Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 22
22 _______________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988_
„Þar sem þekking og
þjónusta fara saman“
eftirHalldór
Guðbjarnason
Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs-
son, lagði mánuði fyrir þinglausnir
fram á Alþingi skýrslu um álit
matsnefndar á stöðu Útvegsbank-
ans skv. lögum nr. 7/1987 og loka-
skilareikning Útvegsbanka fslands
30. aprfl 1987. Flestir bjuggust við
að skýrsla þessi þætti þess eðlis,
að ástæða væri til að ræða hana á
Alþingi. Ég var einn þeirra sem
biðu þeirrar umræðu, enda málið
mér skylt. Nú þegar útséð er um
að slík umræða verður ekki að
sinni, tel ég fulla ástæðu til þess
að fara nokkrum orðum um skýrsl-
una og þau vinnubrögð sem að
baki hennar liggja.
í greinargerð Jóns Sigurðssonar,
sem fylgir áliti matsnefndarinanr,
er minnst á að Matthías Bjarnason,
fv. viðskiptaráðherra, hafí falið
bankaráði og bankastjóm Útvegs-
banka íslands í júní 1987 „sérstakt
verkefni í tengslum við lokauppgjör
Útvegsbanka Islands". Til að varpa
skýrara ljósi á þetta orðalag þá var
þetta sérstaka verkefni að gæta
hagsmuna gamla bankans í upp-
gjörinu. í Ijós kom, að gleymst hafði
í lögunum að gera ráð fyrir skila-
nefnd fyrir bankann sem sæi um
slit hans og gætti hagsmuna ríkis-
sjóðs. Af eðlilejrum ástæðum fól
ráðherrann bankaráði og banka-
stjóm að annast þetta starf. Án
þess að fara nánar út í þessi mál
er rétt að hér komi fram, að banka-
stjóramir unnu að ýmsum upp-
gjörs- og frágangsmálum fram á
haust 1987 en hættu þá allri vinnu.
Ástæða þess var sú, að 5. ágúst
skipuðu viðskiptaráðherrra og flár-
málaráðherra sérstaka gæslumenn
ríkissjóðs í málinu. Eftir það var
óskað eftir að bankastjóramir
hættu störfum sinum sem fyrst.
Þeir komu því aldrei nálægt endan-
legu uppgjöri bankans. Sömu sögu
er að segja um bankaráðið. Hvorki
nöfn bankaráðsmanna né banka-
stjóra sjást í lokaskilareikningum
vegna þess að þeir komu þar hvergi
nálægt. Gott er að hafa þetta i
huga þegar skýrslan er lesin.
Fyrrverandi bankaráð og
bankastjóm taldi hins vegar, og
hefur alltaf talið, að þvi hafi
borið að ganga frá lokauppgjöri
bankans og skila undirrituðum
reikningum fyrir þann starfs-
tima sem þeir fóru með stjórn
hans. Þessi skoðun var margitrek-
uð. Allt kom fyrir ekki. Hins vegar
brá svo við, þegar kom að undirrit-
un reikninga, að viðskiptaráðherra
óskaði eftir að bankastjóramir und-
irrituðu þá. Því synjuðu þeir af eðli-
legum ástæðum.
Gera má ráð fyrir að í reiknings-
skilum hefðu komið fram ýmsar
athugasemdir fyrrverandi banka-
ráðs og bankastjómar ef þessir
aðilar hefðu lokifj. þeim. Slíkar at-
hugasemdir hefðu gefíð þingmönn-
um og almenningi betri innsýn í
málið og þar með betri grundvöll
til að ræða það eins og eðlilegt hlaut
að vera, þótt ljóst sé skv. lögunum
að matsnefndinni hafi verið gefið
alræðisvald um að ráða niðurstöð-
um lokaskilareikningsins. Þekking
bankastjóranna á erfíðleikamálum
bankans hefði væntanlega komið
sér vel fyrir ríkissjóð.
Eigið fé rangt skráð
Þegar bankinn, eins og aðrir
ríkisbankar, gekkst undir lífeyris-
skuldbindingamar fyrir áratugum,
geri ég ráð fyrir að ráðamenn sem
þær samþykktu hafi búist við að
hann gæti staðið undir þeim.
Reyndin varð þó önnur. Þama virð-
ist hafa verið búið til hið versta
mál fyrir ríkisbankana sem og fleiri
stofnanir hins opinbera. Þetta er
mál sem sjálfsagt margir vilja sem
minnst ræða um. Uppgjörsmáti
matsnefndarinnar vekur upp þá
spumingu hvort fjármálaráðherra,
Jón Baldvin Hannibalsson, treysti
sér til að reikna út með sama hætti
hverjar skuldbindingar ríkisins við
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
em áætlaðar nú? Em þær 10 miilj-
arðar, 15 milljarðar, 20 milljarðar
eða hafa þær e.t.v. ekki verið reikn-
aðar? Getur verið að hér sé búið
að búa tii svo illviðráðanlegt mál,
að enginn þori að tala um það hvað
þá að taka á því? Þessar spumingar
vakna óneitanlega vegna þess hve
mikinn áhuga ýmsir fréttamenn
hafa haft á þessum þætti reikning-
anna. Hvað með slíkar skuldbind-
ingar annarra ríkisbanka? Getur
viðskiptaráðherra upplýst hveijar
þær em áætlaðar um sl. áramót?
Fram hefur komið, að lífeyrisskuld-
bindingar bankanna em ekki færð-
ar í bókhald þeirra. Af þeim sökum
er bókhald þeirra ekki rétt. Nu
verða þessi fyrirtæki sem og önnur
að fylgja almennum reikningsskila-
reglum. Því þarf að laga bókhald
þeirra strax. Slík leiðrétting
skerðir eigið fé þeirra.
Stofnaður með neikvæðu
eiginfé
Mönnum er gjamt að tala um
skatta og skattaálögur þegar rætt
er um tap ríkissjóðs vegna Útvegs-
banka íslands. Hluti taps ríkisins
er það eigið fé sem bankinn átti.
Því er hér ekki um að ræða nein
framlög frá ríkinu og því ekki um
neinar skattaálögur að ræða. Það
sem þama tapast em eignir bank-
ans. Þær vom til og því þarf ekki
að afla neinna nýrra peninga. Hins
vegar, ef farið yrði að ræða þau
mál frekar, hvemig ríkissjóður stóð
að stofnun þessa banka í kjölfar
greiðsluþrots íslandsbanka, hvað
ríkissjóður og aðrar stofnanir ríkis-
ins hafa fengið frá honum í áranna
rás, þá er ég hræddur um að málin
litu öðmvísi út en þau gera í skýrslu
matsnefndar. Hér hefði átt við
máltækið „endinn skyldi í upphafí
skoða". Það hefði verið heilladrýgra
hjá þeim sem að stofnun bankans
stóðu að búa hann vel úr garði í
upphafi svo hann hefði getað sinnt
hlutverki sínu. Það var ekki gert.
Bankinn hóf rekstur sinn 1930
með neikvæðum höfuðstól sem nam
4,5 millj. kr. Sá öfugi höfuðstóll
stóð fram á stríðsárin. Þá fór hagur
bankans batnandi og hægt var að
snúa þessu við. Eina féð sem ríkis-
sjóður lagði bankanum til vom 50
millj. kr. sem lagðar vom fram
1980, eftir hálfrar aldar erfitt hlut-
verk. Ég sæi þær peningastofnanir
sem byijuðu rekstur sinn í dag með
neikvætt eigið fé og það hlutverk
sem Útvegsbankinn fékk við stofti-
un.
Hundruðum milljóna sleppt
Samkvæmt erindisbréfí var
matsnefndinni ekki ætlað að meta
til verðs viðskiptavild bankans. Það
þýddi þó ekki að þessum eignarlið
ætti að sleppa. Skv. upplýsingum
mínum var ætlunin að taka þennan
lið til skoðunar og mats þegar nið-
urstöður lægju fyrir um eignir og
skuldir bankans. Fyrrverandi við-
skiptaráðherra, Matthfas Bjama-
son, hafði rætt um það oftar en
einu sinni í áheym undirritaðs, að
hann teldi mikil veiðmæti felast í
viðskiptavildinni. NÚ virðast nýir
valdhafar einfaldlega hafa ákveðið
að þessi eign bankans skuli ekki
metin til fj&r, eign sem iíklega
má meta á hundruð milljóna
króna. Er þetta undarlegasta
ákvörðunin sem tekin hefur ver-
ið i uppgjöri gamla bankans. Með
þessu er verið að ákveða að nýi
bankinn fái þessi verðmæti sem ein-
hvers konar uppbót. Ekki efa ég
að þetta hafí verið vel þegið en
segja má að flottheitin ríði ekki við
einteyming hjá ríkissjóði þegar
hann hefur efni á þessu á sama
tíma og rætt er um gjaldþrot bank-
ans og stórfelld útgjöld vegna þess.
Helst hallast ég að því að hér
hafí verið um mistök að ræða. Af
einhveijum ástæðum hafí ekki verið
talin nauðsyn á að verðleggja þessi
óáþreifanlegu verðmæti. Hér væri
einungis um það að ræða að ríkið
færði eign sína úr einum vasanum
yfír í annan. Hægt yrði að ná þess-
um verðmætum síðar, við sölu
hlutabréfanna.
Hvað sem menn kunna að hafa
ætlast fyrir í upphafí þá hefur það
sýnt sig, að mál þetta hefur fengið
hina undarlegustu meðferð. Svo
virðist sem þeirri stefnu hafí verið
fylgt að þar sem því yrði við komið
skyldi hygla nýja bankanum á
kostnað þess gamla. Óhætt er að
segja að það hafí verið gert. En
þannig á ekki að standa að verki.
Þetta þarf að laga. Þá kröfu verður
að gera að eðlilegir viðskiptahættir
séu viðhafðir í þessu máli. Slfld
hlýtur að vera ijárhagslega og sið-
ferðilega rétt gagnvart almenningi,
eigendum gamla bankans, og ekki
síst gagnvart því fólki sem þar
starfaði. Jafnframt hlýtur sú krafa
að vera gerð, svo þingmenn og aðr-
ir, sem um þessi mál fjalla, geti
farið rétt með hlutina og nefnt þá
nöfnum sem við á. Ef það er ósk
Alþingis að búa Útvegsbanka ís-
lands hf. betur úr garði en gert var
við fyrirrennara hans, þá er hrein-
legra að gera það fyrir opnum tjöld-
um en ekki með þeirri aðferð sem
hér virðist vera beitt.
Viðskiptaráðherra tekur fram í
greinargerð sinni, að hlutabréf
ríkisins í hinum nýja banka hafí
aukist að verðmætum vegna þess,
að búið sé að minnka útlána-
áhættu bankans með stórum af-
skriftum í gamla bankanum, búið
sé að taka af honum allar lífeyr-
isskuldbindingar sem aðrir bank-
ar bera og afkoma bankans sl. ár
hafí verið svo góð, að slfld hljóti
að auka verðgildi hlutabréfanna.
Þetta þýðir einfaldlega það, að
hlutabréf nýja bankans hafi vaxið
í verði m.a. vegna þess hve harka-
lega hefur verið gengið að gamla
bankanum. Það má hins vegar orða
staðreynd þessa með ýmsum hætti.
Viðskiptavildin gefin
Fram hefur komið hjá banka-
stjóra hins nýja banka, að hann
telji ein mestu verðmæti bankans
felast f starfsfólkinu og þeirri miklu
reynslu sem þar hefur safnast sam-
an í gegnum áratugina. Þetta er
undirstrikað með nýju kjörorði
bankans sem er „þar sem þekking
og þjónusta fara saman“. Varla
væri mikilli þekkingu til að dreifa
í þessari nýju stofnun nema hún
hafí fylgt með í kaupunum.
Á þeim tfma er gjömingaveður
Hafskipsmálsins reið yfír gamla
bankann og allir reiknuðu með að
innlán hans yrðu rifín út, kom í ljós
hve traustan viðskiptavinahóp hann
átti. Staðfesting á þessu hefur kom-
ið fram hjá bankasfjóra nýja bank-
ans og víðar. Jafnvel keppinautar
bankans undruðust hversu vel hon-
um hélst á innlánum á þessum tíma
og þeir fáu, sem yfírgáfu hann,
hafa bersýnilega skilað sér aftur
eftir að framtíð hans var tryggð
og tekið með sér marga nýja við-
skiptavini. Um það tala tölumar.
Til að meta þá viðskiptavild sem
fólst í erlendum viðskiptum bank-
ans, væri fróðlegt að heyra álit
Halldór Guðbjarnason
„ Svo virðist sem þeirri
stefnu hafi verið fylgt
að þar sem því yrði við
komið skyldi hygla nýja
bankanum á kostnað
þess gamla. Óhætt er
að segja að það hafi
verið gert. En þannig á
ekki að standa að verki.
Þetta þarf að laga. Þá
kröfu verður að gera
að eðlilegir viðskipta-
hættir séu viðhaf ðir í
þessu máli.“
bankastjóra Búnaðarbanka og Iðn-
aðarbanka. Þessir bankar hafa á
sl. misserum verið að setja á stofn
svona þjónustu og vita því vel hvers
virði hún er. Hefði mönnum ekki
verið f lófa lagið að komast að því
hve mikils virði slík viðskiptasam-
bönd em talin vera, a.m.k. í fyrr-
nefnda ríkisbankanum? Allt þetta á
nýi bankinn að fá án nokkurrar
greiðslu. Ekki er fráleitt að
ímynda sér að erlend viðskipta-
sambönd mætti meta á hundruð
miiyóna.
Vextir gráa markaðarins
notaðir til verð-
lagningar fasteigna
Á sínum tfma, þegar viðræður
fóru fram um hugmyndina að sam-
eina í einn banka Útvegsbanka,
Iðnaðarbanka og Verslunarbanka,
var Almennu verkfræðistofunni fal-
ið að meta fasteignir og búnað þess-
ara banka. Það mat hefur mats-
nefíidin notað í verðlagningu sinni
á þessum eignum. Ekki kemur fram
í skýrslurini hvemig matsverðinu
er breytt í staðgreiðsluverð sem svo
er notað sem söluverð í uppgjöri.
Úr því að matsverðið er ekki notað,
hefði verið eðlilegt að skýrt kæmi
fram hvemig því er umbreytt en
ekki látið nægja að vísa til fylgi-
slqala sem ekki em afhent með
8kýrelunni.
Ráðuneyti bankamála taldi sig
ekki geta afhent mér matsskýrelu
Almennu verkfræðistofunnar. Þvf
verð ég að byggja á því sem ég
man frá því er ég hafði skýrsluna
undir höndum. Þar var gert ráð
fyrir að staðgreiðsluverð eignanna
reiknaðist út miðað við 15% vexti
umfram verðbólgu. Ef maður hugs-
ar sér að svona eignir séu seldar
með 30% útborgun og 70% lánuð
til 10 ára, verðtryggt og með hæstu
leyfilegu vöxtum, þá byggir að-
ferðin á að reikna til staðgreiðslu-
verðs þá upphæð sem eignimar em
metnar á. Þeim mun hærri vaxta-
krafa sem gerð er þeim mun lægra
er staðgreiðsluverðið. Þegar nýi
bankinn tók við eignunum vom út-
lánsvextir bankans 7%. Sé miðað
við þessa vexti er ríkissjóður að
tapa þama rúmum 76 millj. kr. Sé
miðað við vexti eins og þeir vom í
ársbyijun 1987, þegar matið var
gert, er tapið ennþá hærra. Það
hefði verið ólíkt huggulegra af ríkis-
sjóði að eiga skuldabréfin eða nota
þau til skuldajöfnunar við nýja
bankann og fá greitt fyrir eignimar
skv. eðlilegu mati en ekki skv.
' ávöxtunarkröfu gráa markaðarins.
' Afskriftir útlána
Matsnefndin mat afskriftaþörf
útlána bankans. Niðuretaða þess
mats er, að talin er þörf á að af-
skrifa 438 millj. króna, hvorki meira
né minna. Hér er ekki um neinar
smátölur að ræða. Mér datt strax
í hug, þegar ég las þetta, að ástand-
ið í atvinnulífinu hafí verið miklu
verra en ég hugði, því það hvarflar
ekki að mér að ástand útlánamála
Útvegsbanka íslands hafí verið
verra en hjá öðmm innlánsstofnun-
um sem þjónuðu sambærilegum
markaði. Þessu hafa flölmiðlar þó
reynt að koma inn hjá mönnum.
En hvemig stendur þá á því að
afskriftir annarra banka era ekki
meiri en raun ber vitni? Það er
vegna þess, að við slit bankans
hefur verið beitt allt öðmm að-
ferðum en gert er við almennt upp-
gjör banka.
í bönkunum er ekki afskrifað
fyrr en fullreynt er að skuld sé
endanlega töpuð nema sú óbeina
afskrift sem árlega er gerð til
öryggis og miðast við 1% af útlána-
og ábyrgðaugphæðum. Ég vil
minna á, að Útvegsbanki íslands
hætti störfum 30. aprfl 1987, fyrir
rúmu einu ári. Þessi erfíðleikamál
vom til meðferðar hjá nýja bankan-
um í 10 mánuði áður en þessi
skýrela kom út. Eftir sem áður til-
heyra þau gamla bankanum. En
hvemig fer svo mat þessa taps
fram?
Á bls. 9 í skýrelunni neðst segir.
„Við ákvörðun afskrifta útlána varð
nefridin að meta virði trygginga,
sem bankinn hafði 30. aprfl 1987.
Afskriftaþörfin er þannig mis-
munur á annars vegar skuld-
bindingum lánþegans og hins
vegar virði trygginga, að teknu
tilliti til áhvílandi veðkrafna á
undan veðkröfum bankans." Hér
vakna margar spumingar.
Hvemig fór matið á verðmæti
veðanna fram? Var beitt sömu reglu
og við matið á fasteignum og bún-
aði bankans, sem minnst var á hér
að framan, eða var beitt einhveijum
öðmm aðferðum? Var kannað ítar-
lega hvort ekki væri hægt að fá
frekari tryggingar fyrir þessum
útlánum? Hvere konar tryggingar
erá metnar góðar? Era það bara
fasteignaveð og sambærilegar
tryggingar? Svona má lengi spyija.
Eins og þeir vita, sem þessum mál-
um em kunnugir, er það mjög al-
gengt, þegar athuganir fara fram
á tryggingum innlánsstofnana, að
talið er vanta svo og svo mikið á
að tryggingar séu nægjanlegar fyr-
ir mörgum útlánum, enda mjög
teygjanlegt hvað séu nægjanlegar
tryggingar. Það sem einn metur
gott metur annar öðmvísi. Ef af-
skriftaþörf hefur verið metin eins
og þessi lýsing gefur til kjmna, tel
ég hana mjög aðfínnsluverða m.t.t.
venjulegra bankasjónarmiða. Rétt
er þó að taka fram, að þegar verið
er að slíta banka, þá er hætt við
að útlán tapist sem annast töpuðust
ekki en hér virðist sem mjög djúpt
hafi verið farið i að meta niður
útlán bankans og þau metin
miklu meir niður en gamla bank-
anum hefði nýst þau.
Verðlagning skatta-
legs hagræðis
í 4. kafla skýrelunnar er flallað
um skattalegt hagræði sem fylgir
nýja bankanum vegna þess bók-
haldstaps sem hann fær frá gamla
bankanum. Neftidin gerir þann fyr-
irvara í skýrelu sinni, að niðuretöð-
ur hennar séu ekki einhlítar. Af því