Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 71

Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 71 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD (SL-DEILD Þvjú mörkog þvjú stigtil KR-inga Keflvíkingar sofnuðu þrí- vegis á verðinum í vörninni ÞRENN varnarmistök kostuðu Keflvíkinga þrjú mörk og vest- urbœjarlið KR krœkti sér í þrjú dýrmœt stig í Kefiavík í gœr- kvöldi. Leikið var á malarvellin- um og bar leikurinn nokkurn keim af þeim aðstœðum, en samt sem áður mátti sjá hjá liðunum ágœta kafla, sem œttu að lofa góðu um betri knatt- spyrnu ínæstu leikjum. að má segja að KR-ingar hafí fengið óskabyrjun þegar Björn Rafnsson skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Bjöm fékk stungusendingu ’nn fyrir vöm Bjöm Keflvíkinga sem Blöndal sofnaði illilega á skrifar verðinum. Vamar- menn töldu hann rangstæðan, en dómari og línuvörð- ÍBK - KR 1 : 3 Keflavfkurvöllur íslandsmótiö 1. deild, fimmtudaginn 19. maf 1988. Mark ÍBK: Ragnar Margeirsson (8. mín.). Mörk KR: Bjöm Rafnsson (3. mín), Pétur Pétursson (33. mín) og Þorsteinn Halldórsson (90. mín.). Gul spjöld: Þorsteinn Halldórsson KR (41. mín.) og Rúnar Kristinsson KR (55. mín.). Áhorfendur: 1350. Dómarí: Eyjólfur Ólafsson 5. Línuverðir: Guðmundur Sigurðsson og Sveinn Siguijónsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Jóhann Magnússon, Guðmundur Sighvatsson, Daníel Einarsson, Jóhann Júlíusson, Sigurður Björgvinsson, Peter Farrell, Gestur Gylfason, Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon og Grétar Einarsson. Lið KR: Stefán Amarson, Rúnar Krist- insson, Gylfí Dalmann Aðalsteinsson, Þorsteinn Guðjónsson, Willum Þór Þórs- son, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Pétur Péturs- son, Bjöm Rafnsson, (Jón G. Bjamason vm. á 73. mín.) og Þorsteinn Halldóre- son. ur voru á öðm máli. En fögnuður KR-inga var skammvinnur, því að- eins 5 mínútum síðar náði Ragnar Margeirsson að jafna með fallegu marki, eftir laglega sendingu frá Gesti Gylfasyni. Keflvíkingar sóttu mun meira í þessum leik, en KR og litlu munaði að þeim tækist að ná forystunni um miðjan fyrri hálfleik, þá átti Óli Þór Magnússon skot í stöng eftir gott upphlaup, boltinn barst til Ragnars Margeirssonar sem skaut hörkuskoti að markinu, en Stefán náði að veija. Skömmu síðar náðu KR-ingar skyndisókn, boltinn var gefínn á Pétur Pétursson sem stóð skyndilega einn_ og óvaldaður fyrir utan vítateig ÍBK og hann sendi boltann. örugglega framhjá Þorsteini Bjamasyni markverði IBK. Fallega gert hjá Pétri, en klaufalegt hjá vöm IBK. Síðari hálfleikur var að mestu tíðindalaus, Keflvíkingar sóttu af talsverðu kappi, en höfðu ekki er- indi sem erfíði að þessu sinni. A síðustu mínútu leiksins náðu KR- ingamir svo enn einu skyndiupp- hlaupinu sem lauk með marki frá Þorsteini Halldórssyni eftir ágætan samleik. Ian Ross þjálfari KR sagðist vera hæst ánægður með sigur sinna manna, Þetta hefði verið mikill bar- áttu leikur sem hefði verið leikinn við erfíð skilyrði. „Við vomm heppnir að fá ekki á okkur mark þegar Keflvíkingamir skutu í stöng- ina, það hefði getað breytt miklu. Þeir eru alltaf erfíðir heim að sækja og KR-liðið sýndi í þessum leik að það getur líka leikið á möl.“ „Mis- tök í vöminni kostuðu þijú mörk, en munurinn lá í að KR-ingamir nýttu sín færi en við ekki," sagði Frank Upton þjálfari IBK. Upton sagði að enn þyrfti að lagfæra ýmislegt hjá liðinu og menn yrðu að læra af mistökunum. MorgunblaÖiÖ/Einar Falur Ágúst Már Jónsson, fyrirliði KR, fagnaði sigri i Keflavík í gærkvöldi. Hér sækir Jóhann Magnússon að fyrirliðanum án árangurs. Ragnar Margeirsson ÍBK og Stefán Amarson, Þor- steinn Guðjónsson og Þor- steinn Halldórsson KR. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelkir u J T Möríc u J T Mörk Mörk Stig KR 2 0 1 0 2:2 1 0 0 3:1 5:3 4 FRAM 1 1 0 0 1:0 0 0 0 0:0 1:0 3 ÍBK 2 1 0 1 4:4 0 0 0 0:0 4:4 3 VÍKINGUR 1 0 0 0 0:0 0 1 0 2:2 2:2 1 LEIFTUR 1 0 1 0 0:0 0 0 0 0:0 0:0 1 ÍA 1 0 0 0 0:0 0 1 0 0:0 0:0 1 KA 0 0 0 0 0:0 0 0 0 0:0 0:0 0 ÞÓR 0 0 0 0 0:0 0 0 0 0:0 0:0 0 VALUR 1 0 0 0 0:0 0 0 1 0:1 0:1 0 VÖLSUNGUR 1 0 0 0 0:0 0 0 1 1:3 1:3 0 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Skyndisóknir FH sáu um Breiðabliksliðið KNATTSPYRNA / SVISS „Kem heim ef við föllum“ - segirSævarJónsson landsliðsmaður FH lagði Breiðablik 3:1 á gljúp- um Kópavogsvellinum í gœr- kvöldi. Blikarnir voru meira með boltann en FH-ingarnir voru hœttulegir í skyndisókn- unum og skoruðu mörk sfn eft- ir vel útfærðar sóknarlotur sínar. Bæði liðin virkuðu þung og áttu í erfiðleikum með að spila á vellinum. Blikamir voru öllu sókn- djarfari en náðu ekki að skapa sér nein tækifæri. Það Andrés var siðan á 24 Pétursson mínútu að Pálma skrifar Jónssyni FH var brugðið í vítateign- um og Ólafur Sv.einsson dómari dæmdi vítaspymu á Breiðablik. Ekki voru allir sátti við þann dóm enÓlafur Jóhannesson skoraði ör- ugglega úr vítaspymunni. Seinni hálfleik byijuðu Breiðabliks- mennimir með harðri hríð að marki FH en þar var Halldór Halldórsson sú stoð sem þeir komust ekki fram- hjá. Brátt fóru FH-ingar að koma meira inn í leikinn og úr skyndisókn skoraði Hörður Magnússon fallegt skallamark. Ingvaldur Gústafsson minkaði mun- inn fyrir Breiðablik nokkmm mínút- um síðar með stórglæsilegu marki frá vítateigshominu eftir að hafa fengið góða sendingu frá Amari Grétarssyni. En nú gleymdu Blik- amir sér í sókninni og Hörður Magnússon gulltryggði sigur FH með góðu skoti rétt fyrir utan víta- teig. FH liðið var vel að þessum sigri komið. Vömin var sterk með Ólaf Jóhannesson, Þórhall Víkingsson og Halldór markvörð sem tryggustu hlekki, miðjan barðist vel og sókn- armennimir skomðu þrjú mikilvæg mörk. Greinilegt er að FH-liðið verður sterkt í sumar og ættu þeir að öllu forfallalausu að vera í topp- baráttunni í deildinni. Breiðablikslið olli aðdáendum sínum vonbrigðum; liðið var mun meira með boltann I leiknum, en allan brodd vantaði í sóknina. Hinir leik- reyndu vamarmenn liðsins gerður afkdífarík mistök undir lok leiksins sem kostuðu liðið stig. Þeirra bestu menn vom Bjöm Þór Egilsson, sem var sívinnandi á miðjunni og bar- átt.ujaxlinn Ingvaldur Gústafsson. Maður leiksins: Hörður Magnússon FH Morgunblaðið/KGA „Þú skalt sko ekki ná þessum bolta," gæti Pálmi Jónsson FH-ingur verið að segja við Breiðabliksmanninn Bjöm Þór Egilsson. SÆVAR Jónsson, sem leikur með Solothurn í Svlss mun koma heim til íslands og leika meö Val ef lið hans fellur f 3. deild súissnesku knatt- spyrnunnar. Solothurn er nú í botnbaráttunni í 2. deild og þarf að sigra í öðrum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í deildarkeppninni til að halda sæti sínu í 2. deild. Eg hef áhuga á að vera hér áfram ef liðið nær að halda sér í deildinni og kaupir nýja leik- menn,“ sagði Sævar Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „En ef liðið fellur þá kem ég heim og leik með Val Ég yrði þá lögleg- ur með Val 24. júní. Ef við höfnum í næst neðsta sæti þá þurfum við að leika aukaleik. Það myndi þýða að ég yrði ekki löglegur með Val fyrr en 5. júlí og þá liti málið öðruvísi út.“ Solothum er nú í næst neðsta sæti með 6 stig, tveimur stigum á eftir liði Ómars Torfasonar, Olt- en, en liðin mætast í síðustu um- ferðinni. Sævar lék með Val í fyrra, en þá tryggði liðið sér íslandsmeistara- titilinn. Ef Solothum fellur þá gæti Sævar leikið með Val gegn IBK 27. júní. Ármann sigraði w Armann vann Hvatbera 2:1 í 4. deild í gærkvöldi. Konráð Ámason og Róbert Jónsson skoruðu fyrir Ármann en Halldór Halldórs- son fyrrir Hvatbera. Skotfélag Reykjavíkur vann Ægi 1:2. Ámi Harðarson og Trausti Kristjánsson skoruðu mörk Skotfélagsins en Ell- ert Hreinsson svaraði fyrir Ægi. íkvöld Knattspyma 1. deild Leifturevðllur, Leiftur-Valur...kl. 20.00 3. deild Sandgerðisv., Reymr-Stjamankl. 20.00 4. dcild Gervigrasv., Léttir-Hvatberar kl. 20.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.