Englend- ingum á morgun í Rous-mótinu. Burns, sem er 31 árs og með sjö landsleiki að baki, lék síðast með landsliðinu fyrir fímm árum, en hann hefur verið einn af lykilmönn- um deildar- og bikarmeistara Celtic í vetur og var því valinn. Skotland gerði markalaust jafntefli við Kól- umbíu í fyrsta leik keppninnar. ■ CARLOS Alberto Silvas hef- ur verið endurráðinn þjálfari brasílska landsliðsins í knattspymu og verður með liðið fram yfír Ólympíuleikana í Seoul í Suður- Kóreu í haust. Samningur Silvas rann út í desember, „en ekkert var á dagskrá fyrr en í júlí og því fannst okkur ekki rétt að greiða honum laun fyrir ekki neitt," sagði forseti knattspymusambandsins í Brasilíu. Carlos Alberto Parreira, sem þjálfar í Saudi-Arabíu, var boðin landsliðsþjálfarastaðan, en hann hafði ekki áhuga og þá var Silva beðinn um að halda áfram. ■ EDMONTON Oilers vann Boston Bruins 2:1 í fyrsta leik lið- anna í úrslitum ísknattleikskeppn- innar í Bandaríkjunum og Kanada, NHL. Wayne Gretzky skoraði fyr- ir Oilers í byijun annars leikhluta, 10. mark snillingsins í úrslitakeppn- inni, og kom meisturunum yfír, en Cam Neely jafnaði 12 mínútum síðar. Keith Acton gerði síðan sig- urmarkið í byijun þriðja leikhluta. Andy Moog, fyrrum markvörður Oilers, stóð sig vel í marki Bruins og bjargaði tvívegis meistaralega frá Gretzky. Leikurinn fór fram í Boston, en liðin mætast aftur í Edmonton í kvöld. Bruins hafa 15 sinnum áður leikið til úrslita og sigrað fímm sinnum, síðast 1972. Meistarar Oilers hafa leikið til úr- slita fímm sinnum á sfðustu sex árum, sigrað þrisvar og eru líklegir til að bæta fjórða titlinum við nú. ■ EVRÓPUMEISTARAMÓT- IÐ íjúdó fer nú fram í Pamplona á Spáni. Mótshaldarar hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að láta að- eins annan keppandann keppa í hinum hefðbundna hvíta búning og hafa hinn í bláum. Þrátt fyrir ánægju dómara og áhorfenda með þetta nýja fyrirkomulag, hefur það ekki mælst vel fyrir í Japan og talið er ólíklegt að uppátækið verði endurtekið á Ólympíuleikunum f Seoul. ■ KÓL UMBÍSKA landsliðið í knattspymu sem nú er á keppnis- ferðalagi í Evrópu sigraði fínnska landsliðið í gær 3:1. Það er ekki á hveijum degi sem markmenn skora í knattspymuleik, en Rene Hiquita markmaður Kólumbíu skoraði ann- að mark liðsins úr vítaspymu. Þeg- ar Hiquita tók spymuna var staðan jöfn 1:1. ■ SAMPDORIA tryggði sér sig- ur í ftölsku bikarkeppninni þrátt fyrir að hafa tapað síðari leiknum gegn Torínó 1:2 eftir framlengdan leik. Eftir þessi úrslit á Juventus enn möguleika á sæti í UEFA- keppninni, en liðið mun spila auka- leik við Torínó f þvf tilefni. ■ LUTON hefur gefíð Brian Stein fijálsa sölu. Hann er 30 ára og hefur leikið með liðinu í tíu ár og m.a. skorað tvö mörk á Wembley. Félagi hans hjá Luton, Mick Harford sagði um hann: „Hann hefur þjónað félaginu vel, en það er ekki víst að hann verði klár í alla leiki næsta ár. Hann er of góður leikmaður til að vera í varaliðinu eða á bekknum." David Pleat, framkvæmdastjóri Leicest- er sýndi honum strax áhuga og hefur þegar talað við hann. I CHELSEA hefur mikinn hug á að fá Graham Roberts til Stam- ford Bridge. Liðið er tilbúið til að greiða Rangers 600.000 pund fyrir Roberts.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.